Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 Slakir stúdentar töpuðu fyrir KR ISLANDSMEISTARAR KR komu fram hefndum gegn IS um helg- ina þegar liðin léku seinni leik sinn. IS sigraði I fyrri leiknum, en nú áttu þeir ekki hina minnstu möguleika og það þrátt fyrir að Þröstur Guðmundsson, Bragi Jónsson og Hilmar Vikt- orsson léku ekki með KR. Þetta stafaði þó ekki aðallega af nein- um stjörnuleik hjá KR, heldur hinu, að tS liðið virðist ekki svip- ur hjá sjón miðað við fyrstu leiki mótsins. Talandi dæmi um getuleysi liðs- ins I leiknum er það að það skorar aðeins 21 stig í fyrri hálfleiknum — þar af 13 úr vftum. KR- ingarnir voru ekki miklu betri, skoruðu þó 25 stig í hálfleiknum. Varnir Iiðanna voru mjög þokka- legar, en þetta stafar þó fyrst og fremst af lélegri hittni. Og allt fram á 10. mín. í síðari hálfleiknum hélt barningurinn áfram. Stúdentarnir jöfnuðu fljótlega í upphafi hálfleiksins 27:27, síðan var jafnt 32:32, 34:34, 36:36, 40:40 og 42:42. En þegar hér var komið sögu fór að færast meira öryggi yfír KR-liðið og strax fór að skilja sundur með líðunum. Staðan breyttist i 48:43 fyrir KR og síðan í 59:47, og er upp var staóið að leikslokum var staðan 73:60 fyrir KR. Körfuknattleiksmaður ársins 1974, Kristinn Stefánsson, var iangbesti maður KR í þessum leik. Hann gerði Bjarna Gunnar nánast óvirkan i sóknarleiknum og varði skot hans og annarra hvað eftir annað. En ungu menn- irnir í KR-liðinu þeir Gísli Gisla- son og Árni Guðmundsson voru þó þeir sem mesta athygli vöktu. Þeir fengu nú meira tækifæri en oft áður, og er ekki hægt að segja annað en þeir hafi fyllilega skilað því sem af þeim var krafist. Þá má nefna Kilbein Pálsson sem fór vel af stað í síðari hálfleik og lagaði vel upp á „skorió sitt“. Hvað er að gerast hjá IS? — liðið hefur sýnt það fyrr í mótinu að það getur spilað körfuknattleik á við það besta sem gerist hjá hinum liðunum í deildinni, en eins og liðið lék þennan leik og hefur reyndar leikið að undan- förnu ætti það fremur heima í 2. deild en 1. deild. Fumið, fátið, og byrjendastíllinn sem kemur yfir nær alla leikmenn liðsins samtím- is sætir furðu og gefur liðinu ekki eitt einasta stig í mótinu ef ekki verður gjörbreyting á. Þeir léku þennan leik að visu án þess að hafa þjálfara sinn Gunnar Gunn- arsson til að halda í hendurnar á sér, en það afsakar ekkert, þeir hafa verið þjálfaralausir áður og samt leikið margfalt betur. Kolbeinn Pálsson var stighæst- ur I liði KR með 20 stig, Gisli Gíslason skoraði 11 stig, Kristinn Stefánsson 10 og Bjarni Jóhann- esson 8 stig. — Jón Már Héðins- son skoraði mest fyrir IS, alls 14 stig. Ingi Stefánsson og Steinn Sveinsson 13 hvor, og Bjarni Gunnar lét sér nægja 8 stig að þessu sinni. gk- Bragi Jónsson, KR-ingur, og Albert Guðmundsson, IS, f baráttu um knöttinn. JONSLAUSIR ARMENNINGAR TÖPUÐU FYRIR UMFN ÓVÆNTUSTU úrslit helgarinnar í körfuboltanum voru án efa sig- ur UMFN yfir Armanni á laugar- dag. Ármenningar voru af flest- um taldir öruggir sigurvegarar fyrirfram, en eftir æsispennandi leik sigraði UMFN með 82 stigum gegn 80. Þess ber þó að geta, að Jón Sigurðsson lék ekki með Ar- manni, og kom nú vel í Ijósi hversu mikilvægur hann er lið- inu. Ég er þess fullviss að hefði hann verið með, hefðu Armenn- ingar haft 20 stig yfir f hálfleik í stað 7, og það hefði nægt Ár- manni. En leikur Njarðvíking- anna í síðari hálfleiknum var allt annar og betri, og sigurinn sem að vísu hefði getað lent hvorum megin sem var, var jafn kærkom- inn Njarðvík eins og hann var óvæntur — þeir eru búnir að ná f 12 stig sem er sex stigum meira en liðið hefur hlotið i 1. deild áður. — Og það sem meira er, liðið er með I baráttunni á toppn- um í 1. deild í fyrsta skipti. Þótt Björn Christensen ætti stjörnuleik hjá Ármanni nægði það ekki til að fylla skarð Jóns. Jón er sá sem allt byggir upp hjá liðinu — og með fullri virðingu fyrir þeim bakvörðum sem þar eru aðrir verður að segja að þeir ná alls ekki að taka að sér það hlutverk. Þetta var sérstaklega áberandi í upphafi leiksins þegar hver sókn liðsins af annarri rann út i sandinn. Það sem bjargaði liðinu þá var það að Njarðvíking- arnir voru engu betri. Ármann skoraði 8 fyrstu stigin, en UMFN svaraði meó öðrum 8. Síðan fylgdust iiðin að þar til um miðjan hálfleikinn, en þá náði Ármann 14 stiga forskoti 33:19, sem Njarðvík minnkaði í 39:32 fyrir hálfleik. — Síðari hálf- leikurinn var svo ávallt mjög jafn, liðin skiptust á um forust- una og jafnt var 78:78 er ein min. var eftir. Stefán Bjarkason kom UMFN yfir 80:78 þegar 50 sek. UMFN LAGÐIVAL LIKA ÞAÐ GUSTAR heldur bet- ur af körfuknattleiksliði UMFN þessa dagana. Þeir unnu Ármann á laugardag, og daginn eftir urðu Vals- menn fórnarlömb þeirra. Liðið hefur þar með sigrað öll liðin í deildinni nema KR og IR, en iR-ingar eiga eftir að mæta þeim í STAÐAN ÍR 8 7 1 667:617 st. 14 KR 8 6 2 708:630 12 UMFN 9 6 3 721:688 12 Á 8 5 3 672:615 10 ÍS 8 4 4 597:596 8 Valur 8 3 5 663:654 6 Snæf. 7 1 6 446:546 2 HSK 8 0 8 548:676 0 Stigahæstir: Kolbeinn Pálsson KR 210/46 Stefán Bjarkason UMFN 180/24 Brynjar Sígmundsson UMFN1 70/ 14 Kristinn Jörundsson ÍR 162/34 Jón Sigurðsson Á 158/14 Símon Ólafsson Á 148/34 Þórir Magnússon Val 146/16 Best vltaskotanýting (20 skot eSa fleiri) Kolbeinn Pálsson KR 66:46 = 70%. Símon Ólafsson Á 50:34 = 68%. Jón Jörundsson ÍR 28:19 = 68%. Stefán Bjarkason UMFN 36:24 = 67%. Sigurður Hafsteinsson UMFN 24:16 = 67%. Kristinn Jörundsson ÍR 52:34 = 65%. Anton Bjarnason HSK 20:13 = 65%. Dæmdar villur á lið: Ármann 235 KR 213 UMFN 210 Valur 207 ÍS 165 HSK158 ÍR 151 Snæf. 1 30 Brottvísun af velli (5 villur) Ármann 1 5 KR 15 Valur 13 UMFN 12 Snæf. 5 ÍS 3 ÍR 2 HSK 2 Njarðvík — um aðra helgi. UMFN hefur hlotið 12 stig í mótinu, aðeins tveim stig- um minna en IR sem er í efsta sætinu, en að vísu leikið einum leik meira. Leikurinn við Val var mjög harður, sem sést best á þvi að það voru dæmd alls 64 viti í leiknum sem stendur í aðeins 40 mín. Oft veltust leikmenn liðanna um á gólfinu margir saman, og aldrei var gefið neitt eftir. Til marks um baráttuna má nefna að eitt sinn þegar þeír skullu saman Brynjar Sigmundsson og Jóhannes Magnússon, lenti Jóhannes með aðra höndina í munni Brynjars og eftir varð stórt sár. — Ekki leit þó út fyrir annað en að Valur ætlaði að sigra auðveldlega í leiknum. Þeir komust í 20:8 en góður kafli UMFN i lok hálfleiksins minnk- aði muninn og í hálfleik var staðan 42:39 fyrir Val. Valur komst svo 8 stig yfir i upphafi síðari hálfleiks, en það var orðið jafnt aftur um miðjan hálfleik og UMFN komst síðan yfir, og góður kafli liðsins á lokamínútum leiks- ins tryggði sigurinn 82:77 fyrir Njarðvík. Brynjar Sigmundsson var frískur að venju og skoraði 25 stig, Stefán Bjarkason 19, Sigurð- ur Hafsteinn 14 og var bestur í liðinu, Gunnar Þorvarðarson 10 stig. Torfi Magnússon skoraði 22 stig fyrir Val, Þórir 13, Kári 12 en þeir urðu báðir að yfirgefa völlinn um miðjan s.h. með 5 villur. Og ekki má gleyma að geta frammistöðu Rikharðs Hrafnkels- so'nar U-landsliðsmanns sem lék sinn besta leik með liðinu til þessa. Þessi úrslit gera endanlega út um vonir Valsmanna að hijóta Islandsmeistaratitilinn — en ekki er ótrúlegt að einhverjir á Suður- nesjum „gæli“ nú við þá hugsun að bikarinn hafni þar. gk. voru eftir, en Björn jafnaói fyrir Armann 15 sek. siðar. Sigurður Hafsteinsson fékk svo tvö vítaskot þegar 18 sek. voru eftir, og skoraði úr báðum — 82:80 fyrir UMFN. — Ármann hóf sókn en missti boltann. UMFN fékk sókn en missti bolt- ann einnig, og Ármenningur reyndi körfuskot um ieið og flautan gall. — Það mistókst, og Njarðvík- ingarnir stigu stríðsdans fyrir áhorfendur sem flestir voru á þeirra bandi — 2 fullar rútur frá Njarðvik auk annarra sem töldu sér hag í ósigri Armanns. Einar Guðmundsson var bestur Njarðvíkinga í þessum leik, sem var hans besti i mótinu. Hann skoraði 20 stig, en Brynjar Sig- mundsson einnig átti mjög góðan leik var með 25 stig. Stefán Bjarkason með 15, og Gunnar Þorvarðarson 12. — Björn Christensen var bestur Ármenn- inga og einnig stighæstur með 27 stig, Símon Ólafsson skoraði 19 stig, þrátt fyrir villuvandræði, sem geróu það að verkum að hann lék ekki nærri allan leiktímann. gk- Bjarni Gunnar ÍS 39:26 = 67%. 9k — (Jileik Ármanns og UMFN. Haraldur Hauksson og Björn Magnússon, Ármenningar, f baráttu við N jarðvfkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.