Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 3 Könnun um varnarmál FRÆÐAFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð gekkst fyrir skoð- anakönnun um afstöðu nemenda til varnamálanna þann 1. febrúar s.i. Af 820 nemendum, sem í skólanuin eru, gafst 550 kostur á þátttöku í könnuninni, en af þeim gerðu 375 skil. Spurt var þriggja spurninga: 1. Vilt þú, að hér verði áfram erlendur her. 2. Vilt þú, að herstöðin verði flutt frá Keflavikurflugvelli á annan stað á landinu? 3. Viltþú, að tsland verði áfram i NATO? Eins og fyrr segir tóku 375 þátt í könnuninni af þeim 550, sem áttu þess kost. 347 svör bárust við fyrstu spurningunni, og skiptust þau þannig, að 41 vildi hafa hér óvopnaða eftirlitsmenn, 77 vildu hafa hér vopnaða hermenn eða eftirlitsmenn, 215 vildu hvorki vopnaða eða óvopnaða hermenn og eftirlitsmenn á landinu, en 14 höfðu ekki tekið afstöðu til þess, sem um var spurt. Annarri spurningunni svöruðu 346. Af þeim vildu 11, að herstöð- in yrði flutt á annan stað á land- inu, 93 vildu hafa hana áfram á Keflavíkurflugvelli, 225 viidu, að hún yrði lögð niður, og 17 höfðu ekki myndað sér skoðun. 352 svör bárust við spurning- unni um það, hvort ísland ætti að vera áfram í NATO, og voru þau á þann veg, að 131 var þvi fylgj- andi, 188 á móti, en 33 höfðu ekki tekið afstöðu tilþess. Lýst eftir öku- manni og vitnum UM KL. 17 á miðvikudag varð umferðarslys á bílastæðinu fyrir framan áfengisútsöluna að Laugarásvegi 1. Drukkinn maður hrasaði fyrir bii, en taldi sig ekki meiðast. En síðar kom í Ijós, að hann var fótbrotinn. Ökumaður á SAAB-bil, sem var þarna nær- staddur, er beðinn að hafa tal af rannsóknarlögreglunni vegna þessa óhapps, svo og ökumaður bílsins.sem maðurinn varð fyrir. Ritstjórnarfull- trúi og erlendur fréttastjóri Vísis DAGBLAÐIÐ Vfsir skýrir frá því f gær, að Haukur Helgason hafi verið ráðinn ritstjörnarful Itrúi blaðsins og Björn Bjarnason fréttastjóri erlendra frétta. Björn Bjarnason er lögfræðing- ur að menntun. Hann hefur að undanförnu verið útgáfustjóri Almenna bókafélagsins en auk þess hefur hann skrifað mikið af greinum i Morgunblaðið um öryggis- og alþjóðamál og verið einn af umsjónarmönnum sjón- varpsþáttarins Ileimshorns: Haukur Helgason er hagfræð- ingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur starfað við dagblaðið Vísi s.l. 5 ár og m.a. skrifað þar greinar um erlend málefni, auk almennra frétta. Minningarsýmng í Bogasal Minningarsýning um Gisla Kol- beinsson stýrimann stendur nú yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar eru sýnd 55—60 málver hans. Sýningin stendur fram yfir helgi. Kópavogur ARSHÁTIÐ sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin í Skip- hóli i Hafnarfirði í kvöld kl. 19.00 og hefst með borðhaldi. Guðrún Á. Símonar skemmtir og fleiri skemmtiatriði verða. OG SVO var hún lent og nefið var aftur hækkað (myndin til vinstri). Hún er rennileg eins og píla og það vakti athygli hversu agnarlitlir gluggarnir voru. Hún var merkt Air France öðrum megin en British Airways hinum megin en það eru einu flugfélögin, sem hafa lagt inn ákveðnar pantanir. Á myndinni til hægri er André Toucas flugstjóri. Að baki honum er Jacques de Latour Dejean, sendiherra Frakka á fslandi. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson). ÞEGAR CONCORDE KOM TIL KEFLAVÍKUR VtÐ yorum um fjörutíu mínút- inn á undan Concorde til Kefla- víkur þegar hún lenti þar 1 gær, fyrst hljöðfrárra farþegaþotna. Við Iögðutn re.vndar upp frá Reykjavfk en hún frá Toulouse f Frakklandi, svo það var kannski ekki alveg að inarka. Það var töluvert slangur af flugáhugainönnuin og Ijós- •inynduruin meðfram flugbraut- inni og þeir börðu sér og stöpp- uðu niður fótunuin enda var all hvasst og fimin stiga frost. En þolinmæði þeirra var vel launuð þegar Concorde sveif inn til lendingar. Vegna þess að hún er hönnuð til að fljúga með tvöföldum hljóðhraða er hún mjög straumlínulöguð, nánast eins og spjót i laginu og þar sem hún þarf að koma til lend- ingar með nefið mjög hátt uppi voru settar á það „hjarir" þann- ir, að flugstjórinn getur látið það síga niður til að fá betra útsýni. Það var nokkur hliðarvindur svo hún kom inn á ská og óþægilega lengi stefndí hún beint á hópinn, sem stóð utan við flugbrautina og beið henn- ar, Menn voru rétt að setja sig í hlaupastellingar þegar flug- stjórinn dró af hreyflunum og setti hana mjúklega niður á miðja braut. Þar sem Bretar og Frakkar standa saman að smiði Concorde voru sendiherrar þessara tveggja landa viðstadd- ir komuna, sömuleiðis Björn Jónsson samgönguráðherra, Agnar Kofoed-IIansen flug- málastjóri og forstjórar flug- félaganna. Andre Toucas var flugstjóri i þessari fvrstu ferð Concorde til íslands en hann hefur unnið við Concorde-áætlunina frá upphafi og flaug vélinni í fyrstu reynsluferðinni. Hann varð einnig fyrstur til að fljúga henni hraðar eh hljóðið. — Ferðin hingað gekk vel eins og við höfðum búizt við og við flugum með tvöföldum hljóðhraða i um eina klukku- stund. Það eru um 2.200 kíló- metrar á klukkustund og við vorum í 54.500 feta hæð. (Yfir- leitt fljúga „venjulegar far- þegarþotur" i um 30—35 þús- und fetum). Héðan förum við svo beint til Alaska en tilgang- urinn með þessari ferð er að reyna vélina í miklum kulda. Það erað vísu nokkuð svalt hér á islandi i dag en við þurfum miklu meiri kulda til að verða ánægðir. Helzt vildum við fá svona mínus 20—30 stig á Celsius. Vélin er nú hlaðin alls konar mælitækjum og þetta er liður í áætlunum um „gjör-próf un" á henni áður en hún verður tekin i notkun sem farþegaflug- vél. — Nú á Concorde marga and- stæðinga, sem finna henni flest til foráttu, segja t.d. að hún geti aldrei borið sig. Hvað viltu segja um það? — Það eru alltaf einhverjir, sem eru á móti stórstígri þröun. Þeim hefur einhvern veginn ekki tekizt að aðlaga sig og þeg- ar eitthvað jafn stórkostlega nýtt og Concorde kemur fram í dagsljósið geta þeir ekki sætt sig við það. Það hefur alltaf verið til svona fólk en framfar- irnar hafa samt haldið áfram. Margir voru á móti tunglferð- um en það er samt búið að fara þangað, hvað er óeðlilegra við að fljúga hraðar en hljóðið. — Concorde eyðir þrisvar sinnum meira eldsneyti á hvern farþega en t.d. risaþotan Boeing 747. Hvernig getur hún borið sig núna eftir gífurlegar hækkanir á eldsneyti? — Öll flugfargjöld verða dýr- ari vegna þessa. Fai'gjöld með Boeing 747 hækka og auðvitað líka með Concorde, en þau hækka bara hlutfallslega þann- ig, að bilið á verðinu milli B-747 og Concorde eykst ekki. Það var frá upphafi gert ráð fyrir, að það yrði dýrara að ferðast með Concorde en öðrum vélum. Við erum sannfærðir um, að það er nóg til af flugfarþegum, sem Framhald á bls. 22 A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.