Morgunblaðið - 16.10.1974, Side 11

Morgunblaðið - 16.10.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÖBER 1974 11 „Lífið er ekki bara saltfiskur” — Hvers vegna eru merki nauðsynleg? — Allt frá því aö sögur hófust hafa merki ætíð kynnt tiltekin atriði, ákveðna lifnaðarhætti, raunar hvaðeina, og þessum sið er haldið áfram. Það má segja að notkun merkja sé orðin nokkurs konar keppni. Þeir er vilja koma erindi á framfæri, sýna eitthvað eða selja, nota tiltekið merki þvf til kynningar. Merkið þarf að vera fyrir augað, auðvelt að þekkja það og bera með sér tiltekna stef nu og efni. Þegar lönd eiga þannig I samkeppni hvert við annað, lfkja þau eftir hinumtil þessað halda velli og reyna jafnframt að kom- ast fram úr keppinautunum á markaðinum. Það er því grund- vallaratriði að hafa slíkt merki. — Hvaða hugmyndir hafið þér um útlit slfks gæða- merkis fslenzks iðnaðar? — I fyrsta lagi þarf merkið að vera einkar einfalt að allri gerð. Það verður að vera ljóst og línurn- ar sem mynda það sem fæstar. Ástæðan er sú, að merkið verður ekki einungis notað á pappfr, þar sem prentun er auðveld, heldur mun það verða stimplað aftan á leirmuni ýmiss konar og þá fer ekki hjá því að myndin verði nokkuð gróf. I öðru lagi þarf merkið að gefa tvö grundvallarat- riði til kynna á einfaldan og ljós- an hátt: Hvaðan varan er — hafi maður fslenzka framleiðslu f huga, dettur manni einna fyrst í hug víkingahjálmur eða víkinga- skip eða önnur atriði úr sögu landsins. Jafnframt verður merk- ið að tengjast hugmyndinni um iðnað nútímans, en slíkt er yfir- leitt sýnt með tannhjólum, sem grípa hvort í annað. Merkið verð- ur m.ö.o. að gefa landafræðina greinilega til kynna og einnig að hér er um iðnaðarvarning að ræða. — Hverjar eru hugmyndir yðar um notkun gæða- merkisins? — Merkið verður ekki notað af einstökum fyrirtækjum, heldur nýtt til þess að auðkenna tiltekna framleiðslu. Kemur þá fyrst til álita, hvort umrædd vara er þann- ig úr garði gerð, að áhugi sé fyrir henni á mörkuðum heimsins eða hluta þeirra. Varan verður því að lúta gæðamati, þannig að væntan- legir kaupendur geti verið vissir um að varan uppfylli á eiginleika, er réttlæti kaup hennar. Nú á dögum er slíkur urmull varnings á boðstólum og margur hluturinn ódýr en annar lélegur. Kaupend- ur vilja einhvern hlut einungis um stundarsakir, en annan tfma varning, sem endast á árum sam- an. Þegar þannig stendur á, leita þeir fyrst og fremst að gæðum en ekki magni. Þá er þörfin á merki augljós. Framleiðendur hér þurfa að vita gjörla um tilvist þess og sækjast eftir að fá að nota það. Það verður síðan verkefni (Jt- flutningsmiðstöðvarinnar að kynna merkið fyrir kaupendum erlendis. — Verður merkið þá ein- ungis notað á vörur, sem ætlaðar eru til útflutn- ings? — Nei, alls ekki, enda er það augljóst mál, að kaupendur hér á landi hafa eins mikinn áhuga og kaupendur erlendis á að geta reitt sig á gæði þess varnings, sem þeir ætla sér að kaupa. Þannig verður merkið notað á íslenzkar vörur, sem ekki er ennþá byrjað að flytja út. Maður vonast samt til þess, varan þyki góð og gjaldgeng hér á landi, að þá sé ekki síður áhugi fyrir henni erlendis og unnt að vekja áhuga kaupenda þar með árangursrfku sölustarfi og þá einkum með þvf að nota gæðamerkið. Gerald Taylor. — Hver er sá fslenzkur iðn- varningur, sem að yðar áliti er bezt fallin til þess að vekja áhuga erlendra kaupenda? — Ég hefi að vísu aðeins dvalið hér um stundarsakir og þess vegna er ekki auðvelt fyrir mig að svara spurningunni tæmandi. Ég hefi samt tekið eftir þvi, að hér eru t.d. leirmunir, sem eru í hæsta máta óvenjulegir — efnið f þeim er óvenjulegt. Ég held að Japanar séu þeir einu, er vinna leirmuni á svipaðan hátt, en þeir einbeita sér að fjöldaframleiðslu fyrir stóran markað. Árangurinn yrði bara sá að skapa eftirspurn fyrir keppinautana, sem ráða yfir getu til f jöldaframleiðslu. Is- lenzkur iðnaður verður þessvegna að einbeita sér að gæðavarningi í takmörkuðu magni og hér eru leirmunirnir ágætt dæmi. Þá má vitanlega nefna gærurnar, ullina og silfurskartgripi. Það skiptir hvert land meginmáli að ná eins miklu verðmæti út úr framleiðslu sinni og frekast er unnt og forðast að flytja út óunnar eða hálfunnar vörur. Þarna sést mikilvægi góðr- ar hönnunar betur eri nokkru sinni og hún verður að skipa sér- «£akt heiðurssæti. Þegar um rj$Idaframleiðslu er að ræða, vilíí- kaupendur einungis þann varning, semer einsódýrog frek- ast er hnnt — fólk skeytir litlu sem engu wn útlit þess fatnaðar, sem er nauíisynlegur til þess að halda á sér hita. En ákveðinn hluti kaupenda hefur meiri pen- ingaráð en aðrir og vilja gjarnan láta á þvf bera. Þessií kaupendur greiða meira til þess að eignast hlut, sem enginn annar á.'Eg tel að fslenzkum iðnaði verði hvað mest og bezt ágengt á þessu sviði á heimsmarkaðinum. I þessu felst raunar að land með örfáa fbúa reynir að keppa við lönd, þar sem mikill mannfjöldi er. Islenzkur iðnaður verður að mæta þessum erfiðleikum með því að sérhæfa sig. Island er vel sett milli aðal- markaðssvæðanna, sitt hvoru megin við Atlandshafið; Banda- rfkin og Kanada öðru megin, Vestur-Evrópu og Rússland hinu segir Gerald Taylor megin; fjarlægðin ekki ýkja mik- il. Engu að síður verður að taka tillit til flutningskostnaðar og hann er æði hár. Varningur héð- an verður því að kosta meira. Það er um að gera að líta ekki á þetta sem vandamál, heldur miklu fremur sem kost að því leytinu til að kaupendur fái héðan varning, sem sé alveg einstakur í sinni röð. — Hvert er álit yðar á ís- lenzkri hönnun eftir stutt kynni? — Hún er einstök í sinni röð og ég tel að hún muni falla erlendum kaupendum vel í geð. I tízkuheim- inum er sífellt verið að leita að nýjum hugmyndum og breyting- um, enda þótt nokkuð sé um að fyrri stefnum sé fylgt að nokkru. Þegar haft er f huga hve mikill listrænn þokki er yfir íslenzku handbragði og ennfremur ef unnt væri að virkja hinn almenna list- ræna áhuga á iðnaðarsviðinu, þar sem reynt væri að forðast eftiröp- un erlendra áhrifa, þá eru miklar líkur til, að því yrði vel tekið á heimsmarkaðinum.þarsemhér er um öðruvísi vörur að ræða. Ég álít nauðsynlegt fyrir fslenzka hönn- uði að fara öðru hvoru utan til þess að fylgjast með því, sem er að gerast á tfzkusviðinu, en þeir verða jafnframt að gæta þess að forðast alla beina eftiröpun á þeirri tfzku, sem náð hefur hylli kaupenda þá stundina. — Hvers vegna álítið þér iðnaðarframleiðslu til út- flutnings svona mikilvæga fyrir tslendinga. Ættum við ekki heldur að einbeita okkur að fiskinum? — Það er veruleg hætta því samfara að reiða sig algjörlega á eina framleiðslugrein, þótt auð- velt sé að fást við hana þá stund- ina. Verðmæti fisksins felst eink- um í eggjahvítuefnunum, sem úr honum fást, en nú er unnt að verða sér úti um þau á annan hátt, t.d. með ræktun soyjabaun- anna, enað þvíer égveitbezt, er nú unnt að hafa nokkuð góða stjórn á ræktun þeirra og þar skilur á milli þeirra og fisksins. Þá ber einnig að hafa í huga, að þótt fólkinu fjölgi í heiminum, er ekki þar með sagt að fiskunum fjölgi að sama skapi. Það er alls ekki fráleitt að stjórnvöld telji sig knúin til þess að draga úr veiðum til þess að varðveita fiskstofninn. Þess vegna er það óskynsamlegt að reiða sig eingöngu á þennan atvinnuveg. I þessu sambandi vil ég ítreka það, sem ég sagði áðan um almennan listrænan áhuga ts- lendinga. Mér þykir mjög illa far- ið, ef slíkum hæfileikum er ekki sinnt og allir eiga eingöngu að helga sig fiskinum og vinnslu hans. Það er því mun æskilegra að finna nýjar starfsgreinar, þar sem þessir hæfileikar og áhuginn, sem fyrir hendi er, fái að njóta sín, auk þess sem slfkt gerir lífið fjölbreyttara og fyllra. Vilji Is- lendingar auka þá velmegun, sem nú er fyrir hendi I landinu og einnig að fylgjast með öðrum þjóðum á því sviði, þá verða þeir að taka þessi atriði með í reikn- inginn. GERALD Taylor er forstjóri fyrirtækjasamsteypu í Lundúnum, en hefur nú tekið sér frí frá þeim störfum til þess að vinna að markaðsmálum fyrir íslenzkar iðnaðarvörur á erlendum mörkuðum. Verkefni hans hér er að hrinda i framkvæmd ýms- um þeim áætlunum, sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa unnið að hér á landi síðast liðin tvö ár. i Stakar liriviii frá flMIIUOfl (AISI' M ÍNAN LAUGAVEGI 47 SÍM117575

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.