Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Fa /7 H//.I l.l lt. l V ALURl' 22*0*22* RAUÐARÁRSTIG 31 BILALEIGA CAR RENTAL "Z3T 21190 21188 /p BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒR ÚTVARP OG 5TEREO KASSETTUTÆKI Bílaleiga CAR RENTAL Sendum CS* 41660-42902 SKODA EYÐIR MINNA. Shodh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SfMI 42600. FEROABÍLAR HF. Bílaleiga. — Simi 81 260. Fimm manna Citroen G.S. stat- ion. Fimm manna Citroen G.S g—22 manna Mercedes Benr hópferðabílar (m bílstjórum). Bezt aö auglýsa í Þvættingur Þórarinn Þórarinsson, sem skrifar ómerkilegustu stjórn- málagreinar, sem birtast f ís- lenzkum blöðum, segir f for- ystugrein Tímans f gær, að skrif Morgunblaðsins bendi til þess, að „Sjálfstæðisflokkurinn vilji heldur auka hersetuna en draga úr henni". Þetta er að sjálfsögðu rakalaus þvætting- ur, en fróðlegt væri, ef Þórar- inn Þörarinsson vildi benda á nokkur þau ummæli í Morgun- blaðinu, sem gefa honum til- efni til að halda þvf fram, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „aukna hersetu“. Slík ummæli mun hann ekki finna, enda þessi fullyrðing hans eigin til- búningur. Morgunblaðið hefur lagt áherzlu á það síðustu vikur að upplýsa lesendur sfna um hina ýmsu þætti í öryggismál- um þjóðarinnar til þess að gera þeim kleift að taka afstöðu til varnarmálanna, og jafnframt hefur Morgunblaðið lagt á- herzlu á þá skoðun sfna og raunar Sjálfstæðisflokksins einnig, að hér verði að vera varnir. Hins vegar hefur það jafnan verið undirstrikað hér í Morgunblaðinu, að tímabært kunni að vera að breyta fyrir- komulagi varnanna með ein- hverjum hætti, en það hæf- ir ekki formanni utanríkismála nefndar Alþingis að reka mál- flutning sinn á þann hátt, að um einberan þvætting og slúð- ur sé að ræða. Hvernig fæst þjóðarsamstaða? í forystugrein Tímans í gær segir Þórarinn Þórarinsson: „Nauðsynleg þjóðarsamstaða fæst aldrei með því, að fylgt sé forskrift annars hvors þess að- ila, sem yzt stendur annarrar hliðarinnar. Hér gildir það, eins og í svo mörgum viðkvæm- um stórmálum. að finna verður meðalveg, sem getur fullnægt sjónarmiðum meginþorra al- mennings, og tryggir jafnframt hagsmuni landsins. Þetta er til- gangurinnmeð tilliigumutanrík- isráðherra. Með þeim er stefnt að þvf, að landinu sé tryggð nægileg vernd án langvarandi hersetu. Þetta er tvfmælalaust eini vegurinn til að tryggja víð- tæka þjóðareiningu um lausn þessa vandasama og viðkvæma máls. Fleiri og fleiri gera sér lfka Ijóst, að hér verður að fara meðalveginn eins og gert var á Alþingi árið 1000.“ Það er í sjáífu sér fagnaðar- efni, að Þórarinn Þórarinsson skuli gera sér grein fyrir þvf, að nauðsynlegt er, að megin- þorri þjóðarinnar standi að þeirri afstöðu, sem mörkuð verður í öryggismálum hennar. En slík þjóðarsamstaða fæst ekki nema Sjálfstæðisflokkur- inn, stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, sem hefur upp undir 40% af atkvæðamagni f almennum kosningum, sé þar til kallaður. Það hefur rfkis- stjórnin ekki gert, þvert á móti er gerð tilraun til þess að halda mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Sjáfstæðis- flokknum og forystumiinnum hans. Vilji Framsóknarflokkurinn beita sér fyrir því, að mörkuð verði stefna í varnarmálunum, sem meginþorri þjóðarinnar getur fallizt á, eins og raunar hefur verið f tvo áratugi, ber honum að hafa frumkvæði um, að samráð verði haft bæði við Sjáfstæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn í þeim viðræðum, sem nú standa yfir innan stjórnar- flokkanna. Lítil þjóð má ekki við þvf að vera klofin um mikil- vægt utanrfkismál eins og öryggismálin eru, og það kann ekki góðri lukuú að stýra að knýja fram með hæpnum þing- meirihluta lausn f varnarmál- unum, sem stjórnarandstiiðu- flokkarnir eru algjörlega and- vígir. Það þýðir, að áfram verð- ur grundvallarágreiningur um öryggismálin og engin niður- staða hefur fengizt f raun. Kólnandi veðrátta á norðurhveli hefur fært staðvinda sunnar lodand: Mean AnnualTemparature (Fahrenheit) 000 A.D. to Preeent Fæðuöflun stórs hluta mann- kynsins er hætta búin vegna veðurbreytinga, þ.e.a.s. flutn- ings staðvinda suður á bóginn og þeirrar staðreyndar, að nú dregur úr framleiðslu tilbúins áburðar. Þetta kom fram á tveggja daga ráðstefnu sérfræð- inga um veðurfar og landbúnað á vegum Rockefellerstofnunar- innar f New York. En frá henni var sagt með stórri fyrirsögn á forsfðu stórblaðsins New York Times. t greininni birtist einn- ig uppdráttur sá, sem fylgir hér með, þar sem sýndar eru veður- breytingar á undanförnum öld- um á Norðurhveli og Indlandi. Dr. Reid Bryson, fram- kvæmdastjóri Umhverfisrann- sóknadeildar Wiscounsinhá- skóla, lagði til málanna gögn um veðurfar á tslandi síðustu 1000 árin, þar sem fram kemur mikil breyting á fyrri hluta þessarar aldar segir í New York Times. Uppdráttur hans sýndi hægfara kólnun á veðurfari undanfarnar 10 aldir eða fram til 1900, en þá hlýnaði skyndi- lega og á eftir hlýviðrinu lækk- ar hitinn nú aftur niður í það sem hann var mun fyrr. Berg Torsson rakti hitatöfluna til síðustu ára. Hann Iagði til grundvallar hitamælingar svo langt aftur sem þær finnast og þar á undan ástand hafíssins á svæðinu, sem hefur mikil áhrif á veðurfarið. Veðurfræðingurinn dr. Ken- nth Hare, sem er fyrrverandi forseti háskólans í British Columbíu og var í forsæti á þessari ráðstefnu, skýrði frá þvi, að í 19 mánuði í röð, sem náðu yfir allt árið 1972, hefðu veðurstofur um nær allt Kan- ada mælt óvenjulega lágan hita. Sums staðar mældist þar lægsti hiti, sem þekktist. Haft er eftir yfirmanni veð- urþjónustunnar í Sovétríkjun- um, dr. Yevgeny K. Federov, að hitastigið í Mið-Rússiandi hefði 1972 verið það lægsta, sem mælst hefur í 100 ár. Dr. Bryson hélt þvi fram að kólnandi veð- urfar á öllu norðurhveli hefði breytt veðurhringrásinni og fært vestanvindana ásamt stað- vindunum suður á bóginn. Tilgangur ráðstefnunnar í New York var að kanna alla þá vitneskju, sem til er, um veður og veðurfarslegar breytingar af -33* -32* -31* •j30* 1900 2000. Taflan, sem birtist i New York Times og sýnir veðurfars- breytingar á tslandi á undanförnum öldum og einnig á Norðurhveli og á Indlandi síðan um aldamót. manna völdum eða náttúrunnar og áhrif þeirra á matvælafram- leiðsluna og milliríkjadeilur. Létu menn i Ijós miklar áhyggj- ur vegna matvælabirgða heimsins, einkum með tilliti til óvissunnar um veðurfarið. Achillesarhællinn á veður- fari heimsins er lagnaðarfsinn á Norðurskautssvæðinu, segir dr. Walter O. Roberts, að þvi er segir í greininni í New York Times. En dr. Roberts er fyrrv. framkvæmdastjóri Rannsókna- stofnunar um andrúmsloftið í Boulder í Colorádo. Areiðanlegar spár um lang- tíma veðurfarsbreytingar geta verið tvíeggjaðar, segir í New York Times. Ef norðlægt land stæði andspænis löngu kulda- tímabili, þá gæti það freistast til þess að fara að bræða heim- skautaísinn, sem talið er, að muni vera hægt, og haft þar með óhemjulega mikil áhrif á alla heimsbyggðina. Því væri æskilegt, að þvi er samþykkt var á ráðstefnunni, að alþjóð- legir samningar yrðu gerðir til að komast hjá árekstrum. Jafn- framt kom það fram, að í næstu aldir væri líklegt, að vont veður á einum stað væri oft bætt upp með regni og góðri uppskeru annars staðar og það gæti haft bætandi áhrif á sambúð þjóð- anna. FLUGFELAGIÐ ERNIR FÆR NÝJA FLUGVÉL FLUGFELAGIÐ Ernir hf. á Isafirði hefur fest kaup á eins hreyfils flugvél af gerðinni Helio Super Courier og er von á henni til landsins sfðar í þess- um mánuði. Þessar vélar njóta mikilla vinsælda erlendis þar sem fljúga þarf við erfiðar að- stæður og er það meðal annars vegna þess, að þær þurfa ótrúlega stuttar brautir til flug- taks og lendingar. Þær geta hafið sig til flugs full- hlaðnar á innan við 100 metrum og þurfa ekki merkilegar flug- brautir, geta eiginlega athafnað sig hvar sem finnst sæmilega sléttur blettur. Þær bera flug- mann, og fimm farþegar með farangur. Vélin, sem Ernir hf. hafa fest kaup á, verður með full- komnum blindflugstækjum og með henni fylgja skíði, sem hægt er að setja undir hana á skömmum tíma. Flugfélagið á fyrir tveggja hreyfla vél af gerðinni Piper Aztec og eins- hreyfils Cessna 180. Það hafa frá upphafi verið miklar annir hjá félaginu og var svo komið, að ekki þótti annað fært en að bæta við flugflotann. Courier-vélarnar þurfa mjög stuttar brautir og geta klifrað bratt, eins og sést á þessari mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.