Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 29 fclk í fréttum NÝJASTA AÐFERÐIN í BARATTUNNI GEGN GLÆPUM „Táldúfurnar" kallast þeir í daglegu tali, þessir menn, sem helzt líkjast flækingum og virðast ,>,vafasamir“ á að lita. En ekki er allt sem sýnist. Tveir slíkir sitja á bekk í Central Park-garðinum i miðborg New York og blunda — eða virðast blunda. Þvi að þeir eru mjög vakandi og fylgjast með öllu, sem gerist þarna nálægt. A næstum því sama augnabliki og ráðizt er á gamla konu skammt frá, eru þeir komnir á fulla ferð og grípa árásarmanninn og handjárna. Hann er svo hissa, að hann reynir vart að veita mótspyrnu. „Táldúfurnar" eru dulbúnir lögregluþjónar. Þeir eru í nýjustu deild New York-lögreglunnar, sem á að reyna að berjast gegn ört stígandi afbrotatölu borgarinnar. Þeir eru valdir úr röðum beztu lögregluþjóna annarra deilda og hafa fengið sérstaka þjálfun með áherzlu á dulbúningstækni. Oftast velja þeir sér gervi flækingsins og þeir hafa frábæra hæfileika í að lita út eins og menn, sem ekki eru beint hrifnir af lögreglunni. En enginn getur vitað, hvort þeir eru vinveittir eða óvinveittir. Fögur ung stúlka, sem er úti i gönguferð, er kannski harðsvíraður lögregluþjónn með hættuleg vopn i veskinu. Maðurinn, sem haltrar af stað með annan fótinn í gifsumbúðum, kastar e.t.v. allt í einu frá sér hækjunum og þýtur á eftir þjófi. „Táldúfurnar" hafa valdið mikilli skelfingu meðal afbrotamanna borgarinnar,— en starfið er hættulegt engu að siður. Harry Maxwell lögregluþjónn er nýútskrifaður af sjúkrahúsi. Hann var dulbúinn sem ung stúlka, en varð að láta í minni pokann fyrir fimm „tuddum“. Félagar hans náðu ekki að skakka leikinn nógu fljótt. „En ég hef verið heppinn hingað til,“ segir hann. „Einn félaga minna hefur verið sleginn niður ekki sjaldnar en 29 sinnum." KYNBOMBAN BÓLGNAR Einu sinni — reyndar fyrir löngu — gat Diana Dors með réttu kallað sig svar Englands við Marilyn Monroe. Er maður lítur hana augum í dag, er erfitt að ímynda sér. að leikkonan, sem nú er 42 ára, hafi fyrir nokkrum árum ekki aðeins ver- ið eftirsótt af leikstjórum, held- ur einnig átt sér fjölmennan aðdáendahóp meðal karl- manna. En árin hafa sett spor á útlit hennar. Kílóin 56, sem var svo frábærlega jafnað niður á lík- amann, hafa orðið 85, svo að nú er of mikið alls staðar. Vinir hennar segja, að hún hafi siðustu árin borðað sér til ánægju, til að reyna að gleyma því, hve erfiðlega henni gengur að fá ný hlutverk. En hún virð- ist ekki hafa gert sér grein fyrir því, að því meira sem hún borð- ar, þeim mun minni verða möguleikarnir á að fá hlutverk. HUN getur ekki GLEYMT PRINSIN- UM Þótt Rosie Clifton,- 21 árs gömul dóttir offursta á eftir- launum, hafi afskrifað mögu- leikana á að verða eiginkona Karls prins af Wales, getur hún vart gleymt honum, a.m.k. ekki meðan hún heldur áfram að vinna hjá McKenzie Ide & Co. í London. Fyrirtækið er til húsa við stræti, sem heitir Elísabet- arstræti (minmr a drottning- una) og liggur á milli Kóngs- götu (minnir á konungsfjöl- skylduna) og götu, sem heitir Buckingham Palace, af því að hún liggur framhjá konungs- höllinni! Allt þetta minnir hana án efa á Karl prins, sem hún hefur verið í góðu vinfengi við. En það er fleira, sem minnir á hann. Verzlunin við hliðina á fyrirtækinu, þar sem hún vinn- ur, heitir einfaldlega „Charl- es“, rétt eins og prinsinn. Og til að kóróna það heitir veitinga- staðurinn þar við hliðina, þar sem hún borðar yfirleítt hádeg- ismat, hvorki meira né minna en „Prinsinn af Wales“. En Rosie virðist ekki láta þessi óvenjulegu nafnatengsl neitt á sig fá. Hún segir bara spaugandi, að hún sé að hug- leiða að flytja i íbúð við götu, sem heitir Philips Place! Á skjánum Föstudagur 8. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 VeJur og auglýsíngar 20.30 Að Heiðargarði Bandarískur kúrekamyndaflokkur. 2. þáttur. Sáttagjörð Þýðandi Kristmann Eiðsæn. Efni fyrsta þáttar: John Cannon kaupir stóran búgarð í Arizona og flyst þangað með fjölskyldu ánni. Þarum slóðirer stöðugur ófríður við Indiána af Apache-ættflokknum og við það bætist, að vinnumenn stórbónd- ans Montoya, sem býr þar skammt frá, gera árásir á menn Cannons og ræna nautgripum, hvenær sem færi gefst. Dag nokkurn, þegar allir vopnfærir menn á Heiðargarði eru að heiman. gera Indíánar árás og ráða húsfreyjuna af dögum. 21.20 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend mák efni. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 22.00 Bióðsuga og Madonna Sænsk mynd um norska málarann Edvard Munch og æviferil hans. Jafn- framt þvi sem sagt er frá listamann- inum, er brugðið upp myndum af verk- um hans og rakin saga þeirra Þýðandiog þulurGisli SigurkarlssOTi. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.30 Dagskrárlok fclk f fjclmiélum VP;' tónverk, en eflaust verður hans nú fyrst og fremst minnzt fyrir fiðlukonsertinn, sem leikinn er á þessum hljómleikum. Arve Tellefsen. í kvöld kl. 20 verður útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem haldnir voru i Háskólabiói í gærkvöldi. Stjórnandi á tónleikunum er að þessu sinni finnskur —Jussi Jalas. Einleikarinn er Arve Tellefsen frá Noregi, en hann hefur komið nokkrum sinnum fram á tónleikum hér áður. Verkefnaskráin hefur á sér nokkurn þjóðlagablæ. þar sem tónskáldin þrjú, sem verk verða leikin eftir, sóttu öll inn- blástur að rniklu leyti í þjóðlög landa sinna. Flutt verður svíta eftir Kodály, fiðlukonsert eftir Max Bruch og sinfónía eftir Sibelius. Max Bruch var þýzkt tón- skáld og hljómsveitarstjóri. Hann fæddist í Köln árið 1838, en lézt árið 1920. Hann stjórn- aði bæði kórurn og hljómsveit- um um ævina og santdi mörg Fréttaskýringaþátturinn Landshorn er á dagskrá sjón- varpsins kl. 21.20. Þar fjallar Valdimar Jóhannesson um samningamálin, hugsanleg verkföll og afleiðingar þeirra, ef af verður, og verður væntan- lega leitað eftir áliti fulltrúa vinnuveitenda og verkalýðs- hre.vfingarinnar i landinu um þessi mál. Þá verður sýndur þáttur í samantekt Ölafs Ragn -ssonar um þróun loðnuveiða^na hér við land siðasta áratuginn. Loðnuútgerðin er nú orðin snarari þáttur i efnahagslífi þjóðarinnar en nokkurn gat ór- að fyrir fyrir fáeinum árurn. Ölafur tjáði okkur. að hann myndi ræða við fiskifræðinga, m.a. um það, hvort hætta væri nú á ofveiði þessarar fiskteg- undar. Þá mun Vilborg Harðardóttir ræða um afstöðu Framsóknar- flokksins til varnarmálanna og mismunandi skoðanir innan flokksins á þeim málum. Loks fjallar Steinunn Sigurð- ardóttir um læknamál dreifbýl- is, sent reyndar hefur verið ó- leysanlegt vandamál um margra ára skeið, og hvað frarn- undan sé í þeim málum. I j Útvarp Reykjavfk Föstudagur 8. fcbrúar 7.00 Moigunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, R15 og 10.10. Morgunleikfimi kL 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.dagbl.), 9.00og 10.00. Morgunbæn kL 7.55. Morgun- stund barnanna k.L 8.45: Vilborg Dag- bjartsdóttir heldur áfram að lesa sög- una „Börn eru bezta fólk“ eftirStefán Jónsson (4). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spiallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25: Dors syngja og leika. Frönsk tónlist kL 11.00: Konunglega fílharmóníu- sveitin í Lundúnum leikur „L Ariesi- enne ', svitu nr. 1 eftir Bizet./Itzhak Perlmann fiðluleikari og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leika „Tzigane“ konsertraps()diu eftir Ravel/Tékk- neska filharmóniusveitin leikur „Sið- degi fánsias“ eftir Debussy/HIjóm- sveit Tónlistarskólans i Paris leikur „La Péri“, dans eftir Pdul Dukas. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynri- ingar. 13.05 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Dyr standa opnari* eftir Jökul Jakobsson Höfundur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Edward German Pro Arte hljómsveitin leikur þrjá dansavið leikritið „Hinri k áttundi“ og dansa úr „Nell Gw>n“; Sir Malcolm Sargent stj. Einsöngvarar, kór og Nýja sinfóniu- hljómsveitin i Lundúnum flytja þætti úr „Merry England"; Victor Olof stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu vi ku 16.00 Frét tir. Tilkynningar. 16.15Veður- fregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Ú tvarpssaga bamanna: „Smygk aramirf skerjagarðinum" eftir Jón Björnsson. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les (6). 17.30 Framburðarkennsla f dönsku 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill 19.20 Þingsjá Ævar Kjartansson sér um þáttinn. 19.45 Heilnæmir llfshættir . Bjöm L. Jónsson læknir flytur erindi um safnhaugagerð eftir Niels Busk garðyrkjustjóra. 20.00 Tónleikar Sinfónluhl jómsveitar ís- lands iHáskólabiói kvöldið áður. St jórnandi: Jussi Jalas frá Finnlandi Einleikari: Arve Tellefsen fráNoregi a. „Háry Jánorf*. svita eftir Zoltán Kodály. b. F'iðlukonsert nr. 1 i g-moll eftir Max Bruch. c. Sinfónia nr. 2 i D-dúr op. 43 eftir Jean Si belius. — Jón Múli Arnason kjnnir tónleikana 21.35 Út\arpssagan: „Tristan og IsóP* eftir Joseph Bédier Einar Ól. Sveinsson islenzkaði. Kristin Anna Þórarinsdóttir !es (2). 22.05 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Morðbréf Margeirs K. Laxdals, — sjö- undiog siðasti hluti Saga eftir Hrafn Gunnlaugsson í út- varpsgerð höfundar. Flytjendur með höfundi: Rúrik Har- aldsson, Örn Þorláksson og Lárus Osk- ar«on. 22.40 Draumvfsur Sveinn Arnason og Sveinn Magnússon kynna lög úrýmsum áttum. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.