Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Ræða Geirs Hallgrímssonar Franihalrl af bls. 21 gagnstætt því sem nú væri orðið, að styrjöld gæti brotizt út fyrir- varalaust. Þess vegna bæri okkur Islendingum, að skoða fyrirvara l>ann er við sjálfir settum við inn- góngu í Atlantshafsbandalagið í þ 'í ljósi. Enginn raunveru- legur árangur Á það er bent, ef ekki séu friðartímar núna, þá verði aldrei friðartímar og aldrei möguleiki til þess, að vera án erlends varnar- liðs hér á landi. Þessu til stuðnings er bent á viðræður um gagnkvæman og samhliða sam- drátt herafla f Mið-Evröpu, órýggisráðstefnuna, austurpólitík Brandts kanslara og samningavið- ræður um takmörkun á notkun kjarnorkuvopna. Sannleikurinn er sá, þótt við viljum öll binda miklar vonir við árangur af þess- um viðræðum og ráðstefnum, að enginn raunverulegur árangur hefur enn komið í ljós og skilyrði til að slikur árangur verði, er að Atlantshafsbandalagið og lýð- ræðisþjóðirnar, sem í því eru, standi saman og dragi ekki úr þeim styrk, sem nauðsynlegur er, til þess að Sovétríkin sjái sér ein- hvern hag í samningum við Vesturveldin. í þeirri röksemd, að ráðstefnur og viðræður séu nægilegar til þess, að við íslendingar gerum einhliða ráðstafanir til að draga úr varnarviðbúnaði okkar, felst veikleiki Atlantshafsbandalags- þjóðanna og iýðræðisríkjanna miðað við Austurblokkina. Sovét- ríkin þurfa hvorki að hugsa um bandamenn utan landamæra sinna, Varsjárbandalagslöndin, eða kjósendur innan síns eigin lands. Aftur á móti er hver þjóð sjálfráð gerða sinna innan Atlantshafsbandalagsins og hver ríkisstjórn er bundin vilja kjósenda sinna. í einræðisríki, eins og Sovétríkjunum, eru það valdhafarnir, sem setja fólkinu markmið og geta með valdbeit- ingu einskorðað allar aðgerðir til að ná þvf markmiði. í lýðræðis- ríkjunum eru það einstaklingarn- ir, sem sinna mismunandi mark- miðum eftir eigin vali og leggja mismunandi mat á, hvað eftir- sóknarvert er í lífinu. Helzta vandamál ríkja Atlantshafs- bandalagsins og þ.á m. ekki sízt Islands, er að sannfæra þjóðina um, að nauðsyn sé sérstakra ráð- stafana til þess að vernda öryggi landsins og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Ef svo virðist á yfir- borðinu að friður ríki, þá vilja frjálsbornir menn gjarnan sækja hver fyrir sig að eigin markmiði. Það er oftast nauðsynlegt að sam- eiginlég hætta ógni þjóðunum til þess, að lýðræðisríkin sameinist til gagnráðstafana. Einræðis- herrar Sovétrikjanna hafa verið býsna lagnir á það, að brosa á stundum til þess að auka á and- varaleýsi Vesturlandanna, til þess svo að herða tökin þegar tækifæri hefur gefizt til að ná einu skrefi lengra til áhrifa og yfirráða. Við hljótum líka að gera okkur ljósj, að samningsaðilarnir, sem ræða um gagnkvæman og sam- hliða samdrátt herafla í Mið- Evrópu, standa ekki jafnt að vigi. Þar sem Rússar þurfa aðeins að draga heri sína nokkra tugi eða hundruð kílómetra til baka, þurfa amerísku hermennirnir að hverfa aftur yfir heilt haf. Skuggi rúss- neskju herjanna mun því enn hvíla yfir Evrópu, þótt um slík an samdrátt verði að ræða. Þá er og áhygg juefnafyrir Norðmenn og íslendinga, að slíkur samdráttur í Mið-Evrópu getur aukið flota- vopnabúnað Sovétríkjanna á jöðr- um nórðurs og suðurs jafnvel um- fram það, sem reynslan hefur sýnt. Þess vegna verður að koma í kjölfar árangurs viðræðna um gagnkvæman og samhliða sam- drátt herafla í Míð-Evrópu sams konar árangur viðræðna um sam- drátt herafla í norðri og suðri, áður en eitt ríki Atlantshafs- bandalagsins veikir einhliða stj^k þess. Austurpólitík Brandts og öryggismálaráðstefna Evrópu sýnist í raun enn sem komið er, ekki hafa leitt annað í ljós en að staðfest hafa verið ríkjandi landa- mæri í Evrópu, en aukin sam- skipti milli austurs og vesturs hafa ekki tekizt að neinu marki. Von okkar er, að aukið ferðafrelsi og gagnkvæm kynni þjóða austan og vestan leiði til þess, að skoðanaskipti verði opnari og tor- tryggni eyðist, að stjórnendur fái aðhald frá borgurum sínum, einn- ig í austri, eins og stjórnendur hafa nú í vestri. Varnarviðbúnaður V ið vitum það, af fyrri reynslu, að einræðisherrar ganga eins langt og mögulegt er á hverj- um tíma og víst er um það, að Sovétríkin eru f engu frábrugðin eða mildari öðrum einræðisríkj- um, þótt við teljum að þau muni ekki ganga lengra að sinni en svo, að ekki verði stofnað til heims- átaka. Þess vegna er það skoðun mín, að ísland varði nú mestu, að hér sé sá varnarviðbúnaður bandarísks herliðs, sem geri Sovétríkjunum ljóst, að ekki þýði að reyna að hafa áhrif á íslendinga gegn vilja þeirra, beita þá þrýstingi eða sýna þeim ásælní þannig að ljóst sé, ef hár er snert á höfði okkar, sé hætta á heims- átökum. Sumir segja, að ekki sé þörf bandarísks varnarliðs til þessa. Þátttaka okkar ein í Atlantshafs- bandalaginu, þar sem aðilar lýsa yfir að árás á eina þjóð sé árás á alla, sé okkur nægileg vörn. En að svo komnu máli er ljóst, að líklegt er, að árás á ísland sé um garð gengin, áður en bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu geta hreyft legg eða lið og komið okkur til hjálpar. Þeir standa þá frammi fyrir gerðum hlut og verða eftir á að taka ákvörðun um, hvort ísland sé þess virði, að til heimsstyrjaldar komi. Hætt er og við, að skuldbindingar Atlants- hafsbandalagsríkjanna séu ekki teknar alvarlega, nema bak við þær sé varnarviðbúnaður hér á landi. Persónulega get ég vel hugsað mér þann möguleika, ef ísland hefði verið varnarlaust, þegar átökin fyrir botni Miðjarðarhafs stóðu sem hæst á síðasta ári og Rússar hefðu skorizt í leikinn þar suður frá, þá hefðu þeir gjarnan í leiðinni tryggt sér yfirráðin á íslandi til þess að torvelda Banda- ríkjamönnum aðfærsluleiðir i stórstyrjöld. En það er ekki eingöngu vegna legu Islands, sem varnarliðið á íslandi skiptir máli, heldur og vegna þeirra viðræðna og til- rauna, sem yfir standa til að koma á varanlegum friði. í umræðun- um um gagnkvæman og samhliða samdrátt herafla í Mið-Evrópu, skilst mér, að fram hafi komið tillaga frá Sovétríkjunum, að fækka um tuttugu þúsund menn í herliði beggja aðila, Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. En Bandaríkjamenn hafa boðið að fyrsta fækkun yrði fimmtán prósent í herliði þessara þjóða, sém leiddi tíl þess, að tuttugu og níu þúsund Bandarikjamenn hyrfu heim og ekki færri en tæp sjötíu þúsund Rússar. Slíkur er munur her- styrks þessara þjóða á þessum slóðum. En þessar tölur sýna, að það skiptir máli jafnvel þótt ekki séu fleiri en þrjú þúsund óg þrjú hundruð hermenn staðsettir hér á íslandi. Og það veikir samninga- aðstöðu Atlantshafsbandalags- ríkjanna gagnvart Sovétríkjun- um, ef við íslendingar veitum ekki styrk eins og aðrar Atlants- hafsbandalagsþjóðir, þar til full- nægjandi samningar hafa tekizt. Er nægileg vörn í NATO-aðild Það er skoðun mín, að ísland sé vissulega vörn f þátttöku sinni í Atlantshafsbandalaginu, en hún er ekki nægileg út af fyrir sig. Og til athugunar kemur, hvort við getum sóma okkar vegna, notið þess hagræðis og öryggis, sem af þátttöku okkar í bandalaginu Ieið- ir, án þess að Ieggja sjálfir eitt- hvað af mörkum til þess að það nái tilgangi sínum. Innan Atlants- hafsbandalagsins ber okkur Is- lendingum að taka upp og leggja sérstaka áherzlu á sérstaka sam- vinnu við Noreg, Danmörku og Kanada, sem öll hafa sameigin- legra hagsmuna að gæta á Norð- ur-Atlantshafinu. Það hefur verið sagt, að það væri litillækkandi fyrir okkur að hafa erlent varnarlið hér á landi og bent á, að Norðmenn eða Danir hafi ekki tekið það f mál. Það væri fróðlegt að heyra álit vina okkar í Noregi um þetta efni, en ég geri mér grein fyrir þvi, að sá megin munur er, að Norðmenn hafa sinn eigin her, sem við höf- um ekki, en auk þess hafa Norð- menn byggt varnir sínar þannig upp, að herstjórn Atlantshafs- bandalagsins á norðurslóðum hefur aðsetur í Noregi, að stöðug- ar heræfingar Atlantshafsbanda- lagsrfkjanna fara fram nálægt Noregi og með þátttöku Norð- manna og heimsóknir liðsveita Atlantshagsbandalagsríkjanna, ekki sízt Kanadamanna, eru tíðar í Noregi. Með sama hætti og Norð- menn gerðu sér grein fyrir 1946, að þeir gátu ekki einir varið land sitt, án þess að vera í bandalagi annarra þjóða, og þeim var um megii að gera einir ráðstafanir á friðartímum, sem nauðsynlegar væru til að vera undirbúnir varnaraðgerðum, þá er það ekki fyrir neðan virðingu okkar ís- lendinga, að vera í bandalagi annarra þjóða og njóta góðs af því, ef við látum liði þessu í té aðstöðu á íslandi, í senn bæði í þágu okkar eigin öryggis og bandalagsþjóða okkar. Fækkun hermanna Auðvitað er það skylda hverrar þjóðar, að hugsa fyrst og fremst um sitt eigið öryggi, en geti hún það ekki ein, sem fæstar þjóðir geta nú á timum, þá er það sjálfsagt að tryggja öryggi sitt með samningum og f bandalagi við þær þjóðir, sem sameiginlegra hagsmuna hafa að gæta. I slíkum samningum og í slíku bandalagi getur engin ein þjóð búizt við því að fá allt sem hún vill fyrir ekki neitt. Vitaskuld vilja íslendingar helzt vera án erlends herliðs f landi sinu, jafnvel þótt það sé ekki fjölmennara en þrjú þúsund og þrjú hundruð manns, sem þó verður að skoðast í hlutfalli við fólksfjölda á Islandi. Við viljum einnig helzt fækka erlendum her- mönnúm, eins og unnt er en þó án þess að rýra öryggi landsins. Til- lögur hafa nú komið fram frá utanríkisráðherra Islands, að allt varnarlið skuli vera horfið af landi brott fyrir árslok 1976. En til þess að fullnægja skuld- bindingum okkar við Atlantshafs- bandalagið skuli hér vera leyfi- legt að hreyfanleg flugsveit hafi hér á landi lendingarleyfi, þegár þörf krefur, en 1ala þeirra sem í flugsveitinni eiga að vera er ótil- greind. Það skuli einnig vera leyfilegt, að hafa hér sveit manna, sem ekki eru hermenn til þess að sjá um eftirlit og viðhald flug- vélanna, sem flugsveitin fær að lenda hér á landi og það er enn- fremur getið um sveit lögreglu- manna, sem skuli vera hér til staðar, skipað Bandaríkjamönn- um, að svo miklu leyti, sem íslendingar geta ekki lagt til mannafla í slíka sveit. Ég tel þetta ófullnægjandi tillögur varðandi öryggismál landsins eins og nú háttar. Það er að vísu mjög margt óljóst í þessum tillög- um, en þær fullnægja ekki lágmarksöryggi og veikja samningaaðstöðu okkar og annarra vestrænna ríkja gagnvart Sovétríkjunum, ef að veruleika verða. Margir telja þjóðerni okkar í hættu vegna dvalar erlends varnarliðs. Ég er ekki í þeim hópi, vegna þess að samskipti við erlendar þjóðír, ferðamanna- straumur, skapa sams konar hættu. Og reynslan af dvöl varnarliðsins s.l. rúm tuttugu ár sýnir okkur, að ekki er um skað- leg áhrif á þjóðerni okkar að ræða, ef til vill að hluta til vegna þess að við höfum gert okkur þessa hættu ljósa og verið á verði. Þannig hafa ýmsir þeir, sem sótt hafa okkur heim orðið varir minni amerískra áhrifa hér en viðs vegar annars staðar en um það læt ég gesti okkar um að dæma. Á það hefur verið minnzt, að dvöl erlends varnarliðs væri fjdr- hagslegur ávinningur fyrir Islendinga. Ég er þeirrar skoð- unar, að til slíks beri ekkert tillit að taka, þótt um það geti verið að ræða. Annaðhvort er hér varnar- lið vegna öryggis okkar, og banda- lagsþjóða okkar, eða það hlýtur að hverfa af Iandi brott, ef ekki er um slíkt að ræða. Við tslendingar verðum, þegar við lítum til lengri framtíðar, að búa hér að landsins gæðum með árangri af eigin starfi, ella eigum við ekki tilveru- rétt I Iandinu. Og því getur fjár- hagslegur ávinningur ekki komið til álita þegar rætt er um dvöl erlends varnarliðs í landinu. En það leiðir einmitt hugann að því, að dvöl erlends varnarliðs í landinu má ekki draga úr við- leitni okkar sjálfra til þess að halda uppi eðlilegri og öflugri lög- gæzlu með því að efla landhelgis- gæzlu, lögreglulið og viðbúnað vegna almannavarna, því að sá tími hlýtur að koma í heimsmál- um, að við getum slakað á varnar- viðbúnaði, að því leyti að erlent varnarlið hverfi á brott og þá þurfum við sjálfir að geta varið landið, þótt ekki sé nema fyrir tilfallandi hryðjuverkamönnum. Ég hef hér á undan reynt að gera grein fyrir skoðunum mín- um varðandi öryggis- og varnar- mál íslands, en vildi að lokum leyfa mér að greina frá ályktun flokksráðs Sjálfstæðisflokksins, er það gjörði á fundi sínum í nóvember 1973. Samþykktin hljóðar svo: „Það er brýnasta mál íslenzku þjóðarinnar, að tryggja áfram öryggi landsins og sjálfstæði þjóðarinnar. Þar til samkomulag næst milli ríkja austurs og vesturs um af- vopnun og viðunandi öryggi í Evrópu er það nauðsynlegt, vegna öryggis íslands og hagsmuna bandalagsþjóða okkar, einkum Norðurlanda, að áfram verði um sinn varnir í landinu, þar sem ástand í alþjóðamálum er svo ótryggt sém raun ber vitni. Vegna hinna miklu og vaxandi umsvifa herskipaflota Sovét- ríkjanna á hafsvæðunum um- hverfis ísland er yfirvofandi hætta á, að Island lenti innan sovézks áhrifasvæðis, ef Is- lendingar drægju sig út úr varnarkeðju vestrænna ríkja. ísland hefur, vegna legu sinnar, svo mikla hérnaðarþýðingu, að landið hlyti að verða í verulegri hættu, ef spenna ykist í þessum heimshluta og hér væru engar varnir. Því fullnægir það ekki hagsmunum íslendinga nú, að í landinu sé aðeins eftirlitsstöð án nokkurs varnarliðs. Varnarþörf landsins og tilhögun varnanna verður að meta með hliðsjón af ástandi heimsmála á hverjum tima. Kanna ber til hlítar, hvort hagkvæmt sé að auka þátttöku islendinga í þeim störfum, sem unnin eru hér á landi, vegna öryggis íslands og annarra Atlantshafsbandalagsrikja.“ Góðir áheyrendur. Ibsen segir frá því í leikriti sínu „Konungsefnin", þegar Skúli jarl hafði tekið sér konungsnafn og biður islenzka skáldið Jatgeir að ganga sér í sonarstað. Jatgeir hafnar, en býðst siðar til að vera fyrstur til að fórna sér fyrir Skúla, þegar að Skúla er sótt. Þá segir Skúli konungur: „Du som ikke ville leve for meg,“ en Jat- geir svarar: ,,En mann kan falle for en annens livsverk; men skal han bli ved á leve, sá má han leve for sit eget.“ Við vonum vissulega, að aldrei komi til þess, að við þurfum að fórna okkur hvor fyrir annan eða annar okkar falli. En einmitt þess vegna verðum við, Noregur og island, að standa saman ög vinna saman til þess að hvor um sig geti helgað sig sinu eigin lífs- verki. LAXVEIÐI Tilboðum í laxveiði í Reykjadalsá 1974, (tvær stengur), skal skila til formanns Veiðifélags Reykjadalsár, Sturlu Jóhannessonar, Sturlu-Reykjum, fyrir 28. febrúar n.k. Stjórnin Kjólar — Kjólar Vegna hagkvæmra innkaupa seljum við nýja enska kvöldkjóla síða á aðeins kr: 1 200— og 1 500.— Kjólabúðin Aðalstraeti 3. Mötuneytl - verbúölr Rafha kæli- og hitaborð ásamt borðum, stólum og básum, til sölu. Uppl. í sima 34780 kl. 1 2 — 1. Halti Haninn, Laugavegi 178. Skriístofuhúsnæðl Á 3 hæð að Suðurlandsbraut 4 er til leigu 75 fm. skrif- stofuhúsnæði — 3 samliggjandi herbergi með gluggum út að Suðurlandsbraut. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. H. Benediktsson h.f., Suðurlandsbraut 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.