Morgunblaðið - 29.11.1974, Síða 43

Morgunblaðið - 29.11.1974, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1974 43 IÞROITAFRITTIR MORGIIIVRLAOSIIIIS Aftur eíns marks sigur hjá Hollandi AFTUR sigruðu hollenzku stúlkurnar þær ís- lenzku með eins marks mun í landsleik í hand- knattleik sem fram fór í íþróttahúsi Hafnar- fjarðar í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 9—8 fyrir Holland, eftir að ísland hafði haft eitt mark yfir í hálfleik: 4—3. Raunar mætti næstum kalla leik þennan vítakastakeppni, þar sem hvorki fleiri né færri en 9 mörk af 17 voru skoruð úr vítaköstum og 6 af 7 mörkum í fyrri hálfleik komu þannig tií. Leikurinn f Hafnarfirði í gær- kvöldi var töluvert frábrugðinn leiknum í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Bæði liðin höfðu sýni- lega notað gærdaginn til þess að finna svör við helztu sóknarað- gerðum mótherjans og íslenzku stúlkunum tókst nú algjörlega að hefta leikkerfi hollenzku stúlkn- anna og léku þær yfirleitt ágæta vörn i leiknum. Gegnumbrotin voru stöðvuð í tíma, oftast nær, en i hollenzka liðinu virtist ekki vera ein einasta stúlka sem gat skotið að utan. í íslenzka liðinu var ein slik í þessum leik, Sigrún Guðmunds- dóttir, en hollenzku stúlkurnar gættu hennar mjög vel, og tæki- færin sem Sigrún fékk til að at- hafna sig voru teljandi. Þegar á heildina er litið var þetta ekki eins skemmtilegur leikur og í fyrrakvöld. Sannkall- aður gönguhandknattleikur frá upphafi til enda, og allar sóknar- aðgerðir beggja liðanna mjög fálmkenndar og tilviljunum háð- ar. Varnirnar voru hins vegar betri, sem fyrr segir, og mark- varzlan hjá Hollendingunum ágæt. Þannig varði t.d. hollenzki markvörðurinn vítakast frá Sig- rúnu. Gyða Úlfarsdóttir í marki Islendinganna varði raunar einnig vítakast, en yfirleitt voru íslenzku stúlkurnar ekki eins góðar í markinu, og sum mörkin sem þær fengu á sig voru af ódýr- ustu gerð. Taka ber það með í reikninginn að það er raunar nýtt að íslenzka kvennalandsliðið fái verkefni, sem bezt sést af því að það hefur ekki leikið leik á heimavelli i tíu ár. Með tilliti til þess verður unað við árangur stúlknanna. Þetta er fyrsta skrefið á langri leið, og vonandi eiga þessar stúlkur eftir að æfa vel saman og keppa saman, og víst er að þá er árangurs að vænta. A.m.k. virtust íslenzku stúlkurnar sem einstaklingar vera jafnvel betri en þær hol- lenzku. * * Mörk tslands: Sigrún Guð- mundsdóttir 4 (3 úr viti), Erla Sverrisdóttir 2 (bæði úr vítaköst- um), Arnþrúður Karlsdóttir 1 og Hansina Melsteð 1. Mörk Hollands: Pottujt 3 (öll úr vitaköstum), Nel Martens 3 (2 úr vítaköstum), Els Boesten 1, Annie Slangen 1 og Toos Als- emgeest 1. Dómarar voru þeir Magnús Pétursson og Valur Benediktsson. Þeir duttu í þá gryfju sem dóm- urum hættir við að lenda i er þeir dæma leiki eigin lands og annars, — þá að einbeita sér svo mikið að því að þeir verði ekki sakaðir um hlutdrægni að þeir dæma um of á heimáliðið. Var það t.d. ákaflega hæpinn dómur hjá þeim félögum er þeir dæmdu knöttinn af ís- lenzku stúlkunum fyrir ruðning er skammt var til leiksloka og staðan var 7—7. -stjl. Arnþrúður Karlsdóttir skoraði lagleg mörk f landsleikjunum með þvf að stökkva inn úr horninu. Júgóslavía vann „ World Cup” Það er sannarlega ekkert eftir gefið f kvennahandknattleiknum frekar en karla. Þarna fær Erla Sverrisdóttir harla ómjúkar viðtökur hjá þeim hollenzku. JÚGÓSLAVlA bar sigur úr býtum í „World Cup“ handknattleikskeppninni í Svíþjóð, en henni lauk í fyrrakvöld. Lék Júgóslavía til úrslita við Pólland og sigraði 17—16, eftir að jafnt hafði verið i hálfleik 7—7. Leikur þessi þótti mjög vel leikinn, einkum af hálfu Júgóslavana, sem unnið hefðu stærri sigur, ef ekki hefði til komið frá- bær markvarzla pólska markvarðarins, sem hvað eftir annað varði „óverj- andi“ skot. Leikurinn var mjög jafnalltfrá fyrstu mínútu til hinnar síðustu, en sigurmark sitt skoruðu Júgóslavarnir ekki fyrr en 132 SENNILEGA hefur fslenzkt fþróttalið aldrei fengið aðra eins útreið og körfuknattleiksmenn úr KR fengu i gærkvöldi, er þeir léku fyrri leik sinn f Evrópu- bikarkeppninni í körfuknattleik við austurríska liðið UBSC Vfn. (Jrslit leiksins urðu 132:34 fyrir Austurrfkismennina, eftir að staðan hafði verið 68:11 f hálf- leik. „Þessi 98 stiga munur er met f Evrópubikarkeppninni,“ sagði fréttastofa Reuters í gærkvöldi. Stigin fyrir Austurríkismenn- ina skoruðu: Marioneaux 19, Taylor 9, Tecka 17, Huetthaler 10, Bilik 19, Pawelka 10, Miklas 4, Leskova 7, Wolf 11, Haselbacher 26. nokkrar sekúndur voru til leiksloka. A-Þýzkaland hreppti þriðja sætið í keppninni með því að sigra Sovétrikin með 23 mörkum gegn 19. Staðan í hálfleik var 10—9. Sigra því Þjóðverjarnir Sovétmenn með sama markamun og þeir sij Islendinga í lands unum ádögunum. I keppni um fii sætið sigraði Rúi Tékkóslóvakíu með mörkum gegn 18. StE hálfleik i þeim leil 12—8. Fyrir KR: Kristinn Stefánsson 2, Kolbeinn Pálsson 1, Bjarni Jóhannesson 13, Birgir Guð- björnsson 2, Þröstur Guðmunds- son 2, Bragi Jónsson 6, Birgir Guðjónsson 4, Guðmundur Pétursson 4, Gunnar Gunnarsson 2, Hilmar Viktorson 4. HLAUPIÐI GARÐAHREPPI UMGMENNAFÉLAGIÐ Stjarnan I Garðatireppi mun gangast fyrir vfðavangshlaup- um fyrir börn og unglinga i vetur. Er ætlunin að slfk hiaup fari fram S—6 sinnum, og verð- ur fyrsta hlaupið n.k. sunnudag og hefst kl. 14.00 við Gagn- fræðaskóla Garðahrepps. Munu þrfr fyrstu f hverjum aldurs- flokki hljóta verðlaun, eftir keppnina. margir af beztu lyftingamönn- um landsins, þannig að búast má við mörgum lslandsmetum á mótinu. Verða t.d. þeir Óskar Sigurpálsson, A, Friðrik Jósefs- son, ÍBV, og Skúli Óskarsson, UlA, meðal keppenda. Lyftingar KRAFTLYFTINGAMÓT KR, sem búið var að auglýsa, að fram færi í Sænska frystihús- inu n.k. laugardag, verður hald- ið í Laugardalshöllinni á föstu- dag kl. 20.00. Tfu keppendur hafa skráð sig til þátttöku í mótinu, og meðal þeirra eru Paraguay vill halda HM 2002 PARAGUAY hefur áhuga á að halda lokakeppni Heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu 2002. Þetta kom fram í tilkynningu, sem knattspyrnu- samband landsins gaf út i gær. Þar sagði, að mál þetta yrði rætt á fundi Knattspyrnusam- bands Suður-Ameriku i Rio de Janeiro i desember n.k. og síð- an yrði send formleg beiðni til alþjóðasambandsins, FIFA. Ennfremur sagði í tilkynning- unni, að Paraguay væri tilbúið að halda þessa íþróttahátíð með glæsibrag eftir 28 ár, fyrstu lokakeppni HM á 21. öldinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.