Morgunblaðið - 24.11.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 24.11.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1974 15 ^ » •.. annar er enn f afbrot- JJ1*1 ■.. hinn hefur ekki aðstöðu til Pess að stela .. ★ » ... þeir yngstu hafa verið alit niður f 7—8 ára“. ★......ég kemst ekki einn yfir þetta allt“. ★ „... hann var of gamall til að fara á upptökuheimilið og of ung- ur til að fara f fangelsi... “ ★ „... sumir koma aftur og aftur" Hga Daníelsson, rannsóknarlögreglumann kóla að er oft Ijótt um að litast eftir 'hnbrot enda „verðmæti þýfisins , égómi einn miðað við skemmd- 'rnar“, eins og Helgi orðaði það. "nnið við þetta, hef ég ekki haft "ndan neinu að kvarta í þessum efnum.“ Erá hvers konar heimilum kon,a þessir unglingar? „Þeir koma frá allavega heimil- Um. bæði góðum og slæmum, en vil undirstrika, að það er mjög eVgjanlegt hvað er gott heimili eg hvað slæmt. Því fer fjarri, að Það fari eftir efnahag for- e*dranna. En Því er ekki að neita, a<^ þeir koma oft frá heimilum, sem eru erfið, þótt það sé engin jj'gild regla. 1 mörgum tilfellum ,ru einhvers konar vandræði eima fyrir og vandamál barn- nna eru oft afleiðing slæmra eimilisaðstæðna, eins og t.d. ^ykkjuskapar. Þá spila hjóna- K'*naöir oft inn i þetta. En minn vandi er sá, að ég hef kki aðstöðu til að kynna mér ^eimilisástæður unglinganna. 0 furðulega sem það kann að Joma þá er mér einum ætlað að a um þessi mál í borg, sem j. Ur yfir 90 þúsund íbúa. Ég þvUlst aldrei yfir allt það, sem ,i/'fi að gera. Ég hef óskað eftir tilSs,yrk. Það hefur lengi staðið fe aö Þæta hér úr og nú hef ég k g'^ vissu um, að annar maður . mi f þetta með mér um næstu °ramót.“ jfver hefur þróunin i þessum d um verið? biái ,arna kemur þú að kjarna Ur ,SltlS' ^ið verðum að gera okk- afkj^0'0 fyrir, að fjöldinn allur af Við 0,Um kemst aldrei upp. Þegar "lá rrðum orénir tveir um þetta fá;r >Uast við, að málafjöldi, sem þarf atgreiðslu, aukist. En það ekki að benda til þess, að um aukningu afbrota sé að ræða. Núna fáum við margar til- kynningar um þjófnaði, sem aldrei tekst að upplýsa. Við höf- um það mikið að gera, að við sækjumst ekki beinlinis eftír fleiri málum. En stundum upplýs- um við í leiðinni mál, sem aldrei hafa verið kærð.“ Er það algengt? „Já, það kemur alltaf fyrir við og við. Sumura finnst ástæðulaust að kæra. Oft afhendum við fólki hluti, sem hefur verið stolið frá þvi og þegar við innum það eftir þvi af hverju það hafi ekki kært fáum við t.d. það svar, að einhver ákveðinn fjölskyldumeðlimur hafi verið grunaður. Það hefur komið fyrir, að ég hef skilað þýfi til kaupmanna upp á tugþúsundir án þess að þeir hafi haft hugmynd um, að frá þeim hafi verið stolið. Einu sinni skilaði ég þýfi unglings, sem sam- tals var að verðmæti á þriðja hundrað þúsund króna. Þessu hafði hann stolið úr ýmsum verzlunum, en aðeins verið kært út af einum hlut, sem kostaði 40 þúsund krónur. Mig minnir, að nokkrum mánuðum áður hafi ver- ið skilað frá sama pilti vörum í nokkur fyrirtæki fyrir svipaða upphæð.“ Hvað hefur orðið um þennan pilt? „Þetta var fyrir einu ári og ég hef ekki séð hann siðan. Hann bíður dóms, en þegar þetta var var hann of gamall til að fara á upptökuheimilió og of ungur til að fara i fangelsi." Sérðu oft sömu andlitin? „Þvi miður fæ ég oft þá sömu, sumir koma aftur og aftur, en svo eru aðrir, sem koma bara einu sinni.“ Hafa þeir þá bætt ráð sitt? „Ja, ég hef nú ekki aðstöðu til að vita hvort þeir eru hættir eða eru bara orðnir lagnari við þetta. En ég hef vissu fyrir, að sumir lenda ekki i þessu aftur.“ Hvaða leið telur þú vænlegasta til að beina unglingum frá afbrot- um? „Stór þáttur er, að góð sam- vinna náist við foreldrana. Þrátt fyrir allar stofnanir og skóla er heimilið algjörlega númer eitt. Bregðist það getur ekkert komið i staóinn fyrir það. Heimilið er hornsteinninn. Vonlausustu til- fellin lenda á stofnunum. Aður en gripið er til þess hefur margt ver- ið reynt á undan. Þá sendum vió marga í sveit beinlínis að ósk foreldranna." Er Iftið um, að stúlkur stundi afbrot á sama hátt og piltar? „Almennt eru þetta strákar, en alltaf er eitthvað um stelpur og þá mest i sambandi við búðahnupl." Er mikið um búðahnupl? „Já, ég er sannfærður um, að það er talsvert af búðahnupli, en kaupmenn virðast kærulausir í þessum efnum. Þegar þeir verða þessa varir kippa þeir þýfinu af börnunum og vísa þeim síðan út. En ég held, að þaó sé mikið um svona hnupl, sem hreinlega kemst aldrei upp.“ Eru þeir, sem þú fæst við, e.t.v. efni í afbrotamenn framtfðarinn- ar? „Ég vona, að það verði sem fæstir. Hitt er annað mál, að mér skilst, að flestir, sem sitja inni, hafi byrjað á þessum aldri. Það er því enn brýnna að vinna vel að þessum málum, þegar afbrota- mennirnir eru á þessum aldri. Það starf skilar sér örugglega. Aðalatriðið er að ná i krakkana Þetta er „geymslan // sem fyrst, því ef þau komast upp með þetta halda þau áfram, þau komast á bragðið. Það er mögu- legt að ná þeim út úr þessu ef hægt er að gripa í taumana snemma. Annars verður erfiðara við málið að eiga.“ Hvernig vildir þú lýsa þessum krökkum? „Það er allt til í því. Ef við lítum á yfirheyrslur t.d. þá brotna sumir algjörlega saman, en aðrir eru harðsvíraðir og útsmognir. Þeir eru búnir að brynja sig i einhverjum töffarastælum. Það er til lítils. Sum bera þetta alls ekki utan á sér. Að óreyndu myndi maður ekki trúa því, að þau gætu gert flugu mein. Þetta eru oft indælir og elskulegir krakkar, sem hafa bara lent út í þessu. Þar skiptir félagsskapur- inn miklu máli. Yfirleitt er það fastur kjarni, sem stendur í þessu að staðaldri, en tilviljun ein getur ráðið hverjir slæðast með. Þessir hópar eru lausari í sér út til kant- anna. Það er ekki eins auðvelt að slíta sig út úr þessu og maður skyldi ætla. Á því verður maður að hafa skilning. Krakkar geta verið óskaplega miskunnarlausir. Þeir storka þeim veikari, sem yfirleitt leiðast þá út í þetta gegn vilja sinum. Það er alltaf eitthvað um þannig tilfelli. Krakka, sem eiga ekki frumkvæðið heldur flækjast i þetta fyrir áeggjan ann- arra.“ Er eitthvert eitt ibúðarhverfi verra en önnur í þessum málum? „Það hefur nú oft verið rætt um Breiðholt. Það er rétt, að þar er mest af afbrotaunglinga, en þess ber að gæta, að þar er einnig mest af börnum. Þá má heldur ekki gleyma því, að unglingaafbrot hafa alltaf verið mest í nýjum borgarhverfum. Það, sem gerzt hefur i Breiðholti, hefur gerzt i öllum nýjum hverfum borgarinn- ar.“ Hvernig stendur á þvi? „Ég hef enga sérstaka skýringu á því, en fjárgeta heimilanna kemur þarna meðal annars inn í myndina. Hjá sumum krökkum er peningaþörfin orðin mjög mikil, langt fram yfir það, sem eðlilegt getur taiizt. Þau eru farin að reykja, kaupa mikið af fötum, fara á ýmsar skemmtanir o.s.frv. Ef maður reiknar þetta saman verður upphæðin fljótt há.„ Er þessi mikla f járþörf almenn meðal unglinga? „Nei, hér er um lága prósentu- tölu að ræða. Fjöldin kemst af með lítið, en sumir eru óseðjandi í peningamálum. Það eru margir, sem hafa sagt við mig, þegar ég hef bent þeim á, að það væri orðið langt siðan þeir komu síðast: „Já, ég var að vinna í sumar." Ég hugsa, að margt af þessu fólki, sem er verið að draslast með i skólum vilji miklu fremur vinna, — og hefðu jafnvel mun betra af þvi.“ Fyllistu aldrei vonleysi f þínu starfi? „Þeir hafa nú sagt það hérna strákarnir i gamni, að ég hafi svo gaman af þessu, að ég sé sá eini, sem borgi skammtanaskatt af vinnunni. Nei, ég fyllist aldrei vonleysi. Maður sér kannski ekki árangur af starfi sínu strax, en gleðst yfir hverjum þeim, sem manni tekst að ná út úr þessu. Maður má aldrei missa trúna á, að maður sé á réttri leið. Þetta er lærdómsríkt starf og maður kynnist ýmsu. í mínu starfi er ánægjulegast að hafa átt þátt í þvi að ná unglingi út úr þessari vit- leysu með góðu samstarfi við heimilin og aðra. Það eru ljósustu punktarnir.“ — h. Þótt erfitt sé að slá tölu á fjölda þeirra unglinga, sem kalla má sfbrotamenn, þá er óhætt að fullyrða. að þeir skipti tugum, sem eru farnir að vera hagvanir á skrif- stofu Helga Danfelssonar, rannsóknarlög- reglumanns. Og það eru einmitt ungling- ar úr þessum hópi, sem fá stundum að gista f þessu húsi f KópavogL Þetta er hið svokallaða skammvistunar- heimilL sem rannsóknarlögreglan hefur afnot af, þegar innbrot f verzlanir og önnur fyrirtæki eru f rannsókn. Það er sérstaklega, þegar upp koma stór mál, keðja innbrota. þar sem hópur ungl- ínga er grunaður. Þá eru þeir settir þang- að f geymslu. „Þegar innbrotafjöldinn er mikill og yfirheyrslur taka langan tíma og eins þegar stendur á játningu, þá setjum við þá í geymslu þarna," sagði Helgi. Þá eru einnig settir þarna undir eftirlit unglingar, sem lögreglan tekur fyrir ölvun á almannafæri. l'pptökuheimilið f Kópavogi mun einnig hafa einhver afnot af húsínu, þegar heimilisfólk þar brýtur gróflega reglur heimilisins. - r Helgi sagðL að yfirleitt stæði dvölin ekki lengur en f 2—3 daga. en þó gæti tfminn orðið allt að ein vika. En hann lagði áherzlu á, að unglingar væru aldrei settir þarna inn án samráðs við foreldr- ana. Þótt heimilið beri þetta fallega nafn „skammvistunarheimili" er hér f raun- inni um unglingafangelsi að ræða. Þarna eru unglingarnir undir eftirliti, sem nokkrir kennarar og háskólanemar annast. Heimilið er lokað. en þó fá krakk- arnir að fara t.d. f fótbolta fyrir utan húsið, en þá undir ströngu eftirliti. Helgi sagði. að undantekningalftið væri prúðmannlega gengið um þarna, en þó kæmi stöku sinnum til stympinga og þá þyrfti stundum að flytja viðkomandi eitt- hvað annað. „Það er ómetanlegt að hafa þetta hús. Notkun þess hefur gefið góða raun og f rauninni forsenda þess, að ég geti unnið þetta starf. Ég veit ekki hvar maður stæði, ef það væri ekki fyrir hendi." — h. SUtiNWAH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.