Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974
Reykjavíkurskákmótið
Freysteinn var maður dagsins
ÁHORFENDUR voru með fæsta
móti, þegar 3. umferð Reykja-
víkurskákmótsins var tefld í
fyrrakvöld; hafa sennilega fæstir
búizt við mikill baráttu, þar sem
stórmeistararnir tefldu flestir
gegn óbreyttum. Þetta reyndist
þó misskilningur, sem betur fór.
Þeir, sem lögðu á sig að mæta,
urðu vitni að skemmtilegustu um-
ferð mótsins til þessa, á öllum
borðum var barizt til síðasta blóð-
dropa og fór ekki hjá því, að sum-
um tækist að koma á óvart. Eg
sagði á öllum borðum, það er ekki
rétt, við skulum segja á öllum
nema einu. Þetta eina borð var
aðsetur þeirra Trongovs og Forin-
tos i þá tæpa tvo tima, sem það tók
þá að leika fimmtán leikja leið-
inda ,,teoríu“ til þess eins að
semja jafntefli. Frá sjónarmiði
Tringovs er þetta þó vel skiljan-
legt, hann hefur tapað tveim
fyrstu skákunum og vildi auð-
sjáanlega gera stutt jafntefli á
meðan hann var að koma sálarlíf-
inu í eðlilegt horf.
Aðrir keppendur voru auð-
sjáanlega ekki í neinum jafn-
teflishugieiðingum, og sumir
reistu sér hurðarás um öxl.
Rúmenski meistarinn Ciocaltea
hafði svart gegn Freysteini Þor-
bergsyni og veitti kóngsind-
verskri vörn. Rúmeninn ætlaði
sér auðsjáanlega stóran hlut.þeg-
ar hann fórnaði peði i byrjuninni.
Freysteinn þáði fórnina og tefldi
siðan af miklu öryggi svo and-
stæðingurinn komst ekkert
áfram. Þá fornaði Ciocaltea
manni og ientu báðir í heiftarlegu
timahraki, urðu að leika tíu leiki
á einni eða tveimur minútum. En
Freysteinn var engu síður hand-
fljötur en andstæðingurinn og
þegar tímahrakinu lauk var hann
með gjörunnið tafl. Gafst
Ciocaltea þá upp. Þessi sigur
Freysteins var mjög ánægjulegur
og ætti að sanna útlendu gestun-
um, að það er ekki hægt að máta
okkar menn alveg fyrirhafnar-
laust. Má i þessu sambandi benda
á það, að í síðasta móti unnu
íslendingarnir, að Friðrik Ólafs-
syni undanskildum, enga skák af
erlendu gestunum.
Ingvar Asmundsson átti við
Davíð Bronstein að etja og kom
upp kóngsindverskt tafl með
skiptum litum. Lengi vel hélt Ing-
var fullkomnu jafnvægi í stöð-
unni, en skömmu fyrir tímamörk-
in urðu honum á slæm mistök,
sem kostuðu hrók, og mátti gefast
upp. Eftir skákina sagði Bron-
stein: ,JiI vað eftir annað var ég að
því kominn að bjóða jafntefli, en
alltaf hugsaði ég sem svo, nei mér
var boðið hingað til að tefla og
það verð ég að gera.“
Benóný beitti heimatilbúnu af-
brigði drottningarbragðs gegn
Norðmanninum Ögaard. Með
þessu afbrigði hefur Benóný unn-
ið margan góðan sigur á mótum í
Taflfélaginu, en nú varð annað
uppi á teningnum. ögaard náði
fljótt undirtökunum og síðan
heiftarlegri kóngssókn. í 28.
leik varð Benóný að gefa drottn
inguna fyrir hrók og skömmu síð-
ar fauk skiptamunur. Þá fór
drottning Ögaards af stað og hirti
nokkur peð. Enn átti Norðmaður-
inn þess kost að næla sér f biskup
fyrir ekki neitt, en af hæversku
sinni lét hann guðsmanninn eiga
sig, enda hefði baráttan þá orðið
harla ójöfn. Við svo buið mátti þó
ekki standa og þegar frípeð
Benónýs hafði verið endanlega
stöðvað gafst hann upp.
Guðmundur Sigurjónsson beitti
Sikileyjarvörn gegn Kristjáni
Guðmundssyni. Skákin varð
snemma mjög flókin og tvísýn og
hélzt svo allt til þess, er hún fór i
bið.
Júgóslavneski stórmeistarinn
Velimirovic hefur löngum fengið
orð fyrir skemmtilega sóknartafl-
mennsku. í þessari umferð fékk
hann tækifæri til að láta ljós sitt
skína.
Hvítt: D. Velimirovic
Svart: Júlíus Friðjónsson
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — e6, 5. Rc3 — d6,
6. Be3 — Be7, 7. Bc4 — Rf6, 8.
De2
(Þessi uppbygging er kennd við
Velimirovic og með henni hefur
hann lagt að velli margan frægan
meistara. Það er því nokkur
dirfska af Júliusi að gefa kost á
þessu afbrigði).
8. — a6, 9. 0-0-0 — 0-0, 10. Bb3 —
Dc7, 11. g4 — Rxd4, 12. Hxd4 —
b5, 13. g5
(Allt eftir bókinni. I skák, sem
Velimirovic tefldi gegn Tringov á
móti i Júgósiavíu á síðastliðnu
hausti, varð framhaldið 13. f4 —
Rd7, 14. f5 — Rc5, 15. g5 — Hd8,
16. f6 — Bf8, 17. fxg7 — Bxg7 og
svartur vann eftir miklar svipt-
ingar).
13. — Rd7, 14. e5!
(Þar með hefst sóknin. Dræpi
svartur þetta peð kæmi Hh4 og ef
þá t.d. 16. —g6 gæti hvítur leikið
17. Hh6 og stðan h4 og h5 og
svartur á erfitt um varnir).
14. — d5, 15. Hh4 — g6, 16. f4 —
b4, 17. Ra4 — Bb7, 18. Bd4 —
Bc6, 19. De3 — Hfb8, 20. Hgl!!?
Velimirovic lagði Júllus f skemmtilegri sóknarskák
(Velimirovic hefur aldrei gert
mikið af því að telja mennina og
enn leggur hann ótrauður til
sóknar. Eftir t.d. 20. Rc5 hefði
svartur fengið færi á óþarflega
miklum uppskiptum).
21. — Da5,21. f5!
(Nú verður svartur að þiggja
manninn nolens volens).
21. — Bxa4, 22. fxe6
(Annar skemmtilegur mögu-
leiki var hér 22. f6, t.d. 22. — Bc5,
23. Dh3 — Rf8, 24. Bxa4 — Bxd4,
25. Hxh7 — Rxh7, 26. Dh6. Eftir
22. f6 virðist svartur gera bezt
með því að leika 22. — Kf8 og
gefa þannig manninn aftur).
22. — fxe6?
(Eftir þennan leik er svarta
staðan gjörtöpuð. Einna mest
hald virðist í 22. — Rf8, t.d. 23.
gxf7 — Kxf7 — 24. Df3 —
Ke8 og svartur getur a.m.k. veitt
meiri mótspyrnu en í skákinni).
23. Dh3 — Rf8, 24. Hxh7!
(Nærtæk og afgerandi fórn).
24. — Rxh7, 25. Dxe6+ — Kf8, 26.
Hfl+ — Ka8, 27. Hf7 — Hb7, 28.
Bxa4 — Dxa4, 29. Hxh7 — Kd8,
30. Bb6 +
(Svona gengur dæmið upp).
30. — Hxb6, 31. Dxe7+ og svartur
gafst upp.
Hér kemur svo viðureign
þeirra Jóns Kristinssonar og
Friðriks Ólafssonar.
Hvftl: Jón Krsitinsson
Svart: Friðrik Ólafsson
Enskur leikur
1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rf6, 3. g3 —
Bb4, 4. Bg2 — 04), 5. d3 — c6, 6.
Bd2 — d5, 7. cxd5 — cxd5, 8. Db3
— Rc6, 9. Rf3 — e4, 10. dxe4 —
dxe4, 11. Rg5 — Bf5, 12. Be3 —
h6, 13. Rh3 — Be6, 14. Dc2 —-
Rd5, 15. 0-0 — Bxc3, 16. bxc3 —
Rxe3, 17. fxe3 — f5, 18. Habl —
Re5, 19. c4 — Dc7, 20. Rf4 — Bf7,
21. Hb5 — Hac8, 22. Dc3 — Hfe8
23. Dd4 — a6, 24. Hb6 — Rxc4, 25.
Hb4 — Hfd8, 26. Da7 — b6, 27.
Dxa6 — Ha8 og hvftur gaf.
Fyrrverandi heimsmeistari,
Vassily Smyslov, fórnaði snemma
skiptamun fyrir peð gegn
Magnúsi Sólmundarsyni. Eftir
fórnina urðu biskupar Smyslovs
mjög sterkir, en Magnús lét sig
hvergi og þegar skákin fór í bið
var ekki hægt að sjá neina beina
vinningsleið fyrir Smyslov, þótt
staða hans væri að vísu öllu betri.
Jón Þ. Þór.
Eskfirðingar fögnuðu
nýjum skuttogara
Eskifirði, 7. febrúar —
fró Þörleifi Ölafssyni
blaðainanni —
HINN nýi skuttogari Hölma h.f.,
Hölmanes SU 1 kom til Eski-
fjarðar um klukkan 15 í dag.
MikiII fjöldi Eskfirðinga fagnaði
skipinu. sem er smíðað í C.N.B.
Freire í Vigo á Spáni. Fyrirtækið
Ilólmi h.f. er sameign Ilraðfrysti-
húss Eskifjarðar h.f. og Kaup-
félags Héraðsbúa.
Ilölmi h.f. var stofnað seint á
árinu 1971 og fljótlega -var
ákveðið að ráðast í skuttogara-
kaup. Helmihgur aflans mun
verða unnmn á Eskifirði hjá
Ilraðfrystihúsi Eskifjarðar og
liinn helmingurínn hjá Hrað-
frystihúsi Kaupfélags Héraðsbtía
á Reyðarfirði.
Skipstjöri á Hólmanesi er Sig-
urður Magnússon. sem áður var
skipstjóri á skuttogaranum
Hólmatindi. Sagðí hann í samtaii
við Mbl. i gær. að inikill inunur
v;eri á þessum nýja skuttogara og
Hólmatindi. Mætti þar heizt
nefna stærð skipsins. þá væru
allir gilsar á tromlutn en ekki á
koppum eins og á eldri skipunum
og giróáttaviti væri í skipinu. en
hann hefðí ekki verið í Hólma-
tindi.
Hólinanes lagði afstað frá Vigo
hinn 26. janúar síðatliðinn og hélt
þó til Bodö í Noregi. þar sem
teknir voru 4 þúsund fiskikassar.
Frá Bodö til Eskífjarðar var
skípið svo tæpa þrjá sólarhrinfia.
Sagði Sigurður. að lítið væri hægt
að segja um sjöhæfni skipsins, því
að veður hefði verið mjög gott á
leiðinni, neina helzt síðasta sólar-
lli'inginn, en þá hreppti skipið
slæmt veður, en reyndist í alla
staði injög vel.
A heimsiglingu var hraði
Hólmaness rúmlega 11 sjómílur,
en í revnsluferð var ganghraðinn
13,8 sjömíiur. Aðalvél skipsins er
1.750 hestafla Man, en hjálpar-
vélar eru af Caterpillar-gerð.
Fiskileitartæki eru frá Krupp-
Atlas og ratsjár eru af Raydon-
gerð. Vistarverur í skipinu, sem
eru einstaklega skeimmilegar,
eru fyrir 18 manns, en i framtíð-
inni mun áhöfn telja 15 menn.
Eins og fyrr segir þá er Sigurður
Magnússon skipstjóri. Fyrsti vél-
stjóri er Hafsteinn Guðvarðarson
og f.vrsti stýrimaður Finnþogi
Böðvarsson.
Víkingur
seldi í Grimsby
Akranesi,7. febrúar —
Botnvörpungurinn Víkingur
seldi afla sinn, 141 lest, i Grimsby
í morgun f.vrir 39.246 sterlings-
pund eða krónur 7.590.176. Meðal-
verð eru krönur 53.87
Síldar- og fiskmjölsverksmiðja
Akraness hefur nú tekið á móti
8.660 lestuin að loðnu. Nokkur
skipbíða löndunar.
— Júlíus.
Menntamálaráðherra samþykkti í gær tillögu húsafriðunarnefndar um friðun „Hússins" og „Assist-
entahússins" á Eyrarbakka. Friðunin nær fyrst og fremst til ytra borðshúsanna beggja.
„Húsið“ á Eyrarbakka var reist árið 1765 og er ein af elztu og þekktustu byggingum hérlendis. Það var
nafntogað menningarheimili á 19. öld og fram á hina 20. „Assistentahúsið“ er einni öld yngra en
,JIúsið“ og upphaflega íbtiðarhús starfsfólks við verzlunina ástaðnum.
99
Húsið” friðað
Snjóbíllinn bilaði á Fagradal
Eskifirði, 7. febrúar — frá Þor-
leifi Ölafssyni, blaðainanni —
VEGURLNN yfir Fagradal varð
ófær í nött, en þessi vegur er
helzta samgönguæð fjarðarbda
við Hérað.
Vegna veðurs var ekki hægt að
ryðja veginn i gær, og þá gripið til
þess ráðs að flytja farþega með
snjóbíl frá Reyðarfirði til Egils-
staða, sein þar ætluðu að ná í
flugvél siðari hluta dags i dag.
Þi>gar billinn var kominn að
neðstu brúnni á Fagradal, mun
drif bílsins hafa bilað og sat hann
þar fastur.
Reyna átti í gær að fá snjóbíl
frá Egilsstöðum til að koma hin-
um til aðstoðar og flytja far-
þegana á áfangastað.
Margir farþegar munu biða á
Egilsstöðum, sem þurfa að komast
niður á firði og fjöldí manns er á
fjörðunum, sem þarf að komast í
flugvél á Egilsstöðum. Fagridalur
verður ruddur á morgun, ef veður
Jeyfir.