Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 Icelandic imports í erfiðleikum SÁ orSrómur hefur gengið að undanförnu, að dótiurfyrirtæki Alafoss í Bandarfkjunum, Ice- landic imports, ætti f miklum rekstrarerfiðleikum. Sögur hafa gengið um, að fyrirtækið þurfi allt að 25 millj. kr. ef það á að geta haldið áfram starfsemi sinni. Morgunblaðið bar þetta undir Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra í gær. Sagði hann, að það væri Framkvæmdasjóður, en ekki ríkið, sem væri aðaleigandi Ála- foss og þar af leiðandi félli rekstur fyrirfkisins ekki nema að litlu leyti undir sitl embætti. Magnús staðfesti þó, að rétt mundi vera, að rekstur fyrir- tækisins iieiði ekki gengið nógu velá árinu. Samkoma hverra? I ÞJÖÐVILJANUM f gær var frétt um starfsemi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og í lok henn- ar sagði: „Þannig hefði stjórnin samþykkt á síðasta stjórnarfundi sínum stuðning við hátfðarsam- komu námsmanna IIÍ 1. des. og skorað á félagasfna að fjölmenna f Háskólabfói.“ Við lestur þessar- ar fréttar vaknar sú spurning samkoma hverra það var, sem efnt var til í nafni stúdenta í gær. Var þetta samkoma Al- þýðubandalagsins? Þétur Eiríksson hagfræðingur, stjórnarformaður Álafoss, sagði að það væri ekki rétt, að fyrirtæki Álafoss í Bandaríkjunum væri á heljarþröm, en hins vegar hefði reksturinn ekki gengið eins vel og við var búizt á árinu. Mætti þar helzt um kenna óhagstæðri geng- isskráningu dollarans. Þess vegna hefði fyrirtækið reynt að selja meira af ullarvörum í Evrópu á þessu ári, og víða liti út fyrir góðan markað. Á þessu ári hefði fyrirtækið fengið 15% meirafyrir vöruna í Evrópu en í Banda- ríkjunum. Sölum fækkar, bátar á heimleið FLESTIR sfldv eiðibátanna, sem stundað hafa veiðar f Norðursjó, eru nú lagðir af stað hcim cða f þann veginn að fara. Margir bát- anna hafa farið í lenginu f Noregi og Danmörku og enn aðrir hafa farið í ýmsar breytingar. Nú er verið að Iengja Ix>ft Baldvinsson f Danmörku, búið er að lengja Reykjaborgina, þá er Gísli Ami, Þórður Jónasson, Asberg og Asgeir allir f lengingu í Noregi. Einnig er Stílan stödd í Noregi en þar á að setja nýja kraftblökk í skipið. Fjögur skip seldu í Hirtshals f gær, og samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem við fengum hjá Niels Jensen, umboðsmanni bátanna þar, þá var þetta síðasta söluferð skipanna á þessu ári. En bátarnir, sem seld u í gær, voru: Iléðinn ÞH 935 kassa fyrir 1.1 millj. kr., Hilmir SU 370 kassa fyrir 396 þús. kr. Bjarni Ólafsson AK 550 kassa fyrir 697 þús. kr., og Jón Garðar GK 445 kassa fyrir 680 þús. kr. ALMENNUR FUND- UR UM SKATTAMÁL UM þessar mundir leggur Sjálf- stæðisflokkurinn fram á Alþingi frumvarp sitt um breytingar á skattalögum, sem fela í sér marg- víslegar úrbætur á núgildandi lögum. I tilefni af þessu ætlar Heimdallur að boða til almenns fundar um skattamálin n.k. þriðjudagskvöld kl. 20:30 að Hótel Esju. Gunnar Thoroddsen alþingismaður kemur á fundinn, flytur inngangsræðu og svarar fyrirspurnum fundarmanna um hinar nýju tillögur Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum og skatta- mál yfirleitt. Jólafundur Hvatar NÆSTKOMANDI þriðjudag heldur Hvöt.félagsjálfstæðis- kvenna, jólafund sinn í kaffiterí- unni í Glæsibæ, og hefst hann kl. 20.30. Jólafundir Ilvatar hafa um ára- bil verið skemmtifundir, og hafa þeir jafnan verið vel sóttir, bæði af félagskonum og gestum þeirra. Að þessu sinni flytur séra Þórir Stephensen jólahugleiðingu, Ómar Ragnarsson skemmtir, en auk þess verður hið vinsæla happ- drætti. — Síldarstofninn Framhald af bls. 48 árgangana, sem komið hefðu að undanförnu, væri þessi hinn lang- sterkasti. Hann benti á, að 3ja ára árgangurinn nú, sem mældur var í fyrra — að vísu með ónákvæm- ari mælingaraðferðum — hefði reynzt á að gizka 100 milljón síldar, eða helmingi minni. Kvað Jakob það ekkert vafamál, að téð- ur 2ja ára árgangur ætti eftir að reynast mjög happadrjúgur við uppbyggingu sfldarstofnanna hér við land. Jakob var þá spurður að því, hvort ekki færi að verða öhætt að leyfa síldveiðar á nýjan leik. ,,Ég held, að stofninn geti ekki lengur talizt í bráðri hættu," svaraði hann, „en hins vegar tel ég ekki ráðlegt að veiðarnar verði hafnar fyrr en haustið 1975 — þegar þessi árgangur hefur hrygnt einu sinni. Heildarstofninn ætti þá að verðaorðinn um lOOþúsund tonn, og ég get vel fallizt á, að þá verði leyft að v.eiða um 10% af stofn- inum eðaum 10þúsund tonn.“ Jakob sagði að lokum, að frið- unaraðgerðirnar á íslandssíldinni virtust ætla að bera góðan árang- ur — hvað sumargotssíldina Hluti af starfslíði Veðurstofunnar í salarkynnum fjarskiptadeildar. T.v. Margrét Guðjónsdóttir, Hlynur Sigtryggson veðurstofustj., Geir Ólafsson deildarstj. I fjarskiptadeild, Valborg Bentsdóttir skrifstofust., Jónas Jakobsson deildarstj. f spádeild, Flosi Sigurðsson deildarstj. áhaldadeildar, Markús Einarsson deildarstj. I veðurfarsdeild, Knútur Knudsen veðurfræðingur og Sigríður Ólafsdóttir. „Skýjaborgir” orðnar að veruleika „AÐALKOSTURINN við þessar breytingar er sá, að nú höfum við möguleika á nýjum aðferðum við veðurspár, sem samræmast betur kröfum tfmans,“ sagði Hlynur Sigtryggsson veðurstofu- stjóri, er hann kallaði á sinn fund blaðamenn vegna bættrar aðstöðu Veðurstofunnar f nýjum húsa- kynnum við Bústaðaveginn. Nýja húsnæðið var tekið form- lega í notkun í ágúst sl. en síðan hefur starfsemin verið flutt inn i' áföngum. Nú er öll starfsemi stofnunarinnar komin undir eitt þak á Bústaðaveginum og una veðurfræðingar þar allvel hag sínum. Má segja, að tími hafi verið til kom- NÝLEGA greindi LögbergHeims- kringla frá þvf, að Jeiguþota Vest- ur-lslendinga sem koma mun hingað í tilefni hátíðahaldanna GUÐMUNDUR í. SENDIHERRA ÍSLANDS í AUSTURRÍKI GUÐMUNDUR I. Guðmundssor afhenti hinn 29. nóvember sl. for seta Austurríkis trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Austur- rfki meðaðsctur í Stokkhólmi. snerti og horfur væru á, að sá stofn gæti vaxið enn, ef skynsam- lega væri á málum haldið. Hann minnti á í því sambandi, að þó að grundvöllur skapaðist fyrir síld- veiðar haustið 1975, væri stofninn heldur smávaxinn í samanburði við síldarárin miklu, þegar al- gengast var, að hann næmi um 400—500 þúsund tonnum. Aftur á móti kvað Jakob vorgotssíldina eiga langt í land ennþá, og sagði, að fiskifræðingar yrðu hennar lítið sem ekkert varir ehn sem komið væri. Hún hefði því greini- lega verið mjög illa farin, þegar giúpið var til verndunarráð- stafananna. inn, því allt frá stofnun hefur Veðurstofan verið á hrakhólum með húsnæði. Veðurstofan hóf starfsemi árið 1920 að Skólavörðustíg 3. Húsnæði var þar lítið enda starfs- menn aðeins þrfr. Fljótlega þrengdist þó um og var þá flutt í Landssímahúsið og þaðan í Sjó- mannaskólann árið 1945. Þar hefur Veðurstofan síðan verið til húsa, að undanskilinni veðurspá- deild, sem flutti á Reykjavfkur- flugvöll í janúar 1950. Árið 1961 setti þáverandi veðurstofustjóri, frú Teresía Guðmundsson, nefnd til að athuga húsnæðisþörf Veðurstofunnar. Árangurinn varð sá, að árið 1967 veitti Alþingi næsta sumar, sé orðin full — og margir á biðlista. Það er Þjóð- ræknisfélagið, sem hefur for- göngu í þessu máli, og samdi það við Air Canada um ferðirnar. Lagt verður upp frá Winnipeg 3. júlf og farið aftur heim 3. ágúst. í vélinni verða um 200 manns. Segir blaðið frá því, að ráðstaf- anir hafi verið gerðar til þess að hjálpa gestunum að finna og ná sambandi við ættingja hér á landi — og munu þeir Gísli Guðmunds- son og séra Benjamín Kristjáns- son verða til aðstoðar í þeim efn- um. Margt fleira fróðlegt er að jafn- aði að finna í Lögberg-Heims- kringlu um Vestur-islendinga og samband þeirra við „gamla land- ið“ — og Ijóst er, að áhugi er mikill á að viðhalda tengslunum. Má furðu gegna, hve vel hefur tekizt að halda úti blaði á íslenzku í Vesturheimi, því þetta er 87. árgangurinn — eða m.ö.o.: liðin eru 87 ár síðan Ileimskringla var stofnuð, Lögberg er tveimur árum yngra. Síðan runnu bæði blöðin saman i eitt. Þeir, sem áhuga hafa á að fylgj- ast með málefnum og viðhorfum Vestur-íslendinga, geta gerzt áskrifendur hjá umboðsaðila Lög- bergs-Heimskringlu hér á landi, hjá Iceland Review, Laugavegi 18A, Reykjavik. (Fréttatilkynning.) 300 þús krónur til undirbúnings- vinnu að byggingu Veðurstofu og hófst sú vinna skömmu síðar. Áætlað er, að fullgerð muni nýja Veðurstofan kosta um 87 milljónir króna. Húsið er 16x40,5 metrar, 6679 rúmmetrar og heildargólfflötur 2183 fermetrar. Það er þrjár hæðir og kjallari en efsta hæðin er inndregin að hálfu. Arkitekt var Skarphéðinn Jóhannsson, en að honum látnum sáu Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson um teiknun innréttinga. Aðspurður sagði Hlynur, að nafn á húsið hefði ekki verið ákveðið, en ýmsar uppástungur hefðu komið fram svo sem Vind- heimar, Lægðarbakki, Hæðar- brún og Golan-hæðir, en óbyggt var húsið jafnan nefnt Skýja- borgir. Þorsteinn á Vatnsleysu áttræður ÞORSTEINN Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu er áttræður í dag. Þorsteinn var sem kunnugt er um langt árabil einn helzti félags- málafrömuður bændastéttarinnar á Islandi og formaður Búnaðar- félags Islands í mörg ár. Sveit- ungar og vinir Þorsteins munu halda honum samsæti að Ara- tungu í kvöld í tilefni afmælisins. Biðlisti hjá Vest- ur-íslendingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.