Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 1. GREIN VANDAMAL % UNGLINGAVANDAMÁLIÐ er tugga, sem sífellt skýtur upp kollinum í samræðum manna á milli, svo og í fréttum f jölmiðla. Er þá tuggunni tíðast slengt fram sem einhvers konar skýringu á ákveðnu atviki. Unglingur brýst inn og stelur nokkrum sígarettu- pökkum, eða ekur á ljósastaur drukkinn á stolnum bíl. Og hver er skýringin á því? Jú, — unglingavandamálið. En eiga slíkar al- hæfingar rétt á sér? Og ef svo er, hvert er eðli þessa vandamáls? 0 Slagsíðan ætlar á næstunni að reyna að kynna nokkra anga „unglingavandamálsins“. Hún ætlar að reyna að afla svara við spurningum eins og: Hverjar eru þjóðfélagslegar kringumstæður unglinga, sem lenda á glapstigum eða eru upp á kant við umhverfi sitt? Hvers eðlis eru þessir árekstrar einstaklings og samfélags? Hvernig er fjallað um þessa árekstra? Hvað verður um þessa unglinga? Hver er þáttur hins opinbera? Og svo framvegis. % Slagsíðan hefur sjálf engin svör á takteinum. Hún ætlar sér eingöngu að reyna að afla svara hjá þeim, sem þessi mál gerst þekkja. í dag tölum við við rannsóknarlögregluna. Slagsíðan ræðir við H „Meö skammdegi og s færast unglingaafbrot Flestir þeirra, sem í fangelsum sitja hérlendis, byriuðu ungir á braut afbrota. Afbrot unglinga eru einmitt viðfangsefni okkar í dag. Ekki svo að skilja, að við höfum lausnir á takteinum. Við ætlum aðeins að reyna að draga upp lauslega mynd af vandanum og i þvf skyni leit Slagsíðan inn hjá rannsóknarlögreglunni í Borgartúni. Þar ræddum við um stund við Helga Daníelsson, rannsóknarlögreglumann, sem hefur það verkefni með höndum að fjalla um unglingaafbrot f Reykjavfk. Eins og sakir standa er honum einum ætlað að fjalla um þennan málaflokk í 90 þúsund manna borg! Hans starf er því ærið, en viðtalið veitti hann okkur þó góðfúslega. Innbrot og hnupl geta skipt tug- um í viku hverri og ósjaldan eru einmitt hinir svokölluðu afbrota- ueglingar að verki. Nú er geng- inn í garð sá tími, þegar innbrot- um og hnupli fjölgar, skammdeg- ið. ÓskeikuII fylgifiskur skamm- degis og skólatímans er aukning unglingaafbrota. „Þegar skólinn byrjaði fór mig að vanta peninga og þess vegna stal ég,“ er ósjaldan viðkvæði þeirra unglinga, sem verða uppvísir að innbrotum og öðrum auðgunarbrotum. „t sum- ar var ég að vinna og þá þurfti ég ekki að stela.“ Að því er Helgi sagði okkur virðast sumir unglingar aldeilis óseðjandi f peningamálum og vasapeningar frá foreldrunum fjarri því að fullnægja eyðslu- börfinni. Flestir þeirra. sem af- brotin stunda, reykja einn sfga- réttupakka á dag, fara f bíó 2—4 sinnum í viku, stunda skemmti- staði, drekka áfengi og hanga í sjoppum, þar sem kók og prins póló eru ómissandi. Með þessu móti getur eyðslan skipt nokkr- um þúsundum á viku. Þótt af þessu væri skorinn helmingurinn þyrfti drjúgan skilding til að borga brúsann. Gegndarlaus eyðsla unglinga, sem enn stunda skólanám, verður þeim og foreldrum þeirra ofviða. Sumir vilja reyndar halda því fram, að fjöldi þeirra unglinga, sem afbrot stunda, komi af heimilum, þar sem börnin eru afskipt í efnalegu tilliti, að íbúðin og allt, sem því fylgir, sé tekið fram yfir barnið. Undir þetta vildi þó Helgi ekki taka. Við byrjuðum á því að spyrja Helga hversu mörg mál hann héldi, að hann fengi viku- lega, sem beinlfnis snertu unglinga. „Það er ómögulegt að segja. Þetta er afskaplega breytilegt og málin f jölbreytileg. Innbrot á mismunandi stöðum tvinnast saman og vinda upp á sig. Hér hef ég til dæmis skýrslubunka upp á tugi blaðsíðna, sem fjalla um 40 innbrot tveggja pilta aðallega. Þeir vildu reyna að bæta ráð sitt og ganga frá sínum málum. Þetta var eins konar „hreingerning". Þeir hafa brotizt inn víðs vegar um bæinn og þessi mál eru reynd- ar ekki þau einu, sem þeir hafa átt þátt i. Þeir eiga fjöldann allan af öðrum brotum, sem þeir hafa viðurkennt áður. 1 þessu tilviki stóðu yfirheyrsl- urnar yfir i þrjá daga. Þannig getur þetta verið. Ég næ tangar- haldi á tveimur strákum og út- koman verður þessi.“ Hvers konar afbrot var um að ræða í þessu tilviki? „Mest var um auðgunarbrot að ræða og í þessum skýrslubunka ér um að tefla gífurlegar fjárhæðir. Þetta eru innbrot í íbúðir og fyrir- tæki, alls kyns hnupl og auk þess bílaþjófnaðir. En það skal tekið fram, að þessi afbrot voru framin á margra mánaða tímabili." Bættu þeir svo ráð sitt? „Nei, því miður er annar þeirra enn í afbrotum, þótt hann hafi snarminnkað það. Hann hefur komið inn nokkrum sinnum eftir þetta. Hinn gerir ekkert — enda hefur hann ekki aðstöðu til þess að stela.“ Hvernig stendur á því? „Ég vil ekki skýra frá því.“ Er algengt, að svona mörg mál upplýsist á einu bretti? „Það er ekki óalgengt, að svo sé. Það er oft, að strákur, sem er tekinn á innbrotsstað, viðurkenni á endanum 10—20 innbort annars staðar. Ég get nefnt sem dæmi, að lengi vel hafði verið brotizt inn i ýmis fyrirtæki í sama hverfinu án þess að tækist að hafa upp á þjófunum. Þetta voru á milli 10 og 20 innbrot. Þá var það, að piltur var tekinn við innbrot í öðru bæjarhverfi og þegar upp var staðið frá yfirheyrslum var Þeir sem „reyndastir" eru f afbrotum lenda f myndasafni lögregl- unnar. hverfið afgreitt. Þrír til fjórir piltar voru viðriðnir þessi inn- brot.“ Eru það kannski alltaf hópar, sem standa að þessum innbrot- um? „Já, það má segja, að það sé algild regla. Venjulega eru þeir tveir saman um þetta og svo allt upp í 5—6. Ég man varla eftir einu einasta máli, þar sem aðeins einn var að verki.“ Hver heldurðu, að sé orsók þess, að unglingur leiðist út afbrot? „Ég vil ekki skilgreina af hverju, en ástæðan er aðalleg8 auðgunarvon. Peningarnir eru efst á baugi, en annars ræðst þae> hvað þeir taka, eftir þvi hvar þe>r brjótast inn. Þeir taka jafnvel bara eitthvað frekar en ekkert. sumum tilfellum eru skemmdirn- ar miklu meiri en andvirði þýf,s' ins. Það má eiginlega segja. a þegar á heildina er litið sé verð- mæti þýfisins hégómi miðað vi þær skemmdir, sem unnar eru a húsnæði og húsmunum. En varðandi ástæður afbrota unglinga má nefna sitthvað. Þetta er afskaplega mismunandi eftir árstíma. Skammdegið er verst. A sumrin er miklu minna um þetta. Þá er unnið og þá hafa þau meira fyrir stafni. Þegar skólarnir hefj- ast versnar þetta. Margir af þess- um krökkum eiga f erfiðleikum > skólanum. Þau mæta illa og nárn- ið gengur illa. Það er ekki það, a þau séu vitlausari en gengur og gerist, heldur er þetta hrein leti- Þau hafa einfaldlega ekki áhuga.“ En hvað með áfengið? „Afbrot og áfengisneyzla fylgk ast ekki endilega að. Ég vil ekk> segja, að áfengisneyzla sé bein orsök. Hins vegar er því ekki a neita, að aldurinn hefur færzt m ur á öllum sviðum, ef miðað er vi lengra tímabil.“ Á hvaða aldri eru þessn unglingar, sem þú fjallar um- „Ég sé um mál þeirra, sem er yngri en 16 ára, en ætli flestir sev ekki á aldrinum 13—15 ára. Þe> yngstu, sem ég hef fengið, ha « verió allt niður f 7—8 ára." Nú eru fæstir þessara unglinS' sakhæfir. Hvað er gert þeim hjálpar? „Það er mismunandi hvað g er. Ég reyni að vinna með heim unum og ég veró að segja eins • er, að ég hef haft mjög gott jsa. starf við þau. I allflestum ti> um er góður skilningur tý hendi, en það er náttúrlega staklingsbundið hvernig fótk P ir mótlætið. Þá vinn ég > n samstarfi við Félagsmálasto og ýmsa kennara í skólum bor innar. Þetta rúma ár, sem eg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.