Morgunblaðið - 16.10.1974, Qupperneq 32
nucivsincRR
^-»22480
nucivsincRR
«£^22480
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974
Verðmætis-
aukning fisk-
afla varð um
120% í sjáv-
arplássunum
VERÐMÆTISAUKNING fisk-
afla, sem unninn var f fisk-
vinnslustöðvum hérlendis á árinu
1972, nam rúmum 6 milijörðum f
vinnslunni: aflaverðmæti kr.
5.079.000.000,- en útflutnings-
verðmæti kr. 11.371.000.000.-.
Verðmætisaukning varð þvf rff-
lega 120%.
Verg þjóðarframleiðsla sama ár
er talin nema 67 milljörðum
króna. Verðmæti þess varnings,
sem fór um íslenzkar hafnir þetta
ár, er talið nema 43 milljörðum
króna, eða 64% af þjóðarfram-
leiðslunni. Þrátt fyrir þessa verð-
mætisaukningu fiskaflans í
sjávarplássunum og þrátt fyrir
þau verðmæti, sem eiga farveg
um hafnirnar í inn- og útflutn-
ingi, eru þær reknar með veru-
legum rekstrarhalla. Sjá nánar f
grein um málefni hafna á bls. 12 í
blaðinu í dag.
Haustsvipurinn færist yfir hægt og sígandi, laufið
fýkur og gjólan brýnir sig, en dagur og dagur ber sig
einstaklega vel og þá notar fólk strax tækifærið og
tyllir sér úti við til þess að velta vöngum og föndra
við mannlífsspjall. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M.
Saltfiskmarkaðir
Mið- og Suður-
Ameríku kannaðir
TVEIR menn frá Sölusambandi
fslenzkra fiskframleiðenda eru
um þessar mundir á ferðalagi f
Mið- og Suður-Amerfku f þeim
tilgangi að kanna hvort ekki sé
hægt að selja meira af saltfiski
þangað frá Íslandi, en menn eru
nú uggandi um saltfisksölur til
Miðjarðarhafslandanna vegna
hins ótrygga ástands, sem þar er
vfða. Þeir, sem fara þessa ferð
fyrir S.I.F., eru Jón Ármann
Héðinsson stjórnarmaður félags-
ins og Valgarð Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri.
Tómas Þorvaldsson, stjórnarfor-
maður S.I.F., sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þeir Jón
Ármann og Valgarð hefðu lagt af
stað í þessa ferð i sfðustu viku, og
gert væri ráð fyrir, að hún stæði
yfir í um mánaðartíma. Á
stjórnarfundi S.Í.F., sem haldinn
var í byrjun síðustu viku, var
ákveðið að senda þá félaga í þessa
ferð, einkum til að kanna
markaðshorfur í löndunum við
Karabíska hafið og í Brasilíu.
Tómas sagði, að þeir félagar
Framhald á bls. 18
Getur hljóðgjafi fœlt
háhyrningana hurtu?
Reknetabátar reyna aftur í vikunni
REKNETABATAR hafa ekki
gert tilraun til að leggja net sín f
þessari viku, en líklcga munucin-
hverjir reyna það f lok vikunnar,
að þvf er Elfas Jónsson frétta-
ritari Mbl. á Höfn tjáði Mbl. f
Flokksbiniy Alþýðuflokksins um miðjan nóvember:
Þ. Gíslason verður
ekki í kjöri sem formaður
Gylfi
GYLFI Þ. Gfslason, formaður Al-
þýðuflokksins, hefur ákveðið að
gefa ekki kost á sér til endurkjörs
sem formaður flokksins á flokks-
þingi, sem haldið verður um
miðjan nóvember. Frá þessu
skýrði Gylfi á fundi f Alþýðu-
flokksfélagi Reykjavfkur, sem
haldinn var f gærkvöldi. Jafn-
framt er Ijóst, að Eggert G. Þor-
steinsson, sem verið hefur ritari
Alþýðuflokksins, ætlar heldur
ekki að gefa kost á sér f það
embætti og hann verður ekki f
kjöri til formanns. Benedikt
Gröndal verður í kjöri til for-
manns flokksins, en hann er vara-
formaður hans nú. Óvfst er hverj-
ir munu verða kjörnir varafor-
maður og ritari flokksins. Gylfi Þ.
Gfslason mun halda áfram að
vera formaður þingflokks Al-
þýðuflokksins.
1 ræðu sinni í gærkvöldi á fundi
í Alþýðuflokksfélaginu fjallaði
Gylfi Þ. Gíslason um væntanlegt
flokksþing og kvað nauðsyn til
þess, að það fjallaði um skipulag
flokksins og flokksstarfið og að
auka þyrfti verkaskiptingu milli
forystumanna, fá aukna breidd í
fiokksforystuna, auka tengslin
við launþegasamtökin og fá fleiri
unga menn til starfa I forystu
Voru með mest um 40 rjúp-
ur — Veiðamar hófust í gær
RJtJPNASKYTTUR héldu til
fjalla f býtið f gærmorgun, en þá
gékk f gildi leyfi til rjúpnaveiða.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. aflaði sér í gær, virðist
vera mikið af rjúpu f ár. 1 Forna-
hvammi voru menn að koma inn
með 30—35 rjúpur hver eftir dag-
inn, og norður f Þingeyjarsýslu
voru menn með mest 41 rjúpu.
„Þeir héldu 18 upp á heiði í
morgun, og voru þrír komnir til
baka núna um sexleytið, hver með
30—35 rjúpur. Ætli hinir verði
ekki með eitthvað svipað, eða
kannski heldur meira. Ég er alveg
hissa á þvi hvað þeir hafa fengið
mikið, og þetta bendir til þess, að
það sé mikið af rjúpu í ár,“ sagði
Hafsteinn Ólafsson hótelhaldari I
Fornahvammi þegar Mbl. ræddi
við hann í gær. Hafsteinn sagðí,
að veður hefði verið mjög slæmt á
mánudag, rok og rigning, og það
hefði líklega heldur dregið úr
ásókn manna fyrsta daginn. Þó
komu 18 manns og keyptu leyfi,
en leyfið ,er selt á 500 krónur
stykkið. Veður var heldur skárra í
gær, en þó fremur leiðinlegt.
Snjólaust er nema á efstu tind-
um, og heldur rjúpan sig því frek-
ar ofarlega, 10—20 saman I hóp.
Framhald á bls. 18
flokksins. Hann f jallaði um skipu-
lag annarra flokka og benti á, að
þar gegndi ekki sami maður störf-
um þingflokksformanns og for-
manns flokksins. Raunar hefði
slík skipan áður verið í Alþýðu-
flokknum og kvaðst Gylfi vilja
taka þessa skipan upp að nýju.
Myndi hann ekki gefa kost á sér
sem formaður flokksins á flokks-
þinginu. Með þessu kvaðst Gylfi
bera þá von í brjósti, að hún
stuðlaði að frekari skipulags-
breytingum í f lokkinum.
Morgunblaðinu er kunnugt um,
að Eggert G. Þorsteinsson mun
ekki gefa kost á sér til formanns
kjörs og hann mun ekki verða
íendurkjörisem ritari flokksins.
Varaformaður flokksins, Bene-
dikt Gröndal, mun hins vegar
hafa hug á að vera í kjöri sem
formaður flokksins. Óskipað er þá
I embætti varaformanns flokksins
og I embætti ritara og er óljóst
enn, hverjir muni ætla sér þær
stöður.
gær. Engin ákvörðun hefur enn
verið tekin um að sprengja
merkjasprengjur neðansjávar til
að hrekja háhyrningana af mið-
um reknetabátanna. Verður það
ekki gert fyrr en athugaðir hafa
verið möguleikar á því að fá tæki-
frá Bandaríkjunum, sem gefur
frá sér ákveðin hljóðmerki, og
fælir þannig frá háhyrningana.
Jón Jónsson forstöðumaður Haf-
rannsóknarstofnunarinnar tjáði
Mbl. þetta f gær, en stofnun hans
hefur einmitt spurzt fyrir um
þetta tæki í Bandaríkjunum.
„Við erum alls ekki spenntir
fyrir því að ráðast að háhyrn-
ingunum með neinu offorsi, enda
gæti slíkt skaðað mjög álit okkar
útávið. Þess vegna viljum við áð-
ur kanna allar hugsanlegar leiðir
aðrar en sprengjunotkun,“ sagði
Framhald á bls. 18
Stolið 70 þús-
und kr.í erlend
um gjaldeyri
f FYRRINÓTT var brotizt inn
f kjallarafbúð við Hrfsateig f
Reykjavfk, og þaðan stolið er-
lendum gjaldeyri að verðmæti
um 70 þúsund krónur. Voru
þetta 100 þýzk mörk og 100
sænskar krónur.
Þjófurinn sprengdi upp
gamlan borðstofuskáp, sem er
í kjallaranum, en þar var að
finna lítinn peningakassa.
Gjaldeyririnn var þar geynd-
ur, og hirti þjófurinn allt, sem
í kassanum var, en snerti ekki
við neinu öðru í íbúðinni.
490 milljón kr. tap í smásöluverzlun
Hagnaður í bifreiðaverzlun og byggingavöruverzlun
HAGDEILD Verslunarráðs fs-
lands hefur nýlega gert könnun á
afkomu verslunarinnar á árunum
1973 og 1974. Könnunin leiðir f
Ijós, að búast má við 157 millj. kr.
halla hjá verslunarfyrirtækjum f
heild á þessu ári. Einnig kemur
fram, að tap á ársgrundvelli er
áætlað 1.200 millj. kr. eftir álagn-
ingarlækkunina fyrir skömmu.
Mest er tapið í smásöluverslun-
inni, en það er áætlað 490 millj.
kr. f ár. Tap f almennri heild-
verslun er áætlað 41 millj. kr. Á
hinn boginn er búist við, að hafn-
aður bifreiðaverslunar verði 247
millj. kr. á þessu ári og hagnaður
byggingavöruverslunar verði 127
millj. kr.
(Sjá viðtal á bls. 14)
Könnun hagdeildar Verslunar-
ráðsins fyrir árin 1973 og 1974 er í
framhaldi af könnun Þjóðhags-
stofnunar, sem nær yfir árin 1971
og 1972. Athugun þessi nær til
allra greina verslunarinnar, nema
útflutningsverslunar, olíuversl-
unar og áfengis og tóbaksverslun-
ar.
Samkvæmt þessum athugunum
nam hagnaður verslunarinnar
1971 498,3 millj. kr. Árið 1972
lækkaði þessi upphæð niður f
268,7 millj. kr. og á árinu 1973
niður í 211 millj. kr. Á þessu ári
er hins vegar reiknað með 157
millj. kr. halla. Ef á hinn bóginn
er miðað við breyttar aðstæður
eftir álagningarlækkunina, má
reikna með taprekstri upp á 1.200
millj. kr. á ársgrundvelli. Ef
álagningin hefði ekki verið lækk-
uð er búist við, að hagnaður hefði
orðið 297 millj. kr. á ársgrund-
velli.
Þegar litið er á hagnað
verslunarinnar f heild í hlutfalli
viðveltu kemuríljós, aðhannvar
1,8% árið 1971, en er nú komin
niður í -*• 0,2%. Árið 1972 var
hann jákvæður um 0,8% og um
0,5% árið 1973.
Þegar litið er á afkomu ein-
Framhald á bls. 18