Morgunblaðið - 24.11.1974, Síða 46

Morgunblaðið - 24.11.1974, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1974 Vestur- heims- fréttir Það hefur löngum verið svo, að kvikmyndirnar eru eftir- tektarverðastar á meðan þær eru enn í framleiðslu, eða jafn- vel aðeins til á pappirnum. Þó vilja oft reytast af þeim gull- fjaðrirnar f sýningarklefanum. Á hinn bóginn koma svo iðu- lega algjörlega óþekktar kvik- myndir oft hressilega á óvart, og slá f gegn. Gæðin eru oft áhrifamesta aðdráttaraflið. Lfkt og fyrri daginn eru all- margar forvitnilegar kvik- myndir í bígerð, og verður nú drepið á nokkrar þeirra. £ Otto Preminger gekk ný- lega frá kaupum á bókinni GOING, eftir Summer Locke Elliott. Hún segir frá eldri konu á því herrans ári 1995, þegar Bandaríkin eru löngu orðin ofsetin fólki. Þar af leið- andi er dauðdagi þvi fyrirskip- aður, þá er það nær sextíu og fimm ára aldri. 0 „Heitasti" handritahöfund- urinn vestan hafs þessa dagana, Robert Towe („Chinatown", „The Last Detail"), vinnur nú að handriti myndarinnar LORD GRAYSTOKE. Hver var nú aftur Greystoke lávarður? Jú, enginn annar en Tarzan sjálfur, enda er handritið byggt á einni af fyrstu bókum Edgar Rice Burroughs um apamann- inn mað bláa blóðið í æðum. Þess má til gamans geta, að THE LAST DETAIL fjallar um tvo sjóliða, sem fá það verkefni að flytja ungan starfsbróðir sinn í fangelsisvist, sem hann var dæmdur í fyrir lítið afbrot. Þeim ofbýður reynsluleysi pilts og ákveða að sýna honum sitt af hverju af lystisemdum lífsins, þessa síðustu daga utan múrs- ins. CHINATOWN segir frá undirheimalífinu í Los Angeles á fjórða áratug þessarar aidar. Það væri synd að segja, að Towne kæmi ekki víða við. £ Kvikmyndahúsið Nýja Bíö hefur nú stillt upp sem væntan- legri mynd ágætum sakamála reyfara, SLEUTH, sem byggður er á samnefndum sjónleik eftir leikritaskáldið brezka Anthony Shaffer. United Artists tryggði sér fyrir nokkru kvikmyndaréttinn á nýjasta verki höfundar. Nefnist það MURDERER. £ Hin undurfagra Catharine Deneuve leikur gleðikonu (likt og í meistaraverki Bunueis, BELLE DE JOUR), sem fellir ástarhug til leynilögreglu- mannsins Burt Reynolds í myndinni HOME FREE. Gamli harðjaxlinn hann Robert Aldrich mun leikstýra mynd- inni fyrir Paramount. 0 Fyrir nokkrum árum kom út bókin THE HÁPPY HOOKER, og var hún hálfgerð dagbók símavændiskonunnar Xaviera Hollander. Nú hefur engin önnur en Lynn Redgrave tekið að sér hlutverk mellunnar í kvikmyndagerð þessarar af- leitu klámsögu. ^ Ein af afleiðingum friðar- viðræðna Bandarikjamanna og Rússa er kvikmyndin THE BLUEBIRD, En hún er fram- leidd í sameiningu af þessum tveim þjóðum. Þessi tímamóta söngleikur, sem byggður er á „Bláfugli" Maurice Materlicks, er nýjasta verkefni hins gamal- kunna leikstjóra George Cukor. Kvikmyndatakaan hefst 26. desember í Lenfilm Studios í Leningrad. Með stór hlutverk fara meðal annars þær Eliza- beth Taylor og Jane Fonda. Snæbjörn Valdimarsson. American Graffiti: Kappakstur í undirbúningi. Laugarásbíó Væntanleg ar myndir í SÍÐUSTU viku var minnst ð nokkrar myndir, sem Laugarásbíó ætlaði að sýna fram að jólum og á jólamyndina sjálfa, „The Sting". Hér er ætlunin að minnast lítillega á helstu myndir, sem væntanlegar eru til sýninga I sama húsi eftir áramótin. Allar þessar myndir eru hluti af nýjum samningi, sem gerður var I þessum mánuði við dreifiaðila Laugarásblós, Universal. myndir slnar með Clint Eastwood (Dirty Harry o.fl.) en Siegel hefur gert hasarmyndir I áraraðir og það var eiginlega ekki fyrr en er Fyrsta myndin, sem vekur athygli, er tvlmælalaust „American Graffiti". Leikstjóri er George Lucas, ungur maður, sem er bráðsaklaus af þvl, að sýnd hafi verið eftir hann mynd hér á landi. Lucas varð þó allþekktur i heima- landi sfnu fyrir myndina ,;THX 1138", sem af einhverjum orsök- um hefur ekki sést hér ennþá, og þó er myndin bandarísk. Framleið- andi „Graffiti" er Francis Ford Coppola. sá, er leikstýrði m.a. „The Godfather". Margir kannast eflaust við þetta nafn „American Graffiti", þv( plata með lögunum úr myndinni hefur verið hér til sölu alllengi. Og eins og ráða má af lögunum, sem eru I kringum 40 talsins. gerist myndin árið 1962 I smábæ I Kalifornfu. Segir myndin frá táningaklfku bæjarins og sfð- asta kvöldi þeirra saman. áður en hópurinn hverfur sitt f hvora átt- ina til framhaldsnáms. Lucas er sagður ná ótrúlega góðri og trúverðugri stemmningu með krökkunum f myndinni, þannig að með hjálp tónlistarinnar geti þeir, sem voru táningar á þessum tfma, endurlifað bernskubrekin. Á þess- um tfma var útilokað fyrir gæja að næla sér f huggulega skvisu nema hann væri á fjórum hjótum, og helst þurfti hann að sýna leikni sfna með þvi að sigra hina í kapp- ökstrum til að tryggja sér nærveru hennar. Enda eru bilar ekki af skornum skammti f „Graffiti". „American Graffiti" var frum- sýnd f Bretlandi f vor og vonandi fáum við að sjá hana fyrir næsta vor, en reiknað er með henni til sýninga fljótlega eftir áramótin. P.S.: Leikarar eru allir óþekktir. en nöfn þeirra, sem mest koma við sögu, eru: Richard Dreyfuss. Ronny Howard, Paul Le Mat, Chartie Martin Smith og Candy Clark. Næst verður fyrir okkur leik- stjórinn Don Siegel, en tvær myndir eftir hann eru væntan- legar. Siegel er þekktur fyrir Godard sagði fyrir 6 — 7 árum, að Siegel væri uppáhaldsleik- stjórinn sinn, að farið var að taka Don Siegel, leikstjóri „Charley Varrick" og „The Black Windmill". eftir honum. Siegel virðist nú f fullu fjöri, hefur losað sig við East- wood, sem er farinn að gera eigin myndir, og fyrri myndin, sem verður fyrir okkur, er „Charley Varrick", með Walter Matthau i aðalhlutverki. Þetta er sambland af glæpa og gamanmynd, með flóknum söguþræði og eftir þvf sem gagnrýnendur segja. bæði bráðfyndin og vel gerð. Hin mynd- in, sem er gerð 1974, nefnist „The Black Windmill", með Michael Caine f aðalhlutverki. Þetta er ekta glæpamynd. þar sem svik og prettir flækja söguþráðinn f algjöran rembihnút. Eftir efni myndanna að dæma virðist Siegel ætla að takast að halda á loft merki góðra hasarmynda og má vænta þess, að þær veki smá spennu með væntanlegum áhorf- endum. Eins og áður sagði, hefur East- wood nú snúið sér að þvf að leik- stýra sjálfum sér og ein slfk mynd eftir hann er einmitt væntanleg. Það er „High Plains Drifter" með Eastwood f báðum hlutverkum. Clint Eastwood hefur verið mjög mótaður af tveim leikstjórum, þeim Siegel og Sergio Leone. Fyrsta mynd Eastwoods var „Play Misty for Me", glæpamynd a la Siegel. „High Plains Drifter" er hins vegar vestri, sem ber öll ein- kenni „dollaramynda" Leones. Hér leikur Eastwood hinn óskeikula byssumann, hinn til- finningalausa skákmann, sem leggur snörur sfnar fyrir óvininn til að geta greitt honum banahöggið. Mynd þessi hefur hlotið mjög mis- jafna dóma gagnrýnenda, en trú- lega verður dómur Eastwood- aðdáenda myndinni f hag. Og enn meir af glæpum og ref- skák. i myndinni „The Day of the Jackal" er rakin tilraun OAS til að myrða DeGaulle, 25. ágúst, 1963. Leikstjóri er Fred Zinnemann (A man for All Seasons). Efni mynd- American Graffiti: Plötu- snúðurinn Wolfgang Jack sendir táningunum tóninn. arinnar snýst að mestu leyti um undirbúning þessarar morðtil- raunar og eltingarleik leynilög- reglunnar við leigumorðingjann. Er myndin talin áhugaverð og skemmtilega fram sett, þó eflaust megi finna á henni ýmsa van- kanta. M.a. annarra mynda, sem ætl- aðar eru á tjaldið f Laugarásbfó, er mynd með Anthony Quinn, „The Don is Dead", maffumynd f Guð- föðurstfl, leikstýrð af Richard Fleischer (Ten Rillington Place, Tora, Tora, Tora). Og einhver mynd, sem nefnist „Sunshine", sem mér er tjáð, að sé nú ein af tfu best sóttu myndunum f London Þetta er grátmynd f stfl við Love Story (fallega stúlkan deyr hægum dauðdaga vegna ókennilegs krabbameins f fæti) og er gerð eftir sannsögulegum heimHdum. Leikstjórinn nefnist Joseph Sargent, og ef ég man rétt, leikstýrði hann einnig siðustu miðvikudagskvikmynd fslenska sjónvarpsins, Kannski kem ég f vor, sem mér er fortalið, að hafi verið einskonar grátmynd. En nóg um glæpi, grát og svindl f bili. Laugarásbíó á næsta leik. Sig. Sverrir Pálsson. SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON SÆBJORN VALDIMARSSON LA UGARASBIO: PÉTUR OG TILLY (PETE’N TILLY) ifif Ákaflega slétt og felld og átakalítil mynd. Hjónaband, sem stofnað er til á miðjum aldri, getur af sér dreng, sem deyr ungur, hjónabandið leys- ist upp í bili, en smellur þó aftur saman f lokin. Ekta kvennablaðsefni, enda trúlega afturgengið, stolið og stælt. Leikstjórinn Martin Ritt gerði áður margar mjög þokkalegar myndir og þá öllu kröftugri (Hombre, The Great White Hope) og sennilega má þakka honum og leikurunum Walter Matthau og Carcl Burnett, að myndin er ekki full af væmni, þvert á móti leynast í henni margar smellnar athugasemdir og nokkur trúverðug atriði. SSP A usturbœjarbíó: LJOTUR LEIKUR (INNO- CENT BYSTANDERS) ir Mynd þessi er greinilega eftiröpun á James Bond-mynd unum, efnið er sett upp i svip uðum dúr, leyniþjónustu- deildir þriggja rfkja að eltast við sama manninn og auð- vitað er breska leyniþjónustan í brennipunkti og hefur best. Jafnvel tónlistin bergmálar tónlist Bond-myndanna. Það eina, sem þessa mynd skortir til jafns við Bond-myndirnar, er íburður og tæknibrellur og sá skortur er titfinnanlegur, þegar myndin hefur ekki upp á annað að bjóða f þeirra stað. SSP „LJÓTUR LEIKUR" irir Leikstjórinn og félagar hans þræða dyggilega troðnar slóðir njósnakvikmynda sfðasta áratugar. Hér er þvf fátt nýstár- legt á ferðinni, þetta er aðeins enn ein endurtekning á hetju- skap óraunverulegs vélmennis f enn óraunverulegra um- hverfi. S.V. NYJA BIO: TVlBURARNIR (THE OTHER) irir Eins og nafnið gefur til kynna, segir myndin frá tvfbur- um; þó er aldrei nema annar þeirra raunverulegur, þvf að hinn dó áður en sagan hefst. Sá, sem eftir lifir, leikur sér þó við hann dags daglega, tekur á sig gervi hans og klofnar algjör- lega f tvo persónuleika. Hvort þessi mynd er athyglisverð, efnislega, fer sjálfsagt eftir þvf, hversu langt áhorfandinn er kominn (sokkinn) f dulræn fyrirbrigði, hvort hann hefur áhuga á sálarflækjum, geðklofa o.s.frv. Leikstjórinn, Robert Mulligan, ætti að vera þekktur hér fyrir mynd sína „Summer of '42“, sem mig minnir að hafi verið sýnd f fyrravetur. MuIIigan er hinsvegar athyglis- verður leikstjóri, og má vfða sjá merki þess f myndinni en handritið er aftur á móti mjög slakt hvað viðkemur persónu- sköpun og myndin verður þvf aðeins uppstilft röð feiknarat- burða án nauðsynlegrar undir- byggingar. SSP „TVlBURARNIR" irir „The Other“ er sjálfsagt spennandi viðfangsefni til kvikmyndagerðar, en ekki að sama skapi heppilegt. Megin- inntak bókarinnar er lýsing á sálarástandi (geðklofa) sögu- hetjunnar, sem að jöfnu er raun- og óraunverulegt. Alla- vega tekst Mulligan ekki að umsemja þessa ágætu frum- raun Tryons á ritvellinum. Margt er þó laglega gert, og ber þar hæst gott leikaraval og sterkur leikur Uta Hagen. En, þvf miður, ef vel hefði átt að fara þá hefði hér þurft til stærri spámann á kvikmynda- sviðinu en hr. Mulligan. S.V.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.