Morgunblaðið - 15.03.1974, Side 37

Morgunblaðið - 15.03.1974, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15, MARZ 1974 37 ROSE- ANNA 55 getað veitt honum viðnám. En hann var ekkert að hugsa um slíkt. Eg átti mér engrar undan- komu auðið. Það fór hrollur um hana. — Fáeinar sekúndur i viðbót — æ, ég get ekki tilþess hugsað. Þetta var ögeðslegt. Þegar þau gengu út að sjúkra- bilnum sagði hún — Veslings maðurinn. — Hver? — Hann. Korteri síðar voru Kolberg og Stenström þeir einu, sem voru fyrir utan húsið í Runebergsgötu. — Ég kom rétt í tæka tíð til að sjá, hvernig þú fórst að. Hvar hefurðu lært þetta tak? — Ég hef nú ekki verið fall- hlífarstökkvari fyrir ekki neitt. — Ég hef sjaldan séð það svartara. Þú getur ráðið niðurlög- um allra með þessu móti. 30. kaflL Martin leit á manninn, sem sat fyrir framan hann, með aðra höndina i fatla. Hann leit ekki upp. Hann hafði beðið eftir þessari stund í hálft ár. Hann beygði sig fram ogkveikti ásegulbandinu. — Þér heitið Folke Lennart Bengtsson sagði hann, eruð fædd- ur i Gautaborg 6. ágúst 1926. Þér búið i Rörstrandsgötu i Stokk- hólmi. Erþað rétt? Folke Bengtsson kinkaði kolli, en svaraði engu. — Gjöriðsvo vel að svara. — Já, sagði maðurinn — já, það er rétt. — Játið þér yður sekan um kynferðisglæp og morð á bandarísku konunni Roseönnu MeGraw um borð í Díönu aðfarar- nótt 5. júli? — Ég hef ekki myrt neinn, sagði maðurinn — Talið hærra. — Nei, ég viðurkenni það ekki. — Þér hafið áður játað, að þér hafið hitt Roseönnu 4 júlí í fyrra. Erþað rétt? — Ég veit það ekki. Éfe vissi ekkert, hvað hún hét. — Við höfum sannanir fyrir því að þér voruð samvistum við hana 4. júli. Um nóttina drápuð þér hana og köstuðuð likinu fyrir borð. — Nei, það er ekki satt! VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. % Sjónvarpsþáttur um varnarmál — hægri eða vinstri Kristján Kristjánsson, Borgar- holtsbraut í, Kópavogi, skrifar: „Sjónvarpsþáttur 27. febrúar sl. var að ýmsu leyti athyglisverður. Kom þar m.a. mjög í ljós ofbeldis- hneigð vinstri manna, sem lýsti sér á hinn broslegasta hátt, svo sem að þeir töldu gjöreyðingu ís- lenzku þjóðarinnar blasa við ef NATO héldi hér áfram vörnum. Með slíkri málfærslu eru þessir menn ef til vill að kanna, hvernig aðferðir, sem Rússar notuðu við innlimun Eystrasaltslandanna, Eistlands, Lettlands og Litháens, myndu gefast hér. í þessum lönd- um hefur nú að mestu tekizt að uppræta þær þjóðir, sem fyrir voru, og hafa fylgispakir Rússar verið settir í staðinn. Enginn minntist á Varsjár- bandalagið, innrás Rússa i Ung- verjaiand og Tékkóslóvakíu og það, að Rússar hafa hersetu i þessum löndum. Ekki var heldur minnzt á það, hverjir stjórna morðum og bróðurvígum við Ber- linarmúrinn, þar sem þýzkt al- þýðufólk er að reyna að ná sam- bandi við vini sina og ættingja í Vestur-Berlín. Niðurstaðan hlýtur því að verða sú, að NATO-rikjunum eigi að veita alla þá aðstoð hér, sem tök eru á, og þætti mér æskiiegt, að NATO ætti fulltrúa við endur- skoðun varnarsamningsins nú. Af hverju heimta vinstri menn ekki fisksöluverzlanir íslendinga heim frá Bandarikjunum, ef þeim þykja viðskiptin svona slæm við þessa þjóð? Sannleikurinn er ein- faldlega sá, að öll skipti okkar við Bandaríkin eru með þeim ágæt- um, að fátitt er. Það væri fróðlegt að vita, hver tilgangur Rússa er með flutning- um til og frá Kúbu um Kefla- víkurflugvöll. A kannski að fara að skipta um fólk þar eins og við Eystrasalt? Að endingu þetta: Eru sumir Islendingar svo illa á vegi.staddir, að þeir þurfi að láta frá sér jafn ógeðsiegan munnsöfnuð og í um- ræddum þætti um varnarmál? Slíkt er engum til sóma. Kristján Kristjánsson." Sem betur fer eru þeir ekki margir, sem ryðjast fram í fjöl- miðlum með ókvæðisorð á vörum eins og þeir varnarleysissinnar, sem Kristján minnist á. Hins veg- ar þurfti engum að koma á óvart, þótt ekki væru þeir sómakærir, — slíks var aldrei að vænta hvort sem var. Hins vegar vill Velvakandi ekki láta hjá liða að taka upp hanzk- ann fyrir vinstri menn. Það eru ekki nema fáír vinstri menn, sem vilja í fávisi sinni hafa þetta land varnarlaust, — og spurningin er beinlínis sú, hvort þeir æstustu séu yfirleitt vinstri menn, en ekki argasta afturhald. Þeir stunda einstefnu, þar sem engin skyn- semi eða málamiðlun kemur til greina. Um langt skeið hefur það tiðk- azt að skipta mönnum í tvo megin flokka eftir pólitískum skoðunnum — vinstri og hægri. Samt mun flestum ljóst, sem hafa velt því fyrir sér á annað borð, að ailan þorra fólks er hvorki hægt að flokka í vinstri flokk eða hægri flokk. Lika er spurningin sú að þessu leyti, hvað sé yfirleitt vinstri og hvað sé hægri. Ef það eru vinstri menn, sem vilja fá breytingar fram með byltingu, en nenna ekki að bíða eftir því, að hlutirnir þróist á eðlilegan hátt, hversu margir ætli vinstri menn séu þá á íslandi? Og ef það er að vera hægri sinnaður að vilja eng- ar breytingar, en hafa „allt eins og það hefur alltaf verið“, hvað ætli þeir hægrisinnuðu séu þá margir? 0 Góð þjónusta í veitingastofunni á Kjarvalsstöðum „Oftast eru menn fúsir að nöldra og rífast yfir þvi, sem mið- ur fer, en öðru máli 'gegnir, þegar fólki er vel gert — þá er það seinna í svifum, ef það á annað borð segir nokkuð, og er þá ekki hávaðinn og lætin sömu. Ég vil hér með taka af skarið, ef svo má að orðr komast, og þakka forráðamönnum veitingastofunn- ar á Kjarvalsstöðum góða þjón- ustu. — Það var sérstaklega ánægju- legt að fara og skoða málverka- sýningu þar nýlega og fá góðar veitingar á eftir. — Kærar þakkir fyrir góða þjónustu og frábærar veitingar. Arni G. Jörgensen og fleiri." 0 Skátastarfsemi í Hlíðunum Þórður Jónsson, Stigahlíð 67, Reykjavík, hringdi. Ilann er skáti og í flokki, sem kallaður er Hamrabúar. Hann segir, að starf- semin sé lítil sem engin og telur, að því sé miður farið. Hann segist — Drápuð þér hana á sama hátt og þér ætluðuð að drepa stúlkuna í Runebergsgötu? — Ég ætlaði ekki að drepa hana. — Hvern ætluðuð þér ekki að drepa? — Þessa kvensnift. Hún leitaði á mig. Hún spurði, hvort ég vildi ekki koma heim til hennar. Henni var engin alvara með mig. Hún ætlaði bara að auðmýkja mig. — Ætlaði Roseanna MeGraw einnig að auðmýkja yður? Var það þess vegna sem þér drápuð hana? — Eg veitþað ekki. — Komuð þér í klefann henn- ar? — Það man ég ekki. Kannski ég hafi komið þar. Ég veit það ekki. Martin horfði þögull á manninn. Loksins sagði hann. — Eruð þér mjög þreyttur? — Nei.Nei, Eiginlega alls ekki. — Finnið þér tií i handleggn- um? — Ekki núna. Ég fékk sprautu á sjúkrahúsinu. — Þegar þér sáuð stúlkuna i gærkvöldi, minnti hún yður þá á stúlkuna sem þér hittuð um borð í Díönu í fyrra? FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI — Þær voru ekki stúlkur... — Hvað eigið þér við með þvi? Auðvitað voru þær stúlkur. — Já, en.. . eins og skepnur. .. — Ég skil ekki hvað þér eigið við. — Þær eru eins og dýr, sem hugsa ekki um annað en sínar dýrslegu og sjúklegu hvatir.. . Nokkur þögn. — Er yður alvara? — Allt sómakært fólk myndi segja það sama — bara ekki þeir sem eru úrkynjaðir og spilltir. — Féll yður ekki við þessar stúlkur? Roseönnu og konuna i Runebergsgötu. .. hvað heitir hún nú aftur? — Sonja Hansson, hvæsti mað- urinn. — Alveg rétt. Likaði yður ekki við hana? — Ég hata hana. Ég hataði lika hina. Ég manþað ekki eins greini- lega. En þér hljótið sjálfur að sjá, hvernig þær hegða sér. Þér eru karlmaður og hljótið að skilja þetta. Hann var mjög hraðmæltur. — Nei.Hvað eigið þér við? — O, þær eru svo viðurstyggi- legar. Flagga löstum sínum og hafa greitt félagsgjaldið, sem sé 350 krónur, en ekki hafi hann verið boðaður á nema tvo fundi i vetur. 0 „Hvaðavit er í þessu?“ Arni Helgason í Stykkishólmi skrifar: „I eyrum landsmanna klingir við úr öllum áttum: Það vantar fleiri skóla, fleiri og stærri sjúkrahús, heilsugæzlustöðvar, elliheimili, rannsóknastofnanir o.s.frv. o.s.frv. Þjóðin er í stöðugri uppbyggingu á öld tækni og vís- inda. Það er rétt, að uppbygging vorra tima er sannkölluð bylting, og fyrir 30 árum hefði okkur ekki órað fyrir því, sem staðreynd er í dag. En mitt i allri þessari uppbygg- ingu eru svo stórkostleg niðurrif, svo stór, að ef við athuguðum þetta nánar og gætum fengið rétt- ar niðurstöður myndi okkur sann- arlega blöskra. Við eyðum sem sé okkur til skaða og tjóns hundruðum milljóna í tóbaksvörur, — hrein- lega blásum út í loftið stórkostleg- um auðæfum ár eftir ár, auðæf- im, sem gætu komið að miklu i;agni í uppbyggingu þjóðfélags- .ns. Sem sagt, við eyðum fjármun- um i það, sem veldur tjóni bæði á sál og líkama. Hvílíkar andstæð- ur. I litlu kauptúni eins og því, sem ég hefi búið i undanfarin ár. telst mér til í lauslegri athugun, að hér séu seldar tóbaksvörur á ári fyrir 10 til 12 milljónir hið minnsta. Það er ekki lítil upphæð í bæjarfélagi, sem verður að láta svo margt sitja á hakanum. Á sama tíma erum við með félagsheimili i smíðum og höfum litla von um fjármuni til að ljúka þeirri byggingu í bráð. Við þurf- um að byggja skólahús, því að nú er tví- og þrísett í hverja kennslu- stofu og nægir ekki til, — við erum i kirkjubyggingarhugleið- ingum og eigum í sjóði ekki nema brot af fyrirhuguðum byggingar- kostnaði, hafnarmannvirki þurfa stórkostlegra bóta við, gatnakerf- ið endurbóta og lagfæringar fyrir milljónir, og svona mætti halda áfram að telja, en við eigum ekki fjármuni til athafna. En við höf- um efni að blása 10 til 12 milljón- um á ári (líkl. VS af öllum tekjum sveitarfélagsins) út í loftið, eng- um til gagns, en flestum til tjóns. Verður ekki að þessum niður- stöðum fengnum hverjum hugs- andi manni á að hugsa: Er vit í þessu? Svari hver fyrir sig. Margir eldsvoðar eru á hverju ári. Brunalið í hverjum bæ og kauptúni til taks ef eldur verður laus. Okkur blöskrar tjón það, sem eldurinn vinnur. En stærsti eldsvoðinn liggur okkur kannski í of léttu rúmi? Hvenær verður brunalið stofnað og aukið til að vinna á slikum eyðandi eldi? Eru þeir tímar að nálgast? Arni Helgason.“ S3? $1G£A v/GGA £ 'Í/LVERAU MAMMA MÍN Á 9ERL0FE6-Í/ £KfA ?£RLOM 03 6ÖLLÓR YIÍ9 OfMÖNÍOM OG MINKA9RS SEM KOSÍAVI V\E\U EN M\LLiöNÖ6 S\TKÓN0G0LAK/ <b\l HE9 ÍIMM G\R0M SIM VtóN CT Á \ frÓP/RNAft i Sérstök nefnd til umsjónar með Jiundinum” MORGUNBLAÐINU barst nýlega eftirfarandi fréttatilkynning frá Iðnaðarráðuney tinu: Hinn 5. þ.m. skipaði iðnaðarráð- herra, Magnús Kjartansson, sér- staka nefnd, er hafi í umboði iðn- aðarráðuneytisins yfirumsjón með byggingu háspennulinu milli Suður- og Norðurlands eftir svo- nefndri byggðaleið. 1 nefndina voru skipaðir: Egill Skúli Ingibergsson verk- fræðingur, formaður nefndarinn- ar; Guðjón Guðmundsson skrif- stofustjóri; Kristmundur Hall- s dórsson fulltrúi og Tryggvi Sigur- * bjarnarson verkfræðingur. Ij í fjárlögum fyrir árið 1974 hef- I ur Alþingi heimilað ríkisstjórn- • inni lántökur til línubyggingar- J innar að upphæð samtals kr. 300 I millj. SINCLAIR vasareiknivélin, sem gerir allt nema kosta mikla peninga. ★ Fljótandi komma, Ýt 4 reikningsaðferðir, ★ +, —, X, + ★ Konstant. ■A Sýnir 8 stafi. ■A Vinnur vikum saman ★ á 4 rafhlöðum o.fl. o.fl. ★ Stærð aðeins: ★ 50x110x18 mm. heimilistæki sf Sætún 8, simi 1 5655, 24000. margfaldnr marhað vðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.