Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1974 17 Friðjón Þórðarson alþingismaður: Nokkur orð um orkumál Um þessar mundir eru orkumál á hvers manns vörum. Hin gifur- lega verðhækkun á olíu, sem farið hefur yfir Vesturlönd eins og óvæntur stormsveipur, hefur vak- ið þjóðirnar af svefni og minnt á, hversu þær eru háðar þessum orkugjafa. Þessi mikla hækkun hefur víðtæk áhrif á framfærslu- og framleiðslukostnað hér á landí og skapar ný viðhorf í orkumál- um. Þetta leiðir hugann að þeim mikla aðstöðumun, sem verður milli þeirra, sem hita hús sín með olíu, og þeirra, sem njóta hita- veitu eða rafhitunar. En talið er, að tæplega helmingur lands- manna noti nú olíu til húsa- hitunar. A undanförnum árum hefur nokkuð verið minnst á nauðsyn þess að nýta innlenda orku til húsahitunar. Árið 1970 fluttu 6 þingmenn Sjálfstæðisflokksins tillögu til þingsályktunar um hit- un húsa með raforku. Fyrsti flutningsmaður var Jónas Pétursson. Tillagan var svo- hljóðandi: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á iðnaðarmálaráðherra að beita sér fyrir aukinni notkun raforku til húsahitunar á öllum þeim svæðum, þar sem jarðhita er ekki völ sem hagkvæmari hita- gjafa. Stefnt skal að því að gera 5 ára áætlun um framkvæmd hitunarmálsins þannig, að inn- lendar orkulindir hiti hvert híbýli landsins að þeim tíma liðnum." 1 greinargerð var lýst þeirri skoðun flutningsmanna, að hér væri um svo stórt þjóðhagslegt mál að ræða, að átaka væri þörf til að hrinda því áleiðis, — koma til móts við vaxandi áhuga fólksins fyrir rafhitun og þrýsta á aukinn hraða í framkvæmdum. Talið var eðlilegt og sjálfsagt, að iðnaðar- ráðuneytið hefði forystu í þessum málum í samstarfi við sveitar- stjórnir og almenning og stjórnir rafveitna. Var það talið auðvelt, svo stórfellt hagsmunamál væri hér um að ræða. Nefnd sú, sem fjallaði um til- lögu þessa, féllst á hana að öðru leyti en þvi, að of naumt þótti að miða við 5 ára framkvæmdaáætl- un, en það hefði þýtt, að stefnt hefði verið að því, að hvert hús I landinu yrði hitað innlendum orkulindum árið 1976. Niðurlagi tillögunnar var því breytt og þannig orðað: „Gera skal sem fyrst áætlun, þar sem stefnt verði að því, að innlendar orkulindir verði aðalhitagjafi landsmanna." Þannig orðuð var tillaga þessi samþykkt á Alþingi 1. marz 1971. Fyrir skömmu var iðnaðarráð- herra að því spurður á þingi, hvað liði framkvæmd þingsályktunar þeirrar, sem hér hefur verið nefnd. í svari ráðherra kom m.a. fram, að landsvæði þau, sem þarna koma til greina, þ.e. þar sem jarðvarmi er ekki tiltækur — væru framar öllu á Austfjörðum og Vestfjörðum, Akureyri, Vest- mannaeyjar, á austanverðu Suðurlandi, Snæfellsnesi, í Döl- um og nokkru víðar. Gerði hann síðan grein fyrir helstu fram- kvæmdum, sem nú eru á döfinni og ætlað er m.a. að vinna raforku til húsahitunar á þessum svæðum. M.a. sagði ráðherra: „Allar fram- kvæmdir 1 virkjunarmálum, sem núv. ríkisstjórn hefur tekið ákvörðun um, miða þannig að þyí að koma í framkvæmd þeirri aukningu rafhitunar, sem þáltill. fjallaði um.“ Hitaveita Reykjavíkurborgar er hið mesta þjóðþrifafyrirtæki. Þar hefur verið unnið að málum af dugnaði og framsýni. Hið sama má segja um nokkra aðra þéttbýla staði á landinu, þar sem jarð- hitinn hefur verið virkjaður, m.a. til hitunar húsa. Víða er nú unnið að athugunum og rannsóknum á jarðvarma. 1 Borgarfirði er annað stærsta lághitasvæði landsins. Þar er vatnsmesti hver landsins, Deildartunguhver. Rætt er um að leiða þaðan vatn til Borgarness og Hvanneyrar og jafnvel til Akraness. Þó verður Leirár- svæðið kannað nánar, að því er Akranes varðar. Jarðvarma- rannsóknum þarf að hraða um allt land. Svo sem kunnugt er hafa sjálf- stæðismenn á þessu þingi lagt fram tillögur til þingsályktunar um, að hraðað verði rannsóknum og framkvæmdum við nýtingu jarðhita og um nýtingu raforku til húsahitunar og verðjöfnun á raf- orku. Jafnframt hefur þingflokk- ur sjálfstæðismanna nú nýlega ritað ríkisstjórninni bréf, svo sem getið hefur verið um í fjölmiðl- um. Efni þess er að vekja athygli á hinum ískyggilegu vandamál- um, sem leiða af hækkun olíunnar í íslenzku þjóðfélagi, og nauðsyn þess að gera ráðstafanir til að létta útgjöld þeirra, sem verða að kaupa þetta dýra elds- neyti. — Vonandi tekst góð sam- vinna á þingi við að greiða úr þessum vanda. ----»— Merkjasöludagur Kvenfélags Laugarneskirkju N.k. sunnudag er hinn árlegi merkjasöludagur Kvenfé- lags-Laugarnessóknar. Það er eins hjá okkur og í öðrum kirkjusókn- um borgarinnar, að það eru kon- urnar, sem eru forystusveitin. Þar með er á engan hátt hallað á bræðurna, né æskulýðsfélagið. Það er svona, að einhvern veginn eiga konurnar þennan samtaka- mátt um velferðarmál og mannúð- armál, um allt, sem þær álíta hollt fyrir kynslóðirnar — að þær gef- ast aldrei upp. Okkar sókn á mörg verkefni óleyst bæði fyrir unga og aldna og öll aldursskeið. Safnað- arheimilið, félagsheimilið á að verða vettvangur, þar sem allir sóknarbúar hafa tækifæri til að mætast og kynnast og það ætti að efla samvitundina innan þessa borgarhverfis sem sóknin nær yf- ir. Vonandi rætist fljótlega úr staðsetningavandamáli hússins, svo að fótaaðgerðir og margs kon- ar þjónusta við aldrað fólk og önnur aldursskeið megi njóta sín, hverfinu okkar til heilla og sóma. Eg bið alla að taka þeim vel, sem bjóðafram merki Kvenfélags Laugarnessóknar á morgun. Garðar Svavarsson. |ÍJov$tmWníití< margfnldnr markað yöar VERKSMIDJU ÚTSALA! Opin þi iðjudaga kl.2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. Á ÚTSÖUUNNI: Flækjulopi Vefnaðarbútar Hespulopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikingar æynið nýju hraóbrautina upp i Mosfellssveit og verzliö ó útsölunni. ÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT RáÓstefna um sameiningu vióskiptabanka Laugardaginn 9. febrúar efnir félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga til ráðstefnu um sameiningu viðskiptabanka. Ráðstefnan hefst með hádegisverði kl. 12.30, í Kristalssal Hótel Loftleiða. Nánar i fundarboði. — Félagsmenn fjölmennið. Stjórnin. -HÚSID BÝÐUR HÚSBÚNftÐARÚRVAL Á 5 HÆÐUM: ÓDVRU ENSKU SJÓNVARPSTÆKIN ERU KOMIN Verð: 24" á aðeins kr. 33.975.00. Margra ára framúrskarandi reynsla hérlendis sannar gæðin. Ljósabunaður í miklu úrvali, þ.á.m. hinir vinsælu japönsku rislampar. Mikið úrval alls konar raftækja til heimilisnota. Skozku ryamotturnar eru komnar aftur á lækkuðu verðl Innlend og erlend teppi eru ávalt fyrirliggjandi í miklu úrvali. Teppi fra Álafossi, Axminster, Teppagerðinni, ensk teppi, skozk teppi, norsk teppi, belgísk teppi, frönsk teppi o.m.fl. Nýjasta sófasettið heitlr Ruhin Við bjóðum yður að velja úr fjölbreyttu úrvali áklæða. Yfir 40 gerðir af sófasettum fyrirliggjandi hverju sinni, ásamt fjölbreyttu úrvali af hvers konar borðstofu-, svefnherbergis- og dagstofuhúsgögn- um. OPIÐ TIL KL. 10 VERZLIB ÞAR SEM ÚRVAUfl ER MEST OG KJÖRIN REZT JÓN LOFTSSON HF Hringbraut 121 10 600 I VÍSNASÖNGUR i Norræna húsinu laugardaginn 9. febr. kl. 1 6.00. Sture, Sören, Þorvaldur og Auður syngja og leika gamtar og nýjar visurfrá öllum norðurlöndunum. Komið, hlustið og syngið með! NORRíNA HÖSID POHjOLAN TALO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.