Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 13
Olíumálið: MORC.UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAC UR 8. FEBRUAR 1974 13 Hvert EBE-ríki ráði stefnu sinni Briissel ö. febr. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Efna- haKsbandalags Evrópu samþykktu á fundi í dan. að þeir vildu ekki koina á laggirnar „að- gerðanefnd" eins og Ilenry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafði stungið upp a' að stolnuð yrði á ráðstefnunni, sem kemur saman í VVashington til að ræðaorkuvandainálið. Af tilkynningu ráðherranna iná ráða, að þeir eru andsnúnir því að gera eitthvað það, sem Arabarík- in gætu tekið sem samræmdar aðgerðir gegn þeim og vill hver ríkisstjórn fyrir sig hafa frjálsar hendur um að móta stefnu sína í olíumálum og/eða semja við Arabaþjóðirnar. Jo ber t, ut a n rí k isr á ð her ra Frakka, mælti mjög fyrir þvf, að hvert riki fyrir sig héldi rétti sin- um tii að taka eigin ákvarðanir i þessu máli. Hann sagði, að ráð- stefnan i Washington ætti aðeins að vera til glöggvunar og könn- unar — en tilgangur hennar ætti ekki að vera að taka afgerandi ákvarðanir né heldur að skapa ný alþjóðavandamál. FISKISKIP TIL SÖLU 165 lesta stálskip, byggt 1963, 135 '60 92 '72, 88 '60, 83 '63. (eik) 28 '55 (nýskoðaður), 11 lesta Bátalónsbátur 1972. Höfum kaupendur að 200—400 lesta skipum. FISKISKIP, AUSTURSTRÆTI 14, 3ja hæð. Sími 22475. Heimasími 13742. Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsfngu viðskiptaráðuneytisins, dags. 31. desember 1 973, sem birtist í Stjórnartíðindum og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1974, fer 1. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1974 fyrir þeim innflutn- ingskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í febrúar 1974. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borist Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 20. febrúar 1 974. LANDSBANKI ISLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS UHITED CAMBRIDGE SJÚKRAHUSIN HJÚKRALIÐAR: KONUR eÖa KARLMENN (fáar. stöður lausar fyrir karlmenn) óskast að Chesterton sjúkrahúsinu til aðstoðar við hjúkrun á öldruðum sjúklingum. Ef þér eruð 18 ára eða eldri gætum við haft stöðu fyrir Yður. Fæði og húsnæði innifalið á sjúkrahúsinu. Cambridge er fögur og söguleg borg með heimsfrægum háskólum. Ef þér viljið bæta enskuna, munum við senda yður upplýsingar um nám við enska tungumálaskólann í Cambridge. Frekari upplýsingar gefur: Mr. D. P. Cusacki Chesterton Hospital, Union Lane, Cambridge, England Laun 18 ára £ 798 á ári mínus £ 57 60 fyrir húsnæði Laun 21 árs eða eldri £ 1 01 1 á ári mínus £ 1 1 7.00 fyrir húsnæði. Þrjár sálfræðideildir í skólum borgarinnar FR/EÐSLURAÐ samþykkti á fundi sínuin 21. janúar að leggja til við borgarráð Reykjavíkur að við skipulagningu sálfræði- þjónustu i skólum borgarinnar sé æskilegt að skipta horginni í þrjú hverfi með um 25—30 þúsund fbúa hvert. I hverju þessara hverfa verði komið upp sálfræði- deild, qg starfi tveir sálfræðingar og einn félagsráðgjafi í liverfis- miðstöð í skóla og úti í öðruin skölum hverfisins í samvinnu við sérkennara. Að þvf er tekur til faglegra þátta starfsins er hver deild undirstjórn forstöðumanns hennar, en fræðsluskrifstofan hefur á hendi heildarspjaldskrá, námskeið fyrir starfsfólk og fleira. Var samþykkt að leggja til \ið borgarráð að slík sálfræðideild skuli taka til starfa í Breiðholts- hverfi nú í haust og að Grétar Marinósson skólasálfræðfngur verði ráðinn frá 1. ágúst n.k. til þess að veita henni forstöðu. Nýr skólastjóri HJALTI Jónsson hefur verið settur skólastjöri Austurbæjar- sköla út þetta skölaár. Einnig hefur fræðsluráð samþ.vkkt til- iögu Hjalta um að Alfreð Eyjólfs- son, Kjalarlandi 33, verði ráðinn yfirkennari við skölann. Vínbarir opnaðir í Kristalssalnum I.KRISTALSSALNUM i Þjóðleik- húsinu hefur nú verið opnuð kaffisala og tveir vínbarir, sinn í hvorum enda salarins, þar sem gestir geta fengið sér hressingu fyrir sýningar og í leíkhléum. Hugmyndin uin opnun vinhars í Kristalssalnum komst fyrst á verulegan rekspöl eftir að ákveð- ið var að taka Leikhúskjallarann i notkun fyrir leiksýningar, en það girðir að sjálfsögðu fyrir allan umgang sýningargesta úr stóra salnum. Var þá ákveðið að beina þeirri þjónustu, sem kjallarinn hafði áður tneð höndum, upp í Kristalssalinn með opnun tveggja vínbara, en slík þjónusta við sýn- ingargesti þykir sjálfsögð f leik- húsum erlendis. Yes: Tales from topograpic oceans. Bob Dylan: Planet Waves. Joni Mitchell: Court and spark. Carly Simon: Hot cakes. X Jím Croce: I got a name. Jan Akkerman: Tabernakel. John Mayall: Best of. X Lynyrd Skynyrd: Pronounced. Roxy Music: Stranded. Roy Buchanan: That's what l'm here for. Pink Floyd: A nice Pair. Gram Parson: Grievous Angel Chick Churchilt: You and me. Leo Kottke: lce water. Leo Sayer: Silver bird. Eddie Harris: The Eddie Harris London session. Dennie Laine: Ahh Laine. Paul Kossoff: Back Street Cranler. Tir Na IMog: Strong in the sun. X Billy Cobham: Spectrum. X Wings: Band on the run. E.L.P.: Brain salad surgery. Electric light orchestra: On the third day. Genesis: Selling England by the pound. Santana: Welcome. Rare byrd: Somebodys watching. Mahavishnu orchestra: Live. Steve Miller band: The Joker. WishboneAsh: Live dater. Jo Jo Gunne: Jumping the gun. Beach boys: Live. Nazareth: Razamanaz. James Gang: Bang. X Jim Croce: Life and times. X Jim Croce: Don't mess around with Jim. Elton John: Goodbye yellow brick road. Walter Carlos: Switshed on bachz. LITLAR PLÖTUR. The most beautiful girl: Charlie Rich. The Joker: Steve Miller band. Let me be there. Olivia Newton John. Helen Wheels: Wings. Mymusic: Logging and Messina. I got á name: Jim Croce. Time in a bottle: Jim Croce. Midnight rider: Gregg Allman. Why me: Kris Krisoffersson. Show and tell: Al Nilson. Spiders and snakes: Jim Stafford. Smokin in the boys room: Brownsville station. Sími 13008. Eins og þið sjáið er merkt X við 6 af þeim plötum, sem við auglýsum hér. Hvað Skyldi þetta X þýða? X-ið þýðir einfaldlega að ef einhvejar af þessum 6 plötum eru keyptar eða pántaðar i póstkröfu i dag munu þær aðeins kosta 590 kr. Hérna er um að ræða þrjár plötur, sem Jím Croce gerði í sínu allt of stutta lífi, og hver þeirra hinni betri. Þær eiga það samt allar sameiginlegt að vera klassaplötur. Og þær eiga örugglega erindi til þín, eða það höldum við. Hinar þrjár plöturnar eru Wings, sem óþarft er að fjölyrða um. Hljómsveitin Lynyrd Skynyrd, sem tví- mælalaust er bezta rokkhljómsveit, sem fram kom á s.l. ári. Þeir gætu verið hálfbræður Allman brothers. Síðast en ekki sízt er það fyrsta plata Billy Gobbham trommuleikara hinnar nýhættu Mahaushnn orchestra og mælum við með þeirri plötu fyrir þá, sem telja sig tilheyra þyngsta flokki pop-tónlistarinnar. Gleymið því ekki, að þetta tilboð stendur aðeins í dag, en í framtíðinni munum við oftar bregða á svipaðan leik. Látið heyra í ykkur, komið eða hringið, því Hljómdeild Faco er full af nýjum og góðum; og gömlum og góðum plötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.