Morgunblaðið - 02.12.1973, Síða 30

Morgunblaðið - 02.12.1973, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 Minning: Ernst Thorbjöm Peder sen stórkaupmaður Aldarminning: Guðbjörg Krist- jánsdóttir F. 10. júlí 1923. 1). 17. nóvem ber 1973. Ernst var fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn og bjó þar allan sinn aldur. Móðir Ernst var islenzk, Rósa Jónsdóttir frá Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi, en hún fluttist ung til Danmerkur í fyrri heims- styrjöldinni. Hún giftist síðan dönskum manni, Rasmus Peder- sen, sporvagnastjóra í Kaup- mannahöfn og var Ernst einka- sonur þeirra. Faðir Ernst lézt árið 1957 en Rósa lézt fyrir um 2 árum í Kaup- mannahöfn. Á yngri árum hafði Ernst mjög Iftinn samgang við íslandinga, og þar var fyrst eftir síðari heims- styrjöldina að lokinni skólagöngu, að kynni hans hófust við þá i sambandi við viðskiptaerindi þeirra til Danmerkur. Á þessum árum mun Ernst hafa leyst úr mörgum vanda fyiúr ís- landinga i Kaupmannahöfn, en ekki mun alltaf hafa verið mikill fjárhagslegur ávinningur, sem knúði til þess, því að Ernst var mjög greiðvikinn og vildi hvers manns vanda leysa, ef hann var beðinn um slíkt. Á þessum árum lærði Ernst fslenzku alveg til hlitarþótt nann hefði lítið kunnað í henni áður, og hann talaði svo góða íslenzku, að ekki var hægt að heyra á mæli hans, að hann væri útlendingur. Ernst kom mjög oft til íslands i viðskiptaerindum, enda átti hann marga viðskiptavini hér og góð- kunningja. Hann var líka mjög vinsæll meðal vina sinna og hrók- ur alls fangaðar í vinahópi. Árið 1949 kvæntist Ernst ágætri gæðakonu, Tove, sem reyndist honum góður og tryggur lífsföru- nautur fram til hinztu stundar, Hún var einnig samhent honum í vinskap og gestrisni við hina mörgu íslenzku vini sem heim- sóttu þau mjög oft á ferðum þeirra til Kaupmannahafnar. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Ann, sem nú er að læra arkitektúr og Claus, sem er húsa- smiður. Tove býr nú ásamt börnum og tendadótturinni Annie að Öster- brogade 84, þar sem þau hafa búið um nokkra ára skeið. Þar er nú mikið skarð fyrir skild, en minningin um góðan dreng mun aldrei deyja. FYRIR tæpum fimm árum, eða hinn 20. desember 1968, lézt hér í Reykjavík frú Guðbjörg Krist- jánsdóttir, ekkja Ögmundar Sigurðssonar skólastjóra í Flens- borg, og var jarðsett við hlið manns síns i Ilafnprfjarðar- kirkjugarði þann 30. desember í fylgd mikils fjölmennis. Langar mig með fáum orðum að minnast þessarar látnu merkis- konu, þó það sé gert meira af vilja en mætti. Guðbjörg var fædd að Snær- ingsstöðum i Svínadal i Austur- Ilúnavatnssýsluþann 2. desember 1873, önnur systra i átta barna hópi. Eftir fráfall beggja foreldra fluttist hún fermingarvorið til föðurbróðurs síns, séra Benedikts Kristjánssonar að Grenjaðarstað, og konu hans, Ástu Þórarins- dóttur. Á því heimili dvaldist hún sem elskuð dóttir og systir, þar til að þvi kom að hún giftist Ögmundi Sigurðssyni, þá kennara við Flensborgarskóla, hinn 17. september árið 1900. Árið 1908 var Ögmundur ráðinn skólastjóri gagnfræðaskólans í Flensborg, og fluttust þau hjónin þá i hið stóra og erfiða Flens- borgarhús, þar sem þau bjuggu við mikla rausn, þangað til húsið brann vorið 1930. í Flensborg vargaman að koma, enda var þar mjög gestkvæmt, húsmóðirin gestrisin og geislandi af glaðværð, en húsbóndinn fágaður heimsmaður, ræðinn, fróður og skemmtilegur. Hann var eftirsóttur fararstjóri útlend- inga um ísland á sumrin. Hann var mikill tungumálamaður og hafði sérstaklega gott vald á enskri tungu. Hann var duglegur ferðamaður, en í þá daga var ekki ferðazt um landið öðru vísi en á hestum, og svo kunnugur landi og þjóð var hann, að fáir munu hafa staðizt honum snúning í þeim efnum. Meðan á þessum ferða- lögum stóð, sinnti Guðbjörg ein heimili og búi af þvílíkum dugnaði, að i frásögur var fært, en í þá daga fylgdi einatt skepnu- hald og heyskapur stóru heimili, jafnvel þó í kapstað væri. Eins og fyrr segir brann Flens- borgarhúsið vorið 1930, og var það þeim hjónum mikið áfall. Um svipað leyti dapraðist Ögmundi svo sjón, að sjálfsagt var, að hann segði af sér skólastjórastarfi. Eftir að þau hjónin höfðu um skeið leigt sér húsnæði út í bæ, keyptu þau Gerðið í Hafnarfirði, litla fallega húsið í hraun- jaðrinum við lækinn. í þessu húsi bjuggu áður hjónin Ásthildur og Pétur Thorsteinsson, og þvi fylgdi einhver þokki, sem erfitt er að koma orðum að, og ekki minnkaði þessi þokki við komu Guðbjargar og Ögmundar í húsið. Hinn 29. október 1937 lézt Ögmundur, og fluttust þá fljót- lega í húsið til Guðbjargar hjónin Guðrún dóttir hennar og Friðrik A. Jónsson, eftir að þau höfðu stækkað það og endurbætt, og áfram hélt glaðværðin og gesta- gangurinn í Gerðinu. Oft hef ég leitt hugann að því, hve einkenni- lega margir komust fyrir í þessu húsi, sem sýndist svo lítið og yfir- lætislaust að utan. Haustið 1949 fluttist Guðbjörg með dóttur sinni og tengdasyni í hús þeirra að Garðastræti 11 i Reykjavík, þar sem hún fékk sína litlu fallegu íbúð og gat haft allt eins og hún vildi. Þegar litla íbúð- in rúmaði ekki gestina, var stóra íbúðin á þriðju hæð alltaf nógu stór, hve margir sem gestirnir voru. Guðbjörg hafði ævinlega haft sterka löngun til að ferðast og sjá sig um í heiminum, en aldrei haft tóm til þess. Eftir að hún losnaði undan húsmóðurskyldunum, brá hún sér á kreik og ferðaðist mjög mikið, bæði hér heima og erlend- is. Fáa hef ég þekkt, sem nutu þess til jafns við hana. Guðbjörg var gæfukona, átti góðan mann og vel gefin börn, auk allra góðu vinanna og frænd- anna. Þófór hún ekki varhluta af sorginni. Fjóra drengina sína missti hún í sjóinn: synina Þor- vald í febrúar 1933 og Jónas haustiðl946, sonarsynina Stein- dór Sveinsson 1945 og síðast Þor- vald Benediktsson með togaran- um Júlí 1962. Öllu þessu tók hún af miklu æðruleysi. Guðbjörg var ákaflega mann- blendin og hafði ríka ánægju af að blanda geði við fólk, en hún var um leið mjög trygglynd og vinföst. Eðlilega eignaðist hún marga vini á svo langri ævi, en hún missti ekki sjónar af gömlum vinum, þó að nýir bættust í hóp- inn, enda var hann orðinn stór um það erlauk. Fram á síðustu æviár var Guð- björg mikið á gangi, ýmist til að heimsækja vini eða bara hreyfa sig. Eflaust hafa margir veitt eft- irtekt þessari smágerðu konu, sem gekk svo hratt um göturnar, var fjaðurmögnuð og kvik í hreyfingum og jafn- an svo fín í klæðaburði, að hún gat þess vegna verið að fara i samkvæmi. Ilenni fannst það vera óvirðing við sjálfa sig að ganga ekki vel til fara, og hratt gekk hún sökum þess hve allur seinagangur var hennu mjög á móti skapi. Guðbjörg fékk hægt andlát, sofnaði út af eins og þreyttur maður eftir langan vinnudag. Ilún var þess fullviss, hvað við tæki, og kveið engu. A hundrað ára afmælisdegi hennar í dag minnast hennar frændur og vinir að Garðastræti 11, þar sem dóttir og tengdasonur hafa opið hús í þakklætis- og virð- ingarskyni við minningu hennar. Asta Jónasdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför mæðginanna KRISTÍNAR VERMUNDSDÓTTUR ogSKARPHÉÐINS EIRÍKSSONAR frá Vatnshlíð. fyrir hönd vandamanna Eirikur Sigurgeirsson og börn. Guðjón Hólm. t Dóttir mín og móðir okkar, VIGDÍS HELGA JÓNSDÓTTIR, Fiókagötu 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði, þriðjudaginn 4. des, kl. 2 e.h Guðny Guðmundsdóttir, börn hinnar látnu. Útför föður okkar og brpður SVAVARS GUÐJÓNSSONAR Snorrabraut 33 verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 3 desemberkl 1.30 Reynir Svavarsson, Svavar Svavarsson Anna Pálsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir Gunnfriður Guðjónsdóttir, Sigriður Halldóra Guðjónsdóttir. t Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, H verfisgötu 1 9, er lézt 26 nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðju- daginn 4 des kl 1.30 Ögmundur Kristófersson, Jóhanna Ögmundsdóttir, Auðbjörg Ögmundsdóttir, Sigfús Guðmundsson. t Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför HANNESAR HELGASONAR frá ísafirði F.h. aðstandenda Helgi Hannesson Sigurður Hannesson t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður okkar tengdamóður, ömmu og langömmu SIGURBJARGAR JAKOBSDÓTTUR frá Siglufirði. Sigríður Guðlaugsdóttir Hilmar Þorkelsson Ottó R. Guðlaugsson Málfríður Gunnarsdóttir Stefnir Guðlaugsson Guðný Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Skútustöðum Sérstakar þakkir sendum við Mývetningum fyrír þann sóma, er þeír sýndu minningu hennar. Jóhanna Hermannsdóttir, Þórhallur Hermannsson, Sigríður Pálsdóttir, Ingunn Hermannsdóttir, Jónas Pálsson, Ingíbjörg Hermannsdóttir, William Dinusson, Hallur Hermannsson, Sigurveig Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.