Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR2. DESEMBER 1973
36
Hðalelti
Glæsileg 5 herbergja endaíbúð, 1 30 fm. á 4. hæðtil sölu
við Fellsmúla. Upplýsingar í síma 24406 á venjulegum
skrifstofutíma.
Mennt 09 máttur
Höf. Max Weber: íslenzk þýðing eftir Helga Skúla
Kjartansson með inngangi eftir Sigurð Líndal.
Höfundur þessarar bókar var einn merkasti þjóðfélagsfræðingur sem
uppi hefur verið. í bókinni birtast tveir fyrirlestrar hans um tvö efni,
sem hann fjallaði um af mestri skarpskyggni: um hlutverk fræðimanna
með sérstöku tilliti til þeirrar kröfu að þjóðfélagsfræði séu fyllilega
hlutlaus sem önnur fræði, og um hlutverk stjórnmálamanna með
sérstöku tilliti til kenninga Webers um eðli ríkisvaldsins og þróun þess
á Vesturlöndum. í inngangi fjallar Sigurður Líndal meðal annars um
kenningu Webers um mótmælendasiði og auðhyggju.
Verð til félagsmanna kr. 480.00 4- söluskattur.
Birtingar
Höf. Voltarire: íslenzk þýðing eftir Halldór Laxness með
forspjalli eftir Þorstein Gylfason
Bók þessi er eitt víðfrægasta rit upplýsingarstefnu átjándu aldary Hún
geymir viðbrögð Voltaires við þeim meginvanda kristinnar lífs-
skoðunar, guðfræði og heimspeki.
Voltaire býr hugrenningum sinum búning skemmtisögu, bókin er
„heimspekilegt ævintýri" sem hann kallaði.
Verð til félagsmanna kr. 480.00 + söluskattur.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN
ríkisins mmrm
Elnflaglnn 1. teörúar 197fl
fyrlr lánsumsðknlr
vegna Ibúða I smlöum
Húsnæðismálastofnunin vekur athygli aðila
á neðangreindum atriðum:
1.
Einstaklingar er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á
nýjum ibúðum (ibúðum i smiðum) á næsta ári, 1974, og vilja koma
til greina við veitingu lánsloforða á því ári, skulu senda láns-
umsóknir sínar með tilgreindum veðstað og tilskildum gögnum og
vottorðum til stof nunarinnar fyrir 1. febrúar 1974.
2.
Framkvæmdaaðilar i byggingariðnaðinum er hyggjast sækja um
framkvæmdalán til ibúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári,
1974, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast
stofnuninni fyrir 1. febrúar 1974, enda hafi þeir ekki áðursótt um
slfkt lán til sömu íbúða.
3.
Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki, er hyggjast
sækja um lán til byggingar leiguibúða á næsta ári í kaupstöðum,
kauptúnum og á öðrum skipulagsbundnum stöðum, skv. 1. nr.
80/1970. skulu oera bað fvrir 1. febrúar 1974.
4.
Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiði ibúða á næsta
ári (leiguibúða eða söluibúða) í stað heilsuspillandi húsnæðis, er
lagt verður niður, skulu senda stofnuninni þar að lútandi láns-
umsóknir sínar fyrir 1. febrúar 1974, ásamt tilskildum gögnum sbr.
rlg. nr. 202/1970, VI kafli.
5.
Þeir sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnuninni, þurfa
ekki að endurnýja þær.
6.
Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. ianúar 1 974. verða
ekki teknar til meðferðar við veitinqu lánsloforða á næsta ári.
Reykjavik, 15. nóvember 1973.
HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RlKISINS
LAUGAVEGI77, SÍMI22453
— Árni Óla
Framhald af bls. 25
var fyrri kona hans Maria Páls-
dóttir, en hin siðari María Guð-
mundsdóttir hjúkrunarkona. Með
fyrri konu sinni átti Ami tvö
börn, Önnu Mjöll og Atla Má,
teiknara og listmálara, sem jafn-
framt hefur lagt stund á ritstörf
eins og faðir hans, og þá einkum
ljóðlist. Er Atli kunnur alþjóð af
verkum sinum eins og faðir hans.
Ami Óla hefur haft ódrepandi
áhuga á mörgum málum, eins og
kunnugt er. Fer það saman við
hugmyndir hans um alhliða
áhuga og þekkingu blaðamanns,
sem fram kemur i fyrrnefndum
formála að starfslýsingu hans á
Morgunblaðinu. Hann hefur veitt
bíndindishreyfingunni mikið lið,
eða frá þvi hann hafði „nokkru
fyrir fimmtugsafmæli sitt sagt
skilið við þá stundargleði, sem
„hörkugott brennivin" eins og
hann eitt sinn orðaði það getur
veitt þreyttum eljumönnum,"
eins og Valtýr Stefánsson segir í
grein um Ama Óla sextugan.
Ami Öla er mikill trúmaður og
hneigist til heimspekilegra um-
ræðna. I samtali við einn af nú-
verandi ritstjórum Morgunblaðs-
ins gat hann sérstaklega áhrifa
dr. Helga Pjeturss á viðhorf sitt,
en hann hefur mikla þekkingu á
ritum dr. Helga og rótgróinn
áhuga. Ami Óla segir í samtalinu:
„Dr. Helgi Pjeturss segir á einum
Hafnarljörður
Jðlafundur
kvenfélagslns Hrundar
verður haldinn, miðvikudaginn 5. des. kl. 8.30 í félags-
heimili iðnaðarmanna, að Linnetstíg 3.
Dagskrá:
Jólahugleiðing.
Ostakynning, Guðrún Ingvarsdóttir.
Söngur, tvöfaldur kvartett.
Jólahappdrætti. Stjórnin.
FÉLAGSSTARF
Sjálfstœðisflokksins
Slálfstæðlsfélag GarÓa- og Bessastaðahrepps
Félagsfundur verður haldinn að Garðaholti, miðvikudaginn 5. des.
kl. 9 e.h.
Fundarefni: Sveitastjórnarmál
Stjórnin.
Hafnarflörður
Hafnfirðingar, sem hafa fengið senda miða í happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins, yinsamlegast geri skil sem allra fyrst. Tekið á móti greiðslu á
skrifstofu Árna Grétars Finssonar, Strandgötu 25.
HAFNARFJÖRBUR
Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur jólafund mánudaginn 3.
des. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Á fundinn mætir Guðrún Ingvars-
dóttir og sýnir smárétti frá Osta- og smjörsölunni.
Jólahugleiðing.
Luciur koma I heimsókn.
Kaffidrykkja
Happd rætti.
Konur f jölmennið og takið með ykkur gesti.
Jólanefndin.
Starfshópur um hugmyndalræðl
Sfálfstæðlsflokkslns og
stefnumörkun I efnahagsmálum
Föstudaginn 7. desember n.k. kl. 20:30 verð-
ur fyrsti fundur starfshópsins haldinn í Galta-
felli v/Laufásveg.
Stjórnandi verður: Dr. Þráinn Eggertsson.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í starfi hóps-
ins eru vinsamlega beðnir að setja sig I
samband við skrifstofu S.U.S. sími 17100.
S.U.S.
Starfshópur um hellbrlgðlsmál
l\l.k. föstudag 7. desember kl. 1 7:30 verð-
ur fyrsti fundur starfshóps um heilbrigðis-
mál I Galtafelli v/Laufásveg. Þeir sem
áhuga hafa á þátttöku I starfshópnum hafi
samband við skrifstofu S.U.S. (sími
17100)
Stjórnandi verður: Skúli Jóhnsen, læknir.
S.U.S.
stað: „Þegar „efnið“ fer að hugsa
stígur það ennþá merkilegra spor
fram á leið en þegar það fór að
lifa.“ í þessu er djúpstæður sann-
leikur. Allar framfarir heimsins
eru frjálsri hugsun að þakka. Það
er afl andans en ekki handaflið,
sem mjakar mannkyninu fram á
leið.“
En Árni Öla bætir við: „Og þó
er eitthvað meira en litið bogið
við búskap mannkynsins á jörð-
inni, þvf að hver kynslóð er sann-
færð um, að alltaf sígi á ógæfu-
hlið. Efnishyggjan reynir að
lappa upp á ástandið með lögum,
nýjum og nýjum lögum. En þegar
lagasetningin er komin á það stig,
að mönnum er bannað að hugsa,
þá held ég að það sé hámark var-
mennsku og úrræðaleysis.
En nú eru aldahvörf framund-
an. Vísindin hafa uppgötvað, að
efnið er ekki annað en bundin
orka. Þar er náð merkilegum
áfanga og næsta skrefið hlýtur að
vera það, að maðurinn reyni að
þekkja sjálfan sig og þá andlegu
orku, sem í honum býr og ekki er
af þessum heimi. Þegar sú þekk-
ing eykst, þá mun þess skammt að
bíða að mannkynið reyni þann
veg, er Kristur vísaði: „Leitið
fyrst guðsríkis og réttlætis hans,
og þá mun allt annað veitast yður
að auki.“ Þessi leið hefur aldrei
verið reynd, hvorki í stjórnmál-
um né viðskiptum, en er nokkur
önnur leið fær út úr ógöngum
lyarnorkualdarinnar?" spyr Ámi
Öla f þessu afmælisviðtali.
í samtalinu minnist Ámi einnig
á það, hvaða orsakir lágu til þess,
að hann gerðist blaðamaður:
„Þorfinnur Kristjánsson prentari
vann á þessum árum i isafoldar-
prentsmiðju. Þorfinnur var vinur
minn, og hann sagði mér frá þvi i
trúnaði, að nýtt blað væri í upp-
siglingu og það vantaði blaða-
mann. Hann réð mér til þess að
reyna að komast þar að. Ég fór til
Ólafs Björnssonar, sem ég þekkti,
og spurði: „Vantar ykkur ekki
blaðamann?" „Jú,“ sagði hann, og
lét mig síðan ganga undir próf,
sem var í því fölgið að þýða fyrstu
framhaldssögu blaðsins, ,3vörtu
gammana“. Það var erfitt að þýða
hana. En þegar Vilhjálmur Fin-
sen og Ólafur Björnsson höfðu
lesið handritið, réðu þeir mig til
starfsins. Þá var ég orðinn fyrsti
blaðamaður landsins, því að eng-
inn hafði áður haft blaðamennsku
að aðalatvinnu hér á landi.“
Um teið og Morgunblaðið send
ir Árna Óla innilegar hamingju-
o'skir á 85 ára afmælinu og mælir
þar áreiðanlega fyrir munn les-
enda sinna og allra þeirra, sem
fylgzt hafa með ritstörfum hans,
er ekki úr vegi að vitna enn í
lokin i grein Vaitýs Stefánssonar
um Áma sjötugan: „Fyrir nokkr-
um árum skrifaði ég afmælis-
grein um Áma ÓIa,“ segir Valtýr,
„en varaðist eins og sjálfsagt var
að hlaða á hann oflofi. í litlu hófi
sem starfssystkin hans héldu í
húsakynnum Ilótel íslands, komst
hann að orði á þessa leið: „Þegar
mér barst Morgunblaðið í morgun
og las grein Valtýs, þá tók ég
blaðið, festi það upp á vegg og
hneigði mig og sagði: „Mérþykir
afskaplega skemmtilegt að kynn-
ast þessum manni.“ A þann hátt
gaf hann til kynna, að þessi mann-
lýsing ætti alls ekki við hann. En
þannig lýsti hann á skemmtilegan
hátt, hvé hlédrægur maður hann
er og hefur verið allt fram á
þennan dag.“
Valtýr segir, að þeir, sem séu
ókunnugri Árna Óla en hann,
kunni að líta svo á, að þetta hafi
verið látalæti ein. Ámi Ola hafi
alla tíð verið hlédrægur maður.
Blaðamanni er ekki sizt nauðsyn-
legt að þekkja takmörk sín og
hann lærir fljötlega af margvís-
legum og nánum samskiptum við
líf og samtíð, að hollt er að ganga
hljótt um dyr gleði og ábjTgðar,
ekki síður en mótlætis og sorgar.
Ami Óla hefur kunnað þá list.
Hann er dagfarsprúður maður, en
fastur fyrir, kyrrlátur og stilltur í
framkomu. Ókunnugum getur
jafnvel fundizt hann afskiptalaus
og þurr á manninn, en þeir sem
þekkja hann bezt meta öðrum
kostum hans fremur Ijúfmennsku
hans og glaðværð á góðri stund.
En hér skal láta staðar numið,
svo að Ámi Óla þurfi ekki öðru
sinni að hneigja sig fyrir ókunn-
ugum manni — í afmælisgrein
um hann sjálfan.