Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1974 Brynhildur Björgvins- dóttir - Minningarorð F. 14. okt. 1915 D. 30. jan. 1974 Mig langar með fáeinum, fátæk- legurri orðum að minnast minnar elskulegu frænku á þessari kveðjustundu. Það kom eins og reiðarslag yfir okkur í fjölskyld unni, er við fréttum s.l. sumar um sjúkdóm hennar og vissum að hverju stefndi. En hún tók þessu með svo miklu rólyndi og jafnað- argeði að undrun sætti. Brynhildur var fædd í Reykja- vík 14. október 1915, dóttir hjón- anna Sigurrósar Böðvarsdóttur, sem lifir dóttur sína nú 84 ára gömul, og dvelur í Borgarsjúkra- húsinu og Björgvins Hermanns- sonar húsgagnasmíðameistara, Öðinsgötu 5 hér í borg, en hann lézt í janúar 1971, fyrir réttum þremur árum. Þau hjónin eignuðust átta börn og er Brynhildur þriðja í röðinni, sem kveður þennan heim, og á amma mín um sárt að binda, er hún sér á bak henni nú. En eftir lifa þrjár dætur, Jósefína, Hulda og Sigurbjörg og tveir bræður, Hermann og Marteinn. Árið 1951, 14. október, giftist Brynhildur Snorra Guðlaugssyni kaupmanni hér'i “Reýkjavfk, ætt uðum úr Húnaþingi, og bjuggu þau allan sinn búskap hér í borg og sfðustu árin að Asvegi 15, en þau slitu samvistum. Þau eignuð- ust tvær dætur, Ásu Björk, sem gift er Kristni Aadnegaard og eiga þau tvö börn, Elvu Dögg og Örvar Má; og Auði, sem heitbund- in er Tómasi Ragnarssyni og eiga þau einn son, Brynjar. Barna- börnin voru augasteinar ömmu sinnar og hélt hún mikið upp á þau. Ég minnist nú sérstaklega síðastliðinna jóla þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu yfir hátíð- ina og yngsa barnabarnið, Brynj- ar, var skirt. Mikill fögnuður ríkti þá í huga hennar yfir því að geta verið heima og verið viðstödd skírnina á heimili sínu. Síðari ár hjónabands þeirra Brynhildar og Snorra ráku þau verzlun í Biðskýlinu við Dalbraut, og þótti það mikill dugnaður fyrir efnalítið fólk, að ráðast í að koma því upp. Og enn kom fram hinn mikli dugnaður og þrek, sem bjó í henni, er hún kom sér upp nýju heimili og keypti sér húseignina að Óðinsgötu 3, næsta hús við hús foreldra hennar, þar kom hún sér upp hlýlegu heimili, þar sem ég var alllaf velkominn. Nú síðustu árin starfaði hún á Hótel Holt við góðan orðstír hús- bænda sinna, eftir því, sem ég t SVEINN STEFÁNSSON fyrrum bóndi á Tunguhálsi i Skagafirði lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 6. febrúar Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn TÓMAS VIGFÚSSON, byggingameistari, Grenimel 41, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 9 febrúar kl. 1 0.30 f.h. Katrín Vigfússon. t Fósturmóðir min, JÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Innri-Njarðvik, verður jarðsett frá Njarðvíkurkirkju, laugardaginn 9 febrúar kl 1 30 Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á kirkjuna i Innri- Njarðvík Fyrir hönd vina og ættingja, Árni H. Jónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir. amma og systir GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Hverfisgötu 6 A, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði, laugardaginn 9. febrúar kl, 10 30 f h Þeir, sem vildú minnast hennar er bent á líknarstofnanir Guðlaug Guðmundsdóttir, Eiríkur Ágústsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Guðbjörn Jóhannesson, Gísli Guðmundsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Helga Baldursdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ásta Vilmundardóttir, Jón Guðmundsjon, Margrét Lára Þórðardóttir, barnabörn og bræður. kemst næst, því alltaf var hún viðbúin að hjálpa öðrum eftir því sem. hún gat. Éfe dvaldist oft á heimili hennar, og á ég þaðan margar hugljúfar minningar um góða frænku, sem ég þakka nú á þessari kveðjustund. Hún lézt á Borgarsjúkrahúsinu þann 30. janúar s.l., og flyt ég starfsfólki og læknum alúðar- þakkir fyrir góða hjúkrun og um- önnun og allt það sem þau voru henni í veikindunum. Ég þakka henni allt, sem hún var mér, og bið algóðan Guð, sem ræður öllum skilningi, að blessa ástvini hennar ogsérstaklegamína elskulegu ömmu, sem nú dvelur í sjúkrahúsi og er hugur okkar hjá henni á þessari sorgarstundu sem og ætíð. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Drottinn blessi hana um alla framtíð.blessuð sé minning henn- ar. Stefán. 1 gær fór fram i Dómkirkjunni útför Brynhildar Björgvinsdótt- ur. Brynhildur var fædd 14. októ- ber 1915, dóttir hjónanna Sigur- rósar Böðvarsdóttur og Björgvins Hermannssonar húsgagnasmíða- meistara. Brynhildur var gift Snorra Guð- laugssyni kaupmanni hér í bæ, en þau slitu samvistir. Brynhildur og Snorri eignuðust tvær dætur, Asu Björk, gifta Kristni Aadnegaard stýrimanni, og Auði, sem er trúlofuð Tómasi Ragnarssyni linumanni hjá Pósti og síma. Nú, þegar ég kveð mág- konu mína, er mér efst í huga þakklæti fyrir langa og góða vin- áttu og margar ánægjustundir á heimili hennar svo og á ferðalög- um. Ég flyt dætrum, systkinum, tengdasonum, barnabörnum og aldraðri móður, sem nú dvelur á sjúkrahúsi, mínar innilegustu samúðarkveðjur í sorg þeirra. Hallgrímur Pétursson. Minning: Guðmundur Jóhanns- son húsasmíðameistari 1 dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Guðmundur Jó- hannsson húsasmiðameistari, en hann lézt i Borgarspítalanum h. 30. jan. s.I. Guðmundur var fæddur í Reykjavík þann 18. feb. 1912 og var því tæpra 62 ára, þegar hann andaðist. Hann var elztur átta barna hjónanna Kristínar Guðna- dóttur og Jóhanns Kr. Ólafssonar trésmiðs og brúarsmiðs, en þau eru bæði látin. Guðmundur ólst upp hér í Reykjavík fram til tvitugs aldurs, en fluttist þá austur að Selfossi ásamt foreldrum sínum og sys'tk- inum, þar sem þau bjuggu um nokkurt skeið. Skömmu síðar hóf hann nám í trésmíði hjá föður sínum og stundaði þá iðn æ síðan eða störf henni skyld. A Selfossi tók hann virkan þátt í félagslífi staðarins, þvi hann var að eðlisfari félagslyndur og virtist alla tíð hafa sérstaka unun af að vera í góðra vina hópi. Hann var meðal stofnenda Ungmennafé- lags Selfoss árið 1936 og var gerð- ur að heiðursfélaga þess á 35 ára afmæli félagsins 1971. Þar kynntist hann einnig konu sinni Regínu, dóttur Margrétar og Lárusar Rist. Þau giftu sig þ. 7. okt. 1939 og byrjuðu búskap sinn þar eystra. Siðan fluttust þau til t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við útför föðurbróður okkar, SVEINS PÁLSSONAR, Nýjabæ, Miðnesi. Jónína Ásbjörnsdóttir, Magnús Loftsson, Sigrfður Ásbjörnsdóttir, Eggert Olafsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur INGIBJARGAR TEITSDÓTTUR Sólveig Búadóttir Inga Hrefna Búadóttir Alfreð Búason Hrefna Jónsdóttir Bendt Bendtsen Ingveldur Teitsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu SVANBORGAR SIGURÐARDÓTTUR, Stigahlið 32. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarliði Landakotsspítala fyrir góða umönnun Hallgrímur Pétursson Sverrir Hallgrímsson Rósa Óskarsdóttir Kristinn V. Hallgrfmsson Anna Lorange Fjóla Halldórsdóttir Yngvar Guðjónsson Sigurður Sverrisson og barnabörn. Reykjavíkur. Guðmundur vann þá við yfirbyggingar bifreiða hjá Agli Vilhjálmssyni h/f og öðlaðist einnig réttindi í þeirri iðngrein. Þau hjónin bjuggu einnig um tíma í Hveragerði, Akureyri og í fjögur ár í Svíþjóð. Lengst af var þó heimili þeirra í Reykjavík. Þau voru ákaflega samhent, prúð og elskuleg hjón, og er mér sérstak- lega minnisstætt, hvernig þau studdu hvort annað, þegar þau tvívegis með fárra ára millibili urðu fyrir þeirri þungbæru sorg að missa tvö barna sinna, bæði á sviplegan hátt, fyrst Margréti, ár- ið 1963, aðeins 8 ára gamla og langyngsta og síðan Lárus árið 1967, tvítugan efnis- og reglupilt. Barnamissirinn mun hafa ráðið nokkru um það, að þau hjónin tóku sig upp og fluttust til Sví- þjóðar árið 1969. Dvölin þar varð þó lengri en þau höfðu ráð- gert, enda finnst okkur, að þau hafi notið hennar í ríkum mæli. Mummi, eins og við kölluðum hann, hafði alltaf verið líkamlega hraustur. En fyrir rúmu ári fór hann að kenna sjúkdóms þess, sem nú hefur lagt hann að velli, langt fyrir aldur fram. Hann gekkst undir uppskurð í Svíþjóð í april s.l. og hafði góðar vonir um að ná fullum bata. S.l. sumar kom hann svo heim og hóf þegar störf hér, þótt heilsan væri engan veg- inn góð. Brátt kom í ljós, að heilsa hans var þó lélegri en hann vildi viðurkenna fyrir sjálfum sér. Hann hélt þó áfram störfum, þar til hann helsjúkur varð að gefast upp og var lagður inn á sjúkrahús í nóvemberbyrjun. Honum auðn- aðist þó að komast heim til sín skömmu fyrir jól og eiga jólahá- tiðina heima með konu sinni. Hún reyndi eftir megni að gera honum jólin sem hátíðlegust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við erum þakk- lát fyrir þann tíma, sem honum var gefinn heima, því hann var svo innilega glaður, þegar hann hringdi til okkar og sagðist vera kominn heim. Það var honum ómetanlegt. En 3. jan. var sá tími liðinn, sem hann gat verið heima, og aftur fór hann á sjúkrahúsið, þaðan sem hann átti ekki aftur- kvæmt. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Eftir lifa tvö eldri börnin, en þau eru: Öttar, tré- smiður, kvæntur Gislunni Jó- hannsdóttur. Þau eiga þrjú börn og eru búsett í Lundi í Svíþjóð; — Kristín, kennari, gift Hauki Isfeld kennara. Þau eiga tvo syni og eru búsett hér í Reykjavík. Þau sjá nú á bak góðum föður, tengdaföður og afa. Guðmundur var góðum gáfum gæddúr. Hann var vel hagmæltur, söngmaður góður og söng um ára- bil i kór Langholtskirkju, víðles- inn og hafði yndi af ferðalögum, Ferðuðust þau hjónin nokkuð bæði hérlendis og erlendis, sér- staklega hin síðari ár. Alltaf var hann svo ljúfur og hógvær, en glaður og skemmtilegur og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu. Um hann er ekkert hægt að segja nema gott. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast Mumma og tengjast við hann fjölskyldubönd- um, eigum bágt með að sætta okk- ur við, að hann skuli nú horfinn úr hópnum. Það er mikill missir, þegar slikur maður fellur frá, en mestur er þó missir eiginkonunn- ar. Hag hennar og velsæld bar hann ávallt fyrir brjósti, einkum var það áberandi hin síðari ár, þegar þau voru orðin tvö eftir heima. Nú er það huggun Regínu í hennar mikla harmi, að Mummi hennar er kominn til fundar við elskulegu börnin þeirra, sem á undan voru farin. A stundu sem þessari getum við aðeins þakkað fyrir samfylgdina og beðið góðan Guð að blessa hann og varðveita og gefa honum eilífan frið en Reginu, börnunum og fjölskyldum þeirra huggun og styrk í sorg þeirra. S. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.