Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 21 GEIR Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins flutti framsöguræðu á ráðstefnu Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs um sfðustu helgi og fjallaði í ræðu sinni m.a. um tillögur Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra. Um þær sagði Geir Hall- grímsson: „Ég tel þetta ófullnægjandi tillögur varð- andi öryggismál landsins eins og nú háttar. Það er að vísu mjög margt óljóst í þessum tillögum, en þær fullnægja ekki lágmarksöryggi og veikja samnings- aðstöðu okkar og annarra vestrænna ríkja gagnvart Sovétríkjunum, ef að veruleika verður.“ Geir Hallgrímsson sagði ennfremur í ræðu sinni: „Vitaskuld vilja íslendingar helzt vera án erlends herliðs í landi sínu, jafnvel þótt það sé ekki fjöl- mennara en 3.300 manns, sem þó verður að skoðast f hlutfalli við fólksfjölda á íslandi. Við viljum einnig helzt fækka erlendum hermönnum eins og unnt er, án þess þó að rýra öryggi landsins." Hér fer að eftir ræða Geirs Hallgrímssonar f heild: Ég vil hefja mál mitt með því að þakka Samtökum um vest- ræna samvinnu og Varðbergi fyrir að efna til þessarar ráð- stefnu og láta i ljós ánægju mína yfir komu svo margra merkra vina og frænda frá Noregi til þátt- töku í ráðstefnunni, ísland — Noregur, samstarf um öryggis- og alþjóðamál. Það er ekki ástæðu- laust að rifja upp, að þessi ráð- stefna og koma svo margra for- vígismanna í norskum þjóðmál- um, á sér stað á þjóðhátíðarári, þegar við Islendingar minnumst, að ellefu hundruð ár eru liðin síðan fyrsti íslendingurinn kom frá Noregi og settist að hér á landi. Það er viðtekinn sögu- skilningur almennings, að vísu nú orðið umdeildur, að íslendingarn- ir hafi þá verið að flýja áþján og sótt hingað af frelsisþrá. En sú staðreynd, að þessi sögu- skilningur er almennur, er eftir- tektarverð. Þá ber að minnast þess, að Islendingar gengu Noregskonungi á hönd nær fjögur hundruð árum eftir að land byggðist, til þess að tryggja siglingar, samgöngur og tengsl við umheiminn. Hvort tveggja þetta, frelsið annars vegar og sambandið, samvinnan og tengsl- in við aðrar þjóðir eru hornstein- ar, sem við hljótum að byggja utanríkisstefnu okkar á nú og í framtíðinni. Engin vörn f hlutlevsi Spurningin er, hvernig get- um við varðveitt frelsi okkar í samvinnu við aðrar þjóðir, án þess að ganga þeim á hönd? Er raunar nokkur von til þess að treysta öryggi landsins og frelsi þjóðarinnar i heimi, þar sem fjar- lægðir skipta sífellt minna máli, nema i samvinnu við aðrar þjóðir, sem hafa svipaðra hagsmuna að gæta? Minna má einnig á, að frelsis- barátta Norðmanna var ts- lendingum lýsandi fordæmi, bæði á siðustu öld og þessari, þegar íslendingar börðust fyrir full- veldi sínu og Iýðveldi. Það var og að fyrirmynd Norð- manna og annarra Norðurlanda- þjóða, að íslendingar lýstu yfir ævarandi hlutleysi 1918, þegar þeir öðluðust fullveldi, og álitu vörn í þvi allt til upphafs seinni heimsstyrjaldar. Þá voru bæði löndin hernumin, þótt nteð ólik- um hætti hafi verið. Þjóðverjar hernámu Noreg og Danmörku og Bretar ísland. Það fér ekki á milli mála, hvor þjóðin hlaut betra hlutskipti, en engu að sfður mót- mæltu íslendingar hernámi Breta, með skírskotun til hlut- leysisyfirlýsingarinnar 1918. En þessi reynsla, ásamt reynslu annarra þjóða, er höfðu hlotið fullveldi um líkt leyti og Is- lendingar, eins og Finna og Eystrasaltsþjóðanna, varð til þess, að Islendingar gerðu sér grein fyrir, að i hlutleysinu var engin vörn og þegar ári eftir að Bretar komu hingað til lands, gerðu islendingar herverndar- samning við Bandaríki Norður- Ameriku 1941, og sögðu þar með skilið við hlutleysisstefnuna. Ekki þarf að segja í þessum hópi, að fyrsta og helgasta skylda hverrar þeirrar þjóðar, sem sjálf- stæð vill vera, er að tryggja ör- yggi lands síns og sjálfs- ákvörðunarrétt sinn. Aðdragandi seinni heimsstyrjaldarinnar og þróunin eftir strið, færði þjóðum heims sanninn um, að þessi réttur þjóða var fótum troðinn, ef ein- ræðisríkjum þótti henta. Stofnun Atlantshafsbandalagsins átti sér forsögu, sem allir hér þekkja og ekki þarf að rekja, en ljóst er, að tsland hefði ekki gerzt þátt- takandi í Atlantshafsbanda- laginu, nema vegna fordæmis Norðmanna og Dana og ráð- legginga þeirra. Umræðan á íslandi U mræða um öryggis- og varnarmál á tslandi snýst i fyrsta lagi um tvennt. Annars vegar, hvort hlutleysisyfirlýsing sé okk- ur nægileg, eða þátttaka í varnar- bandalagi eins og Atlantshafs- bandalaginu sé okkur nauðsynleg til að lifa hér í friði. Ég þarf ekki að fara mörgum fleiri orðum en ég hef þegar gert um það, hvort hlutleysi sé okkur nægileg vörn, þar sem reynsla okkar og annarra þjóða hefur sannfært okkur um, að slik yfir- lýsing er ekki virði þess pappirs, sem hún er skrifuð á. Þeir, sem telja, þrátt fyrir reynsluna, hlut- leysið nægilega vörn, vilja segja okkur í sveit með þjóðum þriðja heimsins svokallaðs, sem mynda meirihluta innan samtaka Sameinuðu þjóðanna, en þessar þjóðir eru dreifðar, lifa í öðrum heimsálfum, hafa mismunandi hagsmuni innbyrðis og veita okk- ur enga vörn með hlutleysi sínu. Þótt slíkur meiri hluti meðlima- ríkja Sameinuðu þjóðanna vildi með samþykktum sínum stuðla að friðhelgi lands okkar, hafa Sameinuðu þjóðirnar ekkert framkvæmdavald til þess að Geir Hallgrímsson á ráðstefnu SVS og Varðbergs: Tillögur utanríkisráðherra ófullnœgjandi — fullnœgja ekki lágmarksöryggi og veikja samningsstöðu vestrœnna ríkja Frá Noregs-ráðstefnu SVS og Varðbergs. Einar Ágústsson utanrfkisráðherra, Benedikt Gröndal alþingis- maður, Olav Lydvo sendiherra Norðmanna á tslandi og Gylfi Þ. Gfslason formaður Alþýðuflokksins. fylgja eftir ákvörðunum sínum, ef ofbeldi er beitt, eins og dæmin sýna. Loks er það alkunna, að hlutleysi er ekki virt, nema unnt sé að verja það með vopnum, sem við Islendingar ráðum ekki yfir. Með tilvísun til þessa, er mikill meirihluti Islendinga fylgjandi þátttöku í varnarbandalagi, Atlantshafsbandalaginu. En sem stendur eru uppi umræður um það, hvernig þátttöku okkar skuli háttað, hvort þátttakan ein nægi til þess að tryggja öryggi okkar, eða hvort hér þurfi að vera varnarviðbúnaður. Það er óumdeilt, að við lýstum því yfir, þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið, að ís- lendingar hefðu ekki her, ætluðu sér ekki að stofna eigin her, og vildu ekki skuldbinda sig til að hafa erlendan her hér á friðar- tímum. Fyrirvarinn um friðartíma Spurningin er þá sú, hvernig beri að skoða fyrirvarann um, að ekki skuli vera hér her á friðar- tímum. Við getum áttað okkur á þvi, með tilvísun til þess, hvernig litið hefur verið á friðartíma þann aldarfjórðung, sem við Is- lendingar höfum tekið þátt i Atlantsháfsbandalaginu. Þegar árið 1951, þegar Kóreustyrjöldin brauzt út, var varnarsamning- urinn við Bandarikin gerður og bandariskt varnarlið kom hingað til landsins. Næst kom til át- hugunar 1956, hvað væru friðar- timar i þeim skilningi, hvort hér væri þörf á sérstökum varnarvið- búnaði eða varnarliði, þegar Alþingi ákvað að taka varnar- samninginn , til endurskoðunar, með það fyrir augum, að varnar- liðið hyrfi af landi brott. Frá þeim áformum var horfið þegar sama árið vegna Súezstyrjaldarinnar og uppreisnarinnar i Ungverjalandi. Það er svo i raun og veru ekki fyrr en við myndun núverandi ríkisstjórnar, að mál þetta kemst aftur á dagskrá með ákvæðum málefnasamnings ríkisstjórnar- innar um að stefnt skuli að því, að varnarliðið hverfi á brott á kjör- timabilinu. Rétt er að taka skýrt fram, að mál þetta var ekki rætt í kosningunum vorið 1971 og þ\n hefur þjóðin ekki haft tækifæri til þess að segja álit sitt um þau áform, sem i stjórnarsáttmálan- um greinir. Með tilvisun til þess, hvað álitið var friðartimar 1951 og 1956 má spyrja, hvort nú séu þeir friðartimar, að ekki sé leng- ur þörf varnarviðbúnar. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að enn sé þörf varnarviðbúnar á Is- landi. Við bendum á, að örfá ár séu liðin frá því, að Sovétrikin beittu vopnuðu valdi í Tékkó- slóvakiu og átt hafa sér stað átök fyrir botni Miðjarðarhafs, sem fyrir örfáum vikum og mánuðum gátu leitt til stórstyrjaldar, og er raunar ekki enn séð fyrir endann á þeirn átökum. En auk þess, sem við getum miðað skilning á hugtakinu friðartíma við það mat, er menn lögðu á það siðast liðinn aldar- fjórðung, frá þvi varnarlið kom hingað til Islands, er rétt að vekja athygli á, að breytingar í hernaðartækni hafa orðið á þessu timabili. Bjarni Benediktsson, sem öðrum fremur hefur markað utanrikisstefnu tslendinga, allt frá byrjun seinni heims- styrjaldarinnar og undirritaði stofnsamning Atlantshafsbanda- lagsins sem þáverandi utanríkis- ráðherra íslands, benti á það í greinum, nokkru áður en hann féll frá 1970. þegar hann var for- sætisráðherra, að áður fyrr hefði verið unnt að fylgjast með liðs- flutningum og striðsviðbúnaði tneð nokkrum fyrirvara og gera ráðstafanir sinar samkvæmt þvi, Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.