Morgunblaðið - 08.02.1974, Síða 2

Morgunblaðið - 08.02.1974, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Olga vegna undirboðs SIS á íslenzkum vinnumarkaði MIKILólga er nú medal forstöðu- nanna prjónaslofa víðs vesar um land, einkum þö í Norðurlands- i.jördæmi vestra, ve«na samnings Sainbands ísl. samvinnufélaga við Ameriean Express um sölu á um 13 þúsund prjónakápum til Bandaríkjanna. Telja þeir, að SIS hafi náð þessum samningi með brögðum, kápa þeirra sé ótrúlega lík kápu. sem hönnuð var á veg- um Álafoss fvrir prjónastofu á Austurlandi og að SIS hafi verið fært að bjóða lægra verð ineð því að fá Prjónastofu Borgarness til að prjóna og sauina kápuna í verksmiöju sinni í Skotlandi, þar sem sé láglaunasvæði. Þannig sé SlS í revndinni að undirbjóða ís- lenzkan vinnumarkað og fvrir bragðið standi fjöldi prjönastofa hér heima, sem hafi reitt sig á að fá hluta úr þessu verkefni, uppi verkefnalaus og vfir 200 inanns at vinnulausir. Eftir heimildúm, sem Morgun- blaðið hefur aflað sér, mun upp- haf þessa máls vera, að á siðasta ári fór Álafoss að undirbúa sainn- inga þessa árs við American Express, sem það hefur skipt \ið á undanförnum ái'um. Var þá Eva Vilhjalmsdóttir tízkuteiknari m.a. fengin til þess á vegum Alafoss að hanna kápu fyrir Prjónastofuna Dyngju á Egilsstöðum. Þegar samningar væru komnir f kring var síðan gert ráð f.vrir, að káp- urnar yrðu sauinaðar í prjónastof- um víða um land, aðallega þó í bæjum og þorpum í Nörðurlands- Iðnverkafólk mótmælir MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkvnning frá Landssambandi iðnverka- fölks. þar sem segir, að á stjórnarfundi í gær hafi verið gerð eftirfarandi sam- þykkt: Stjórn Landssambands iðnverkafólks mótmælir ein- dregið þeirri ráðstöfun Prjónastofu Borgarness að flvtja út prjónavoðir til að sauina úr þeim erlendis, þegar nægur mannafli og vélakostur er innanlands, til að anna því verkefni. Skorar stjórn landssam- bandsins á Alþingi og við- komandi stjórnarvöld að gera tafarlausar ráðstafanir til þess að slík öþurftarverk verði ekki endurtekin. kjördæmi vestra. Bæði þessi fyr- irtæki — Alafoss og Dyngja — lögðu í töluverðan kostnað við undirbúning á hönnun þessarar kápu. Voru sýnishorn af henni send til dótturfyrirtækis Álafossí Bandaríkjunum, leeland Import, sem setti kápurnar til í sölu hjá Ameriean Express til reynslu. Likaði kápan vel, en nokkur ágreiningur varð um verð á káp- unum. Þótti forráðamönnum Ameriean Express það of hátt, en þá höfðu koinið til tvær gengis- hækkanir hér heima og valdið þessari verðhækkun. Framkvæmdastjóri Ieeland Import á þessum tíma var Phil Koehenberfer, sem nú er hættur störfum. Híns vegar hefur Morg- unblaðið það eftir traustum heím- ildum, að Koehenberfer hafi sið- asta mánuðinn, sem hann starfaði hjá leeland Import, gerzt eins konar umboðsmaður keppinauts- ins, SÍS, og þá þegar byrjað að vinna að því, að SÍS fengi samn- inginn við Ameriean Express. Er því haldið fram, að hann hafi far- ið með kápu þá, sem hönnuð var f.vrir Dyngju, til American Express, þar sem henni hafi verið breytt nokkuð og hún síðan send hingað heim tH Sambandsins með fyrirmælum um að þannig ætti hún að vera. Því er einnig haldið fram, að SÍS hafi verið unnt að bjóða lægra verð á kápurnar með því að hafa Prjónastofu Borgarness f bak- höndinni og aðstöðu hennar f Skotlandi. Var þar gert ráð fyrir, að Gefjun legði til loðbandið, sem Prjónastofa Borgarness síðan prjónaði efnið úr og léti sauma það f verksmiðju sinni í Skot- laridi, þar sem kaupgjald er mun lægra en hér. Þess má geta, að einn af aðstandendum Prjóna- stofu Borgarness er Halldór E. Sigurðsson fjánnálaráðherra. Þá ríkir mikil reiði meðal for- ráðamanna prjónastofanna með hlut iðnaðarráðherra i þessu máli. Þeir telja sig hafa vissu fyr- ir því, að iðnaðarráðherra hafi setið fund með forráðamönnum iðnaðardeildar SÍS um hugsan- lega fyrirgreiðslu til handa SÍS vegna verðtregðu Rússa hvað snertír kaup á ullar-og prjónavör- um. Benda þeir á, að iðnaðarráð- herra hafi ekki veitt öðrum iðn- fyrirtækjum neina svipaða fyrir- greiðslu þrátt fyrir, að þau hafi mátt þola tvær gengishækkanir á siðasta ári. Þykir þeim SÍS vera orðið algjört öskabarn þessarar ríkisstjórnar. i hópi framámanna iðnaðarins er hins vegar einkum fett fingur út í að ákveðið skuli vera að kápurnar verði saumaðar ELDUR kom upp við fæðingar- deild Landspítalsans í gær og var þar um tíma töluvert hættu- í Skotiandi áður en gengið er úr skugga um hvort ekki sé hægt að dreifa kápunum til saums á hinar ýmsu prjónastofur hérlendis. ástand. Engan sakaði þö og tókst fljötlega að slökkva eldinn. Framhald á bls. 22 Hér má sjá afstöðuna milli tauskúrsins, þar sem eldurinn kom upp, og fæðingardeildarinnar en eldurinn barst í hana eftir rennunum, sem sjást á myndinni. (Ljósm. Ól. K. IM) Eldur í fæðingar- deildinni í gærdag Hinrik KÓ hætt kominn — Lagðist á hliðina í mynni Reyðarfjarðar Eskifirði 7. feb., frá Þórleifi Olafssyni blm. Mbl. ÞAÐ óhapp vildi til, er loðnuskip- ið Hinrik KÓ 7 \ar að koma með fullfermi af loðnu, 210 tonn, til Eskifjarðar á níunda tímanum í morgun, að það lagðist á hliðiua í invnni Revðarfjarðar. Bátur var sendur frá Eskifirði með dælu, sein komið var um borð í Ilinrik og tókst að dæla burt sjö, sein komi/.t liafði í bakborðsgang skipsins og koinst Hinrik klakk- laust til Eskifjarðar þar sem Sólkross ÁSATRUáRFELAGIÐ hefur látið gera táknmerki til að ininna ó 1100 ára byggð á is- landi og verður merkið fram- leitt sem barmmerki. Er það sólkross bundinn rúnum, gerð- ur af silfri á bláum grunni. Utan um er áletrunin „1100 ár Íslands" bæði á latínuletri svo og á rúnaletri. Einnig hefur fé- lagið látið gera kingu úr silfri, sem táknar heimsmynd ásatrú- ai'innar eins og henni er lýst í Eddunum. Myndin sýnir merki Asa tr ú arf él ag si ns. aflanum var landað úr bonuin í dag. ,.Það sem kom fyrir," sagði Garðar Finnsson skipstjóri og eigandi Hinriks, „var, að hurðarlæsing á bakborðs- gangi skipsins bilaði og við það hálffylltist gangur- inn af sjó og skipti þá engum togum, að skipið lagðist á bak- borða og för lunningin alveg í kaf. Ég get ekki neitað því, að ástand- ið var um tíma nokkuð alvarlegt, en þetta bjargaðist allt giftusam- lega." Þarna sem Hinrik lá með mikla slagsíðu f mynni Reyðarfjarðar hafði skipstjórinn samband við báta, sem lokið höfðu löndun á Eskifirði og fór einn báturinn, Skinney SF 20, Iiinrik til Itjálpar og hafði meðferðis kraftmikla brunadælu, sem fékkst hjá slökkviliðinu á Eskafirði. Vel gekk að koma brunadælunni um borð í Hinrik og var fljótlega hægt að byrja að dæla sjó úr bakborðsganginum. Við það rétti skipið sig nokkuð, og hægt var að setja á ferð til Eskifjarðar. Sigl- ingin inn Reyðarfjörð gekk að óskum, en af og til þurfta bátur- inn að sigla i hringi til að rétta sig af. Kom Hinrik til Eskifjarðar klukkan rúmlega 12 í dag og var strax hafizt handa við að landa úr skipinu. Loðnuna hafði skipið fengið vestan við Ingólfshöfða og lagði af stað til lands kl. 4.00 í gær. Allt hafði gengið að öskum þangað tii hurðarlæsingin bilaði. Sjórinn mun engum skemmdum hafa valdið um borð í skipinu en þess má geta, að sjór komst einnig fram undir hvalbak skipsins. Hinrik er 250 rúmlestir að stærð, smiðaður í Stralsund í Austur-Þýzkalandi 1959. Skipið hét áður Ilafrún og var þá gert út frá Bolungarvík, en nú er eigandi skipsins Garðar Finnsson, keypti hann það fyrir tæpum þremur árum. Hangi- kjöt 108% 348 kr. 114. ian. 11974 167 kr 1. ág. “ 1971 ILekkun í (íð vinstri stjórnar. Fjörlegt tónlistarlíf á Akureyri TO NLISTARFÉLAG Akureyrar mun láta mjög að sér kveða um næstu helgi. A laugardag klukkan 5 gengst það fyrir tónleikum í konsertsal Tónlistarskólans. Þar koma fram Sigríður E. Magnús- dóttir söngkona og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Sigríður svngur lög eftir Árna Thorsteins- son, Sigfús Einarsson, Pergólesi, Martini, Grieg, Sibelius o.fl., en Jónas mun leika verk eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Mozart, Sehumann, Raehmanin'off, Prók- óféff og Villa-Lobos. A sunnudagskvöld heldur félagið kvöldskemmtun I Sjálf- stæðishúsinu með miklum söng og hljóðfæraslætti. Þar koma þau Sigríður og Jónas fram aftur, en að aúki allmargt söngfólk á Akur- eyri, svo sem Ilelga Alfreðsdöttir, Kristján Jóhannsson, Þuríður Baldursdóttir, og Lilja Hallgrims- dóttir. Undirleikarar verða Helen Longworth og Soffía Guðmunds- dóttir. Á eftir leika Ingimar Eydal og hljómsveit hans djasslög og munu að lokum leika undir almennum söng og fyrir dunandi dansi. — Sv.P. Iþróttahandbók NÝLEGA hefur bókaútgáfan Fjölvís sent frá sér „Íþróttahand- bókina 1974". Er þar um að ræða vasabók með almanaki fyrir árið 1974, i svipuðu formi og vasabæk- ur Fjölvíss hafa verið. í bók þess- ari er svo að finna ýmsar upplýs- ingar um íþróttahreyfinguna, landsleiki, Íslandsmet og fl. Síð- asti kafli bókarinnar fjallar svo um skyndihjálp. Allar tölur og upplýsingar um formenn sérsambanda eru mið- aðar við 1. september s.l. Ritstjóri iþróttahandbókarinn- ar er Sigurdór Sigurdórsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.