Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1974 | ÍÞRÓTTAFRETTIB MOBCIBLABSIHS Auðveldur gigur KR yfir slöku liði HSK Guðjón Erlendsson markvörður Fram átti mjög góðan leik gegn Þór og þarna bindur hann enda á hraðaupphlaup þeirra. Fallið blasir við Þór eftir tapleik gegn Fram LEIKUR KR og HSK var einhver allra leiðinlegasti leikur, sem frain hefur farið í 1. deild hingað til. IISK-menn léku sinn lang- lélegasta leik til þessa og KR-ing ar smituðust. Ltmgi vel var um hreina leiklevsu að ræða, en þeir fáu skemmtilegu kaflar, sem koinu, voru KR-inga. Mikið var um rangar sendingar og enn oftar syndu leikinenn, hvernig h;egt er að brenna af undir körfunni, þótt mun auðveldara sé að skora en hitt. FH AÐALFUNDUR FH verður hald- inn n.k. laugardag í fundarsal Rafha. Venjuleg aðalfundarstörf. Badmintonmót unglinga Badmintondeild KR gengst fyrir opnu unglingamóti í bad- minton í KR-húsinu laugardaginn 16. febrúar n.k. og hefst mótið kl. 13.00. Keppt verður i einliðaleik sem hér segir: 1 flokki drengja 14 —16 ára, sveina 12—14 ára og pilta og meyja, 12 ára og yngri. Leikið verður með plastboltum. Þa'tttaka tilkynnist til Reynis Þor- steinssonar, sími 38177 eða 82398, fyrir 13. febr. n.k. Breytingar á bikarglímu Nokkrar breytingar hafa verið gerðar varðandi Bikarglímu ís- lands 1974 frá því fyrri fréttatil- kynning GLl var birt. Akveðið hefur verið að Bikargliman 1974 fari fram laugardaginn 23. febrú- ar nk. og verður glímt í tveimur flokkum. Annars vegar þeir, sem eru 20 ára og eldri, og hins vegar unglingar og drengir. Keppnin fer fram í leikfimisal Voga- skölans og hefst klukkan 14. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast mótanefnd GLÍ, pósthólf 997, Reykjavík, fyrir 12. febrúar nk. Með þessari tilkynningu aftur- kallast þvi tilkynning um bikar- glímu fullorðinna þann 16. febrúar og bikarglimu unglinga og drengja þann 17. mar/. nk. Víðavangshlaup í Kópavogi VÍÐAVANGSHLAUP fyrir börn og unglinga í Kópavogi ferfram á vegum frjálsíþróttadeildar Breiðabliks á sunnudaginn kem- ur og hefst klukkan 14.00 við íþróttahús Kópavogsskóla. Keppt verður i fjórum aldursflokkuin og er þetta fyrsta hlaup vetrarins af þremur. Bikar verður gefinn fyrir bezta samanlagðan árangur í hverjum flokki og verðlaunask/ol veitt þeim beztu i hverju hlaupi. Sigur KR var aldrei i hættu í þessum leik, HSK hélt að vísu í við þá fyrstu mín. leiksins, en eins og liðið lék, gat aldrei komið til mála, að um keppni yrði að ræða. KR-ingar beittu 1-2-2 í vörn- inni, en IISK b.vrjaði með maður gegn manni. Voru KR-ingar í tals- verðum vandræðum með að finna leiðina í körfuna til að byrja með, en þegar það lagáðist tóku þeir forustuna og höfðu yfir í hálfleik, 39:22. HSK náði aldrei að ógna KR-sigri eftir þetta, enda leikur liðsins ekki til að hrópa húrra fyrir. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins, þegar KR lék nær eingöngu með skiptamönnum, að HSK tókst að laga stöðuna dálítið sér í hag, en lokatölur urðu 78:64. Þar með hafa KR-ingar tekið for- ustuna í mótinu, og eina liðið, sem kemur til með að veita þeim keppni um íslandsmeistaratitil- inn, er Valur, að mínu áliti. — Gunnar Gunnarsson og Kolbeinn Pálsson voru beztu menn KR í leiknum, Gunnar með sinn bezta leik í langan tíma, og unun var að sjá sendingar hans í leiknum. Bjarni átti góða kafla, eða þar til úthaldið þraut. — Þeir Bírkir Þorkelsson og Þröstur Guðmunds- son voru beztu menn HSK. — Gunnar skoraði mest fyrir KR, 14 stig, Bjarni 13, og Guttormur 12. — Fyi'ii' HSKskoraði Birkir mest, eða 18 stig, og Þröstur 15. gk. FRAMARAR voru ekki í neinum vandræðum með Þór í 1. deildar- keppni íslandsmótsins í hand- knattleik, er liðin mættust í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Urslit leiksins urðu 27:20 fyrir Fram, sem hafði lengst af góða forystu, sjö mörk i hálfleik og mest átta mörk snemma I seinni hálfleik. Eftir þennan leik virðist sem lið Þórs sé dæmt til þess að falla niður f 2. deild. enda stendur það hinum 1. deildar liðunum nokkuð að baki og hefur yfir minni breidd að ráða en þau. Leikurinn í fyrrakvöld var heldur slakur, þegar á heildina er litið. Það sem helzt er frásagnar- vert er frábær frammistaða þriggja leikmanna Framliðsins, þeirra Axels Axelssonar, Björg- vins Björgvinssonar og Guðjóns Erlendssonar. Þessir leikmenn báru af öðrum á vellinum og það voru þeir, sem skópu sigur Fram- ara. Axel og Björvin gerðu hvor um sig 11 mörk, eða samtals 22 af 27 mörkum Framara, og Guðjón Erlendsson varði hvað eftirannað meistaralega í markinu. Þannig varði hann t.d. fjögur vítaköst Ak- ureyringanna og nokkrum sinn- um eftir hraðaupphlaup þeirra. Hefur Guðjón átt mjög jafna og góða leiki með Framliðinu að undanförnu og rifið sig upp úr þeirri lægð, sem hann virtist vera kominn i á tímabíli. Annars er mjög erfitt að fella dóm yfir Framliðinu eftir leik þennan. Til þess var hann of til- viljanakenndur og vörn andstæð- inganr.a of slök. Eitt er þó óhætt að fullyrða. Þeir félagar Axel og Björgvin hafa aldrei verið betri, og mikið má vera ef Axel Axels- son er ekki mesta skyttan í ís- lenzka handknattleiknum um þessar mundir. Axel var með prýðilega skotanýtingu í leiknum og mörg marka hans stórfalleg. Þá má heldur ekki gleyma því, að hann átti góðan hlut í sumum mörkunum hans Björgvins, er hann sendi inn á línuna. Akureyr- ingar gerðu tilraun til þess að taka Axel úr umferð, en sú gæzla var oftast heldur slök, og ef Axel tókst að rífa sig úr henni, skoraði hann oftast mörk. Akureyringarnir voru heldur óheppnir í þessum leik, en ekki má þó gleyma því, að oft er skammt milli klaufaskaps og óheppni. Hefðu þeir skorað úr þeim vítaköstum, sem þeir fengu dæmd, hefði Fram unnið leikinn með aðeins einu marki. En víta- köstin voru ekki vel framkvæmd og tilviljun virtist ráða því, hvert knötturinn fór úr þeim. Vörn liðsins er einnig heldur slök, og lét Björgvin piata sig oft illa, auk þess hafði vörnin hvergi nærri nógar gætur á Axel. Sígtryggur Guðlaugsson var bezti maður liðsins í þessum leik, hann getur skotið að utan, og einnig er hann drjúgur við að brjótast í gegn inn á línuna. Þá átti Þorbjörn mjög fallegt skot og mörk í þessum leik, en hann er nokkuð þungur og ógnar yfirleitt ekki nógu mikið. 1 STUTTU MALI: Laugardalshöll 6. febrúar íslands- mótið 1. deild. ÚRSLIT: FRAM — ÞÓR 27—20 (12—7). Mfn. Fram Þór 2. Axel 1K) 4 Axel (v) 2.-0 5. 2:1 Benedikt 7. Björgvin 3:1 9. 3:2 Sigtryggur 9. Björgvin 4:2 11. 4:3 Sigtryggur (v) 11. Ingólfur (v) 53 14. Björgvin 6:3 17. Axel (v) 7:3 18. Axel 83 22. Axel 9:3 22. 9:4 Þorbjörn 23. Axel 10:4 24. 10:5 Sigtrvggur 25. 10:6 Þorbjörn 26. Björgvin 11:6 28. 11:7 Sigtryggur 29. Björgvin 12:7 Ilálf leikur 31. Axel 13:7 32. Björgvin 14:7 33. 14:8 Þorbjörn 33. Arnar 15:8 36. 15:9 Sigtryggur 37. Stefán 16:9 40. Björgvin 17:9 41. 17:10 Þorbjörn 43. Björgvin 18:10 43. 18:11 Arni (v) 44. Björgvin 19:11 45. 19:12 Sigtryggur 45. 19:13 Ami 46. 19:14 Benedikt 47. Axel 20:14 48. 20:15 49. 20:16 Þorbjörn 51. 20:17 Arni 52. Axel 21:17 53. Axel 22:17 54. Björgvin 23:17 56. 23:18 Sigtryggur 56. Ingólfur 24:18 57. 24:19 Þorbjörn 57. Hannes 25:19 59. Axel 26:19 60. 26:20 Sigtryggur 60. Björgvin 27:20 Mörk Fram: Axel Axelsson 11, Björgvin Björgvinsson 11, Ingólfur Öskarsson 2, Hannes Leifsson 1, Arnar Guðlaugsson 1. Mörk Þórs: Sigtryggur Guð- laugsson 8, Þorbjörn Jensson 7, Árni Gunnarsson 3, Benedikt Guðmundsson 2. Brottvísanir af velli: Pétur Jó- hannesson, Fram, í 2 mín. Misheppnuð vftaköst: Guðjón Erlendsson varði vítakast frá Aðalsteini Sigurgeirssyni á 2. mín. og á 16. frá Sigtryggi Guð- laugssyni á 13. mín. og á 34. mín., Sigtryggur gerði vítakast ógilt á 9. mín. og Benedikt Guðmundsson skaut yfir úr vítakasti á 42. mfn. Dómarar: Öli Olsen og Björn Kristjánsson og dæmdu þeir yfir- leitt vel. — stjl. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 4, Ingólfur Óskarsson 2, Björgvin Björgvinsson 4, Stefán Þórðarson 1, Sigurbergur Sig- steinsson 1, Arnar Guðlaugsson 2, Andrés Bridde 2, Pétur Jóhannesson 1, Árni Sverrisson 1, Hannes Leifsson 1, Axel Axelsson 4, Þorgeir Pálsson 1. LIÐ ÞÓRS: Tryggvi Gunnarsson 2, Aðalsteinn Sigurgeirsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Ólafur Sverrisson 1, Arni Gunnarsson 1, Þorbjörn Jensson 2, Sigtryggur Guðlaugsson 3, Benedikt Guðmundsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.