Morgunblaðið - 08.02.1974, Side 27

Morgunblaðið - 08.02.1974, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 27 Kristín Pálsdóttir — Minningarorð Fædd 27. marz 1912. Dáin 29. janúar 1974. Nú er elsku Stína frænka horf- in okkur hér á jörð. Minningin situr eftir. Hún var vinur vina sinna og styrkti þá á alla lund, sem til hennar leituðu. Hún gekk beint til verks, bæði í orðum sem í verki. Allt, sem hún tók sér fyrir hendur, gerði hún með gleði og fórnfýsi. Alltaf varg'ott að tala við Stínu frænku ef eitthvað bjátaði á og hef ég lært mikið af henni, þau fáu ár, sem kynni okkar stóðu. Arin þau hefðu mátt vera fieiri, en alfaðir ræður. Þrátt fyrir að ég hafi verið orðin fullorðin, þegar ég kynntist henni, kom hún mér í móður stað, svo mikill var styrk- ur hennar og fórnfýsi til annarra. Það er eitthvað horfið, sem ég og fleiri fáum ekki bætt. Þrátt fyrir veikindi hennar seinustu ár- in gat hún veitt öðrum styrk og hjálp. Hún setti sér alltaf eitt- hvert takmark, jafnvel þegar hún var orðin rúmföst, gat hún komið áformum sínum í framkvæmd. Allt voru þetta áfangar í lifi hennar, jafnvel dauðinn. Honum tók hún með hetjulund og hafði þann styrk að búa ástvini sína undir brottför sina héðan af jörðu, til að þeim liði sem bezt. Að lokum vil ég þakka Stinu samver- una og einnig fyrir hönd barna minna og þá sérstaklega nöfnu hennar Kristínar. Megi góður Guð styrkja son hennar og eiginmann í sorg þeirra og aðra ástvini. llulda Hjálmarsdóttir. Minning: Halldór Pétursson frá Hauksstöðum Halldór Pétursson frá Hauks- stöðum i Vopnafirði andaðist i fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 25. janúar s.l. að morgni dags. Utför hans fór fram frá Hofi í Vopnafirði i gær. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár og fyrir þeim sjúkdómi, sem þjáði hann, hlaut hann að lokum að lúta í lægra haldi. Halldór var fæddur að Vakurs- stöðum í Vopnafirði þann 10. desember 1914, sonur hjónanna Elísabetar Sigurðardóttur og Péturs Ólafssonar, sem þar bjuggu. A Vakursstöðum ólst Halldór upp hjá foreldrum sínum og i systkinahópi, en á unglingsár- um sínum réðst hann sem vinnu- maður að Hauksstöðum í Vopna- firði en þar bjuggu þá stórbúi heiðurshjónin Sigurbjörg Sigur- björnsdóttir og Friðbjörn Kristjánsson. Sá, sem þessar línur ritar, ólst upp hjá þessum ágætu hjónum og þegar ég kom að Hauksstöðum haustið 1938, var Dóri kominn þangað svo að öll mín bernsku- og æskuár ólst ég upp með honum og ég tel það ávinning fyrir mig að hafa kynnzt honum svo náið. Það er ekki meining mín að skrifa hér ævisögu Dóra á Hauks- stöðum, ekki einu sinni í stórum dráttum. Þar ber einkum tvennt til: Mig skortir til þess getu og í öðru lagi hefði Dóri ekki kært sig um það. Hann kærði sig ekki um að vera að trana sér fram. Nei, ég vil með þessum orðum aðeins þakka honum fyrir samveruna, þakka honum fyrir allar hugljúfar minningar, sem ég á um hann frá þeim árum, sem við dvöldumst samtiða á Hauksstöðum. t fari Dóra fann maðurglitrandi perlur, dýr djásn, eiginleika, sem aðeins góðir drengir eru búnir. Trúmennska, húsbóndaholl- usta, fórnfýsi. Þetta eru dýrmætir eiginleikar og Dóri átti þá alla, þeir voru ríkjandi í fari hans. Það var oft Iangur vinnudagur, það var ekki unnið eftir klukk- unni. Hauksstaðaheimilinu vann hann eins og hann ætti það sjálf- ur, húsbændur hans vissu, að þeir gátu treyst honum, enda gerðu þau það. Dóri var ekki að tíunda verkin sín, hann vann í kyrrþey, vildi ekki láta bera á sér. Gaf sinar gjafir I kyrrþey með sinni hógværu framkomu og með þeirri gleði og fölskvalausu ástúð, sem góðmenni ein eiga til. Nú kann margur,- sem ekki /r=»7 I r~ ;hfautai > DBGIECR þekkir til, að halda, að hér sé algert oflof á borð borið, en það er þá aðeins vegna þess, að sá hinn sami þekkir ekki til. Fyrir störf sín sem vinnumaður á Hauksstöð- um í fjöldamörg ár hlaut Dóri viðurkenningu frá Búnaðarfélagi Islands. Það átti hann sannarlega skilið fyrir hið mikla og óeigin- gjarna starf, sem hann vann í þágu þess heimilis. Dóri sóttist ekki eftir slíkum vegtyllum, til þess var hann of hógvær maður og hlédrægur. Allan tímann frá unglingsárum til æviloka, að fáum árum undan- skildum, var Dóri á Hauksstöðum. Hann var búinn að skjóta þar rótum, taka ástfóstri við allt og alla. Þær rætur stóðu djúpt og slitnuðu aldrei. Hauksstaðir og allt, sem þeim tilheyrði, voru hon- um allt. Þessu öllu unni hann á sinn hreina og einlæga hátt. Nú er hann horfinn sjónum okkar, horfinn tíl annars tilveru- stigs og ég veit, að ljós almættis- ins mun strá geislum sínum á braut hans þar. Systkinum hans og öðrum aðstandendum votta ég einlæga samúð. Far þú i friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Arnþór Ingólfsson. Vísnasöngur í Norræna húsinu Talið frá vinstri: Sture Ekholm frá Finnlandi, Þorvaldur Arnason, Auður Haraldsdóttir og Söre Ejerskovfrá Danmörku. Ungt fólk frá Danmörku, Is- landi og Finnlandi með sameigin- legan áhuga fyrir vfsum og vfsna- söng, hefur tekið höndum saman og ákveðið að standa að dagskrá með vfsnasöng f Norræna húsinu laugardaginn 9. febrúar næst- komandi og vonast eftir þvf að ná þannig til þeirra, sem sama áhugamál hafa, og einnig þeirra, sem hafa yndi af að hlýða á vfsna- söng. Flytjendur visnanna og tón- listarinnar eru sem hér segir: Sören Ejerskov barnaskóla- kennari frá Danmörku. Hann hef- ur leikið bæði þjóðlega og sígilda tónlist í heimalandi sinu, en er nú f.fríi frá störfum og notar það til að kynnast íslandi og íslending- um og að sjálfsögðu islenzku tón- listarlifi. Sture Ekholm frá Finnlandi er íþróttakennari og leiðbeinandi i æskulýðsstarfi. Sture er félagi í samtökunum „Vinir vísunnar" í Ábo í Finnlandi og hefur leikið og sungið á vegum þeirra samtaka í Finnlandi. Hann starfar nú hér á landi til þess að læra málið, en notar tækifærið einnig til þess að kynna sér islenzka ljóða- og vísna- gerð. Þorvaldur Arnason og Auður Haraldsdóllir eru íslenzk hjón. sem nuinið hafa í Noregi að und- anförnu, og inunu þau fl.vtja bæði islenzkt og norskt efni á samkom- unni. Þetta unga fólk, sem leggur menn, heldur fyrst og fremst áhugafólk um vísnasöng, hefur tekið saman i dagskrá sína efni frá öllum Norðurlöndunum að ógleynidum Færeyjum og Alands- eyjum, og má þar finna visur og ljóð eftir Carl-Mikael Bellmann og Dan Andersson frá Svíþjóð, Halfdan Rasmussen frá Dan- mörku, Tove Jansson (höfundur Múmiuálfanna) frá Finnlandi, Jakob Sande frá Noregi og Stein Steinarr frá íslandi. „Vísnavakan“ hefst kl. 16:00 næstkomandi laugardag, og skal á það bent, að ætlazt er til þess, að áheyrendur taki undir og verði virkir þátttakendur i því, sem þarna fer fram. Þegar flutningi hinnar eiginlegu dagskrárer lokið, munu flytjendur reiðubúnir til að ræða við áhugafólk um vísnasöng og ef til vill möguleika á þvi, að visna- vinir á Islandi komi oftar sanian til að \inna að sameiginlegum áhugamálum. ÁRSHÁTÍD Islenzk-ameríska félagsins verður haldin n.k. laugardag, 9. febrúar í Domus Medica. Hefst hún með cocktail kl. 7.30, en borðhald hefst kl 8.30. Skemmtiatriði: GuðrúnÁ. Simonar syngur einsöng. Ómar Ragnarsson flytur gamanþátt. Daris til kl. 2 e.m. Veizlustjóri er Markús Örn Antonsson. Aðgöngumiðar kosta 1000 kr., en þar í er matur innifalinn, en ekki vínveitingar. Verða miðar seldir í anddyri Domus Medica í dag og á morgun kl. 5 — 6. Borð eru tekin.frá um leið. Samkvæmisklæðnaður eða dökk föt. Stjórnin. UTSflLA Kjólaefni, metravara Tilbúin fatraaáur fyrir konur, karla og börn Allt selt fyrir ótrúlega lágt veró Egill 3acobsen Austurstræti 9 Jltorgtmftlabi t> óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐ ARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar í síma 35408 AUSTURBÆR: Bergstaðastræti, Sjafnargata, Freyjugata 28 — 49, Ingólfsstræti, Miðtún, Laugavegur frá 34—80, Hverfisgata 63—1 25. VESTURBÆR. Seltjarnarnes: (Miðbraut), Garðastræti Lynghagi, Lambastaðahverfi, ÚTHVERFI: Álfheimar frá 43, Barðavogur, Karfavogur, Smálönd, Hólahverfi Heiðargerði KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast: í austurbæ Upplýsingar í síma 40748.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.