Morgunblaðið - 04.02.1975, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1975
RUGLVSmCRR
^-«22480
JBcrgunX'loöil*
nuGLVsmcnR
íg, ^22480
Formaður L.Í.Ú.:
Rekstrarhalli báta og togara
áætlaður 3,3 milljarðar króna
Þessi mynd var tekin á
Arnarhóli { gær þegar
nemendur Tækniskóla Islands
heimsóttu Vilhjálm Hjálm-
arsson menntamálaráðherra
til þess að ræða við hann um
úrbætur í ýmsum málum
Tækniskólans. Á myndinni er
Vilhjálmur að ræða við
Tækniskólamenn, en við
segjum nánar frá þessu á bls. 2
i dag. Ljósmynd Mbi. Sv.
Þorm.
— Gengisbreyting kemur ekki aö
notum, segir Kristján Ragnarsson
A AUKAFUNDI Landssambands
íslenzkra útvegsmanna, sem hald-
inn var í Reykjavfk f gær, kom
fram, að halli á bátaflota Iands-
manna, miðað við núverandi að-
stæður, er áætlaður um 2,1 milij-
arður króna á árinu, halli á stærri
togurunum er áætiaður 622 miilj.
kr. og halli minni skuttogara er
áætlaður 567 millj. kr. verði
ekkert að gert. Á þessu er þvf
ljóst, að útgerðin á við gífurlega
rekstrarörðugleika að etja og þar
við bætist, að fiskvinnsla stendur
ákaflega illa að vígi. I lok fund-
arins var samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Aukafundur L.I.U., haldinn f
Reykjavík 3. febrúar 1975, vekur
athygli á því, að úttekt Þjóðhags-
stofnunarinnar á hag útgerðar-
innar staðfestir, að hún er komin
f þrot. Þessi staða hefir leitt til
þess, að fiskverð hefir enn ekki
Blaðamanna-
fundur forsætis-
ráðherra í dag
GEIR Hallgrfmsson, forsæt-
isráðherra, hefur boðað til
blaðamannafundar síðdegis f
dag að þvf er segir f
fréttatilkynningu frá forsætis
ráðuneytinu.
Forsætisráðherra kom heim
um helgina eftir ferð til
Kanada og Noregs en f þeirri
ferð heimsótti hann
Vesturlslendinga í tilefni 100
ára landnáms þeirra f
Vesturheimi og ræddi við
kanadíska, bandaríska og
norræna stjórnmálamenn um
útfærslu fiskveiðilögsögunnar
á þessu ári.
verið ákveðið, þótt það hafi átt að
liggja fyrir um áramót.
Fundinum er ljóst, að hinn
mikli rekstrarvandi verður ekki
leystur með fiskverðshækkun
einni saman. Auk hennar eru aðr-
ar efnahagsaðgerðir af hendi
rfkisvaldsins óhjákvæmilegar.
Fundurinn vekur athygli á, að
hluti af bátaflotanum hefir enn
ekki hafið veiðar vegna rekstrar-
erfiðleika, en þeir útgerðarmenn
sem höfðu bolmagn til að láta skip
sín hefja veiðar, gerðu það í
trausti þess, að slíkar óhjákvæmi-
legar ráðstafanir yrðu gerðar,
fyrir allnokkru, og telur fundur-
inn því, að á þessu megi ekki
verða frekari dráttur.
I trausti þess, að ríkisstjórnin
dragi ekki fram yfir lok þessarar
viku að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir, samþykkir fundurinn að
honum skuli ekki ljúka að svo
stöddu, en komi saman aftur
mánudaginn 10. febrúar n.k.“
Eftir fundinn í gær náði
Morgunblaðið sambandi við Krist-
ján Ragnarsson, formann Lands-
sambands ísl. útvegsmanna, og
bað hann að gera nánari grein
fyrir rekstrarerfiðleikum fiski-
skipaflotans.
„í fyrsta lagi,“ sagði Kristján,
„er staða útgerðarinnar með þeim
hætti, samkvæmt skýrslu Þjóð-
hagsstofnunarinnar, að gert er
ráð fyrir 1715 millj. kr. halla báta-
flotans á árinu. Þá er ekki talin
með oliuhækkunin, sem varð eftir
áramót, hækkun á vátryggingu
vegna áhafna, sem varð eftir ára-
mót, og hækkun á afskriftum,
sem varð vegna hækkunar á vá-
tryggingum. Þegar tekið hefur
verið tillit til þessara talna til
viðbótar við þá fyrri, þá er hallinn
Framhald á bls. 34
ínn
fauk
Jepp
yfir bílstjórann
Siglufirði 3 feb.
FEIKN mikið stormveður brast á
f Fljótunum f morgun og slasað-
ist maður þegar bíll hans fauk yf-
ir hann. Maðurinn, sem heitir
Stefán Þorláksson frá Gautlönd-
um og er umsjónarmaður með
snjómokstri á þessu svæði, var f
jeppabfl sfnum af Willysgerð er
stormhviða feykti bflnum á loft
og fór hann eina veltu. Stefán
komst þá út úr bflnum, en þá
skipti engum togum að bfllinn
tókst aftur á loft og fauk yfir
Stefán, sem slasaðist nokkuð og
átti að flytja hann hingað f dag
með sjúkrabfl þegar lægði. Ekki
var vitað hvort hann var beinbrot-
inn, en talið að um einhver inn-
vortis meiðsl væri að ræða.
Annar bíll, fólksbíll Guðmund-
ar á Reykjarhóli, fauk einnig í
þessum stormi. Guðmundur hafði
keyrt bílinn út í skafl við veginn
og yfirgeí'ð hann, en skömmu síð-
ar tókst I Uinn á loft og fauk
nokkra metra. A sömu slóðum
fauk jeppi í fyrra með skólabörn-
um og urðu þá einnig slys á mönn-
um.
I þessu stormviðri hefur tekið
upp óhemju mikið af snjó, en
Framhaid á bls. 34
Frystihús á Suðurnesjum:
Starfsfólki sagt upp
með fyrirvara
NOKKUR frystihús á
Suðurnesjum hafa sagt upp
starfsfólki sínu með þeim
fyrirvara, að uppsögnin falli úr
gildi ef ekki kemur til verkfalls
sjómanna. Þá kom það einnig
fram f viðtali f gær við Harald
Sturlaugsson hjá Haraldi
Böðvarssyni og Co á Akranesi að
ef til stöðvunar togaraflotans
kæmi yrði óhjákvæmilega að
segja upp starfsfólki f stórum stíl.
„Ef ekkert verður að gert nú
þegar í þessum rnálurn," sagði
Haraldur, „kemur til algjörra
vandræða, því kauptryggingin er
svo bundin hráefninu að ef
ekkert hráefni berst verður að
segja upp starfsfólki. Engum
hefur hins vegar verið sagt upp
og vonandi kemur ekki til þess.
S.l. ár vorum við með um 700
manns á launaskrá hjá okkur og
greiddum liðlega 200 milljónir í
laun, en yfir vertiðina erum við
með um 300 manns í vinnu.
Hráefni okkar er meira og
minna bundið togurunum og við
fáum 33% af afla togaranna
tveggja, en alls fer afli þeirra til
fjögurra frystihúsa hér. Frá maí
s.l., er við tókum upp þessa
skiptingu, og til áramóta, hafa
aðeins fallið 4 dagar úr hjá okkar
fyrirtæki í vinnslu, en þá var
skortur á hráefni. Það liggur þvi
ljóst fyrir að togararnir halda
jafnvæginu i þessum málum fyrir
frystihúsin á mörgum stöðum og
um leið stöðugleikanum i vinnu
fólks.“
Einar Kristinsson hjá
Sjöstjörnunni i Keflavík sagði að
búið væri að segja lausum
samningum við 45 manns hjá
þeim, eða öllum sem voru með
fasta samninga. Hins vegar vinna
alls um 70 manns hjá
Sjöstjörnunni. „Astæðuna fyrir
uppsögnunum kvað Einar
einfaldlega vera hræðslu við
sjómannaverkfallið, en
samningunum væri sagt upp
miðað við að verkfall skylli á, en
samþykkt um þetta var gerð hjá
eigendum fiskvinnsluhúsanna á
Suðurnesjum eða í Keflavik,
Sandgerði, Vogum og Garði.
Staðan er geysilega erfið hjá
okkur núna og það er orðið
hastarlegt að maður skuli verða
Framhald á bls. 34
F áskrúðsfjörður:
Milljónatjón vegna snjóa
Fáskrúðsfirði 3. feb.
UMTALSVERÐAR skemmdii
hafa orðið hér vegna snjóa og er
um milljónatjón að ræða, aðaí-
lega hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirð-
inga en um helgina fél! saman
stór skemma inni í fjarðarbotni
og er hún talin gjörónýt. 1 þessari
skemmu var geymdur ýmis varn-
ingur, fóðurbætir og annað, og
hefur verið unnið að björgun
hans úr rústunum, en hann mun
vera óskemmdur. Inni f þessum
skála voru m.a. geymdir kapp-
róðrarbátar sjómannadagsráðs og
ér annar þeirra gjörónýtur og
hinn mikið skemmdur. Einnig
féll niður að hálfu leyti sfldar-
söltunarhús Pólarsfldar h.f. og er
þar um mikið tjón að ræða. Einn-
ig hafa orðið umtalsverðar
skemmdir á nýbyggingu frysti-
hússins.
Þrír bátar lönduðu hér 500 lest-
um af loðnu í dag og er nú
heildarlöndun hér orðin 3700 lest-
Framhald á bls. 34
Varðskipsmenn
komust í hann
krappan
SEX skipverjar af varðskipinu
Óðni komust f hann krappan
við Galtarvita sl. laugardag.
Voru varðskipsmenn að koma
frá þvf að flytja starfsmenn
vitamálastofnunar f vitann,
þegar gúmbátur þeirra valt.
„Við vorum komnir rétt út
úr briminum, þegar svo illa
vildi til að vél bátsins bilaði,"
sagði Indriði Kristinsson,
þriðji stýrimaður, sem var á
bátnum er þetta gerðist.
„Okkur rak þess vegna aftur
inn í brimgarðinn, þar sem við
fórum allir í sjóinn og vorum
við að velkjast þar góða stund
áður en okkur tókst að skríða i
land. Okkur varð auðvitað
ofsalega kalt, enda vorum við
illa búnir en þegar i vitann
kom vorum við strax drifnir úr
fötunum og hellt í okkur heitu
kaffi, svo að engum varð meint
af þessu volki.“