Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 SUNNUD4GUR 10. febrúar 1974 17.00 Fíndurlekið efni Sl. Jakobs drensjakórinn Kór kirkju heilags Jakobs í Stokkhólmi syngur i sjón- varpssal. Félagar Ur unglingakór kirkjunnar að- stoða. Söngstjóri Stefan Sköld. Áður á dagskrá á jóladag 1973. 17.25 Frans litli Sovésk leikbrúðumynd. Áður sýnd i Stundinni okkar á Þorláksmessu 1973. Þýðandi Hallveig Thorlacíus. 17.40 Hættulegir leikfélagar Sovésk mynd um sirkuslíf og tamningu villidýra. Þýðandi Lena Bergmann. Áður á dagskrá 12. nóvember 1973. 18.00 Stundin okkar Meðal efnis í þættinum er norsk teiknimynd og mynd um töfraboltann. Einnig verður sýndur leikþáttur um Hatt og Fatt og leikbrúðu- mynd um Róbert bangsa, og loks verður farið í Sædýra- safnið, til þess að fræðast um hrafna og refi. Umsjónarmenn Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.50 Gftarskólinn Gítarkennsla fyrir byrjend- ur. 1. þáttur endurtekinn. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.30 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Það eru komnir gestir Elín Pálmadóttir ræðir við Sigurð Karlsson og Þóri Björnsson í sjónvarpssal. Sjónvarps- og útvarpsdag- skráin er á bls. 29. 21.25 Þeir hafa skotið for- setann Leikin, bandarísk heimilda- mynd um morðið á Abraham Lincoln, Bandaríkjaforseta, árið 1865, aðdraganda þess og eftirmál. Þýðandi og þulur er Ingi Karl Jóhannesson. 22.15 Lygn streymir Don Sovésk framhaldsmynd, byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Mikhaíl Sjólókov. 2. þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacíus. Efni 1. þáttar: I þorpinu Tatarsk búa Kósakkar sig til herþjónustu og konur þeirra fylgja þeim Ur hlaði. Þeirra á meðal er Aksínja, kona Stepans. Fljót- lega eftir brottför eigin- mannsins takast miklar ástir með henni og Grígori, granna þeirra hjóna. Faðir Grígorís kemst að þessu og bregst reiður við. Hann biður stúlku, sem Natalja heitir, til handa syni sínum, en skammt er liðið frá brúð- kaupinu, er Grígorí tekur að leiðast hjónabandið. Hann gerir upp sakirnar við föður sinn og stekkur síðan á brott með Aksínju. Þau ráða sig I vist hjá hershöfðingja nokkr- um. En brátt er Grígorí kallaður ti! herþjónustu. Hann særist lítillega og kem- ur heim aftur, en kemst þá að þvi, að Aksínja hefur verið í tygjum við son hers- höfðingjans. Grígorí ber þau bæði til óbóta, og snýr að því búnu aftur til föðurhúsanna og löglegrar eiginkonu sinn- ar. 24.00 Aðkvöldidags Sviðsmynd frá upptöku á „Ugla sat á kvisti". Hér sést dansstaður eins og hann gæti hafa verið á dixieland og jazzárunum 1945—50, og Jónas R. Jónsson kynnir á laugardagskvöld. I HVAÐ EB AÐ SJA? Leif Panduro — höfundur leik- ritsins „Heimur Adams“. MANUDAGUR kl. 21.05 A SUNNUDAGSKVÖLD kl. 20.25 stjórnar EHn Pálmadóttir blaðamaður rabbþættinum ÞAÐ ERU KOMNIR GESTIR þriðja sinni, en þau Ömar Valdimarsson sjá um hann til skiptis. Þessir þættir hafa nú þegar aflað sér talsverða vin- sælda. Elín sagði okkur I stuttu spjalli, að upphaflega hefði ver- ið hugmyndin með nafni þáttar ins, að það væru komnir gestir í stofu sjónvarpsáhorfenda; ekki að stjórnandinn tæki á móti gestum, heldur væri hann sjálf- ur einn gestanna, eins og hún hefði tekið fram í upphafi fyrsta þáttarins. I samræmi við það væru hennar þættir upp- byggðir. Að þessu sinni er umræðu- efnið í þættinum persónulegar hrakfarir. „Við munum ræða um hrakfarir, sem við höfum lent í um dagana, ég, Sigurður Karlsson, sem lengi rak hótel í Vestmannaeyjum og hefur lent í mestu ógöngum um ævina allra raanna, sem ég þekki, og Þórir Björnsson, sem eitt sinn bjó í Siglufirði. Hann var nýbú- inn að kaupa sér hús þarna fyrir norðan þegar snjóflóð féll á það. Eftir það var honum og fjölskyldu hans heldur illa við að búa í því, svo þau fluttust til Vestmannaeyja. Og þá kom gos- ið.“ Inn í umræðurnar um þetta fróðlega efni er skotið kvik- myndum og ljósmyndum og m.a. í þættinum mun Sigurður taka lagið. Sem sagt, hrakföll og ógöngur, og viðbrögð manna við þeim verða reifuð f sjón- varpinu á sunnudagskvöld. A SUNNUDAGSKVÖLD kl. 21.20 verður flutt athyglisverð bandarísk heimildamynd, THEY HAVE KILLED PRESI- DENT LINCOLN, eða „Það er búið að myrða Lincoln forseta". Mynd þessi fjallar, eins og nafnið bendir til, um hið af- drifaríka morð á Abraham Lin- coln forseta Bandaríkjanna ár- ið 1865. Er myndin samsuða heimilda og leikinna atriða, brugðið er upp ljósmyndum og öðrum sam- tímagögnum varðandi þennan atburð, en sviðsettum köflum vafið inn í. Er reynt að grafast fyrir um aðdraganda morðsins, og eftirleik, sagt frá morðingj- anum, John Wilkes Booth leik- ara, og einnig eru reifaðar líkur á því, að hugsanlega hafi verið um samsæri að ræða. Framleiðandi þessarar mynd- ar er David L. Wolper, einn frægasti heimildamyndafram- leiðandi Bandaríkjanna, en sagnfræðilegur ráðunautur var Bruce Catton. Hinn kunni leik- ari Richard Basehart er þulur, með hlutverk Lincolns fer Jos- eph Leisch, og Robert Leonard leikur starfsbróður sinn, John Wilkes Booth. A MIÐVIKUDAGSKVÖLD kl. 21.35 hleypur heldur betur á snærið hjá kvikmyndaunnend- um, — og hrollvekjuáhuga- mönnum sérstaklega, en þá sýnir sjónvarpið hina annáluðu mynd Charles Laughton NIGHT OF THE HUNTER. Þessi mynd er alveg sérstakur hvalreki (sá sem þetta ritar hefur beðið eftir að sjá hana í fjölda ára), en raunar má segja að kvikmyndaval sjónvarpsins hafi verið I senn með afbrigð- um gott og fjölbreytt að undan- förnu. Þetta er eina myndin sem Charles stjórnaði, en eins og kunnugt er var hann einn af mikilhæfustu leikurum kvik- myndanna fyrr og síðar. Hún er gerð árið 1955 í Hollywood, og má teljast með ólíkindum að jafn listrænt verk hafi fengið að sjá dagsins ljós þar eins og sú borg var glysgjörn á þessum tíma. Hún hefur æ síðan verið umtöluð sem ein sérkennileg- asta kvikmynd, sem þar hefur verið framleidd. „Night of the Hunter“ er byggð á skáldsögu eftir Davis Grubb og fjallar um flótta tveggja barna undan vit- firrtum presti (leikinn af Rob ert Mitchum), sem kvænzt hafði móður þeirra. En efnis þráðurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Þetta er dæmi- saga, allegóría, um baráttu góðs og ills, hinna myrku afia og hinna björtu, og þykir mynda- taka Stanley Cortez, eins kunn- asta kvikmyndara Hollywood, undirstrika þessar dýptir myndarinnar sérstaklega. Hún er full af dul, ógn og spennu, sem Laughton laðar fram af slíkri snilld, að æ sfðan hafa menn harmað, að hann skyldi ekki stjórna fleiri myndum. Auk Mitchums fara með aðal- hlutverkin I myndinni Shelley Winters og Lillian Gish. Öhætt er að segja, að þetta sé mynd, sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. LAUGARDAGSMYND sjón- varpsins er að þessu sinni frönsk að uppruna og nefnist á frummálinu LE CHEMIN DES ÉCOLIERS, sem gæti útlagzt, „Vegur skólanemendanna“ eða jafnvel „Skólastræti". En hvað um það, þessi mynd er gerð árið 1959 af leikstjóranum Michei Boisrond og byggð á sögu eftir hinn kunna franska rithöfund Marcel Aymé. Að flestu öðru leyti er þetta hálfgerð huldumynd og ekkert um hana að finna í okkar kvik- myndabiblíum hér á blaðinu. Svo mikið er þó ljóst, að hún fjallar um 17 ára skólastrák, sem kemst I kynni við svarta- markaðsbraskara og þeirra á meðal tælandi stúlkukind. Til- kynnir stráksi foreldrum sín- um, að hann ætli upp f sveit með kunningja sínum, en dvelst þess í stað hjá stúlkunni. Upp komast svik um síðir að vanda, — en þó ekki fyrr en bosmamikil ljóska úr hópi braskaranna er búin að tál- draga föður stráksins. Dragi menn af þessu þær ályktanir, sem þeim sýnist. Höfundur sögunnar, Marcel Aymé, lézt árið 1967, en var kunnur fyrir leikrit, skáldsögur og smásögur, sem sérdeilis ein- kenndust af skarpri ádeilu og oft á tíðum absúrdum úttektum á nútímanum. Aðalhlutverkin i myndinni á laugardagskvöldið leika ágætir leikarar, — Francoise Arnoul, Alain Delon og Jean-Claude Brialy. Ur miðvikudagsmynd sjónvarpsins NIGHT OF THE HUNTER eftir Charles Laughton, — mynd sem óhætt er að mæla með. Séra Þórir Stephensen flytur hugvekju. 00.10 Dagskrárlok. /HÚNUD4GUR 11. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Það er þeim fyrir bestu Bresk fræðslumynd um rannsóknir á hegðun og hátt- erni villtra dýra í Ameriku með það fyrir augum að forða tegundum frá aldauða. Þýðandi Guðrún Jörunds döttir. 20.55 1 heimi Adams Sjónvarpsleikrit eftir danska rithöfundinn Leif Panduro. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. Aðalpersóna leiksins er miðaldra lögfræðingur, Adam að nafni. Hann vinnur hjá stóru tryggingafyrirtæki og þykir þar góður starfs- kraftur. En einkalíf hans er undar-' legt á margan hátt. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok ÞRIÐJUDNGUR 12. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Skák Stuttur, bandariskur skákþáttur. Þýðandi og þuiur Jón Thor Haraldsson. 20.40 Valdatafi Breskur framhaldsmynda- flokkur. Annar hluti. 1. þáttur. Æ sér gjöf til gjalda Þýðandi Jón O. Edwald. Valdataflið er hér sem fyrr teflt af stjórnarmönnum i stóru verktakafyrirtæki og veitir ýmsum betur. Aðalhiutverkin leika Patrick Wymark, Clifford Evans, Peter Barkworth, Rosmary Leach og Barbara Murray. 21.30 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. Managua Bresk fréttamynd frá Managua, höfuðborg Nicaragua, og ástandið þar nú, þegar eitt ár er liðið frá jarðskjálftanum mikla, sem lagði borgina í rúst. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. Jóga til heilsubótar Bandarískur myndaflokkur með kennsiu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Dagskrárlok. A1IÐMIKUDNGUR 13. febrúar 1974 18.00 Maggi nærsýni Teiknimynd. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.05 Skippí Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.30 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokk- ur. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. 18.50 Gítarskólinn Gítarkennsia fyrir byrjend- ur. 2. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Líf og f jör f læknadeild Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.