Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 Bandarfska vikurritið US News and World Report birti f sfðasta töiublaði viðtal við Robert Conquest, eitt þekkt- asta Ijóðskáld Breta, þar sem fjallað er um sovézku leyni- þjónustuna KGB. Conquest, sem er ritstjóri tfmaritsins „Soviet Analyst", er einn mesti sérfræðingur á Vesturlöndum f málefnum Sovétrfkjanna og hefur ritað eitt áreiðanlegasta ritið um Stalfnstfmann. „The Great Terror" svo og bókina „Power and Poiicy in the U.S.S.R.“, en sú fyrrnefnda fjallar um ógnarstjórn kommúnista fram yfir heims- styrjöldina sfðari. Conquest hefur náið fylgzt með og kynnt sér sovézkan kommúnisma sl. 36 ár, allt frá þvf að hann starf- aði sem brezkur tengslaforingi með sovézka hernum f heims- styrjöldinni. Þá hefur hann einkum lagt áherzlu á að rann- saka starfsemi sovézku leyni- þjónustunnar, eins og fram kemur í viðtalinu hér á eftir. — Hr. Conquest, hversu um- fangsmikil er starfsemi sovézku leyniþjónustunnar KGB? — Hún er gífurlega umfangs- mikil. Það verður að gæta þess, að KGB hefur aðgang að nær öllum sovézkum diplómötum, blaðamönnum og fulltrúum við- skiptasendinefnda, sem ferðast til útlanda eða búa erlendis. Miðað við þann fjölda, sem flýr og biður um pólitfskt hæli á erlendri grund má draga þá ályktun, að um 40% allra diplómata Sovétrfkjanna er- lendis séu hreinir njósnarar KGB og að leyniþjónustan geti leitað til hinna 60% ef sérstak- lega ber undir. Ég held að óhætt sé að segja, að mikið af starfsfólki sendiráð- anna erlendis sé til lítils gagns. Þetta er fólk, sem klifrað gefur upp eftir embættismannastig- anum og tekizt að fá starf er- lendis. Hins vegar er þetta lið gagnlegt að því leyti, að það er mjög fjölmennt. Þessu fólki verða oft á mistök og það er alltaf verið að handtaka ein- hvern úr hópi þess, en það stofnar oft til sambanda, sem atvinnunjósnararnir geta síðan hagnýtt. Eitt dæmi um fjölda- starfsemina er, þegar Bretar ráku 105 sovézka sendiráðs- starfsmenn úr landi á einu bretti fyrir njósnir 1971. Á bak við þessa fjöldastarfsemi starfa svo atvinnumennirnir, sem eru feiknalega vel þjálfaðir menn úr njósnaháskólum í Sovétríkj- unum. Aðeins nokkrir tugir slikra manna eru útskrifaðir ár- lega og þessir menn eru sendír til starfa erlendis, þar sem þeir búa til nafn og stöðu og lifa sem óbreyttir borgarar um leið og þeir starfrækja eigið njósna- kerfi. — Hvernig er samanburður- inn á starfsemi KGB og banda- risku leyniþjónustunnar CIA? Miklu umfangsmeiri en CIA — Starfsemi KGB er miklum mun umfangsmeiri en hjá CIA og sovézka leyniþjónustan starfar í svo til hverju einasta landi í heiminum. Sovézkir njósnarar hafa verið reknir úr landi úr 40 löndum í sex heims- álfum, u.þ.b. 2—3000 manns frá 1960 og það eru bara undan- tekningar, sem nást. — Heldur KGB uppi njósna- og öryggisaðgerðum innan Sovétríkjanna? — Vissulega. Á sama hátt og starfsemi KGB erlendis er hlið- stæð starfsemi CIA, er starf- semin innan Sovétríkjanna hliðstæð starfsemi bandarísku alríkislögreglunnar FBI innan Bandaríkjanna, að öðru leyti en þvf, að hún er miklu meiri. Það er erfitt að segja fyrir um ná- kvæman starfsmannafjölda, en á Stalíntímunum var talið að á hverri skrifstofu eða fyrirtæki væri 5. hver starfsmaður í tengslum við KGB, sem þýðir um 10 milljónir manna, jafnvel þótt aðeins hafi verið um auka- starf að ræða. Þessi tala hefur lækkað mikið og má gera ráð fyrir að beinir starfsmenn KGB þar séu nú nokkur hundruð þúsund. Auk þess er lögreglan, sem ekki kemur KGB beint við, en aðstoðar þó, eins og t.d., að hver sem ætlar að ferðast um landið verður að láta skrá sig á lögreglustöðvum. Það hefur verið kvartað yfir því í Banda- ríkjunum, að leyniþjónustur þar haldi skýrslur yfir marga borgara. 1 Sovétríkjunum er hver einasti borgari á skrá hjá KGB og ýmsum ráðuneytum. — Gerir þetta allt vestrænum leyniþjónustum erfitt að starfa innan Sovétríkjanna? — Áreiðanlega. Eftirlitskerfi KGB í Sovétríkjunum er miklu þéttara og strangara en nokkru sinni I Bandaríkjunum. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir mann, t.d. eins og Oleg Penkovsky ofursta, sem skot- inn var vegna starfa fyrir vest- ræna leyniþjónustu í Moskvu, að halda sambandi í langan tíma, án þess að upp um hann komist. Skoðum svo hve miklu erfiðari okkar aðstaða er. Það eru aðeins nokkrir tugir vest- rænna borgara, sem búa í Sovétríkjunum, og mjög auð- velt er fyrir KGB að hafa eftir- lit með þeim öllum, þannig að nær útilokað er fyrir sovézkan borgara að ná sambandi við út- Iendinga. Það er heldur enginn hópur erlendra innflytjenda I Moskvu, sem hægt væri að nota sem njósnara. öryggislega séð William Colby yfirmaður CIA hafa þeir mikla yfirburði yfir okkur og þeir eru alltaf að hugsa um njósnir, hvernig þeir geti komizt að leyndarmálum og hvernig þeir eigi að hindra að óvinurinn komist að þeirra leyndarmálum. Sérstök lygadeild — Stundar KGB áróðurs- starfsemi erlendis ásamt njósn- um? — Já, og þeir beita öllum hugsanlegum ráðum til að stofna til vandræða á Vestur- löndum. Mesti þungi aðgerða þeirra hefur alltaf beinzt gegn sovézkum innflytjendum er- lendis, þ.á m. morð. Vitneskjan um þetta skelfir þetta fólk alveg óumræðilega og KGB fell- ir sig ekki við að fyrrum sovézk- ir borgarar hugsi fjandsamlega í garð Sovétríkjanna. Svo er einnig sérstök lygadeild, sem sér um að dreyfa upplognum upplýsingum. Gott dæmi um þetta er hin mikla lygaherferð á hendur Alexander Solzhenitsyn, sem rekinn var úr landi 1974. — Hvað með hin kommún- Robert Conquest. istalöndin. Starfar KGB þar líka? — Að sjálfsögðu. Skemmst er að minnast þess á sl. ári, er Júgóslavar handtóku tugi manna, sem voru aðilar að KGB-samsæri. Þá er vitað um þrjár samsæristilraunir I Kína, sem KGB hefur stutt. Á síðasta áratug komst upp um stórkost- legt KGB-samsæri I Albaníu í kringum yfirmann flotans þar í landi og á Dubcekdögunum í Tékkóslóvakíu gróf KGB með öllum ráðum undan Dubcek. Vitað er um svipaðar aðgerðir KGB í Rúmeníu og víðar. — Hefur KGB að yðar dómi náð góðum árangri i starfi sinu utan Sovétríkjanna? Árangurinn — Erfiðleikarnir eru þeir, að við vitum ekki hversu vel hlut- irnir heppnast. Velheppnuð njósnastarfsemi er sú, sem ekki kemst upp um. Hins vegar vitum við um ýmislegt frá fyrri tfmum, sem heppnaðist stór- kostlega. Má þar nefna Sorge- málið í Japan í síðari heims- styrjöldinni, þegar Richard Sorge, sem var fréttaritari fyrir nazistablað í V-Þýzkalandi og sovézkur njósnari, gat skýrt sovézkum stjórnvöldum frá því, að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þvf að Japanir myndu ráðast inn í Siberíu. Sorge var síðar tekinn af lífi af Japönum. Einnig Rote Kapelle- málið, þar sem Sovétmenn kom- ust yfir gífurlega mikilvægar upplýsingar frá þýzka flug- málaráðuneytinu um hernaðar- áætlanir nazista. Þá tókst Rússum einnig að afla mikil- vægra upplýsinga um kjarn- orkuvopnamál í Bandaríkjun- um, Kanada og Bretlandi. Á árunum eftir stríðið var Philby- Maclean-njósnahringurinn Burgess-njósnahringurinn feikna mikilvægur og ekki má gleyma því á árunum 1962—63, er KGB tókst, þótt það hafi verið fyrir hundaheppni, að fá bandarískan liðþjálfa sem dvaldist í Frakklandi, til að af- henda þeim upplýsingar um allt vopnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Mistökin — Hvað með mistökin? — Mestu mistök KGB hafa verið afleiðing þess, er sovézkir njósnarar hafa flúið. Það er alveg furðulegt hve mörgum sovézkum borgurum tekst að flýja land, þrátt fyrir hið stranga eftirlit, sem þeir eru undir og enn furðulegri er sá fjöldi KGB-manna, sem tekst að flýja. í hvert skipti, sem KGB- manni tekst að komast undan, vitað er um 3 tilfelli á sl. fjór- um árum, tekur hann með sér gifurlega mikið af upplýsing- um, sem hafa orðið til þess að eyðileggja stóra njósnahringi. — Aðstoða kommúnistaflokk- ar í löndum, sem ekki eru undir stjórn kommúnista, sovézku leyniþjónustuna? — Það hlýtur að vera ljóst, að KGB leitar eftir fólki úr þess- um flokkum, fólki, sem fyrst er sannfært um að sovézka línan sé hin eina rétta og siðan tælt út í njósnir. I sumum komm- únistaflokkum eru menn, sem KGB sækist sérstaklega eftir, eins og t.d. vísindamenn. Dæmi eru til þess að heilar stjórnir kommúnistaflokka hafi verið dregnar út í njósnir, eins og t.d. í Kanada. Á hinn bóginn eru ýmsir kommúnistaflokkar ekki eins hliðhollir Sovétríkjunum eins og þeir voru. I Englandi hefur kommúnistaflokkurinn t.d. mótmælt innrásinni í Tékk- óslóvakíu og fangelsun rithöf- unda, en þó eru innan flokksins klíkur, sem styðja Sovétríkin algerlega og fara ekkert dult með þá afstöðu. Þetta er fólkið sem KGB sækist mest eftir. Borga öllum — Geta útlendingar orðið rikir á því að vinna fyrir KGB? — Nei, en þeir geta lifað mjög þægilegu lífi. Það er ein- kennileg hefð hjá KGB að greiða öllum fé fyrir störf, jafn- vel hörðustu hugsjónamönnum. Yuri Andropov, yfirmaður KGB En þeir reyna að nýta alla veik- leika. — Hver ræður yfir KGB og stjórnar starfseminni? — Frá þvf að Beria reyndi 1953 að komast til valda, nær eingöngu vegna yfirráða sinna yfir leynilögreglunni, hefur KGB verið undir stjórn fram- kvæmdaráðs kommúnista- flokksins. Tilraun Beria mis- tókst og hann var sjálfur tekinn af lífi. Það hefur komið fyrir að KGB hefur gert hluti í trássi við framkvæmdastjórnina, en yfirleitt ræður hún þó. Hins vegar hefur æðstaráðið (þingið) ekkert með KGB að gera og óhugsandi er að þing- maður kvarti yfir starfseminni og enginn segir við KGB: „Guð minn góður, þið eruð með skýrslur um sovézka borgara." KGB er því í miklu betri aðstöðu en CIA. — Hvað eigið þér við með betri aðstöðu? Betri aðstaða en CIA — KGB á það ekki yfir höfði sér að Æðstaráðið skipi sér- staka rannsóknarnefnd, þar sem nefndarmenn leki upplýs- ingum til Pravda um starfsem- ina, sem Pravda birtir. Slikt gæti aldrei viðgengizt og maður eins og Daniel Ellsberg myndi aldrei geta þrifizt í Moskvu, slíkur maður yrði tekinn af lífi með hraði. Ég get ekki ímyndað mér hvað KGB-mennirnir hugsa um rannsóknina, sem nú fer fram á starfsemi CIA, þeir hljóta að líta á hana sem hreina hugaróra og það gera líklega flestir V-Evrópubúar. Hversu mikil áhrif hefur KGB á stefnumótun í Sovétríkj- unum, hefur hún einhver ítök innan framkvæmdastjórnar- innar. — Allar stórar stofnanir hafa einhver stjórnmálaítök, þótt þau þurfti ekki nauðsynlega að vera afgerandi. KGB er í gund- vallaratriðum undir stjórn framkvæmdastjórnarinnar og getur ekki farið út í meiriháttar pólitískar aðgerðir án þess að hafa blessun ráðamannanna. Hins vegar á núVerandi yfir- maður KGB, Yuri Andropov, sæti í framkvæmdastjórninni og er hann fyrsti maðurinn sem þar situr frá því að Beria var uppi. Þetta gefur KGB viss ítök I æðstu hringum, en fram- kvæmdaráðið getur einnig gert Andropov ábyrgan fyrir mis- tökum, þótt ákvarðanirnar hafi verið sameiginlegar. Almennt er KGB talin helzta virki harð- línustefnunnar. — Eigið þér við að KGB sé andvíg tilraunum til að draga úr spennu milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna? — Nei, ekkert sérstaklega þær tilraunir. Staðreyndin er sú, að minnkandi spenna veitir KGB betri starfsgrundvöll, við- mótið erlendis er afslappaðra og fleiri sovézkar sendinefndir fara til útlanda. Það sem ég átti við er innanlandsástandið. T.d. á fyrirrennari Andropovs sem yfirmaður KGB, Vladimir Semichastny, að hafa sag’t við framkvæmdastjórnina: „Leyfið mér að handtaka 2000 manns og þá heyrið þið ekkert meira um þetta andóf.“ — Er KGB eina leyniþjónust- an í Sovétríkjunum. — Nei, varnarmálaráðu- neytið er með GRU, sem annast hernaðarlegar njósnir, en GRU er mun minni en KGB og í samstarfi hefur KGB undir- tökin. — Hversu mikilvægur þáttur í njósnunum eru tækninjósn- irnar eins og t.d. gervihnatta- njósnir? Gervihnatta- njósnir — Það er vitað að margir gervihnatta þeirra gegna viss- um upplýsingaöflunarstörfum á hernaðarsviði og ég ervissum að Sovétmenn beita sér að öllu afli á þessu njósnasviði. Hins vegar efast ég um að þeir fái á þennan hátt annað en hluta af þeim svörum, sem þeir leita eftir og það er ákaflega barna- legt að segja að eitt land sem hafi gervihnetti þurfi ekki aðra leyniþjónustustarfsemi. Það er rétt að gervihnettir eru orðnir geysilega fullkomnir og geta séð mikið, en ef hægt er að dulbúa hluti fyrir flugvél, sem flýgur í 50 þúsund feta hæð, má telja líklegt að hægt sé að fela þá fyrir myndavélum gervi- hnattar. Sú saga gengur einmitt nú, að KGB standi fyrir miklum dulbúnaðaraðgerðum i Sovét- ríkjunum, til að dylja allar vig- búnaðaraðgerðir landsmanna. — Hr. Conquest, ef dregið yrði úr starfsgetu CIA, myndi slíkt hvetja KGB til aðgerða, sem hún annars hefði forðazt? — Já. Ef við tökum t.d. land, þar sem möguleiki er á að sovézk sinnuð hreyfing taki völdin í sínar hendur, er sá möguleiki mun minni, ef CIA starfar þar og getur varað fólk við. Ég held ekki að vera CIA i einu landi hindri njósnaað- gerðir af hálfu KGB, en ef KGB veit, að CIA hefur komizt að byltingarundirbúningur er lit- ill grundvöllur tii að halda áfram. KGI ums Robert Conouest í viðtali: } hefur aðgang að öll- & O ovézkum dinlómötum 40% þeirra stunda eingöngu njósnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.