Morgunblaðið - 29.11.1974, Side 3

Morgunblaðið - 29.11.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 3 Narfi kemur heim sem skuttogari Myndin var tekin af Narfa út ( Harlingen fyrir fáeinum dögum. Upphaflegahug- myndin orðin að veruleika, segir GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON útgerðarmaður B.v. Narfi er væntanlegur til Reykjavíkur árdegis í dag. Héðan sigldi hann áleiðis til Holiands sem síðutogari fyrir um fimm mánuðum, en kemur nú heim sem skuttogari. Var togaranum breytt hjá Welgelegenskipasmíðastöðinni í Harlingen og er Narfi eina skip togaraflotans sem til þessa hefur verið breytt úr síðu- togara ( skuttogara. Hins vegar er ekki óhugsandi að fleiri skip komi á eftir ef breytingin á Narfa gefur góða raun. „Það er kannski ástæða til að segja frá þv(, að þegar smíða átti Narfa ( Vcstur-Þýzkalandi fyrir 15 árum var upphaflega hugmynd mfn að láta smíða hann sem skuttogara,“ sagði Guðmundur Jörundsson, út- gerðarmaður Narfa, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um þessar nýorðnu breytingar á togaranum. „Hafði ég þá hugsað mér að láta smiða skipið eftir sömu teikningú og hið þekkta skip Lord ^felson, sem þá var einnig ( smfðum hjá V-Þjóðverjum. Stjórnvöld hér lögðust þegar á reyndi gegn þessum fyrirætlunum minum, þar sem þetta var talið of áhættusamt. Eg tók hins vegar mið af þeirri reynslu sem fengin var af skuttogurum hjá V-Þjóðverjum. Og það má leiða að þvf hugann — ef orðið hefði af þessum fyrirætlunum — hvort það hefði ekki þýtt, að við hefðum ekki þurft að taka svona stórt stökk f endurnýjun togaraflotans nd, því að þá hefðum við verið búnir að fá reynslu á þessi skip löngu fyrr.“ Morgunblaðið spurói Guð- mund hvaða megin ástæð- ur væru fyrir því að hann réðst nú í að láta breyta Narfa í skuttogara og hvers vegna hann hefði ekki fremur látið smíða fyrir sig nýjan skut- togara. „Þvi er til að svara, að af þeirri reynslu sem fengin er af þeim skuttogurum, sem þegar hafa verið keyptir hingað, má ljóst vera að vinnu- skilyrði áhafnar um borð i slík- um togurum hafa stórbatnað frá því sem var á síðutogurun- um. Ég sá þess vegna fram á það að það gæti orðið veru- legum vandkvæðum bundið að mannaNarfa sómasamlega sem síðutogara. Á hitt er einnig að líta að þessi þýzkbyggðu skip eru afar sterkbyggð og búin góðum vélum, sem sjáanlegt er að muni geta dugað enn um alllangan tima. Ég tel þess vegna að verið sé að bjarga verulega miklum verðmætum með breytingum af þessu tagi og ef þessi breyting á Narfa gefur góða raun álit ég að ekkert sé þvi til fyrirstöðu að eins verði farið að við fjóra aðra síðutogara sem hér eru fyrir. Og það má geta þess, að tveir fulltrúar Lloydsfyrir- tækisins, sem eftirlit höfðu með breytingunni, létu þau orð falla er togarinn var að ferðbúast fyrir heimsiglinguna, að ég ætti að vera vel birgur með þetta skip næstu 12—15 árin.“ Guðmundur var þá spurður að því, hvers vegna hann hefði látið gera breytingarnar á Narfa i Hollandi en ekki V- Þýzkalandi, þar sem skipið var upphaflega smíðað. „Það staf- aði fyrst og fremst af því, að hjá Hollendingunum var hægt að fá skjótari afgreiðslu og eins hagstæðari kjör hvað kostnað- inn snerti. Og ég tel að þetta verk hafi verið afar vel af hendi leyst hjá starfsmönnum hollenzku skipasmíðastöðvar- innar. Heildarkostnaðinn við verkið hef ég aftur á móti ekki tekið saman enn sem komið er, en ég tel mig þó geta verið sæmilega ánægðan með útkom- una. Helzta röskunin á upphaf- legu kostnaðaraætluninni stafar af gengisbreytingum, þar sem krónan hefur lækkað um u.þ.b. 50% frá því að samn- ingurinn var gerður í febrúar sl.“ Þegar Narfi siglir inn í Reykjavikurhöfn í dag hefur hann því tekið miklum stakka- skiptum og eðlilega mestum að aftan. „Þar hefur hann verið breikkaður og gerð skutrenna," segir Guðmundur. „Þá hefur verið komið fyrir þar stórum gálgum og ég lét taka úr gamla rafknúna trollspilið og í stað þess voru settar átta vökva- knúnar vindur frá Rapverk- smiðjunum norsku og er þeim stjórnað frá sérstöku stýrishúsi aftan til i brúnni. Þannig er gengið frá hlutunum að nær allar hífingar eiga að geta farið beint frá spilunum án þess að mannshönd komi þar nærri og er að því mikið öryggi fyrir áhöfnina, eins og gefur að skilja. Einnig er skipið búið tveimur sjálfstæóum vökva- kerfum — frá Rapverksmiðj- unum einnig — sem knýja vind urnar, og þó að annað bili á togarinn að geta haldið áfram veiðum með allt að 70% af ork- unni. Þá var einnig bætt við í skipið nýrri Caterpillarvél, 565 hestafla. Jafnframt þessu fór fram gagngerð breyting á fiskað- gerðaraðstöðunni og fer nú sú vinna öll fram undir þiljum. Verður nú aflinn á öflugum færiböndum frá fiskmóttök- unni aftan til i togaranum og fram í fiskaðgerðarrýmió. Einnig voru sett ný fiskileitar- tæki i togarann og allur bún- aður varðandi flotvörpuveiðar. Allar vélar skipsins fengu hina fyllstu endurnýjun og olíu- kerfið fyrir þykkolíuna (light fuel oil) var fullkomnað, en Narfi hefur undanfarin tvö ár brennt slikri olíu og er að því mikill sparnaður." Guðmundur Jörundsson hafði sjálfur með höndum yfir- umsjón með beytingunni svo sem hann hefur ævinlega gert, en þetta er i tíunda skipti sem hann lætur smlða og/eða endurnýja skip fyrir sig. Helgi Guðmundsson, fyrsti vélstjóri Narfa, annaðist einnig eftirlit með endurnýjun á vélum allan timann sem á þeim stöð. Skip- stjóri á Narfa er Þráinn Kristinsson, en hann tók við Narfa á sl. ári. Eftirleiðis verður áhöfn skipsins 21 maður i stað 27 áður. Narfi mun væntanlega fara i fyrstu veiði- ferð sína sem skuttogari i næstu viku. 1 lok samtalsins við Morgunblaðið kvaðst Guð- mundur Jörundsson vilja sér- staklega þakka Lúðvík Jóseps- syni fyrrverandi sjávarútvegs ráðherra, Halldóri E. Sigurðs- syni, fyrrverandi fjármálaráð- herra, og núverandi fjármála- ráóherra Matthiasi A. Mathie- sen fyrir veitta fyrirgreiðslu og aðstoð við að koma þessum breytingum á Narfa í kring. Hausa í Reykjavík með úrbrædda vél BREZKA eftirlitsskipið Hausa er nú búið að liggja í Reykjavík i þvi sem næst þrjár vikur. Ástæðan fyrir þessari löngu legu skipsins hér er að sveif- arrás skipsins bræddi úr sér og allar legur eru sömuleiðis al- gjörlega ónýtar. Taka mun marga mánuði að gera við vél Hausa. Væntanlegur er dráttar- bátur frá Englandi um helgina og mun hann draga Hausa út. Leikfangamarkað- ur í Hafnarfirði LIONSKLUBBURINN Asbjörn í Hafnarfirði fer nú um helg- ina, laugardag og sunnudag, af stað með hinn árlega leikfanga- markað sinn. Á markaðnum verður úrval allskyns leik- fanga, auk leikfangahappdrætt- is. Markaðurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar- firði. Allur ágóðinn fer til góð- gerðarstarfsemi og má geta þess að s.l. haust gaf klúbbur- inn lesvélar i alla barnaskóla Hafnarfjarðar. Albaníukvöld á laugardaginn UM þessar mundir eru 30 ár liðin frá því er Alþýðulýðveldið Albania var stofnað, eftir að alþýða landsins hafði hrakið á brott innrásarheri Italíu og Þýskalands i heimsstyrjöldinni seinni. Af þessu tilefni munu Menningartengsl Albaniu og Is- lands (MAl) halda almennan fund í Lindarbæ, nióri, laugar- daginn 30. nóvember n.k. Á fundinum verða fluttar ræður um sögu landsins og þjóðfélags- hætti þess í dag. Auk þess verð- ur á dagskránni upplestur, söngur og myndasýning. MAl hvetur alla velunnara félagsins og aðra áhugamenn um málefni Albaníu og albönsku þjóðarinn- ar til að fjölmenna. Fundurinn, sem vera á i Lindarbæ, eins og áður segir, hefst kl. 14.00. Um 90 kr. meðal- verð hjá Dagnýju Siglufirði, 28. nóv. SKUTTOGARINN Dagný frá Siglufirði seldi 39.5 lestir af fiski i Grimsby í gær fyrir 13.810 pund eða 3.7 millj. Isl. kr. og var meðalverðið rétt um 90 kr. Þá á skipið eftir að selja 60 lestir af heilfrystum fiski. Matthías. Ráðstefna SUS um hús- næðis- og byggingamál LAUGARDAGINN 30. nóvember n.k. verður haldin ráðstefna um húsnæðis- og byggingamál ( veit- ingahúsinu i Glæsibæ, og hefst ráðstefnan kl. 13.30. Það er Sam- band ungra sjálfstæðismanna, sem hefur forgöngu að ráðstefnu- haldinu, en að auki standa að henni kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna ( Reykjavfk og á Reykjanesi svo og Byggung- félögin á Reykjavfkursvæðinu. Markmiðið með ráðstefnunni er að kynna mönnum það ástand, sem ríkir í húsnæðis- og bygginga- málum frá sem flestum hliðum og ræða hugsanlegar úrbætur í þessum efnum. SUS mun í vetur fylgja eftir þeim ályktunum, sem ráðstefnan fjallar um og reyna með ýmsu móti að vekja athygli ráðamanna á því ófremdar- ástandi, sem ríkir í húsnæðis- málum. Ráðstefnan verður með því sniði, að 6—7 sérfróðir menn munu svara spurningum fundar- manna áður en almennar umræð- ur hefjast og einnig verða lögð fram drög að ályktun og greinar- gerð mönnum til fróðleiks. Siðan verða almennar umræður og af- greiðsla ályktana. Meðal þeirra sem koma og svara fyrirspurnum fundarmanna verða: Skúli Sigurðsson skrifstofustjóri, Gestur Ölafsson skipulagsarki- tekt, Finnur P. Fróðason innan- húsarkitekt, Einar Þ. Asgeirsson arkitekt, Þorgils Axelsson bygg- ingatæknifræðingur og Júlíus Sólnes verkfræðingur. Þá mun Gunnar Thoroddsen félagsmála- ráðherra ávarpa ráðstefnuna. Kjarvalskver Matthías- ar með nýjum viðauka KJARVALSKVER Matthiasar Johannessen er komiS út í nýrri útgáfu. Nýju efni hefur verið baett i bókina, síðustu samtölum Matthisar við Kjarval, kveðjuorðum og litmyndum. „Þessi bók geymir i einu lagi viðtöl Matthiasar Johannessen við Jóhannes Kjarval, bæði þau, sem birzt hafa áður og einnig önnur, sem ekki hafa fyrr komið á prent auk áhrifamikils lokaþáttar frá hendi Matthíasar," segir á kápusiðu. „Viðtölin eru svo merkileg heimild um einhvern mesta og frumlegasta persónuleika þjóðarinnar, að sjálfsagt má þykja, að þau séu til á einum stað, enda mun lesandi fljótt finna innra samhengi þeirra og listræna stlgandi." Þá segir á kápusfðu, að óvist sé, að Matthíasi hafi nokkurn tíma tekizt betur en hér. Samband hans og Kjarvals sé náið og skemmtilegt. ,,í þessum viðtölum heyrist umfram allt rödd listamannsins sjálfs ósvikin, sterk og margbreytileg. Hún tekur yfir ótrúlega vitt svið milli ólikindaleiks og trúnaðar, milli ævintýralegs gamans og djúprar alvöru." Í formálsorðum segir Sigurður Benediktsson m.a.: „Þetta er að minu viti raun- sönnust mynd af Kjarval, sem enn hefur birzt á prenti." Fjöldi mynda er í bókinni. Guð- mundur Alfreðs- son tók litmynd- irnar en Ólafur K. Magnússon þær svart-hvitu. — Útgefandi er Helgafell. Forsíða Kjarvals- kvers. matthias johannessen kjarvalskver

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.