Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsl;. Auglýsingar Askriftargjald 360.00 I lausasolu 22.00 hf Arvakur. Reykjavik Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðnuindsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6 sími 10-100 Aðalstræti 6 sími 22 4 80 kr á mánuði innanlands kr eintakið 20 Imálgagni Framsóknar- flokksins, Tímanum, er leiðari sl. þriðjudag undir stöfunum Þ.Þ., þar sem ráðizt er harkalega að Al- þýðubandalaginu, eða flokki kommúnista á ís- landi, og virðast nú augu þeirra Tímamanna loksins hafa lokizt upp fyrir þeirri staðreynd, að í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sitja öfgamenn svipaðrar tegundar og þeir, sem undanfarið hafa ráðið árásunum á Solzhenit- syn. Forystugrein Tímans þennan dag heitir: Kremlar-þröngsýni. Þar segir m.a.: „Alþýðubanda- lagið á bersýnilega enn langt í land, þangað til það getur talizt víðsýnn sósíal- istaflokkur, er rúmi jafnt kommúnista og sósíaldemó- krata. Þar situr enn að völdum sama Kremlar- þröngsýnin og sú, sem stjórnar ofsóknum gegn Solzhenitsyn í Sovét- rfkjunum.“ Lengi undanfarið hefur Tíminn reynt að fara und- an í flæmingi þegar rætt hefur verið um kommún- ista í Alþýðubandalaginu, enda ekki sem beztur stÍMpill á ríkisstjórn Ólafs Jóliannessonar, að þeir skuli eiga aðild að stjórn hans og raunar hafa ráðið þar mestu um langan tíma, eins og kunnugt er. Ekki var seinna vænna, að Tím- inn tæki við sér og sæi í gegnum þann blekkingar- vef og loddaraleik, sem þeir Þjóðviljamenn hafa stundað á undanförnum ár- um. 1 öðrum leiðara eftir sömu þornin segir m.a., að Morgunblaðið hafi sitthvað við tillögur eða umræðu- grundvöll Einars Ágústs- sonar í utanrfkismálum að athuga, en treystir sér „ekki til þess að ráðast beint á þær“. Sfðan er því haldið fram, að tillögur Einars Ágústssonar hafi hlotið „sterkan hljóm- grunn með þjóðinni“ og ennfremur er sagt, að til- lögur utanríkisráðherra vísi „hinn rétta veg“. Allt eru þetta hinar merkustu yfirlýsingar, þegar tekið er tillit til þess, að utanríkisráðherra sjálf- ur spurði blaðamann Morgunblaðsins, þegar hann innti hapn eftir um- mælum Tómasar Karls- sonar eins af ritstjórum Tímans um umræðugrund- völlinn, hvort Tómas hefði séð tillögur sínar. Tómas Karlsson lýsti þeirri skoð- un sinni á öryggismálsráð- stefnunni um síðustu helgi, að í tillögum Einars Ágústssonar fælist, að hætt yrði kafbátaleit og kafbáta- eftirliti frá Keflavíkurflug- velli, en sú starfsemi væri hin mikilvægasta frá sjónarmiði NATO og sú, sem ekki væri hægt að koma fyrir annars staðar með jafn góðum árangri. Utanríkisráðherra brást hinn versti við, þegar hann var spurður um þessar skoðanir ritstjóra Tímans, og vildi með svari sínu gefa til kynna, að þær væru enn hernaðarleyndarmál og því mætti ekki ræða þær opin- berlega. Nú hefur Tíminn aftur á móti lýst yfir því, að alþjóð, þ.e. öll íslenzka þjóðin, hvorki meira né minna, telji tillögur utan- ríkisráðherra þær beztu, sem fram hafi komið, enda þótt þær séu að mati ráð- herrans sjálfs enn trúnaðarmál og þjóðin viti satt bezt að segja ekkert um, hvað í þeim felst, jafn- vel virðast þeir ekki vera sammála um tillögurnar ritstjórar Tímans, þornin og T.K., hvað þá T.K. og utanríkisráðherra. í fyrrnefndri forystu- grein í Tfmanum, Kremlar- þröngsýni, segir þornið, að í Framsóknarflokknum ríki skoðanafrelsi, en slíku sé auðvitað ekki að heilsa í flokki kommúnista, Al- þýðubandalaginu. Nú er það svo, að hið síðarnefnda er rétt, en hið fyrrnefnda er rangt. Sfðasta dæmi þess er sú staðreynd, að þegar 170 framsóknarmenn skrifuðu undir tillögu þess efnis að krefjast þess, að öryggi íslands væri ekki ógnað með fljótfærnisleg- um breytingum, þá voru formælendur þeirra kallað- ir á fundi forsætisráðherra og formanns flokksins í því skyni að koma í veg fyrir, að texti áskorúharinnar yrði birtur, svo og undir- skriftirnar, og niðurstaðan varð sú, að forystumenn Framsóknarflokksins knúðu sína menn til að birta aðeins hluta textans. Þeir, sem sitja í glerhúsi, ættu ekki að kasta grjóti. Að lokum má geta þess, að í þessari sömu forystu- grein er talað um, að það, sem sameini framsóknar- menn, sé grundvallar- stefna flokksins, þótt ágreiningur hafi verið um einstök mál, eins og komizt er að orði í leiðaranum. Nú væri í lokin ástæða til að varpa fram þeirri spurningu, hver er grund- vallarstefna Framsóknar- flokksins? Hvað er það, sem sameinar framsóknar- menn? Eru varnar- og öryggismál íslenzku þjóðarinnar ekki grund- vallarstefna eins flokks? Er hægt að hafa grund- vallarstefnu án þess að hafa grundvallarstefnu í utanríkismálum og sjálf- stæðismálum ' íslenzku þjóðarinnar? KREMLAR-ÞRÖNGSÝNI Þorleifur Hauksson: r Uthlutun viðbótarritlauna NOKKUR blaðaskrif hafa orðið vejjna úthlutunar svonefndra úðbótarritlauna, og i tilefni af þeiin, einkum „samviskuspurn- ingum” Jóhannesar Helga f Morgunblaðinu 24. janúar sl., inun ég reyna hér á eftir að leiðrétta ýiniss konar misskiln- ing, að ekki sé minnst á aðdrótt- anir og dylgjur. uin störf þeirr- ar nefndar, sem úthlutunina annaðist. Uthlutunarnefnd viðbótarrit- launa var skipuð 8. nóv. 1973, og i henni áttu sæti Rannveig G. Agústsdöttir B.A., tilnefnd af Rithöfundafélagi íslands, Bergur Guðnason lögfræðing- ur. tilnefndur af Félagi ís- lenskra rithöfunda, og undirrit- aður tilnefndur af kennurum i íslenskum bókmenntum við ílá- skóla Islands. -Nefndinni var falið að úthluta 12 milljón króna fjárveitingu til fslenskra ritliöfunda og höfunda fræði- rita. i 2. grein starfsreglna, sem henni voru settar, segir svo: „Utiilutun miðast við ritverk útgefið eða flutt opinberlega á árinu 1972, en ritverk frá árun- um 1971 og 1970 keinur einnig til álita. Auglýst skal eftir upp- lýsingum frá höfundum um verk þeiira á þessu tímabili." Þar sem um fyrstu úthlutun þessarar árlegu fjárveitingar var að ræða, virtist nefndinni sanngjarnt að taka nokkuð mik- ið tillit til ritverka áranna 1971 og 1970, enda þótt meirihluti þeirra höfunda, sem fyrir val- inu urðu, hafi gefið út verk 1972. Meðal frekari starfs- ivglna má nefna, að ákveðið var að veita ekki viðbótarritiaun til háskólakennara, sem unnið höfðu að viðkomandi fræðirit- um, á meðan þeir gegndu laun- uðu starfi víð Háskólann, enda er rannsóknarskylda innifalin i því starfi. Þá er rétt, að það komi fram. að hvorki i starfs- regltun nefndarinnar né i fjár- lögum 1973 er minnst á það einu orði, að um endurgreiddan söluskatt sé að ræða. í þeirri ráðstöfun að skipa oddamann skv. tilnefningu kennara í ís- lenskum bókmenntum við Há- skólann virðist mér felast krafa uin einhvers konar listrænt mat, ekki endurgreiðslu á sölu- skatti, enda átti nefndin ekkí aðgang að söluskýrslu yfir ein- stakar bækur þessara þriggja ára. En víkjum að skrifum Jó- hannesar Helga. I síðari grein sinni segir hann svo: „Það er svo með okkur, sem kaupum bækur í þessu landi, að \ið vitum ekki okkar rjúkandi ráð í jólabókaflóðinu, getum við með engu móti í fljótu bragði gert okkur grein fyrir hvað séu bókmenntir og hvað ekki. En úthlutunarnefnd við- bótarritlauna hlýtur að luma á óbrigðulum mælikvarða úr því að það vafðist ekki fyrir henni að gera úttekt á verkum 121 höfundar á fimm dögum og vinsa úr 54 verðuga." Við þetta er býsna margt að athuga. I fyrsta lagi er óhætt að bæta a.m.k. 15 dögum við þá fimm, sem Jóhannes Helgi nefnir. Starf nefndarinnar hófst nefnilega um leið og upp- lýsingar tóku að berast frá höf- unduin. Þá er líkíngin við jóla- bókaflóðið engan veginn rétt- mæt. Þær bækur, sem til greina koinu, voru mínnst ársgamlar, og margar þeirra höfðum við þegar lesið. Auk þess sátum við talsvert á Borgarbókasafni og reyndum þar og annars staðar að kynna okkur þær bækur, sem við þekktum ekki þegar. Auðvitað var tíminn of naum- ur, en við gerðum þó það, sem við gátum. Tommustokksá- bendingum Jóhannesar Helga er því vfsað aftur til föðurhús- anna. Hins vegar er enginn öf- undsverður af þvi að eiga að meta hugverk manna til fjár á þennan hátt, og vitaskuld hlýt- ur sitthvað að orka tvímælis. Þegar valið er úr svo stórum hópi höfunda, hlýtur alltaf að mega tína til aðra, sein frá ein- hverju sjónarmiði séu jafnrétt- háir einhverjum hinna „út- völdu". Um þá höfunda, sem Jóhannes Helgi nefnir og aðra mætti deila endalaust. En út- hlutunin hefur farið fram, og hafi nefndin gengið ómaklega framhjá einhverjum rithöfund- um, er kostur á að leiðrétta slik inistök, ef þessu fé verður út- hlutað á sama hátt að ári. Ann- að svar get ég ekki gefið við fyrstu „samviskuspurningun- unum" þremur. I fyrri grein sinni, þ 29. desember, krefst Jóhannes Helgi þess, að nöfn hinna höfundanna 67 séu birt. Ég lít svo á, að nöfn þeirra séu trúnaðarmál einstakra höfunda og nefndarinnar, nema þeir sjálfir fari fram á birtingu. Fjórðu spurningunni, hversu margar bækur við kynntum okkur hef ég þegar svarað. Fimmtu spurningunni svara ég játandi, nefndin kynnti sér, hverjir fræðimanna, sem til greina komu, höfðu fengið styrk úr Vísindasjóði, og hve mikið. 6. spurningu svara ég afdráttar- laust neitandi. Þeir nefndar- menn, sem tilnefndir voru af félagsstjórnum, störfuðu alger- lega sjáifstætt, án nokkurra fyrirmæla viðkomandi stjórna. Allar dylgjur um, að þau hafi verið á snærum einstakra stjórnarmanna eru ósæmilegar og ómaklegar. Um sjálfan mig er það að segja, að ég tók þetta starf á mig nauðugur, og mér væri ekkert kærara en mega víkja fyrir réttlátari „dómara" við næstu hugsanlega úthlutun. Vonandi tekst þö aðalnefndinni að bræða sig saman um fram- búðarréglur á tilskildum tírna fyrir næstu áramót. Frá mínum bæjardyrum séð væri æskileg- ust lausn i formi einhvers kon- ar tekjutryggingar, þannig að alvarlegum rithöfundum verði loksins tryggt lifsviðurværi af ritstörfum sínum einum. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.