Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974
7
Seld mynd, „Sumardagur" eftir Benedikt Gunnarsson.
Seld mynd, „Landskap" eftir Norðmanninn Ö. Selmer.
Mikill áhugi
fyrir útlánum
málverka
Síðustu 3 mánuði hafa mál-
verk eftir 10 norræna listmál-
ara verið til útlána í bókasafni
Norræna hiíssins og Borgar-
bókasafninu. Hór erum algjöra
nýjung að ræða á lslandi, en
þessi útlán eru á vegum Norr-
æna listbandalagsins og er
framkvæmdin styrkt af Norr-
æna menningarsjóðnum. Félag
íslenzkra listamanna hefur
anna/.t málið hór heima.
Mögulegt er að fá málverkin
lánuð til minnst hálfs mánaðar
og eru þau til sölu, en ekki er
þó hægt á fá þau keypt fyír en
skipulagðrl sýningar- og út-
lánaferð er lokið. Verður þessi
umrædda sýning á ferðinni á
fslandi til ársloka 1974.
Þórdís Þorvaldsdóttir bóka-
vörður í Norræna húsinu sagði
mér, að af þeim 7 myndum,
sem voru þar, hafi 6 verið lán-
aðar út og 3 þeirra eru seldar,
ein fslen/k mynd eftir Bene-
dikt Gunnarsson og norsk og
finnsk mynd. Flestar myndirn-
ar liafa verið í útlánum allan
tfmann. Snorri Sveinn Friðriks-
son listmálari, ritari Félags ís-
len/kra myndlistarmanna,
tjáði mér, að nú færu 6 myndir
til útlána f Amtsbókasafninu á
Akureyri og 4 í bókasafninu á
Seltjarnarnesi, en einnig verða
myndirnar sfðar til útlána á
Akranesi og tsafirði.
Kg hafði samband við
nokkra, sem fengu lánaðar
myndir, og tvo aðila, sem hafa
keypt þær þrjár myndir, sem
eru seldar.
Skemmtileg verk
norrænna
listamanna
Oddný Eyjólfsdóttir og Sölvi
Óskarsson keyptu tvær myndir,
eftir listamenn frá Finnlandi
og Noregi.
„Við fengum aðra myndina i
desember," sagði Oddný í
stuttu samtali, „og höfðum
hana í mánuð og siðari mynd-
ina fengum við 20. janúar og
vorum að skila henni núna í
vikunni, þvíþæreigaaðfara
áfram i útlán, en við höfum
ákveðið að kaupa báðar mynd-
irnar. Mér likar þetta fyrir-
komulag rnjög vel. Þarna fékk
maður næði til að hafa mynd-
irnar hjá sér og meta þær með
öðru. Sjaldnast getur maður í
næði ígrundað myndir á mál-
verkasýningum, en með þessu
móti var það hægt. Okkur likaði
þetta fyrirkomulag ákaflega vel
listasprang
Eftir
f\ Arna Johnsen
3 MYNDIR
HAFA
SELZT
og það er skemmtilegt á fá verk
eftir norræna listmálara,
skemmtilegt að fá glimt af því,
sem er að gerast í þessum efn-
um á hinum Norðurlöndunum,
þannig að maður hafi ekki að-
eins völ á þvi, sem er í tízku á
íslandi. Ég vona, að þetta verði
áfram og ég held, að það ætti að
leggja áherzlu á að byggja þetta
vel upp.“
Góður tími til
ákvörðunar
Lýður Björnsson kennari
keypti eina mynd eftir Bene-
dikt Gunnarsson. Hann sagði,
að sér líkaði þetta fyrirkomulag
mjög vel. „Mér likaði býsna
vel,“ sagði hann, „að geta kynnt
mér þetta og mælt við heima
hjá mér. Eg var með mynd
Benedikts í mánuð og ákvað að
kaupa hana, en ég hafði séð
hana fyrst í gangi Norræna
hússins og leizt býsna vel á. Ég
tel þetta útlánafyrirkomulag,
með möguleikum á kaupum,
mjög gott, því með slíkri yfir-
vegun getur maður unnið úr
hvort áhrifin eru varanleg eða
ekki.“
Mjög athyglis-
vert framtak
Björn Svanbergsson fram-
kvæmdastjóri fékk lánaðar
tvær myndir. „Ég hafði þær hjá
mér yfir jólin,“ sagði hann, „og
mig langar til að kaupa aðra. Ég
hef hugsað mér að fá lánaðar
myndir aftur. Ef um góðar
myndir er að ræða, lærir maður
að meta fjölbreytni í myndum
og ég tel þetta framtak mjög
athyglisvert og mér finnst að
það ætti að reyna að efla það til
muna. Það er t.d. mjög
skemmtilegt við hátíðleg tæki-
færi eða önnur þegar maður er
mikið heima, að geta fengið lán-
uð slfk listaverk. Mér datt ekki
í hug þegar ég fékk myndirnar
að mig myndi langa til að kaupa
aðra, en þannig fór það.“
Skemmtileg
tilbreyting
Sigríður Haraldsdótlir hús-
mæðrakennari fékk lánaða eina
mynd. „Mér líkaði þetta vel,“
sagði hún, „það var skemmtileg
tilbreyting að fá nýtt listaverk
allt í einu upp á vegg. Ég
hafði lengi ætlað mér að breyta
skipan húsgagna í stofunni hjá
mér og með nýja listaverkinu
fékk ég hugmynd og lét verða
af breytingunni. Ég saknaði
myndarinnar þegar hún var
farin, enda var ég þá farin að
kynnast henni. Með þessu móti
er betri möguleiki að kynnast
myndum en á sýningu, þótt ég
hafi aldrei ætlað mér að kaupa
mynd, heldur nota þetta góða
tækifæri með útlánaboðið."
Þess má geta, að myndirnar á
þessari útlánasýningu eru eftir
listamenn frá íslandi, Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi, en Færeyingar hafa
ekki sinnt þátttöku í slíku
starfi Norræna listabandalags-
ins, enda hafa þeir lengi verið
hálf utanveltu i því fram til
síðustu ára. Það kostar 500 kr.
að fá lánaða mynd i hálfan
mánuð, en ég hef orðið var við
það, að fólk telur það nokkuð
háa leigu fyrir ekki skemmri
tima og líklegt til þess að hamla
gegn miklum útlánum.
HÚSNÆÐI ÓSKAST 2ja — 3ja herb ibúð óskast til lergu. Má þarfnast lagfæringar. Upplýsingar i sima 71 1 22 f. h. og 42794 e.h. VÖRUBÍ LAR — VARAHLUTIR Get útvegað beint frá Sviþjóð vörubíla Volvo FB — 88 og F — 88 Einníg alla varahluti i Volvo og Scania Vabis Upplýsingar í síma 42001
HVER VILLVERA SVO GÓÐUR að leigja stúlku með eitt barn, eins til tveggja herb. íbúð. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 41854. eftir kl. 4. á daginn. GÓÐUR BÍLL Til sölu Vauxhall Viva árgerð 1972. Til greina koma skipti eða 'skuldabréf. .Upplýsingar i sima 52613
MINKACAPE tapaðist aðfaranótt sl. laugardags Skilvis finnandi gjöri svo vel að hringja i slma 30646 REGLUSAMUR LYFJAFRÆÐINGUR óskar eftir 2ja — 3ja herb. íbúð Uppl. 1 sima 35596 eftir kl 6 á daginn.
KEFLAVÍK Höfum mikið úrval af 3ja og 4ra herb. íbúðum. Góðir greiðsluskil- málar. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. STÚLKA ÓSKAST Stúlka óskast strax til hálfs dags starfa kl 1—5 við peysumóttöku og létt skrifstofustörf Unex, Aðalstræti 9, Simi: 11995.
NJARÐVÍK Til sölu rúmgott einbýlishús á góð- um stað 1 Ytri-Njarðvik. Laust strax Mjög góðir greiðsluskilmál- ar Fasteignasalan, Hafnargötu 2 7. Keflavik, slmi 1420. SKAGASTRÖND — EINBÝLISHÚS Til sölu einbýlishús, hæð og kjall- ari. Á hæðinni eru 3 herb. eldhús og bað Geymsla í kjallara Uppl. í síma 95-4626 e kl. 7 á kvöldin
VERZLUNARMAÐUR með góða reynslu.m.a. verzlunar- stjórn, óskar eftir veltaunuðu ábyrgðarstarfi. Upplýsingar merkt- ar „Ábyggilegur 3201“ sendist afgr Mbl. fyrir 1 3 þ m HAFNARFJÖROUR — NÁGRENNI Úrbeinað hangikjöt 495 kr kg Nautabuff 495 kr. kg Hakk 295 kr Úrvals unghænur. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2.
MATSVEINN óskar eftir góðu plássi á bát. Upp- lýsingar í síma 92-2214. MATSVEIN OG HÁSETA vantar á m.b. Álftanes frá Grinda- vik. Upplýsingar I síma 92-8177
HAFNARFJÖRÐUR — NÁGRENNI Úrvals saltkjöt. Ódýrar rúllupylsur. Saltað hrossakjöt. Bacon Ódýr ávaxtasulta. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. fNtmnRCFniDRR f mRRKRfl VDRR
Fullkomið phÍlípS verkstæði
Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá
og eftirliti með Philips-tækjum
sjá um allar viðgerðir.
Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík.
heimilistæki sf
SÆTÚIMI 8. SÍM1:1 3869.
Hella - Elnbýllshús
Til sölu lítið einbýlishús á Hellu. Húsið er í góðu
ásigkomulagi. Laust fljótlega. Hagstætt verð.
Sveinn og Sigurður fasteignasala,
Birkivöllum 13, Selfossi,
simi 1429, helgarsími 1682.
r
I Framrelðsluneml
I öskast
1 síma.
SUÐURLANDSBRAUT 2 SÍMI 82200
Upplýsingar hjá yfirframreiðslumanni, ekki í