Morgunblaðið - 15.03.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.03.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 „Saklaus af öllum ákærum ÞAÐ tók aðeins sex mínútur að bera fram ákæruna síðast- iiðinn laugardag og fyrir sak- borningana að svara þeim, en það voru sex mínútur sem eru einstæðar í bandarískri réttar- sögu því sakborningarnir sjö voru úr hópi nánustu og hæst- settu starfsmanna Bandarikja- forseta, einn þeirra fyrrverandi ráðherra. Viðbotin við þessar sex mínútur kemur svo í september næstkomandi þegar mál þeirra H.R. Haldeman, John D. Erlichman, John N. Mitchell, Charles W. Colson, Gordons C. Strachan, Roberts C. Mardian og Kenneths W. Parkinson, verður aftur tekið fyrir, hjá Sirica, dómara. Þessir sjö menn eru sakaðir um samsæri um að hindra að réttlætið næði fram að ganga með því að reyna með mútum, lygum og svikum og á annan óheiðarlegan hátt að hindra að fram færi eðlileg rannsókn á innbrotinu í Watergate- bygginguna og njósnunum sem þar voru stundaðar. Alls voru lesnar upp 45 ólöglegar að- ferðir sem þeir eru sakaðir um að hafa beitt i þessu skyni. Allir sjö neituðu sekt sinni. 30 ára gangelsi? John Mitchell, fyrrum dóms- málaráðherra, fékk á sig fimm ákæruliði. Hann var sakaður um að hafa einu sinni beitt valdi sínu sem ráðherra til að hindra að réttlæti næði fram að ganga, um að hafa tvisvar logið fyrir rannsóknarkviðdómi, um meinsæri og um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ef hann yrði fundinn sekur um öllþessi atriði er hægt að dæma hann í allt að 30 ára fangelsi. „Þýzkararnir“ Haldeman og Erlichman, sem stundum voru kallaðir „þýzk- ararnir hans Nixons“, voru tveir af nánustu samstarfs- mönnum forsetans áður en flóð- gáttir Vatnshliðsins opnuðust. Haldeman er yfirmaður starfs- mannahalds forsetans, en Erlchman sérlegur ráðgjafi í innanríkismálum. Þeir eru sakaðir um að hafa einu sinní reýnt að hindra framkvæmd laga og að hafa þrisvar logið. Þyngsta refsing sem þeir gætu fengið er 25 ára fangelsi. Colson Charles Colson, var sérlegur lögfræðilegur ráðunautur Hvíta hússins og ofarlega á list- anum yfir hæstsetta aðstoðar- menn forsetans. Hann er sak- aður um samsæri og um að hafa hindrað framkvæmd laga. Hann gæti fengið 10" ára fáng- elsi. Hinir þrir eru „minni fiskar“. Parkinson var lögfræðingur nefndarinnar sem vann að endurkjöri forsetans og hann gæti fengið 10 ára fangelsi fyrir hlutdeild sína. Strachan sem meðal annars var persónulegur aðstoðarmaður Haldemans gæti fengið 15 ára fangelsi og Mardian sem var aðstoðar- maður Mitchells gæti fengið fimm ár. Frjálslegir Sem fyrr segir neituðu þessir Jokn Mitchell, 30 ár? menn öllum sakargiftum og mál þeirra verður tekið fyrir rétt9. september næstkomandi. Ef sakborningarnir voru óstyrkir þarna í réttinum, bar ekki á því. Mitchell heilsaði Leon Jaworski, Watergate-sak sóknaranum, með handabandi, og Jaworski sagðí: ,4ohn, hvernig hefurðu það. Það er gott að sjá þig aftur.“„Ert þú við góða heilsu?" spurði Mitchell og Jaworski svaraði: „Sæmilega,” um leið og hann hélt áfram. Sakborningarnir sjö spjölluðu saman sín á milli og við starfs- menn réttarins, meðan beðið var eftir Sirica, domara. Tiu lögfræðingar sáu um öll forms- atriði fyrir þá og strangur lög- regluvörður gætti þess að þeir yrðu ekki truflaðir. Mótmælastaða Um hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan réttar- salinn og gerðu hróp að þeim sakborninganna sem þeir þekktu. „Sieg Heil,“ var öskrað þegar Haldeman og Erlichman mættu. Þegar öllu var lokið fóru Haldeman, Erlichman, Colson og hinir út um hliðardyr og komust þannig burtu óséðir. Mitchell gekk hinsvegar hik- laust út um aðaldyrnar og í gegnum þvögu fréttamanna og áhorfenda. Erlichmann, 25 ár? Mardian, 5 ár? Strchan, 15 ár? Parkinson, 10 ár? Fáskrúðsfjörður: Nokkrir klúbbfélagar við afhendingu tækjanna. Gegnumiýsingartækið Augnprófunartækið Lionsmenn gefa tannlækningatæki Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri og Jóhann Antonfusson, fráfarandi formaður Lionsklúbbsins, við nýju tannlækningatækin. Ljósm. Albert Kemp. Fáskrúðsfirði, 13. marz. ÞRIÐJUDAGINN 26. febr. sl. afhenti Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar Búðahreppi að gjöf fullkomin tannlæknínga- tæki að verðmæti um l'A milljón króna, læknishéraðinu til afnota. Fráfarandi formaður klúbbsins, Jóhann Antoníus- son, afhenti tækin, en hann hafði verið forgöngumaður um útvegun þeirra. Sveitarstjór- inn, Jón Gauti Jónsson, veitti tækjunum viðtöku fyrir hönd Búðahrepps. Viðstaddur af- hendinguna var verðandi tann- læknir á staðnum, Jónas Ragnarsson, sem nýlega hefur útskrifazt sem tannlæknir. Er það mikils virði, að hann skuli ætla að setjast hér að og stunda tannlækningar á komandi árum. Aður hefur Lionsklúbburinn gefið læknishéraðinu gegnum- lýsingartæki og augnprófunar- tæki. Auk þess hefur hann sett upp tvo leikvelli fyrir yngstu börnin. Fjár til kaupa á tækj- unum og öðru hefur klúbbur- inn aflað með sölu á ýmsum varningi og samkomuhaldi. Hafa Lionsmenn safnað fénu bæði á Búðum, I Fáskrúðsfjarð- arhreppi og í Stöðvarhreppi, þ.e. I öllu læknishéraðinu, og hefur þeim alltaf verið tekið mjög vel. Nú er sjöunda starfsár kiúbbsins og er mikil gróska f starfinu. Núverandi formaður klúbbsins er Magnús Stefáns- son, kennari. — Albert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.