Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Við viljum ekki þvinga Islendinga Samtal við stórþingsmanninn Einn stórþingsmannanna norsku, sem sat ráðstefnu Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs var jafnaðarmaöurinn Harry Hansen, en hann situr á þingi fyrir Hörðaland og hefur verið borgarráðsmaður I Björgvin frá 1952. Hann er nú varaformað- ur 1 varnarmálanefnd Stórþings- ins og á sæti í utanrfkismála- nefnd þingsins. Mbl. hafði tal af Harry Hansen og spurði hann 1 fyrstu um ráðstefnuna hér. Hann sagði: — íslendingar hafa átt frum- kvæðið að ráðstefnunni, og ber það þvi vitni, að þeir hafa áhuga á öryggismálum Noregs engu síður Harry Hansen en sins eigin lands. Áhugi okkar á efninu er einnig ótvíræður. Það er gagnlegt og mjög áhugavert að koma til islands og kynnast við- horfum Islendinga og geta sagt álit sitt. En fyrir alla muni viljum við ekki þvinga islendinga í öryggis- og varnarmálum. Við ger- um okkur ljóst, að þeir eiga í erfiðleikum, en þau verða þeir að leysa sjálfir. — I máli sem þessu er mjög skiljanlegt að fram komi ólík sjónarmið — sagði Harry Hansen — og hann bætti við: — Það er einnig mjög eðlilegt. Við vonum, að eftir umræður um þessi mál meðal Islendinga verði lagt rétt- látt mat á málin, því að allir hafa það að markmiði að tryggja sem bezt framtíð lands síns. Keflavík gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum NATO Samtal við stórþingsmanninn Kjell Magne Bondevik KJELL Magne Bondevik er þing- maður 1 norska Stórþinginu fyrir Kristilega þjóðarflokkinn, en kjördæmi hans er Mæri og Raumsdalur. Bondevik var fyrst kosinn á þing í haust, enda er hann mjög ungur og verður 24ra ára á þessu ári. Hann hefur starf- að í stjórn Æskulýðsráðs flokks slns og landsstjórn Kristilega þjóðarflokksins. Þá hefur hann verið ritstjóri blaðs, sem heitir Ny veg og frá 1972 til 1973 var hann ritari forsætisráðherra Noregs. Mbl. ræddi við Bondevik á meðan hann sat hér ráðstefnu SVS og V arðbergs. — Mér finnst ráðstefnan áhuga- verð og það er skemmtilegt að hitta að máli íslenzka stjórnmála- menn og kynnast viðhorfum þeirra. Ég hefi nú þegar heyrt ræður Einars Ágústssonar utan- ríkisráðherra og formanna íslenzkra stjórnmálaflokka. Það er mjög gagnlegt að kynnast við- horfum hver annars. Kjell Bondevik — Okkur Norðmönnum er ljóst mikilvægi varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og við fylgjumst spenntir með fram- vindu mála. Það er alkunna, að Island og stöðin i Keflavík gegna miklu hlutverki i vörnum Atlants- hafsbandalagsins og verði breyt- ing á stöðu stöðvarinnar og eitt- hvað dregið úr starfseminni þar, mun það hafa áhrif á stöðu Norð- manna. Við Norðmenn höfum okkar varnarkerfi í samvinnu við NATO og viljum ekki breyta þar neinu að svo stöddu. — Já, norsk stjórnmál, — eins og kunnugt er urðu stjórnarskipti í Noregi eftir kosningarnar í haust. Jafnaðarmenn komu þá aftur og tóku við stjórn landsins. Hið nýja við þessa stjórn er, að i þetta sinn verður jafnaðarmanna- flokkurinn að styðjast við annan flokk eða fylkingu, sem er Iangt til vinstri við hann sjálfan. Það er þvi mjög spennandi, hvernig þróun norskra stjórnmála verður — hvort hér verður um varanlegt samband að ræða eða hvort spennan i stjórnmálunum sjálfum eykst og allt springur að lokum. A siðastliðnu hausti örlaði aðeins fyrir slikri spennu og það er í raun ekki óeðlilegt, þvi að stefnu- skrá þessara tveggja flokka er afskaplega ólík. Því veit í raun enginn, hversu lengi þetta sam- starf getur staðið og getur allt eins orðið að öryggismálin bindi enda þar á. Frá 1965 hafa Norðmenn búið við borgaralega stjórn. Sú stjórn gæti komið aftur, þegar Efna- hagsbandalagsmálið hverfur í for- tíðina. Síðustu 2 til 3 ár hafa stjórnmálin i Noregi verið óstöð- ug, en við sjáum ekki á þessari stundu, hver líkleg framvinda verður. Að lokum sagði Kjell Magne Bondevik, að hann hefði haft ánægju af að hitta íslenzka stjórn- málamenn og í máli hans kom fram, að hann saknaði þess tals- vert að hafa ekki hitt hérlendis menn af sama flokki og hann er í í Noregi, en þess var ekki kostur, þar sem enginn Kristilegur þjóðarflokkur er til á íslandi. Gagnlegt að kynnast við- horfum hvor annarra Samtal við stór- þingsmanninn Ragnar Udjus RAGNAR Udjus, stórþingsmaður ?r fulltrúi Miðflokksins 1 Noregi. Kjördæmi hans er Vágsbygd í Kristiansand og hann hefur verið starfsmaður flokks sfns 1 Austur- og Vestur Ögðum og ritstjóri Agd- er Tidend þar. Hann var ráð- herraritari 1 umhverfismálaráðu- neytinu 1972—’73, er „free- lance“-útvarpsmaður og á sæti í stjórn Miðflokksins. Einnig á hann sæti 1 siglinga- og fiskveiða- nefnd Stórþingsins. Ragnar sat hér öryggis- og alþjóðaráðstefnu SVS og Varðbergs og átti Mbl. þá við hann stutt samtal. Hann sagði um ráðstefnuna: — Ráðstefnan er mjög áhuga- verð og það er mikils virði fyrir okkur Norðmenn, að koma hingað og kynnast viðhorfum íslendinga. Höfum við þegar fengið nokkra innsýn í málin. Það er ljóst, að verði það ákveðið, að Islendingar leggi niður varnarstöðina í Kefla- vík, þá hverfur þar mjög mikil- vægur hlekkur í varnarkeðjunni við Norður-Atlantshaf og allt á- standið á hafinu breytist. Við bentum Udjus á, að því hefði verið haldið fram hérlendis, að Norðmenn óttuðust, að varnar- liðið hyrfi frá Islandi eingöngu vegna þess, að þá yrðu þeir sjálfir að hýsa það varnarlið hjá sér. Við þessari spurningu brosti Udjus og sagði, að slíkar vangaveltur væru ekki raunhæfar. Norðmenn hefðu sitt varnarstöðvakerfi í samvinnu við Bandaríkin og önnur aðildar- lönd NATO. Hins vegar yrði að Ragnar Udjus hafa í huga, að Norðmenn hafa eigin varnir, en tsland væri gífur- lega mikilvægt hernaðarlega á Norður-Atlantshafi, en Noregur ætti löng og mikil landamæri að Sovétríkjunum. Udjus sagði, að kommúnistar og samstarfsflokkar þeirra í siðustu kosningum til Stórþingsins hefðu fengið mun meira fylgi en búizt hefði verið við. — Þetta fylgi breyti þó engu um utanrikismál okkar, og í Noregi er í raun mikil eining meðal fólksins að halda áfram á sömu braut og farin hef- ur verið síðustu áratugi. Udjus taldi, að minnihlutastjórn jafnað- armanna myndi sitja áfram með stuðningi Sósíalska kosninga- bandalagsins. Að lokum sagði Ragnar Udjus, að hann hefði mikla ánægju af að heimsækja Island nú fyrsta sinni, og hann sagðist hafa mikinn á- huga á að hitta íslenzka stjórn- málamenn og kynnast viðhorfum þeirra. — Hér er og mjög ferskt og gott andrúmsloft — sagði Udjus að lokum. — Það er öllum ljóst, sagði Han- sen, að fari eitt land út úr Atlandshafsbandalaginu — hvort sem það er Noregur eða ísland — hefur það ekki aðeins áhrif á það land, sem fer, heldur öll hin aðild- arríkin. Slíkt yrði vandamál, en öll aðildarrikin hafa ein ákvörð- unarrétt um aðild sina. Þvi viljum við ekki gera neitt,, sem þvingar íslendinga, um leið og þeir taka ákvörðun, en okkur er ljóst, að ákvörðun þeirra skiptir máli. Harry Hansen. Við spurðum nú Harry Hansen um niðurstöður kosninganna í Noregi síðastliðið haust og m.a. hvernig á því stæði, að komm- únistar hefðu komið svo sterkir út úr kosningunum, en þeir áttu engan mann á þingi fyrir. Harry Hansen sagði: — Sósíalistlska kosningabanda- lagið vann vissulega á, en komm- únistar eru aðeins hluti af þvi bandalagi og því getur enginn fullyrt um það, hvort kommúnist- ar hafi unnið á eða ekki. Þetta bandalag styður nú minnihluta- stjórn jafnaðarmanna, en sá stuðningur er algjörlega án skil- yrða. í dag er ekkert sem bendir til þess, að þessi stjórn sé að falla, en það eru heldur ekki fyrirsjáan- legt, að neinir aðrir flokkar geti sameinazt um stjórnarmyndun. Að lokum sagði Harry Hansen: . — Þetta er fyrsta heimsókn mín til Islands og því miður verður hún harla stutt. Ég hefði kannski heldur kosið að koma hér að sumri til, en mér finnst Reykjavík skemmtileg borg — að svo miklu leyti sem ég hef séð hana og bend- ir hún eindregið til þess, að hér sé velmegun góð. Islendingar virðast eiga við mörg þau sömu vandamál að stríða og við Norðmenn. Það er kannski ekki skrítið, þvi að þessar þjóðir eru svo skyldar. Ég vil að lokum aðeins biðja Morgunblaðið um að skila þakklæti til allra, sem við hér höfum hitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.