Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 19 Unnið að gerð þriggja herflug- valla í Sýrlandi Washington, 7. febr. AP IIAFT er eftir áreiðanlegum heimilduin, að Sýrlendingar séu að gera þrjá nýja herflugvel li, sem útbúnir eru flugvélaskýlum HÖRÐ átök urðu í síðustu viku milli landbúnaðai verkamanna og hermanna í Bolivíu, svo sem frá var skýrt í fréttuin. Atta manns biðu bana í átök- unum og margir særðust. Mvndin var tekin 31. jan. rétt fvrir utan borgina Coeha- bainba, þar sem barizt var um þjóðvegi. Ung stúlka setur sjal sitt fyrir vitin, meðan hún gengur frainhjá likum tveggja verkamanna. Kínverjar lítt hrifnir af Moskvuför Nixons Tokío, 7. febr. AP. □ PEKINGSTJÓRNIN hefur látiS í Ijós álit sitt á fyrirhugaðri Moskvuheim- sókn Riehards Nixons, forseta Bandaríkjanna á sumri komanda. í langri grein fréttastofunnar Nýja-Kína segir, að við- leitnin til að bæta sambúð Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna sé „ímyndun . . . hrein blekking, sem eigi eftir að springa eins og sápukúla“, eins og komizt er að orði. í greininni er farið hörðum orðum um utan- ríkisstefnu Leonids Brezh- nevs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins. Segja Kfnverjar hana „hugaróra og hneyksli" og á hún byggist á árásar- og útþensluhugmyndum. Frá því Nixon heimsótti Kína árið 1972 hafa Kinverjar reynt að gera sem minnst úr hvers konar tilraunum stjórna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til bættra sam- skipta. Þeir óttast, að samvinna þessara stjórna eigi eftir að gefa Sovétmönnum frjálsar hendur bæði i Evrópu og á landamærum Kína og Sovétríkjanna. í grein Nýja Kína er farið niðrandi orðum um Brezhnev en þess gætt vandlega að fordæma ekki Nixon. Talað er um sam- komulagsumieitanir Sovétmanna Mindszenty andvígur ráðstöfun Páls páfa Vinarborg, 7. febr. AP. JOSEF Myndszenty, kardi- náli, sem verið liefur í út- legð síðustu þrjú árin, hef- ur birt yfirlýsingu, þar sem hann neitar því af- dráttarlaust að hafa verið samþvkkur þeirri ákvörð- un páfa að svipta hann kirkjulegum embættum sínum í Ungverjalandi. Ritari kardinálans, Tibor Meszaros, las yfirlýsinguna á þýzku og ungversku fyrir blaða- mönnum 1 Vínarborg i dag, og tilkynnti jafnframt, að kardinál- inn hefði þá skömmu áður gert páfa boð um, að hann mundi skýra mál sitt fyrir fjölmiðlum, en hann mun hafa talið sig til þess knúinn eftir að fréttir höfðu birzt um það í evrópskum blöðum að hann hefði eftir mikil bréfa- skipti við páfa, fallizt á ráðstöfun hans. Kardinálinn gefur m.a. eftirfar- andi ástæður fyrir því, að hann neitaði að láta sjálfviljugur af embætti: 1. Ungverjaland og kaþólska kirkjan i Ungverjalandi njóta ekki frelsis. 2. Forysta kirkjunnar í Ungverja- landi er í höndum stjórnarstofn- unar, sem komið var á föt af kommúniskum stjórnvöldum landsins og er stjörnað af þeim. 3. Hvorki erkibiskupar né biskup- arhafa nokkra aðstöðu til að hafa áhrif á embættisskipan og störf ofangreindrar stjórnarstofnunar kirkjunnar. 4. Stjórnvöld ákveða hverjir fái störf á vegum kirkjunnar og hversu lengi þeir gegna þeim störfum. Sömuleiðis ákveður stjórnin hverja biskupar mega vígja til prestsstarfa. 5. Það frelsi, sem ungverska stjórnarskráin kveður á um, að menn hafi, bæði til að fylgja sann- færingu sinni og trú, er aðeins i orði, — það er bælt niður á borði. og Bandaríkjanna sem samkeppni um heimsyfirráð, þar sem Sovét- menn séu dæmdir til að tapa. Sagt er, að Sovétmenn reyni að nota SALT-viðræðurnar til þess að sundra Evrópu en það eina, sem þeir hafi haft upp úr því, hafi verið að vekja vaxandi tortryggni og óróleika bæði í Austur- og Vestur-Evrópu. Kjarnorkukapp- hlaup Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna segir greinarhöfundur að fari harðnandi dag frá degi og þó að þau hafi ákveðið að hefja SALT-viðræðurnar aftur 19. febrúar nk., sitji þar í raun og veru allt fast og enginn von sé um árangur. Nýja Kína segir, að helzta bitbein stórveldanna sé Evrópa, þar sem Sovétmenn vilji viðhalda andrúmslofti friðar og bættra samskipta jafnframt því að byggja stöðugt upp hernaðarstyrk sinn í Evrópu. Markmiðið sé að grafa undan stöðu og styrk Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu. ,,Til þessa hafa tilraunir Sovét- manna mistekizt," heldur greinin áfram, og ,,í Austurlöndum nær hafa Sovétmenn einnig glatað frumkvæðinu í hendur Banda- ríkjunum og verið settir skör lægra". Loks segir, að Sovét- mönnum hafi heldur ekki tekizt Framhald á bls. 22 úr steinstevpu og stáli til varnar hugsanlegum loftárásum ísraels- inanna. Flugvellir þessir eru í Sharat, Suweida og Abu ad Dubur og er talið, að þeir verði tilhúnir til notkunar eftir nokkra mánuði. Þar með geta Sýrlendingar dreift flugflota sínuin meira en áður. Af hálfu sýrlenzkra yfirvalda hefur verið talað um að viðhalda hernaðarástandi milli Sýrlands og Israels með það fyrir augum m.a. að grafa undan efnahagslífi Isra- ela með þvt að neyða það til að hafa þúsundir varaliðsmanna sinna i viðbragðsstöðu. 1 sex daga strfðinu 1967 mátti heita, að ísraelski flugherinn þurrkaði flugher Egj'pta út f skyndiárás á flugvélar Egypta sem geymdar voru óvarðar undir beru lofti. Með þessu móti náðu Israelsmenn algerum yfirburðum í lofti og gátu unnið skjótan sigur. I októberstyrjöldinni varð ísra- elum ekki eins vel ágengt vegna þess, að egypzku flugvélarnar voru i sérstaklega styrktum skýl- um. Sýrlendingar urðu hins vegar fyrir miklu flugvélatjóni þá. isra- elar segjast hafa grandað 185 flugvélum þeirra, en Rússar hafa þegar sent þeim 130 vélar í stað- inn og taka þátt i endurskipulagn- ingu sýrlenzka flugflotans af fullum krafti. Dæmd í megrunar- kúr fyrir yfirdrátt Los Angeles,7. febr. NTB. 26 ÁRA kona í Los Angéles var nýlega dæmd í megrunarkúr fyrir að hafa gefið út innistöðulausar ávísanir. Dómarinn i máli kon- unnar upplýsti, að sk.vrsla réttar- lækna benti til þess, að samband væri milli holdafars konunnar og þess, að hún hefði tilhneigingar tilyfirdráttar í tékkheftinu sínu. Konan heitir Gloria Owens og er frá Martinez í Kaliforniu. Hún er 125 kg að þyngd og var dæmd til að megra sig þar til hún væri komin ofan i 95 kg — tækist það ekki innan tilskilins tíma yrði hún að fara i fangelsi. Pompidou veikur París, 7. febr. NTB FORSETI Frakklands, George Pompidou, hefur veikzt af innflú- ensu og verður rúmliggjandi á næstunni, að því frá er skýrt í París. 1 tilkynningu, sem birt var í forsetahöllinni, undirritaðri af lækni forsetans, sagði það eitt, að hann hefði 38—39 stiga hita af völdum inflúensu en fregn þessi hefur vakið upp að nýju vanga- veltur um heilsufar forsetans al- mennt og hugsanlegar afleiðingar þess, að honum versni svo, að hann verði að fara frá embætti. Stjórnmálamenn í Frakklandi hafa velt þessu fyrir sér allt frá því haustið 1972 og eftir fund Pompidous með Nixon sl. sumar var mikið skrifað og skrafað um sjúkleika hans. Af hálfu stjórnar- talsmanna hefur það eitt verið upplýst, að hann þjáist af liða- bólgu og fái tíðum inflúensu en i júní sl. var sagt eftir góðum heimildum að hann notaði lyfið kortison og það hefði valdið þrota þeim f andliti hans, sem talinn hefur verið eitt helzta merki alvarlegs sjúkleika. Roy Medvedev um bók Solzhenitsyns: Hygg fáir verði samir eftir lestur bókarinnar Moskvu, 7. febr. NTB SAGNFRÆÐINGURINN Rov Medvedev hefur sent vestræn- um blaðamönnum 1 Moskvuvf- irlýsingu, þar sein hann fer lofsorðum um nýjustu bók Alexanders Solzhenitsyns, „Arehipelago Gulag“ og segir, að allar mikilvægar upplýsing- ar í bókinni, sem fjalli um ástandið í sovézkuin fangabúð- um á valdatíma Stalíns, séu fullkomlega áreiðanlegar. Medvedev hefur flestum öðr- um meiri þekkingu á Stalins- timanum í Sovétríkjunum og hefur skrifað um hann bók „Látið söguna dæma '. Hann er yfirlýstur marxisti en fylgjandi lýðræðissinnuðum sósíalisma og var rekinn úr kommúnista- flokki Sovétríkjanna árið 1968 fyrir að birta grein á Vestur- löndum, þar sem hann varaði við tilhneigingum sovézkra ráðamanna til að stalinisera sovézkt þjóðfélag. Medvedev, sem er 49 ára að aldri, skrifar i yfirlýsingu sinni, að Solzhenitsyn nái jafn- vel lengra í lýsingum sínum á mannvonzku en Dostojevski hafi nokkru sinni tekizt. „Eg er ekki að öllu leyti sammála Solzhenitsyn í einstökum atrið- um og hann sýnir glöggt, að hann er andstæður marxisma," segir Medvedev en bætir svo við: „Bók lians er hins vegar full af athugasemdum, sem urðu til fyrir áhrif af þjáning- um milljóna manna, — þján- ingum, sem eru verri en nokk- uð annað, sem þjóð vor hefur upplifað. Enginn, sem slapp lif- andi frá þessum hræðilega e.vjaklasa vinnubúða og fang- elsa stalinstimans, kom þaðan samur maður, Eg held og, að fáir verði samir eftir lestur bðkar Solzhenits.vns og því get ég ekki hugsað mér neina aðra bök, hvorki í rússneskum bók- menntum né i heimsbókmennt- unum yfirleitt, sem stenzt sam- jöfnuð við „Arehipelago Gulag “. Sem kunnugt er, á Roy Med- vedev tvíburabróður að nafni Zhores, hann er erfðafræðing- ur að menntun og dvelst nú i London. Þangað fór hann í vís- indaferð á sl. ári og var sviptur sinum sovézka rikisborgara- rétti meðan hann var erlendis og honum meinað að snúa heim aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.