Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRIJAR 1974 35 ROSE~ ANNA FRAMHALDSSAGA ERIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 26 miklar fjarlægðir það, svona upp á að yfirheyra þá. Auk þess vitum við enn ekki, hv.ar fjórir af þessum 27 eru niður- komnir. Einn þeirra er Dani og þrír Svíar. Við höfum ekki getað sannað, að neinn þessara farþega hafi siglt með þessum hátum áður, enda þótt Melander hafi farið í gegnum farþegalistana sið- ustu tuttugu og fimm árin. Min kenning hljóðar upp á það, að enginn farþeganna hefði getað framið verknaðinn. Aðeins fjórir þeirra voru i eins mannsklefa og hinir hljóta meira og minna að hafa verið undir eftirliti klefa- nauta sinna. Enginn þeirra hefur þekkt bátinn til hlitar og vinnu- aðferðir um borð nógu vel til að slíkt gæti staðist. Eftir eru þá átta skipverjar, stýrimaðurinn, kyndararnir tveir, kokkur og þrir til viðbótar. Við höfum útilokað vélstjórann vegna aldurs. Eg held ekki, að neinn hinna hafi heldur getað gert þetta. Samkvæmt minni kenningu getur sem sagt enginn hafa drepið Roseönnu McGraw. Og sú kenning virðist falla um sjálfa sig! Eins og allar mínar kenningar. Það er gallinn við að hugsa. Þeir þögðu nú um hríð. Svo sagði Kolberg. •-*- Og þú ert viss um dólginn Eriksson? Heyrðu annars hef- urðu hlustað á það, sem ég hef sagt? — Já, já, sagði Martin annars hugar. — Víst hef ég hlustað á þig. Og það var rétt. Hann hafði hlustað. En svo hafði rödd Kol- bergs smám saman farið að fjar- lægjast. Tvær ólíkar hugmyndir höfðu skotið upp kollinum í liuga hans. Önnur var í tengslum við eitthvað, sem hann hafði heyrt einhvern segja og hann hafði ekki hirt um að leggja á minnið. Og hin var, að því er hann bezt fékk séð, framkvæmanleg. .. . — Hún hlýtur að hafa hitt ein- hvern um borð, sagði hann við sjálfan sig. — Nema það hafi verið sjálfs- morð, sagði Kolberg hæðnislega. — Einhvern hitti hún, sem hafði ekki í hyggju að drepa hana, að minnsta kosti ekki til að byrja með og hafði þar af leiðandi enga ástæðu til að reyna að dylj- ast..... — Já, það höldum við, en hvað stoðar að velta vöngum yfir þvf. Martin rétti sig skyndilega upp og horfði ljómandi augum á Kol- berg. — Lennart, sagði hann. — Hvað heldurðu, að hafi verið margar myndavélar f gangi? Að minnsta kosti tuttugu og fimm, kannski fleiri. Þar sem farið var í land, getum við bókað að allir fóru að taka myndir. Alls konar myndir. Tekn- ar alls staðar. Og sumir hafa verið með kvikmyndavélar. . .. Lennart ....gróflega áætlað má reikna með, að úr þessari ferð séu að minnsta kosti til sex hundruð myndir .... skilurðu mig .. . Sex hundruð myndir. Kannski þús- und. — Já, sagði Kolberg seinlega. — Ég skil, hvað þú ert að fara. 17. kafli. — Þetta verður vitaskuld þrælavinna, sagði MartinBeck. — Varla verra en það fokk, sem við fáumst við núna, sagði Kol- berg. — Kannski er þetta bara mein- loka. Kannski skjátlast mér alger- lega. Þennan leik höfðu þeir leikið iðulega. Martin var f vafa og hann þurfti uppörvun. Hann vissi fyrir fram, hvaða svar hann fengi og að Kolberg vissi, að hann vissi það. Samt sem áður fylgdi þeir leik- reglum. — Það gæti komið eitthvað út úr því, sagði Kolberg þrjózkulega. Síðan bætti hann við: — Þetta þyrfti ekki að verða eins erfitt og við ætlum við fyrstu Jæja pabbi, nú máttu koma og draga okkur upp aftur. VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0 30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. % Nixon og dómar um hann: Sigurður Arngrímsson skrifar. „Það er ekkert nema gott um það að segja, að blöð og aðrir fjölmiðlar flytji fréttir af öllum markverðum atburðum og frétt- næmu efni en það gengur út yfir allt velsæmi blaða og frétta- manna, þegar þeir fella dóma um menn og málefni, áður en dómur er failinn og sekt hins sakfelda sönnuð. Nægir að benda á Dreyfusar- málið fræga þessu til sönnunar, því það var almenningur með hjálp áróðurs sem felldi dóminn yfir honum og ákæruvaldið dæmdi eftir umsögn fjöldans. 0 Er sagan ekki að endurtaka sig? Finnst ykkur ekki ótrúlegt, að maður eins og Nixon, sem hefur náð toppnum i frjálsu landi í frjálsum kosningum, fari að grípa til örþrifaráða, sérstaklega þar sem búið var að spá honum glæsi- legum sigri í skoðanakonnunum um allan heim! Enda vann hann stórglæsilegan sigur. Svo er það, að Nixon hafi vitað um áformað innbrot og jafnvel lagt á ráðin. Þetta er hlægilegt og enginn samanburður til. Einna helzt væri að benda á, að skip- stjóri á stóru farþegaskipi færi að ráðleggja matsveininum með hvernig salti hann ætti að salta matinn. Samt er starf forseta Bandaríkjanna mun stærra og meira en skipstjóra á farþegaskipi. Hitt er svo annað mál, að Nixon ber ábyrgð á ráðningu þessara manna, sem æðsti maður ríkisins. Þessari ábyrgð hefur hann aldrei skotið sér undan. Aftur á móti hefur hann sagt í fjölmiðlum, að hann harmaði atburðinn og tæki fulla ábyrgð á þeim mönnum, sem undir hann voru settir. Mér finnst þetta drengilegt af honum og göfugt. Það er nú einu sinni svo, að i Bandaríkjunum geta valdsmenn ekki skotið sér bak við múra og sent andstæðing- ana til Síberíu, eða á geðveikra- hæli. Ef við skoðum svo þessa menn, sem borið hafa vitni gegn forseta Bandaríkjanna, finnst mér tilval- ið máltækið „Sjaldan launar kálf- ur ofeldið". Þetta eru vitni, sem íslenzkt réttarfar mundi henda út sem ógildum vegna tvisögli. Er ekki kominn tími til að við, sem enn búum í frjálsu landi, tileinkum okkur hér eftir í þessu máli og öðrum, að fella ekki dóm fyrr en sekt hins ákærða hefur verið sönnuð, þvi sé hinn ákærði saklaus á meðan rannsókn fer fram og sekt hans ekki sönnuð. Með þvi að gera það, sýnum við drengilegt hlutleysi, sem er fag- urt fordæmi án hleypidóma og sleggjudóma um menn og mál- efni. Virðingarfyllst Sigurður Arngrímsson." 0 Hvítramannaland og Reyknesingar Skúli Ólafsson, Klapparstíg 10, skrifaT: í Hungurvöku er sagt frá komu 35 skipa til íslands 1118. Þetta aðstreymi til íslands er eflaust þáttur í könnunarferð Eiríks Gnúpasonar til Vesturheims (Vínlands). Matarskortur varð á íslandi vegna þessa aðstreymis og hér létust um 2000 manns af hungri og sóttum 1119—29. Fátt er vitað um þessa aðkomu- menn, en geta má þess, að Hallur Teitsson, sem var „hægri hönd“ Þorláks Runólfssonar biskups á þessum hallærisárum, talaði mál Utrecht-búa sem innfæddur þar. Þessi nánu kynni Halls af Utrecht eru mjög athyglisverð. Hallur tók ekki víglsu sem Skálholtsbiskup. Móðurfaðir Guðmundar gríss var Bjarni enski, sem hér hefur ilendst 1118. Gunnfarður prestur (eflaust enskur að ætt) var skjólstæðing- ur Reyknesinga og börn hans einnig. Til þess að verða Þorgilsi Oddasyni og öllum tengdamönn- um hans á hendi bundinn, hefur Gunnfarður orðið að auka hróður Reyknesinga. Þar sem frásögnin af dvöl Ara Mássonar í Hvitra- mannalandi barst fráOrkneyjum er ekki ósennilegt að Gunnfarður hafi fyrstur manna flutt Reyknes- ingum þessa frétt og að Eirikur Gnúpason og heilög kirkja hafi talið Hvítramannaland mikilvæg- ast af löndum vestan hafs. Ferð Eiríks 1113—1117 til Rhode- Islands (Róða=Kross ey). Þar er hinn kunni virkisturn (kirkja) sbr. St. Bavo í Ghent (á 12. öld.) varð upphaf að ferðum Eiríks Gnúpasonar til Vesturheims. Ljúfini, útlendur prestur (trú- lega frá Wales sbr. LLewelyn), er skjólstæðingur Einars Þorgilsson- ar um 1180. Þessi Wales-búi hefur líklega ætlað að komast um ísland til byggðar Wales-búa vestan hafs (þ.e. Man-Dan þorps við Missouri). Normanar þrengdu mjög að Wales um þær mundir. Nafngreindur prins frá Wales hafði trúlega tekið þátt i Vín- landsferð EiríksGnúpasonar 1120 og ásamt mörgum öðrum komist yfir vötnin miklu og þaðan vestur að Missouri-fljóti. Niagara-fossar eru stærsti farartálmi á þeirri leið; en þeir voru ekki óyfirstigan- legir frekar en Satíriseiði i Skot- landi, sem Magnús berbeinn móðurfaðir Jóns Loftssonar lét draga skútu yfir, og nýlega hafa Rússar staðsett tengiliðinn milli Dvinu og Dnjeper um Vibetsk og Smólensk (sbr. Smálönd í Svíþ.) Norðmenn drógu skip uppi Elfina, og í Sturluþætti ersagt frá afreki Vestfiringa, þegar þeir fluttu stórskip yfir þær heiðar, er varla þóttu lausum mönnum færar. Magnús Ölafsson berbeinn andaðist 1103 þ.e. fyrir ferð Eiriks. Prinsinn frá Wales sigldi niður Missouri og Missisippi og komst til Wales. 1189 kom Ásmundur kastan- rassi af Grænlandi úr Krisseyjum (Rhode Island?) og þeir þrettán saman á þvi skipi, er seymt var trésaumi einum nær það og bund- ið sini. Hann kom í Breiðafjörð á Islandi. Hann hafði og verið í Finnsbúðum. 1190 Þá fór Ásmundur kastan- . rassi utan, og hvarf skipið. 1192 Skip kom í Breiðafjörð | seymt trésaumi einum nær. Það ■ var bundið seymi og höfðu verið í ■ Krossey og Finnsbúðum í sjö vetr- I um og voru um veturinn með I Gelli Þorsteinssyni, og önduðust ■ þar. (sbr. 12. öldin, H. Pálsson). I Reyknesingar hafa ekki látið | hjá líða að minnast á Hvítra- . mannaland, ef nokkur hefur I viljað á hlýða. Islendingar áttu I ekki haffærandi skip, en urðu að • treysta á aðra í þeim efnum lengst * af. Norðmenn höfðu litinn áhuga | á löndum, sem ekki höfðu neina I kosti fram yfir Noreg. Kostir J Grænlands voru miklir i þeirra V augum. Svarðreipi, tönn, fálkar I og hvítabirnir, en Vinlands engir. . Svo kom þó, að Noregskonungur ■ lagði eyrun við Nýjalandsfundi | 1285. Tveir bræður Aðalbrandur og I Þorvaldur Helgasynir af Reyknes- | ingaætt töldu sig hafa fundið land ! vestur af Islandi (þetta gæti verið I Hvitramannaland). Áhuga Eiríks Hákonarsonar • Noregskonungs á þessum | „landafundi" má beiniínis rekja ■ til þess, að hann hafði orðið að ’ láta Skotum eftir Suðureyjar við I Skotland, þegar Eiríkur fékk I Margrétar dóttur Skotakonungs ■ 1281, en hún átti að erfa Skot- J land, en Margrét lést á undan | föður sínum 1283. Margrét dóttir I Eiriks og Margrétar Alexanders- . dóttur átti að erfa afa sinn, en I Eiríkur hefur talið sér það til | niðurlægingar, að hafa látið hluta ■ af ríki sínu án þess að hafa fengið * neitt raunhæft í staðinn. Hann I hefur þess vegna talið, að Nýja- I land gæti aukið hróður sinn á ný, . og bætt sér upp Suðureyjar. 1289 Eirikur konungur sendi I Hrólf til íslands að leita ■ Nýjalands. 1290 Fór Hrólfur um Island og I krafði menn til Nýjalandsferðar. 1291 Heiðnir menn brutu • Akrsborg, síðasta vígi kristinna í * landinu helga. 1292 Krossuðust menn á íslandi I til Jórsalaferðar, en Nýjalands- ■ ferð varð ekki. Bæklingur fyrir erlenda ferðamenn FLUGFÉLAG íslands og Loftleið- ir h/f hafa nú í sameiningu gefið út bækling til notkunar fyrir er- lenda ferðamenn, 1 honum eru ýmsar upplýsingar um þær ferðir, sem hinar ýmsu ferðaskrifstofur hafa upp á að bjóða innanlands, svo sem öræfa- og fjallaferðir, út- sýnisferðir og ferðir á helztu ferðamannastaði landsins. Fjöldi fallegra litmynda prýðir bækling- inn. — Afmæli Framhald af bls. 28 I skoðun og á mikla skapféstu til að bera. Margir munu minnast hennar á þessum tímamótum, er hún stendur furðu ern, áttræð að aldri, við hlið bónda síns, hug- mikil sem fyrr er þau hófu sína lifsgöngu. Bæði hafa þau hlotið þann heiður þjóðfélagsins að vera sæmd riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Við frændsystkin höfum búið á sitt hvoru landshorni og sjaldan hitzt, en með okkurhafaverið góð kynni, eins og systrunum, mæðrum okkar. Eigi er því að leyna, að margt hefi ég kannazt við í fari hennar og framgöngu svo sem hve haglega hún kemur fyrir sig orði í fáum setningum, er margir hafa langa ræðu um. Og hve hún er orkumikil og hispurs- laus og hefur þá eiginleika er eigi gleymast. Er Sigríður Fanney með allra skemmtilegustu konum er hún vill það við hafa og gefur sér tóm til frá önn dagsins. Æviár hennar hafa á margan máta verið gæfuár, þar sem hún hefur notið hæfileika sinna í rikum mæli, við hlið bónda sins. Eru það eigi hin beztu örlög vor i heimi hér? Pétur Ingjaldsson. MORGUNBLAÐSHIÍSINU margfoldar markað yðor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.