Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 28
Ti.£.L. 28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Attræð: Sigríður Farmey Jóns- dóttir, Egilsstöðum Margvíslegar framfarir í landi voru hafa skapað tvenna tíma um ýmsa merka staði, nýir hafa hafizt til mikils brautargengis, en aðrir hafa fallið í skuggann, þeir er bjuggu við gamla hefð. Einn slíkra eru Egilsstaðir á Völlum er urðu sjálfkjörinn mið- stöð Fljótsdalshéraðs er brúin kom á Lagarfljót, og er þar nú vaxandi kauptún í miklum upp- gangi. Sá er hóf Egilsstaði til mikils vegs var Jón Bergsson Jónssonar prests í Vallanesi. Keypti hann ungur Egilsstaði, er ábúendur fluttust til Vestur- heims. Var heimili þeirra hjóna, Jóns Bergssonar og konu hans Margrétar Sveinsdóttur, mjög rómað um allan myndarskap. Var þar lögð gjörv hönd á margt. Búskap, verzlun, greiðasölu, gisti- húsrekstur, þá var þar og póstur og sími. Var Jón Bergsson hinn mesti framkvæmdamaður í sínum fjórð- ungi og hýsti jörð sína stórmann- lega, enda þurfti mikils við. Þau hjón eignuðust mörg mannvæn- leg börn, og hlutu tveir synir þeirra föðurleifðina, Pétur og Sveinn. Sveinn Jónsson stundaði ungur búnaðarnám á Eiðum og framaðist erlendis er hann var á lýðháskóla I Askov, er þá var mjög sóttur af Islendingum. Var Sveinn, mikill atgervismaður, framkvæmdasamur og skaprikur. Mætti segja, að hann væri fæddur til mikilla umsvifa, enda varð hann brátt héraðsríkur. Var honum þvi þörf á mikilhæfri konu sér við hlið, svo honum væri auðið að njóta sín og halda uppi hefðum foreldra sinna á sínu berurjóðri. Sveinn hóf búskap á Egilsstöð- um árið 1920, og mun þá hafa fundið, að gott væri að eiga lífs- förunaut, er stæði við hlið hans i lífsbaráttunni. Enda kvæntist hann 12. júní 1921 Sigríði Fanney Jónsdóttur og var í alla staði jafn- ræði með þeim, þó eigi væri auður í hennar garði. En hún var vel hæf að stjórna búi með bónda sínum, stærsta búi á Austurlandi. Sigríður Fanney er fædd 8. febrúar 1894 á Strönd á Völlum. Voru foreldrar hennar Jón Einarsson og Ingunn Pétursdóttir bændahjón á Strönd. Jón Einars- son var frá Víðivöllum í Fljótsdal. Var hann sem faðir hans, Einar Sigfússon i Breiðuvík, hraust- menni og hinn mesti dugnaðar- maður. Ingunn var dóttir Péturs Guðmundssonar í Skildinganesi og konu hans Jórunnar Magnús- dóttur Eilifssonar frá Engey. Afi Ingunnar, Guðmundur Þórðarson í Skildinganesi var kvæntur Guð- rúnu eldri dóttur Péturs Guðmundssonar í Engey. Voru þau hjón systkinabörn, þvi kona Þórðar Jónssonar í Skildinganesi var Margrét Guðmundsdóttir syst- ir Péturs í Engey. Þau hjón Ingunn og Jón bjuggu á eigi all fáum stöðum. Var Jón dugnaðar- maður og verkafús.kona hans Ing- unn var vel gefin og hæfileika- kona um marga hluti, og bók- hneigð. Þau eignuðust dreng, Snælund að nafni, er þótti einkar efnilegur, en andaðist á unga aldri. Hjá Sigríði Fanney dóttur þeirra þótti snemma bera á góðri greind og námfýsi. Voru foreldrar hennar samhuga um að styðja hana til mennta af litlum efnum. Sigríður Fanney fór á Kvenna- skólann í Reykjavik og reyndist þar afburða námskona. Varð hún siðar heimiliskennari hjá Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðár- króki í þrjá vetur. Fór hún síðan til frekara náms á lýðháskólann Voss í Noregi, og siðan á hús- mæðraskólann Vordinborg í Danmörku. Sigríður Fanney var því vel menntuð er hún hvarf heim til átthaganna og giftist Sveini bónda á Egilsstöðum. Hafði Sveinn þá keypt Egilsstaði og ráku þau hjón búskap og gistihús- rekstur. Kom sér vel að kona hans hafði kynnt sér þá starfsemi jafn- hliða námi sínu og var vel að sér i tungumálum. Varð nú eigi minni myndar- bragur á búskapnum en áður var á jörðinni. Kom sér vel að Sigríð- ur Fanney hafði séð erlenda siðu og hætti, því marga erlenda sem innlenda hefur borið að garði þeirra hjóna. Hefur búskapur mikill dafnað á Egilsstöðum af skipulagsgáfu Sveins, dugnaði og glöggskyggni á framfarir tímans. Kona hans verið ötul við hlið hans og eigi latt hann til stórræða. Er nú þar reisulegt yfir að sjá að húsakosti, búsældarlegt að líta hina ræktuðu, viðu velli þar, er fóðurgresið grær fyrir hinar stóru hjarðir mjólkurpenings og naut- gripa. Hinsíðari árhafa börnþeirra hjóna starfað í félagsbúi með þeim. En þau eru: Asdis, fyrrver- andi skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi og Hallormsstað, Ingimar, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur og Jón, kvæntur Mögnu Gunnarsdóttur, báðir bændur á Egilsstöðum. Hefur Sigriður Fanney stutt vel bónda sinn, hinn hugsjónarika mann og framkvæmdasama, í bú- skapnum. Hún hefur verið starfs- söm og stjórnsöm á heimili þeirra, en margs hefur þurft við um þeirra heimili, er hefur jafn- an verið stórt í sniðum og margt hjúa. Kom þar fram manndómur ættar hennar, og hefur henni svipað þar til frændkonu sinnar þar austur frá, en þau prestshjón sr. Þorgrimur Arnórsson í Þing- múla og Hofteigi og kona hans Guðríður Pétursdóttir frá Engey, langömmusystir Sigriðar Fanneyjar ráku stórbú. Var það talið fyrir miðja siðustu öld stærst í Norðlinga- og Austfirðingafjórð- ungi. Þrátt fyrir mikil umsvif, hafa þau hjón á Egilsstöðum gefið sig mikið að félagsmálum. Sveinn sem oddviti Vallahrepps frá 1919—1943 og síðan Egilsstaða- hrepps um fjölda ára og fulltrúi á Búnaðarþingi um áratugi og stjórn Búnaðarsambands Austur- lands. Sigríður Fanney er kona félags- lynd, vel máli farin og dylur eigi sköðanir sínar eins og hún á kyn til. Þa' er hún ritfær í beztalagi svo jafnvel Jónasi Jónssyni þótti nóg um er hann var i almætti sínu. Hefur hún einkum látið kven- félagsmál til sín taka og var for- maður kvenfélagsins í Egilsstaða- kauptúni lengi. Þá var hún i 12 ár formaður Sambands austfirzkra kvenna og þótti þar sem annars- staðar skörungskona, en þessi fé- lög hafa oft miklu komið til leiðar í þjóðfélaginu. Þá er hún kona guðhrædd og vinur heilagrar kirkju. Hefur hún verið formaður sóknarnefndar I Egilsstaðasókn um fjölda ára, og hefur í hennar tíð sem formanns verið reist kirkja, sem komin er undir þak og er talin munu verða veglegt Guðs- hús. Sigríður Fanney er kona óinörð Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.