Morgunblaðið - 24.11.1974, Page 23

Morgunblaðið - 24.11.1974, Page 23
: - -l ------ - '.......- ....... ...., , ■ ... MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 27 Efflr Glsla j. Áslbórsson Eins og mér svnist A faeribandi í kulda og regni ÉG kom til Briissel á dögunum sem væri ekki F frðsögur færandi ef ág hefSi ekki hafnað á einu af þessum óhugnanlegu hótelum sem vilja fremur drepa gestina en sýnast á eftir tímanum. Allt gekk þar fyrir rafmagni sem á annaS borð var hægt að koma rafmagns- kló í: meira að segja drykkjarföng- in sem voru á boðstólum uppi á herbergjunum og sem áttu að skreppa útúr einskonar sjálfsala þegar þrýst væri ð rétta takkann. Ég segi að þau hafi átt að skreppa af þvl þau skruppu bara ekki nándarnærri alltaf af, þvi hótelið var svo nýorpið að öll sjálf- stýritækin í þvi voru meira eða minna brengluð. eins og græjurn- ar í spánýju skipi sem ekki er ennþá búið að hrista dyntina úr. Með tlmanum verður þetta hótel eflaust paradís ofdrykkju- manna, sem geta flatmagað þarna og látið bunurnar ganga upp í sig með því að leika á nokkra takka, en i svipinn að minnstakosti er það hreint helviti hofdrykkju- manna. Kunningjakona min sem reyndi að sarga gosdrykk úr sjálf- salanum (hvað átti að vera hægt samkvæmt leiðarvisi) fékk ekkert nema urg og ófreskjuleg kokhljóð og jafnvel dónaleg búkhljóð. Hún var að þangað til hún var næstum farin úr þorsta, en háttaði sig þá upp i rúm með þeim ásetningi að deyja að minstakosti [ þægilegum stellingum. Aftur á móti fékk granni hennar sem langaði [ koníkslögg undir háttinn helst ekkert nema lapþunnt ropvatn, og annar gestur þarna endaði með heilan herskara af rafvirkjum inni hjá sér sem þinguðu hjá honum fram eftir kvöldi þegar hann freist- aði þess að versla við apparatið. Af mér er það að segja að ég kom engu tauti við kassann held- ur, þó að ég djöflaðist á öllu stjórnborði hans allt frá ananasi og upp í þrefaldan asna. Það var helst ef ég sparkaði duglega i hann sem ég fann eitthvert lifs- mark með honum: þá peðraði hann ! mig svo sem hálfum hnefa af söltuðum hnetum. Ég komst auk þess í hvfnandi vandræði þeg- ar ég hugðist láta vekja mig á morgnana. Á skikkanlegum hótel- um lyftir maður heyrnartólinu og segir: Gjöra svo vel að ræsa mig klukkan sjö, mange takk, — en á fyrrnefndu hóteli þurfti vitanlega jafneinfaldur hlutur að fara fram gegnum fjarskiptastöðvarnar og var sérstakur takki á simatólinu sem upphóf skemmtunina. Hann var bara vankaður eins og allt hitt og enginn sem varð til að svara, utan gremjuleg kona sem svaraði um siðir og sagðist þó ekki taka ( mál að vekja mig: hún væri bara ! uppvaskinu, mange takk. Þessa daga sem ég gisti hótelið gat varla heitið ég sæi þar þernu eða þjón. nema þá helst i matsaln- um þar sem þeir voru ekki ennþá búnir að finna aðferð til þess að skjóta steikinni beint upp f gestina með þvi að rafvæða hana. Enn- fremur voru vikapiltar og burðar- kallar á stjái niðri í anddyrinu og voru auðkenndir frá sjálfsölunum með hvanngrænum búningum, og einn daginn rakst ég ennfremur á einstæðingslega og fremur veiklu- lega konu ! grennd við herbergið mitt, sem eftir gallanum að dæma var ekki einn af gestunum. Hún ávarpaði mig eins og hana þyrsti í félagsskap og hefði gert það síðan f fyrra, en þar sem ég skildi ekki orð sem hún sagði og-hún þaðan af slður orð af því sem ég var að reyna að leggja til málanna, þá varð þetta þegar fram liðu stundir vægast undarlegt samtal. Ég veit þó að við vorum undir lokin byrjuð að skeggræða kvefið i mér, af þvf konan var slfellt að benda á nefið á sér og horfa á mig gustukaraug- um; og ég svaraði eftir bestu getu með bestu hnerrunum mlnum. Mér leiðist svona færibanda- hótel meira en orð fá sagt, þar sem stjanað er við mann i gegnum fjarskiptastöðvar eins og maður sé annaðhvort sóttkviargemlingur með banvænan sjúkdóm ellegar geislavirkt hylki í röntgenstofu. Hin mannlegu samskipti eru mér ólikt betur að skapi, jafnvel þó að þau verði að fara fram á merkja- máli. Brussel var annars hálf- drungaleg að mér fannst, en að vlsu var kalsaveður. Hann kvað rigna einhvern dauðadóm þarna, og svo liggur velferðarkófið eins og skitugur plastdúkur yfir borg- inni. Þeir voru auk þess að fremja kviðristu á miðbænum til þess að troða þar oni járnbrautalestum, svo að allt var á tjá og tundri sem vonlegt var. Skurðgröfur másuðu og loftpressur hneggjuðu og hrá- blautir verkamenn i skitugum svartbláum fötum sveittust þarna innan um vegfarendur með blóð- rauða gorkúluhjálma á hausnum. Umferðin var mér óskiljanleg, en mér var huggun i þvi að frétta að Belgamir botnuðu ekkert í henni heldur. Ég hugsa að um- ferðarráðherrar okkar gengju bara út og hengdu sig. Menn virtust bara aka eins og þeim hentaði best, en þeir hljóta nú samt að krossa sig á krossgötunum. Mér fannst hinsvegar aðdáunarvert hvað umferðarlöggan tók þessu öllu með mikilli ró: ég sá henni aldrei bregða í öllu öngþveitinu. Umferðarlögregluþjónarnir fara [ grlðarmiklar sitrónugular regn- kápur þegar þeir mega út ! iðuna, eins og togarakallar hér heima að galla sig upp á dekk. Þannig var unga lögreglukonan lika búin sem birtist i veitingahúsinu þar sem ég var ! óðaönn að hnerra oní sinnepsglas: það brakaði i sjóara- mussunni hennar eins og í þúsund poppkornspokum þar sem hún þrammaði inneftir gólfinu og stefndi á mig. Hún var samt ekki komin þarna inn til þess að hand- taka mig hetdur til þess að sækja náunga nokkurn til hægri við sinn- epið sem hafði lagt bílnum sinum eitthvað þversum við umferðar- reglurnar, hvað ég kalla vel af sér vikið I Brússel. Hún var hæversk en einarðleg. og náunginn, sem var svosem tveimur hausum hærri en hún, elti hana eins og lamb út i rigninguna. Mér fannst löggukonurnar — og það var mikið af þeim þarna — bæði röskar jg hjálpsamar. Önnur lóðsaði bil sem ég var i útúr um- ferðarflækju sem sjálfur Sigurjón okkar lögreglustjóri hefði bliknað andspænis. Þó var hún bara venjuleg blók eins og sjá mátti á gallanum hennar. Hún skákaði nokkrum strætis- vögnum upp á gangstétt og benti nokkrum trukkum að gera svo vel að hypja sig strax og veifaði nokkrum tugum leigubifreiða inn i jafnmörg öngstræti hvort sem þeim likaði verr eða betur. Hún gerði þetta eins og hún væri að hræra i grautarpottinum heima hjá sér eða að stugga kallinum sinum uppúr skásta hægindastóln- um áður en sjónvarpið byrjaði. Hún var liklega ennþá neðra megin við fertugt en hún átti samt engin ósköp i fjórða tuginn. Bilstjórinn okkar þakkaði henni kærlega fyrir hjálpina á bullandi Belgjaf rönsku, og hún kvittaði fyrir hlýleg orð með snöggu en viðkunnanlegu brosi sem hún smeygði undan einkennishúfunni. Mér fannst hún ekkert vigaleg þrátt fyrir lögreglubúninginn. Þó var hún auk þess með kylfu við beltið, sem ég ætla samt að hún hafi fremur notað til umferðar- stjórnar heldur en til þess að mölva hausa með. Allavega var helmingi meira lif í brosinu sem hún snaraði i bilstjórann en í öllum herjans sjálfstýritækjum samanlögðum i öllum herjans færibandshótelum. stefnu að berjast fyrir útfærslu fiskveiðitakmarkanna í 200 milur fyrir lok ársins 1974. TH þess fékk hann ekki stuðning annarra flokka og þá samstöðu, sem nauð- synleg er. Skal það ekki sérstak- lega rifjað upp að öðru leyti en því, að vissulega er ástæða til að gleyma þvf ekki, hver viðbrögð kommúnista urðu, þegar baráttan fyrir 200 mílunum var tekin upp af fullum þrótti. Lúðvik Jóseps- son umhverfðist þá og í Þjóðvilj- anum 1. sept. 1973 er haft eftir honum eftirfarandi: „Hitt er allt annað mál, hvort við Islendingar tökum okkur 200 milna landhelgi einhvern tíma í framtiðinni, þegar slikt er heimilt samkvæmt breyttum alþjóðalög- um eða að aflokinni hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna." Síðan var á því klifað, að mörg ár hlytu að líða, þar til islending- ar gætu fært fiskveiðitakmörkin út í 200 mílur, því að ekki væri grundvöllur til slíkrar útfærslu að alþjóðalögum. 50 mílurnar voru og eru ær og kýr komm- únista, og til skamms tíma hafa þeir ekki mátt heyra nefndar 200 mílur, nema þá sem einhvers kon- ar framtiðarfyrirbæri, sem hugs- anlega gæti komið eftir mörg ár eða áratugi, og þá vegna sérstakra samþykkta á hafréttarráðstefnu. Þó höfum við íslendingar aldrei viðurkennt, að við hefðum ekki rétt til einhliða aðgerða, ef slíkar samþykktir næðust ekki fram á alþjóða vettvangi. Aðeins komm- únistar hafa haldið fram þeirri kenningu. Nú hefur Alþýðubandalagið að vísu gert um það samþykkt, að landhelgina eigi að færa út 13. nóv. 1975, er samkomulagið við Breta rennur úr gildi, en alls ekki fyrr. Fer vart á milli mála, að kommúnistar vilja velja þá dag- setningu til þess að gera rikis- stjórninni sem erfiðast fyrir. Það er einmitt sá dagurinn, sem verst væri valinn, því að þá gerðist það hvort tveggja í sömu andránni, að Bretar yrðu sviptir veiðiheimild- unum, sem þeir nú hafa og Islend- ingar færðu út í 200 mílurnar. Augljóst ætti að vera, að miklu heppilegra er að ákveða 200 mílna mörkin áður og taka svo allan réttinn, þegar samkomulagið við Breta rennur út. Fram að þessu hafa a.m.k. ekki heyrzt nein rök fyrir hinu gagnstæða Andstaða kommúnista En rétt er að rifja upp fleiri ummæli kommúnista, er sjálf- stæðismenn voru að marka þá stefnu, að þegar yrði undinn að því bráður bugur, að við helguð- um okkur 200 sjómilna landhelgi. Hinn 30. ágúst i fyrra birtist rit- stjórnargrein í Þjóðviljanum, sem hófst á þessum orðum: „Það hefur áreiðanlega verið fróðlegt fyrir þjóðina að fá að fylgjast með málefnalegri ein- angrun ritstjóra Morgunblaðsins á sjónvarpsskerminum í fyrra- kvöld, þegar hann var að reyna að útlista „framtiðar“ kenningar sínar. Morgunblaðið hefur undir forustu þessa manns að undan- förnu reynt að gera Sjálfstæðis- flokkinn dýrðlegan með mikilli umræðu um 200 mílurnar, en það er gert til þess að breiða yfir deyfð og sljóleika íhaldsins í land- helgismálinu frá upphafi." Tilefni þessara ummæla Þjóð- viljans voru þau, að einn af rit- stjórum Morgunblaðsins hélt ákveðið fram 200 milna stefnunni í sjónvarpsþætti, þar sem m.a. var sýnt kort af þeim víðáttumiklu hafsvæðum, sem íslendingar geta helgað sér, þegar 200 mílurnar eru orðnar að raunveruleika. Hér talar Þjóðviljinn um „málefna- lega einangrun" þeirra, sem halda vildu fram rétti okkar til 200 milnanna og fer háðulegum orðum um umræður til þess að afla fylgis við þá stefnu. Og þetta blað heldur áfram og segir: „Það er svo hlálegt, að þeir sömu menn, sem mesta ábyrgð bera á þessum samningum, skuli nú lýsa því yfir, að þeir vilji endi- lega 200 milna landhelgi." Og sið- an segir: „Allur áróður þessara aðila í dag er lika undanslátturinn hel- ber.“ Ekki þarf að eyða að því mörg- um orðum, að málgagn Alþýðu- bandalagsins leggur sig hér í framkróka að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, að við Islendingar eigum hiklaust að stefna að 200 mílna fiskveiðilandhelgi. Og blað- ið ver heilli ritstjórnargrein til að ráðast á þá, sem þeim kenningum halda fram. Fortíð og framtíð Og enn skal til fært nióurlag nefndrar ritstjórnargreinar Þjóð- viljans, til þess að fortið komm- únista gleymist ekki, þegar um 200 milurnar er rætt. En niðurlag- ið er svona: „En Islendingar vita fullvel, að undanhaldssjónarmiðin, sem haldið er fram í stærsta dagblaði landsins, eru bundin við einangr- aða kliku valdamanna i Sjálf- stæðisflokknum. Þau sjónarmið eiga ekkert fylgi utan þessarar klíku. Einangrun Morgunblaðsrit- stjórans i sjónvarpsþættinum var að vísu eftirtektarverð, en skoðuð i samanburði við viðhorf allrar þjóðarinnar í landhelgismálinu í dag er einangrunin alger. 50 mil- urnar eru dagsverkefni. Þær heyra ekki fortíðinni til nema i gerviheimi ritstjóra Morgunblaðs- ins.“ Hér er talað um það tæpitungu- laust, að það séu sérsjónarmið ör- fárra manna, að við eigum að stefna að 200 sjómílna landhelgi, 50 milurnar séu það, sem við eig- um að bíta okkur i, og þeir, sem öðrum skoðunum halda fram, séu algjörlega einangraðir. Ekki er unnt að finna áhrifameiri sönnun fyrir afstöðu kommúnista i land- helgismálinu fyrir réttu rúmu ári en þennan leiðara í aðalmálgangi þeirra. Það þýðir ekkert fyrir þá að leitast við að dylja þá stað- reynd, að þeir hafa verið helztu dragbitarnir á það, að við Islend- ingar stefndum að fyllsta rétti okkar og helguðum okkur 200 sjó- milna fiskveiðitakmörk. Sumir munu kannski segja, að fortíðin skipti ekki mestu í þessu efni heldur framtiðin, og vissu- lega er það rétt. En svo mörg orð hafa kommúnistar haft um hæf- ustu forustumenn Islendinga á þjóðmálasviðinu síðustu áratugi og þá sem tryggt hafa þá sigra, sem unnizt hafa og lagt grundvöll- inn að lokasigrinum, að ekki er úr vegi að rifja upp þeirra aftöðu. Það er staðreynd, að þeir gerðu allt, sem þeir gátu, til að þvælast fyrir þvi, að Islendingar mörkuðu sér 200 sjómilna stefnuna og hafa aðeins látið undan þrýstingnum, þegar þeir sáu, að þeim tókst ekki lengur að villa um fyrir mönnum, og 200 sjómílna stefnan mundi sigra, hvað sem þeir segðu eða gerðu. Kannski fást þeir nú loks til að taka upp samvinnu við aðra um að framfylgja 200 sjómílna stefn- unni, og væri það vissulega æski- legt, þótt unnt sé aó koma málinu fram án þeirra atfylgis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.