Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 30

Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1974 | ÍI'lilfflAIIiííTIK MflHIUIMILAflSI^S I EINUM hezta leik 1. deildarinn- ar í sumar gerðu Valur og KR jafntefli á Laugardalsvellinum í f.vrrakvöld. 2:2 uróu úrslitin og voru þau eftir atvikum sann- gjörn. Leikurinn var allan tfmann mjög opinn og mikió um góó tækifæri á háða bóga. — Með þessu jafntefli hafa KR-ingar hlotið 5 stig í 1. deild og eru f öðru sæti ásamt Víkingum. Vals- menn eru nú með 3 stig og eru fvrir ofan Fram og IBA, sem bæði hafa hlotið 2 stig. Valsmenn skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins og kom það á 30. mínútu. Alexander tók horn- spyrnu frá hægri og. gaf fasta sendingu meðfram KR-markinu: þar var Birgir Einarsson f.vrir og renndi knettinum auðveldlega í netið. Varnarmenn KR voru upp- teknir við að gæta Jóhannesar Eðvaldssonar, sem vildi fá stutta sendingu meðfram endamörkum frá Alexander. Er 25 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kvittuðu KR- íngar. Atli bór gaf á Jóhann Torfason í vítateig Valsmanna og sá síðarneíndi afgreiddi knöttinn skemmtilega i netið. Sigurður Haraldsson var ekki á sínum stað, hafði faríð í ævintýraferð út á vítateiginn. Næstu mínútur gerðist margt og staðan hreyttist úr 1:1 i 2:2. Evrst léku þeir aftur laglega saman Jóhann og Atli og eftir samleik þeirra lá knötturinn í neti Valsmarksins. Skot Jóhanns frá vítapunkti. og holtinn lá i hliðarnetinu vinstra megin. óverj- andi fvrir Sigurð Haraldsson Adam var þó ekki lengi í para- dis. Um miðjan síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn sett tvo nýliða inn á. Atla Eðvaldsson (hróður Jóhannesar) og Guðmund bor- hjörnsson. 17 ára pilta háða á fvrsta árí í 2. flokki. bað fyrsta sem Atli gerði i sinum fyrsta meistaraflokksieik var að skora mark og það með miklum glæsi- hrag. Hann fékk knöttinn um 25 metra frá marki KR-inga og sendi knöttinn í netið með þrumuskoti — ekki siæm bvrjun það. bar með eru upptalin miirkin i þessum líflega leik. Af helztu tækifærum liðanna mætti nefna skalla Jóhannesar rétt framhjá marki KR í upphafi Ieiksins. úr dauðafæri; hjörgun Jóns Gisla- sonar á línu Valsmarksins og skot Atla Héðinssonar yfir frá mark- teig í fyrri hálfleiknum. Horn- spyrnu Alexanders í slá og vel varin skalla Jóhafmesar Eðvalds- sonar á lokamínútu leiksins var eftirminnifegt. betta er þó aðeins stutt upptalning. Mörk KR: Jóhann Torfason á 70. min. og 72. mín. Mörk Vals: Birgir Einarsson á 30. mín. og Alli Eðvaldsson á 74. mín. Aminning: Engin Ahorfendur: 1371 Dómari: Hannes b. Sigurðsson (dæmdi leikinn ágætlega). TVEIR efnilegir nýliðar komu inná í leik Vals og KR. Þetta voru þeir Guðmundur Þorbjörnsson t.h. og Atli Eðvaldsson t.v. Milli þeirra á m.vndinni er Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði Vals, bróðir Atla. A neðri myndinni spyrnir Atli Eðvaldsson, t.v. að KR-markinu og skorar. KR-ingurinn á myndinni er Sigurður lndriðason og Valsmaðurinn er Kristinn Björnsson. Allir geta tekið þátt í FRÍ-skokkinu ..Skokkið veitið þrek og ánægju," gætu verið einkunnar- orð fyrir keppni, sem ÍSÍ og FRl eru nú að hleypa af stokkunum. Nefnist keppni þessi FRt-skokkið og mun það standa yfir á tímabil- ínu frá 15. júní til 30. júli n.k. Reglur og fyrirkomulag skokks- ins eru þannig, að í því geta allir tekið þátt, ungir sem gamlir, konur sem karlar. Má húast við mikilli og al- mennri þátttöku i skokkinu, enda áhngi almenningS á íþrótt- um mjög vaxandi, svo og skilning- ur á gildi þeirra. — betta er aðeins upphafið að því, sem koma skal, og við vonum, að FRl-skokkið nú geti orðið hvati að öðru og meira, sagði Sigurður Helgason formaður úthreiðslu- nefndar FRl á fundi með blaða- mönnum fyrir helgina. Ala for- ráðamenn skokksins þá von með sér, að áður en mörg ár líða verði skokk og hlaup orðið eins vinsælt og almennt hérlendis og er á hin- um Norðurlöndunum, en þar er víða geysilegur áhugi á hlaupi, einkum þó í Finnlandi, þar sem mörg hundruð manna taka jafnan þátt í víðavangshlaupi. FRÍ-skokkið er afar einfalt í sniðum. Hver þátttakandi í því keppir fyrst og fremst við sjálfan sig. Karlmenn þurfa að skokka eða hlaupa 2 km vegalengd, en konúm og börnum yngri en 12 ára er ætlað að skokka 1 km. Engin tímamörk eru í skokkinu og getur því hver og einn haft hraðann við sitt hæfi. Hins vegar verða eftir- litsmenn, sem fylgjast með því, að þátttakendur ljúki keppninni, og þeir, sem það gera einu sinni, eiga þess kost að fá keypt áletraðan borða til minningar um keppnina. Auk þess eiga þeir, sem Ijúka því 5 sinnum, kost á að kaupa trimm- nælu ÍSI, sem verður sérstaklega útbúin vegna þessarar keppni. — Við gerum okkur grein fyrir því, að keppni þessi stendur og fellur með framkvæmdaaðilunum á hinum ýmsu stöðum á landinu, sagði Örn Eiðsson formaður FRl á blaðamannafundinum, — og við vonumst eftir góðri samvinnu við þessa aðila. Öllum héraðssamböndum hefur verið skrifað og þau beðin að hafa á hendi skipulagninu FRl-skokks- ins í sínum heimahögum. Upphaf- lega var ætlunin að efna til keppni milli sambanda og kaup- staða um þátttöku, en síðar var ákveðið að fresta því, unz nokkur reynsla væri komin á keppnina. Hins vegar mun FRÍ gefa upp tölur um þátttöku á hinum ýmsu stöðum á meðan á keppninni stendur. Ætlunin er, að á fyrrgreindu tfmabili, 15. júní til 30. júli, gefist fólki kostur á að skokka a.m.k. tíu sinnum. Rækilega verður auglýst, hvar skokkbrautirnar verða, og umsjónarmenn munu verða við 1 stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugar- dalsvöllur 10. júní. KR-Valur 2:2 þær á ákveðnum tíma. Umsjóna- mennirnir skrá þátttakendur, fylgjast með þeim og skila síðan skýrslum til FRÍ r Arsþing og r Islandsmót ÁRSÞING Handknattleikssam- bands íslands verður haldið í Fé- lagsheimilinu Seltjarnarnesi dag- ana 21. og 22. júní nk. Hefst þing- ið föstudaginn 21. júní klukkan 13.30 og verður fram haldið á sama tíma daginn eftir. íslandsmeistaramót í hand- knattleik utanhúss fara fram í sumar eins og venjulega. i meist- araflokki karla á tímabilinu 15. til 30. júlí, í meistara- og 2. flokki kvenna í ágústmánuði. Umsóknir um framkvæmd mótanna óskast sendar stjórn HSÍ fyrir 20. júní nk. (Fréttatilkynning frá HSÍ). FRÍ SKOKKIÐ 1S.JÚMÍ - 30.JÚLÍ 1974 SKOKKIÐ VEITIR ÞREK OG ANÆGJU F.R.Í. i.S.1 LIÐ VALS: Sigurður Haraldsson 1, Grímur Sæmundsen 3, Þór Hreiðarsson 3, Jóhannes Eðvaldsson 3, Jón Gíslason 2, Sigurður Jónsson 2, Hörður llilmarsson 1, Alexander Jóhannesson 3, Birgir Einarsson 2, Ingi Björn Alhertsson I, Kristinn Björnsson 3, Guðmundur Þorbjörnsson 1 (varam.), Atli Eðvaldsson 2 (varam.). LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 2, Sigurður Indriðason 2, Þor- varður Höskuldsson 2, Olafur Olafsson 2, Ottó Guðmundsson 3, Árni Steinsson 3, Haukur Ottesen 2, Björn Pétursson 2, Atli Þór Héðinsson 3, Jóhann Torfason 3, Gunnar Gunnarsson 2, Guð- mundur Jóhannsson 1 (varam.). Maður—á—mann—vörn Valsmenn léku stíft maður-á- mann-vörn í þessum leik, með tvo miðverði, sem gættu Atla og Jóhanns. Jóhannes var svo f.vrir aftan og bakverðirnir voru nokkuð frjálsir, en gættu þó út- herja KR, ef sótt var upp kantana. Tókst þetta nokkuð vel hjá Val að þessu sinni og hefði tekist enn betur hefðu miðjuleikmennirnir verið virkir, en það voru þeir ekki að þessu sinni. Var t.d. Hörður Hilmarsson langt frá sinu bezta. bá sáust varla ýmsir framlínu- menn Vals langtímum saman í þessum leik, — en áttu þó spretti á milli. I síðari hálfleiknum komu tveir nýliðar inn á í Valsliðið eins og áður er getið. Stóðu þeir sig báðir allvel og mark Atla var gullfall- egt. Eigi að síður var mikil áhætta að setja þá inn á og hefði manni virzt eðlilegra að setja einhvern reyndan varnarmann inn til að styrkja vörnina og halda 1:0 for- skotinu. sem Valsliðið náði f fvrri hálfleik. En vogun vinnur og vog- un tapar og að þessu sinni var skiptingin ávinningur. bór Hreiðarsson lék nú heilan leik með Val. en það hefur hann ekki gert áður í Islandsmótinu. bór stóð vel fyrir sínu í sinni nýju stöðu sem bakvörður. Texti: Ágúst I. Jónsson Mvndir: Ragnar Axelsson Öskrandi KR-ingar KR-ingar hafa oft verið nefndir Ijónin úr Vesturbænum eða eitt- hvað í þá veru. Að þessu sinni gerðu Ijónin lítið meira en að öskra og sú barátta. sem einkennt hefur leik KR-liðsins í sumar og fært liðinu inargan góðan sigur- inn var nú óvenju litil. KR-ingar revndu að spila meira að þessu sinní en undanfarið og tókst oft ágætlega upp. bó komu bæði mörk liðsins eftir langar send- ingar og baróttu. Atli Héðinsson sýndi það áþreifanlega í þessum leik að hann er einn skæðasti framherji okkar. Að vfsu skoraði hann ekki í þessum leik, en átti heiðurinn af báðum mörkum Jóhanns. Atla var vel gætt í leiknum, enda ekki van- þörf á. Annars var KR-liðið nokkuð jafnt í þessum leik og f rauninni enginn einn leikmaður, sem skar sig úr. Fyrsta spyrna nýliðans færði Val jafntefli gegn KR-ingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.