Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1974
ASÍ hafnar undanþágu
vegna loðnuvertíðar
— í skattatillögum
ríkisstjórnarinnar
er gert ráð fyrir allt
að 18% söluskatti
SAMNINGANEFND AIþyðusam-
bands íslands hafnadi í gær und-
anþágubi'iðni Vinnuveitendasain-
bandsins, sem borin var frain í
fyrrinótt uin að vinnustóðvun
yrði ekki látin ná til þeirra at-
vinnugreina, sem vnnu við loðnu-
veiðarnar. Í dag munu svo for-
ráðamenn síldar- og fiskmjöls-
verksmiðjanna sitja fund, þar
sein ákveðið verður, hvort hætt
verður inóttöku loðnu vegna fyr-
irsjáanlegs verkfalls 19. febrúar.
Fjöldi félaga innan ASÍ hafði í
gærkvöldi boðað til funda, þar
sem greiða átti atkva'ði lun verk-
fallsboðun. Fundur var t.d. hald-
inn í Dagsbrún og hjá V.R og var
þar samþykkt með ölluin greidd-
uin atkvæðum að boða verkfall
19. þessa mánaðar.
Eins og fyrr segir, óskaði
Vi n n u v eí te nd asa mb a nd 1 sl a nds
eftir því við ASÍ í fyrrinótt, að
það veitti undanþágu frá verkfallí
tíl þeirra starfsstétta, sem vinna
við loðnuna og svaraði samn-
inganefnd ASÍ þessari ósk á fundi
með sáttasemjara ríkisins í gær-
dag. Var beiðni VSI hafnað.
A fundinum í fyrrinótt kom
fram nytt tilboð frá vinnuveitend-
um. þar sem þeir buðu 10,6%
kauphækkun til hinna lægstlaun-
uðu strax, en endanleg kaup-
hækkun yrði 16,62%, þegar
Framhald á bls. 22
Stórmeistara-
jafntefli
Aðeins einni skák var
lokið á Reykjavíkurskák-
mótinu í gærkvöldi laust
fyrir klukkan 11. Var
það skák þeirra
Bronsteins og Velimiro-
vic, sem varð jafntefli.
Aðrar skákir voru langt
komnar.
Þá má geta þess, að
skák þeirra Freysteins
og Benónýs, sem tefla
átti í gærkvöldi, var
frestað.
Eldur kom upp í fæðingardeild Landspítalans í gærdag. Skapaðist'þar hættuástand
um tíma, svo að flytja varð sængurkonur og kornabörn í öryggisskyni yfir í hina
álmu deildarinnar. Myndin var tekin, þegar sængurkonurnar voru að snúa aftur til
stofa sinna, er eldurinn hafði verið slökktur. (Sjá frétt bls. 2).
Vilja Rússar ekki
íslenzkar vörur?
SA.MNINGAU.MLEITANIR, sem
fram hafa farið undanfarnar vik-
ur við Sovétríkin, hafa gengið
injög illa og hafa sainningar ekki
náðst, þrátt fvrir ítrekaðar til-
raunir. Sainninganefnd frá Sölu-
miðstöð hraðfrvstihúsanna og
Sainbandi fslen/.kra samvinnu-
félaga er nýkomin heiin samn-
ingslaus og einnig er samninga-
nefnd frá Sölustofnun laginetis-
ins komin heim án sainnings.
Söinu sögu er að. segja um sainn-
inganefnd Sambandsins, sein ver-
ið hefur í Smétrfkjuiuiin þeirra
erinda að semja uin siilu á svo-
kölluðum Heklupeysuin, sem
Prjónaverksmiðjan Ilekla á
Akurevri framleiðir.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sein Mbl. hefur aflað sér, hafa
fsle nzk u samni nga ne f nd irnar
reynt til hins ítrasta að ná samn-
ingum og hafaþær farið allt niður
í það verð, sem framleiðendurnir
gáfu þeim sem lágmarkstilboð, en
þrátt fyrir það hefur verið mikið
bil milli þeirra og hinna sovézku
viðsemjenda, sem helzt vilja fá
hinar íslenzku vörur á sama verði
og þær voru seldar á í fyrra. Öll
þessi viðskipti fara fram á doll-
aragrundvelli.
I raun er hér ekki um ýkja
míkið vandamál áð ræða að því er
frystar fiskafurðir varðar, þar
sem íslendingar ættu með góðu
móti að geta losnað við þær afurð-
ir á Vestur-Evrópumarkaði og i
Bandaríkjunum, en hins vegar
horfir dálitið óðru vísi við að því
er varðar peysurnar og þó sér-
staklega lagmetisiðnaðinn, en
Siilustofnun lagmetisins hefur
Framhald á bls. 22
Pétur Sigurðsson í umræðum á Alþingi:
Vá fyrir dyrum, ef alls-
herjarverkfall skellur á
PÉTl'R Sigurðsson kvaddi sér
liljóðs utan dagskrár á fundi
saineinaðs þings í gær og gerði að
umtalsefni stöðnunina í
sainningaviðræðum uin kjara-
samninga verkalýðs og sjómanna
og aðgerðalevsi ríkisstjórnar-
innar í sambandi við þessi inál.
Oskaði hann eftir því, að forsætis-
ráðherra gæfi eftir helgi skýrslu
á Alþingi um stöðu þessara mála
og afskipti stjórnarinnar af þeiin.
Spunnust nokkrar umræður í
framhaldi af ináli Péturs og kom
fram hiirð gagnrýni af liálfu
leiðtoga stjórnarandstöðunnar á
aðge rðaleysi rík isst jórna ri nn ar.
Pétur Sigurðsson sagði, að
mikil vá væri fyrir dyrum, ef alls-
herjarverkfall skylli á á helzta
bjargræðistíma þjóðarinnar og öll
fískveiði, fiskvinnsla og sam-
giingur stöðvuðust og verzlun,
þjónusta og starfsemi heilbrigðis-
stofnana nær lamaðist. I haust
hefði komið fram eindreginn vilji
verkalýðshreyfingarinnar um að
stjórnin beitti sér fyrir úrbótum í
skattamálum og húsnæðismálum,
en stjórnin hefði síðan einungis
aukið skattabyrðarnar og ekkert
gert i húsnæðismálunum.
Ólafur Jöhannesson forsætis-
ráðherra kvað ríkisstjörnina hafa
haft samband við deiluaðila, bæði
Framhald á bls. 22
nucLVsmcBR
^-»22480
Eyja-
flotinn
stöðvast
ekki
EINS og fram hefur komið í
Mbl. ætla verkamenn í Vest-
mannaeyjum ekki að boða
verkfall vegna þeirra áfalla,
sem atvinnulífið í Eyjuin
varð fvrir á síðasta ári sein
alþjóð er kunnugt. Nú er
Ijóst, að sjómenn í Eyjum
ætla heldur ekki að láta til
skarar skríða að þessu sinni
og þótt fiskiskipafloti lands-
manna stöðvist hinn 19.
febrúar næstkomandi —
hafi ekki samizt um kaup og
kjiir, mun Evjaflotinn
áfram halda veiðum..
Þessar upplýsingar fékk
Mbl. í gær hjá Jóni Sigurðs-
svni, formanni Sjóinanna-
sambaiids Islands. Jón
sagði, að ekki blési bvrlega
fyrir sjóinönnum í samn-
i ng au m I ei tun un uin, sem
fram færu, og sagði hann, að
þótt semdist við verkafólk á
hinuin alinenna vinnumárk-
aði, \æri ekki þar með sagt,
að um leið næðust samn-
ingar við sjóinenn. Stafar
þetta af því, að kröfur sjó-
manna eru öðru vísi en kröf-
ur á hinuin almenna vinnu-
markaði. Kriifur bátasjó-
manna eru t.d. um hækkaða
kauptrvggingu og lita sjó-
menn svo á, að þótt hækkað
fiskverð hafi eitthvað bætt
kjör sjómannanna, eigi
kauptrvggingin að fylgja
hækkununum í sein næst
sama hlutfal li.
Enn bilar
Bjarni
ENN hefur orðið vart bilunar í
skuttogaranum Bjarna Bene-
diktssyni. Að þessu sinni bilaði
anker í rafal, sem knýr trollspil
togarans. Til þess að togarinn
tefðist ekki og gæti haldið á
veiöar, var gripið til þess ráðs að
taka anker úr spili skuttogarans
Ingólfs Arnarsonar, en allmargir
dagar eru hvort eð er þar til
Ingólfur verður tilbúinn á veiðar.
Marteinn .Jónasson. frarn-
kvæmdástjóri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, sem á togarana,
sagði í viðtali við Mbl. í gær, að
slík bilun sem þessi gæti ávallt
komið fyrir. Hann sagði, að gert
yrði við hið bilaða anker, en
einnig yrði pantað erlendis frá
anker, sem haft yrði til vara.
Sagði Marteinn, að eðlilegt væri,
að BÚR ætti varaanker þar sem
útgerðin ætti nú 3 togara af
þessari gerð, Bjarna Bene-
diktsson, Snorra Sturluson og
Ingólf Arnarson.
45 bátar með
10 þúsund lestir
RÉTT um 10 þúsund lestir af
loðnu komu á land i fyrrinött og
gærdag. Samtals lönduðu þá 45
bátar og var Guðmundur RE með
mestan afla. Bátarnir lönduðu
allt frá Bolungarvík suður um
land og norður til Seyðisfjarðar.
Yfirleitt var á flestum stöðum
mjög takmarkað þröarrými laust,
en bátarnir gátu landað i smugúr,
eins og það var orðað hjá loðnu-
liindun i gærkvöldi. Allar þrær í
Vestmannaeyjum og á Fáxaflóa-
svæðinu voru yfirfullar í gær-
kvöldi. Þá vrar þróarrými laust á
nyrztu höfnum Austfjarða.