Morgunblaðið - 24.11.1974, Side 45

Morgunblaðið - 24.11.1974, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1974 45 J \ Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jóhanna Kristjönsdöttir þýddi 57 sig viskf og veitti honum enga athygli. — Hvað viltu að ég setji á dán- arvottorðið? — Sannleikann auðvitað. Hunt- ley leit hissa á hann. — Ekkert nema sannleikann. Ur hverju dó veslings stúlkan? — Hjartaslagi, sagði dr. Harper lágróma. — Hún hafði verið á „pillunni" samfleytt í nokkur ár. Ég gaf henni pilluna. Hún hefur fengið blóðtappahvortsemrekja má það til neyzlu pillunnar eða ekki. Ég skal gera grein fyrir því í skýrslu minni. En ég geng ekki ffá neinu fyrr en frekari rann- sókn hefur farið fram. — Hárrétt, sagði Huntley. — Og nú væri sennilega ráð að kaila á lögregluna. Þú talar við þá Harp- er Segðu þeim, að ég sé í svo miklu uppnámi að ég treysti mér ekkí til að hitta neinn að sinni. í>egar kom fram undir hádegi mátti segja að Freemont væri f umsátursástandi. Fréttamenn, ljósmyndarar og forvitnir vegfar- endur söfnuðust að vírnum um- hverfis. Lögreglan var að störfum og fylgzt var gaumgæfilega með ferðum allra í grenndinni. Hunt- ley fékkst til að ræða við yfir- mann lögreglunnar, sem kom á staðinn, en hann vildi ekki tala við blaðamenn í fyrstu. Lögreglu- maðurinn skýrði fréttamönnum frá þvf að Huntley Cameron væri niðurbrotinn maður og mætti ekki ónáða hann að sinni. Þau höfðu ætlað sér að giftast mjög fljótlega -i- eftir að forsetakosn- ingarnar væru um garð gengnar. Huntley lék sitt hlutverk með prýði. Hann notfærði sér ekki aid sitt á neinn hátt nema gagnvart Harper, þvf að hann vissi að hann gat keypt þagmælsku læknisins. Hann gaf lögreglumanninum viskí og sagði honum failegar sög- ur af hamingju þeirra Dallas. Sjónvarpsmennirnir fengu síð- an að koma inn og meðan hann var að svara lágróma kurteisleg- um spurningumþeirra varhugur hans víðs fjarri. Hvers vegna hafði einhver skorið á símalínuna upp í herbergi Elizabethar? Hvers vegna hafði Eddi King horfið eins og jörðin hefði gleypt hann? Hvers vegna hafði Dallas verið myrt? Fjórðu spurningunni varð ekki svarað nema svar feng- ist við hinum þremur. Og hver hafði verið morðinginn? Og þegar hann kom að því, var eins og hann vaknaði loks af dvala. Og hann sá allt í einni sjónhending... Enginn hafði haft áhuga á að drepa Dallas. En einhver hafði viljað fyrir alla muni koma í veg fyrir að Elizabeth næði sambandi við einhverja fyrir utan Free- mont. Einhver hafði af ráðnum hug tekið símann hennar úr sam- bandi í því skyni. Og þeim hinum sama aðila hafði orðið á sú skyssa, sem bæði hann og þjónustustúlk- an höfðu gert — að fara manna- villt á þeim Dallas og Elizabethu sennilega vegna sundhettunnar. Hver svo sem hafði drepið Dall- as hafði þótzt viss um það væri Elizabeth frænka hans. Og Eddi King hafði lagt á flótta og staðið í þeirri trú að það væri Eíizabeth sem lægi önduð á sund- laugarbotninum. Það var aðeins ein ástæða fyrir því, hvers vegna King stóð svo mikill beygur af Elizabethu að hann taldi þörf á þvf að myrða hana. Einhvern veginn hafði hann komizt að því — kannski vegna einhvers sem Dallas hafði sagt í fylleríinu um nóttina — að hún hefði komið á hans fund og hann hafði getið sér til um að hún vissi um hvað til stæði. Svo að hann hafði ætlað sér að drepa hana til að vernda sjálfan sig. Huntley þurfti ekki að hugsa um sig vegna þess að hann var samsekur. En King hafði óttast Elizabethu. Hann hafði óttast að hún myndi bæði svíkja hann og frænda sinn. Og því hafði hann skorið á síma- línuna og læðzt niður að lauginni um morguninn. Huntley velti fyr- ir sér, hvernig honum myndi verða við, þegar hann yrði þess vfsari að hann hafði alls ekki drepið réttan kvenmann. Það var tvennt, sem hann varð að gera. Hann varð að gera sér ljóst, af hverju Eddi King hafði laumast burtu án þess að láta neitt frá sér heyra. Hann varð einnig að hafa tafarlaust samband við Eliza- bethu og segja henni að koma undireins aftur til Freemont, svo að hann gæti verndað hana fyrir Eddi King. í öðru lagi varð hann að komast að niðurstöðu um, hvernig hann gæti bezt náð sér niður á sínum „góða vini“ Eddi King. Það mátti ekki minna vera en hann hefndi Dallas. Hún átti það sannarlega hjá honum. New York á sunnudegi er eins og dauður bær. Varla bíl að sjá á götunum. Ekkert fólk á ferli. VELVAKANDI ' N Velvakandi svarar I sima 1 0-1 00 kl. 1 0.30 —; 11.30, frá mánudegi til föstudags. k__________________________________J 0 Ómerkt merki Maður í Gnoðarvogi hringdi. Höfðu þrjár litla telpur komið og boðið merki Blindravinafélagsins til sölu. Kváðu þær merkið kosta 50 krónur og vildi kona mannsins gjarnan styrkja blinda, svo kaup- in voru gerð. Þegar farið var að athuga málið var merkið gamalt og þvælt og við nánari eftir- grennslan var Blindravinafélagið alls ekki með neina merkjasölu. A merkinu er áletrunin — Gleym mér ei. Nú sagðist viðmælandi okkar ekki vita frá hvaða félagi merkið hefði verið upphaflega, enda stæði ekkert. félagsheiti á þvf, hvað þá dagsetning. Sagðist hann ekki f sjálfu sér áfellast krakkana, — þessi merkjasala þeirra væri ekki annað en barna- skapur og vitleysa, þvf að 7—8 ára börn gerðu sér ekki grein fyrir þvi i hverju merkjasala og önnur góðgerðarstarfsemi væri fólgin, sem kannski væri heldur ekki von. Hins vegar vildi hann vekja athygli á þvf, að merki, sem seld eru f þessum tilgangi, þyrftu að vera greinilega merkt heiti fé- lagsins, sem væri að selja þau, svo og dagsetningu, en merkjasala fer fram samkvæmt sérstöku leyfi, svo sem vitað er. % Þörfin og neyzlan Þar sem nú líður að jólum og viðbúnaður ýmissa aðila farinn að gera vart við sig, finnst okkur ekki úr vegi að birta hér smáhug- vekju, — svona til hliðsjónar þeg- ar mesta eyðslu- og froðstímabil ársins gengur senn i garð. Hér kemur úrdráttur úr greinarkorni eftir sænskan rithöfund og skáld, Erik Beckman: „Kæri neytandi. Þú kemst ekki yfir að slíta út dótinu, sem þú hefur sankað að þér, — billinn ryðgar meðan þú horfir á sjónvarpið, sjónvarpstæk- ið eldist og lækkar í verðgiidi meðan þú ert í útilegunni, við- leguútbúnaðurinn liggur ónotað- ur meðan þú ert að gefa allar flottu jólagjafirnar, og þessum jólagjöfum hefurðu eiginlega alls ekki ráð á. Þú sankar að þér hlut- um, sem þú hefur ekki tfma til að nota, í byrjun næstu aldar eða fyrr hrekkur þú svo upp af, og ef þú hefur séð skrá um eignir í dánarbúi, þá veiztu, að það, sem þú átt, er eiginlega ekki mikils virði. En þú sjálfur varst mikils virði, þ.e.a.s. sem neytandi (góður sam- borgari). Peningana til að borga þetta allt saman með fékkstu fyr- ir vinnu þfna. Þessir hlutir voru sjálfum þér eiginlega lftils virði, en þjóðhagsfræðingum og við- skiptafrömuðum þótti gaman að sjá þig f innkaupaferðunum.“ Síðan heldur Beckman áfram i sama tón. Hann segist vita, að einhverjum þyki hann taka of djúpt í árinni, og að fólk megi láta sitthvað eftir sér hér f lífsins tára- dal, en hann endar með þvf að skora á neytendur, sem eru þátt- takendur í allri þessari ofnotkun, að leggja sig eftir neytenda- fræðslu og gera sér grein fyrir því, hvað það raunverulega er, sem hringrásarkapphlaupið felur í sér. Þetta á áreiðanlega ekki síður erindi til okkar en þeirra sænsku, og enda þótt ekki sé til siðs að tala um jólin fyrr en f desember, þá er óþreyja margra sú, að nú þegar er galskapurinn byrjaður sums stað- ar. % Neytenda- fræðsla Þetta leiðir líka hugann að þvf, að hér á landi hlýtur neytenda- fræðsla að teljast f algeru lág- marki. Það er fátftt að upplýsing- ar fylgi varningi, — og séu þær einhverjar, þá eru þær — þó með nokkrum undantekningum — á erlendum tungumálum. Mikið er um, að verzlunarfólk viti lftið annað um vöruna, sem það er að selja, en hverrar tegundar hún er og hvernig hún er á litinn. Lif- andi dæmi um slika fáfræði höf- um við frá kunningja konu okkar, sem kom í skóbúð. Þar sá hún dægilega skó, og spurði stúlkuna, hvort þeir væru ekki áreiðanlega úr leðri. Stúlkunni vafðist tunga um tönn, en sagði loks að í þeim væri blanda úr leðri og „galloni". Jæja, sagði viðskiptavinurinn, og á hvaða dýri vex svona blanda? Það varð fátt um skýringar og kveðjur, en kunningjakona okkar sagðist hafa orðið vör við raf- magnað andrúmsloft og ennþá rafmagnaðra augnaráð er hún fór út úr búðinni. % Heimilda- myndir og svipmyndir Stefán Guðni Ásbjörnsson i Hafnarfirði sendir okkur þetta bréf: „Hver er munurinn á heimilda- myndum og svipmyndum? Ég hef persónulega aldrei á ævi minni getað tekið mynd, sem ekki hefur verið heimild af einhverju. MORGUNBLAÐIÐ f dag er heim- ild — um MORGUNBLAÐIÐ í dag. Það er sama þótt MORGUN- BLAÐINU í dag sé pakkað utan um FISK (undir steini) Það getur aldrei orðið annað en MORGUN- BLAÐIÐ í dag. Þeir ,,félagar,“ sem tóku kvik- myndina „Fiskur undir steini“ skilja ekki eftirfarandi: Ef þeir taka kvikmyndir frá Grindavfk, sem hægt er að þekkja sem kvik- myndir frá Grindavík, þá eru þeir um leið að taka heimildamyndir frá Grindavfk — ekki frá neinum öðrum stað, eða stöðum. Þvf miður þá skilja þeir „félag- ar“ ekki muninn á táknrænni kvikmyndun (symboliseraðri) og „Reality" (raunveruleika). Tök- um dæmi: T.d. er kerti (logandi), sem skyndilega slokknar á, oft notað sem tákn um dauða. Ef þeir taka t.d. myndir af slíku kerti heima hjá sér, eða hvar sem er þar sem ekki þekkist umhverfið (og hafa vit á að halda sér saman um hvar myndin er tekin), þá geta þeir táknað DAUÐA hvar sem er á landinu, og meira að segja hvar sem er í heiminum. Hinsvegar, um leið og þeir binda kertið (logann o.s.frv.) við ákveð- inn stað, þá verður myndin ein- ungis heimild um kerti (logandi), sem skyndilega slokknaði á, á þessum ákveðna stað. Ég vona, að Grindvíkingar hætti að hafa áhyggjur og skilji, að kvikmyndin Fiskur undir steini er litilsvirði sem heimild, en er þvi miður heimild. Vilji þeir reyna að fá eitthvað svipað út og þar kom fram geta þeir t.d. tekið eitthvert blað, klippt úr úr því fyrirsagnir og raðað þeim saman og útkoman gæti t.d. orðið eitt- hvað á þessa leið: Kissinger eign- aðist barn á leiðinni frá Reykja- vik til Akureyrar. Öll þessi orð hafa birzt t.d. í Morgunblaðinu. Með kveðju, Stefán Ásbjörnsson." s\oeA v/öga í ‘í/íve&aw íG PlTI EKK/ SN60A VA m ÍG fyRV'K SÍPoH WÆRBUKOM 6- ^<kh r Fjölbreytt úrval af vöndudum vetrarfatnaöi • • • KÁPAN LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.