Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DKSEMBKR 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Aucdýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjaid 360,00 krá mánuði innanlands. í lausasölu 22, 00 kr. eintakið sem hafa verið gerðar f f jármálum byggingarsjóð’s, að unnt er að veita þessi lán fyrir áramót.“ Þessi ummæli Björns Jónssonar eru alveg skýr og ótvíræð. í þeim felst bindandi loforð um, að allir þeir sem gert hafi fokhelt fyrir 15. nóvember 1973 skuli fá lán fyrir áramót. A fundi Iiúsnæðismála- stjórnar í fyrradag barst svo tilkynning frá ráðherr- anum þess efnis, að ein- son taka að sér að ganga með hatt í hönd milli bankastjóra viðskiptabank- anna og biðja um fram- lengingu á þeim víxlum, sem flestir þeirra hús- byggjenda, sem nú verða fyrir barðinu á svikum hans, hafa áreiðanlega lof- að að greiða í desembcr með láni húsnæðismála- stjórnar svo og fyrir aðra lánardrottna hinna ungu húsbyggjenda, sem heitið hefur verið greiðslu nú f desember? Annað hvort verður ráðherrann aðtaka þetta verkefni að sér eða standa við gefin loforð á Alþingi og útvega nauðsyn- legt viðbótarfjármagn, svo að þessir húsbyggjendur fái þau lán í desember, sem þeir eiga rétt á. SVTKTN LOFORÐ Orðlaus ráðherra Hversu langt geta ráð- herrar gengið í því að gefa yfirlýsingar á Alþingi, sem ekkert mark er tak- andi á? ílvers eiga þeir al- mennu borgarar að gjalda, sem taka gildar hátíðlegar yfirlýsingar ráðherra á /VI- þingi, en verða svo fyrir því, að ekkert er á slfkuin yfirlýsingum að byggja? Þessum spurningum er ekki varpað fram að ástæðulausu. Þessa dagana standa nokkur hundruð h ú sby gg je n du r f r a m m i fyrir þvf, að loforð, sem Björn .Jónsson, félagsmála- ráðherra gaf á Alþingi í byrjun nóvember hefur verið svikið og svikin koma harðast niður á þeim, sem sízt skyldi, ungu fólki, sem er að koma sér upp hús- næði og hafði ráðherralof- orð um lán núna fyrir jólin. Ilinn 6. nóvember spunn- ust nokkrar umræður á /VI- þingi út af fvrirspurn, sem Sverrir Ilermannsson bar fram um lánveitingar til húsnæðismála. í svari við þessari fyrirspurn, sagði Björn Jónsson, félagsmála- ráðherra m.a. um lánveit- ingar til þeirra, sem gera fokhelt fyrir 15. nóvember, sem er síðasti eindagi Hús- næðismálastjórnar: „Hinn 19. okt. sl. voru 127 þessara íbúða orðnar fokheldar og má gera ráð fyrir eða leiða líkur að því, að þær geti orðið um 300 a.m.k. Þó er þetta nokkurri óvissu háð, þær gætu eins orðið eitt- hvað fleiri, og það er þegar ljóst af þeim aðgerðum, ungis þeir, sem sótt hefðu uin lán fyrir 1. febrúar sl. og gert hefðu fokhelt fyrir 15,nóvember mundu fá lán- in nú í desember. Ilinir, sem lagt hefðu umsóknir inn eftir 1. febrúar sl. myndu ekki fá sín lán fyrr en í febrúar, Þetta eru hrein svik við þá húsbyggj- endur, sem gerðu fokhelt fvrir 15. nóvember, en sóttu ekki um lánin fyrr en eftir 1. febrúar. Ummæli ráðherrans á Alþingi 6. nóvember sl. gáfu þessum húsbyggjendum fullt til- efni til að treysta því, að þeir fengju lánin í desem- ber. Nú virðist sýnt, aðsvo verði ekki, nema félags- málaráðherra verði knúinn til þess. Kannski vill Björn Jóns- Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, varð orðlaus í sjónvarpinu í fyrrakvöld, er Eiður Guðnason fréttamaður spurði hann, hvað kalla ætti þá gífur- legu verðbólgu, sem nú er f landinu, úr því að ráðherrann sjálfur kallaði helmingi minni verðbólgu á Viðreisnarárunum óða- verðbólgu. Ráðherrann hafði heldur ekkert svar á reiðum höndum. þegar fréttamaðurinn spurði hann, hvað ríkisstjórn- in ætlaði að gera til þess að berjast gegn þessari þróun. Sannleikur- inn er sá, að hraði verðbólgunnar er að verða óstöðvandi. Verðbólgu- vöxturinn er nú komin yfir 20% á ársgrundvelli og er orðin þrisvar sinnum meiri en í nágranna- og við- skiptalöndum. í gær var tilkynnt stór- felld hækkun á land- b ú n a ð a r v ö ru m, h e 1 z t u nauðsynjavörum almenn- ings. Ríkisstjórnin hyggst stórhækka söluskatt um áramót, án þess að það komi fram í vísitölu. Eng- in merki sjást um raunhæf- ar aðgerðir til þess að hægja á verðbólguvext- inum. Bersýnilegt er, aðenginn rfkisstjórn til þess að tak- ast á við slíkt viðfangsefni. Ef þessi þróun heldur áfram, verður þess ekki langt að bíða, að ástand- ið verði orðið svipað því, sem var í Þýzkalandi fyrir stríð, er fólk ók um með hjólbörur fullar af einskis nýtum peningaseðlum. Rey kj aví kurbréf Laugardagur 1. des.. Skattauppgjöf vinstri stjórnar Á FYRSTA þingi vinstri stjórnar- innar beitti hún sér fyrir breyting- um á skattalöggjöfinni, sem kallað ar voru uinbætur, en þýddu í raun stórkostlega aukningu skattabyrði (>& byggðust á þeirri megin stefnu- breytingu að auka beina skatta, en stefnt hafði verið að því, að draga Ur þeim eftir mætti. Nú, tveimur árum síðar, er svo komið, að enginn ágreiningur er lengur um nauðsyn þess að hverfa frá „umbótum" vinstri stjórnarinnar í skattamálum og gera róttækar breytingar á gildandi skattalöggjöf. Ein megin- krafa verkalýðshreyfingarinnar f yfirstandandi kjarasamningum er einmitt sú, að róttæk breyting verði gerð á skattalöggjöfinni, og á þingi Alþýðusambands Norðurlands var talað um þá gífurlegu skattabyrði, sem launþegar yrðu nú að búa við. Málgögn rikisstjörnarínnar halda því ekki lengur fram að, um ,,um- bætur“ hafi vcrið að ræða á skatta- löggjöfinni veturinn 1972, þvert á móti taka þau undir kröfur, sem fram koma hjáöllum almenningi, að skattalögunum verði breytt. Þannig hafa stjórnarflokkarnir í raun viðurkennt, að hin þunga gagnrýni sjálfstæðismanna á skatta- lögin veturinn 1972 hafi verið á fullum rökum reist, og er þetta eitt af fjölmörgum dæinum um, að stjórnarflokkarnir verða að játa, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi séð bet- ur on þeir á þessum fyrstu misser- um vinstri stjórnarinnar. Rfkis- stjórnin hefur nú gert verkalýðs- hreyfingunni og vinnuveitendum grein fyrir þeim skattabreytingum, sem hún vill beita sér fyrir. Morgun- blaðið hefur skýrt fráefni þeirra, og enda þótt enginn dómur verði að svo stöddu lagður á fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar, bendir margt til þess, að þær skattabreytingar verði laun- þegum ekki hagstæðar. Ríkis- stjórnin hyggst lækka tekjuskatt um 2.500 milljónir en þess í stað hækka söluskatt um 5% stig eða a.m.k. 3.500 milljónir án þess að sú hækkun komi fram í kaupgjaldsvísi- tölu. Á sama tíma hyggst hún hækka bensínskatt, innfllitningsgjald ábif- reiðum og ýmsa fleiri skatta, án þess að það hafi nokkur áhrif á vísitöluna. Er ekki ósennilegt, að það komi í ljós, þegar vel er skoðað, að þessar skattabreytingar verði launþegum ekki ýkja hagstæðar og þýðingarlaust sé að meta þær til kjarabóta, svo nokkru nemi, nema síður væri. Skattatillögur sjálfstæðismanna Á næstunni munu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Matthías Á. Mathiesen og Matthfas Bjarnason flytja frumvarp um breyvtingar á skattalögunum, sem unnið hefur verið að á undanförnum mán- uðum og hlotið hefur mjög vandaðan undirbúning. Ekki er vitað um efrn þessa frumvarps, en í þeirri athyglisverðu ræðu, sem Cleir Uallgrimsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, flutti á flokksráðsfundi flokksins fyrir skömmu, fjallaði hann um skatta- málin og er ekki ólíklegt, að ýmsar þær hugmyndir, sem þar komu fram eigi eftir að birtast í skattafrum- varpi þingmannanna tveggja. T ræðu sinni á flokksráðsfundin- um sagði Geir Hallgrímsson m.a.: „Illutfall beinna skatta i skatt- heimtu ríkisins hefur og stóraukizt. Til marks um það, hve tekju- skattur einstaklinga hefur hækk- að eftir hinum nýju skattalög- um vinstri stjórnarinnar, má bera saman álagningu tekju- skatta 1971 og 1973. Hækkun álagðra tekjuskatta er þannig 318% á sama tíma og brúttó-tekjur fram- teljenda hafa hækkað um 60%. Nauðsynlegt er því á þessu þingi að gera róttækar breytingar á tekju- skattslögunum. Ef miðað væri við svipaðan grundvöll og gert var, þegar sett voru ný skattalög i upp- hafi Viðreisnarstjórnartímabils, þyrftí persónufrádráttur einstak- linga víð álagningu á næsta ári að vera rúmar 300 þús. krónur og persónufrádráttur hjóna um 450 þús. krónur, en þessar upphæðir mundu aðeins vera samkvæmt gildandi tillögum og væntanlegri skattvísitölu 200 þús. kr. og 340 þús. kr. Samkvæmt núgildandi lögum greiða menn ýmist 25% eða35% af fyrstu rúmum 100 þús. kr. í skatt- skyldum tekjum og 44% af hærri tekjum. Þegar 11% útsvar á brúttótekjur leggst við þessar tölur, rná glöggt sjá, aðbrýna nauðsyn ber til að breikka skattþrep og lækka skattstiga verulega, ef ekki á að draga úr verðmætasköpuninni í þjóðfélaginu. Vissulega yrði tekju- missir ríkissjóðs töluverður, ef úr- bætur yrðu gerðar á tekjuskattslög- um, eins og hér er vikið að, jafnvel 3—4 milljarðar króna af um 30 milljarða króna heildartekjum. En slíkum tekjumissi yrði að mæta annars vegar með niðurskurði út- gjalda og hins vegar með hækkun söluskatts, en hvert prósent í sölu- skatti gefur um 650 milljón króna tekjur. Þá er og rétt að taka til umræðu og ákvörðunar sérsköttun hjóna, að tekjum sé skipt til helminga áður en til álagningar kemur. Slík regla er mjög i sam- ræmi við tíðarandann og stuðlar að þvi að konan sé frjáls að ákveða, hvort hún vinnur utan heimilis eða ver starfskröftum sinum i þágu þess. Eftir vandaðan undirbúning sýnist allt benda og til þess, að taka beri upp virðisaukaskatt í stað sölu- skatts, móta staðgreiðslukerfi skatta og enn fremur að breyta skatta- og tryggingakerfinu þannig, að fjöl- skyldubætur og persónufrádráttur verði felld saman í skattkerfið, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.