Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975
15
UNGLINGA-
VANDAMÁL
7. mein
JCI
eldri, sem siðan þekkir annan
nokkrum árum eldri, sem þá hefur
náð lögaldri til kaupa á áfengi.
Einnig er talsvert um það, að ungl-
ingar, sem ekki eru orðnir 20 ára, fái
afgreiðslu i áfengisútsölum, og mun
slikt vera einna algengast á föstu-
dögum eða laugardagsmorgnum,
þegar annrikið er mest I útsölunum.
Gisli Pálsson, lögregluþjónn, benti á,
að nokkuð vantaði á, að alltaf væri
krafizt nafnskirteinis eða ökuskir-
teinis af ungu fólki, til að það sann-
aði aldur sinn við áfengiskaup, en
vafalaust ættu annirnar sinn þátt í
þessu.
En Slagsiðunni lék forvitni á að
vita, hvort lögreglan hefði aldrei
hendur i hári þeirra aðila, sem út-
veguðu unglingum áfengi. Gísli kvað
slíkt gerast fremur sjaldan og mun-
aði þar mestu, að framburður ungl-
inganna væri oft heldur óáreiðan-
legur. Og Helgi Danielsson hefur
sömu sögu að segja: „Krakkarnir eru
fljótir að læra söguna um manninn,
sem þau þekktu ekkert, sem hafi
keypt fyrir þau." Hjá Sakadómi
Reykjavíkur fengust þær upplýs-
ingar, að þau fáu mál, sem til emb-
ættisins bærust, vegna slikrar útveg-
unar, væru afgreidd með dómssátt i
formi sektar.
En Gisli benti á, að lögreglan í
Reykjavik reyndi eftir megni að
halda uppi eftirliti við áfengisútsöl-
urnar, einkum fyrir helgar, og oft
sæju lögregluþjónar þá unglinga-
hópa i nágrenninu, sem augljóslega
væru að reyna að verða sér úti um
áfengi. Væri þá reynt að hindra, að
unglingarnir fengju áfengið, og yrði
lögreglunni oft talsvert ágengt í
þeim efnum.
f könnun Hildigunnar kom fram,
að litið væri um að unglingar yrðu
sér úti um áfengi með þvi að stela
því eða með því' að kaupa af leyni-
vínsölum. Valur, forstöðumaður
Fellahellis, tók i sama streng að þvi
er varðaði leynivinsalana og sagðist
telja að unglingarnir ættu litil við-
skipti við leigubilstjóra hvað áfengi
snerti.
ÓFAGURfÁSTAND
VIÐ VEITINGAHÚSIN
Hvar neyta unglingarnir
áfengisins helzt?
Lögreglan í Reykjavík þarf oft að
hafa afskipti af unglingum vegna
áfengisneyzlu og kvað Gísli Pálsson
fimmtudaga, föstudaga og laugar-
daga mestu annadagana I þeim
málum. Sérstaklega færu föstudags-
kvöldin annasöm: „Stundum er
ástandið svo dökkt á föstudags-
kvöldum, að ef lögreglan ætti að
hafa afskipti af öllum unglingum
yngri en 1 7 ára, sem hún sæi undir
áhrifum áfengis, gæti lögreglan eng-
um öðrum verkefnum sinnt þau
kvöldin." Og Gisli kvað það ekkert
leyndarmál, að í nágrenni tveggja
skemmtistaða, Þórskaffis og Tóna-
bæjar, væru mestu vandræðin vegna
ölvaðra unglinga. Hver sem vildi
gæti farið að þessum tveimur
skemmtistöðum um helgar og séð
þar fjölda ölvaðra unglinga. „Ég vil
hvetja foreldra til að fara að þessum
skemmtistöðum, gjarnan með börn
sin, til að sjá ástandið og sýna börn-
Unglingarnir
hefja
neyzln
áfengis
strax
nin 12-13
ára aldur
Vernleg
ankning
áfengisneyzln
meðal
slúlkna
unum hvernig aðrir unglingar geta
orðið. Einnig vil ég hvetja þá for-
eldra, sem telja börn sín vera í vafa-
sömum félagsskap, til að fara á
þessa staði til að kanna, hvort þau
eru í þessum hópi."
Ómar Einarsson, forstöðumaður
Tónabæjar, neitar því ekki að
ástandið framan við Tónabæ hafi oft
orðið slæmt. „Það var slæmt fyrir
utan hjá okkur sl. sumar og haust.
Við létum loka ptaninu fyrir bílaum-
ferð, en urðum að hætta þvi, en
reyndum núna að reka bilana af
planinu strax að loknum dansleikj-
um, því að annars heldur gleð-
skapurinn áfram i bílunum fram eftir
nóttu. Þetta eru mikið til sömu bíl-
arnir öll kvöld — þeir hafa verið
þarna siðustu þrjá—fjóra mánuði.
Og svo hangir fullt af unglingum
þarna fyrir utan allt frá niu á kvöldin
til hálf-tvö. Þetta eru yfirleitt ungl-
ingar, sem hafa náð aldri til að koma
inn i Tónabæ, en þeir hafa ekki
áhuga á þvi, hafa meiri ánægju af þvi
að hanga þarna utan dyra i hópum.
Og það er spurning, hvað mikið dyra-
verðir Tónabæjar mega gera þarna
úti á planinu. Mega þeir ganga út og
taka áfengi af unglingum eða sinna
annarri löggæzlu? — Við reynum að
halda uppi eftirliti með því sem er að
gerast úti á planinu og skerumst í
leikinn, ef þörf krefur."
Gisli Pálsson lögregluþjónn bendir
á, að um helgar sé lögreglan jafnan
með 5—6 manna lið i gæzlustörfum
við þessa tvo skemmtistaði, eftir þvi
sem þörf krefur, og þarf oft að hand-
taka unglinga og flytja niður á lög-
reglustöð. Þar eru unglingarnir færð-
ir til varðstjóra, sem taka af þeim
skýrslu og reyna að hafa samband
við foreldra þeirra eða aðstandend-
ur. Ef foreldrarnir sjá sér fært. eru
þeir beðnir að koma og sækja börn
sín, en i sumum tilvikum geta for-
eldrarnir ekki sótt börn sin — jafn-
vel vegna eigin ölvunar. Ef aðstæður
á heimilum unglinganna leyfa ekki,
að þeir séu fluttir heim til sin, á
lögreglan ekki annars úrkosta en að
láta unglingana sofa ölvunina úr sér
í stóru biðherbergi i lögreglustöðinni
og er þá jafnan lögreglumaður þar á
verði. Kemur stundum fyrir, að fleiri
en einn unglingur séu i biðher-
berginu samtimis.
Slagsiðan spurði Ómar Einarsson,
hvernig starfsmenn Tónabæjar lið-
sinntu þeim unglingum, sem væru
mjög ölvaðir. Hann kvað dyraverði
hússins -— en þar eru jafnan bæði
piltur og stúlka við dyravörzlu i einu
— reyna eftir megni að sjá til þess,
að hvorki ölvaðir unglingar né ungl-
ingar með áfengi i sinum fórum
kæmust inn i húsið. En oft væri erfitt
að hindra, að unglingar yrðu ofurölvi
inni i húsinu, þvi að unglingarnir
sturtuðu í sig áfenginu í kuldanum
utandyra áður en þeir freistuðu inn-
göngu, en innan fárra minútna hefði
hitinn innandyra oft valdið því, að
unglingarnir væru nánast ósjálf-
bjarga. Væri þá reynt að hjálpa ungl-
ingunum heim til sin, þ.e. ef upplýs-
ingar fengjust um heimilisfangið, en
forðazt i lengstu lög að kalla á lög-
regluna. „Stundum fer ég fyrst sjálf-
ur heim til foreldranna til að segja
þeim hvernig komið sé fyrir barni
þeirra og fæ þá til að koma með mér
i Tónabæ að sækja barnið og kynna
sér ástandið þar. Með þessu móti
tekst okkur að losna við „stimplun"
á staðnum, því að foreldrarnir eru
yfirleitt mun skilningsrikari á vanda-
Myndirnar tók Kr. Ben á dansleik, en birting þeirra er
aðeins í óbeinum tengslum við efni greinarinnar.
málin, eftir að hafa komið á stað-
inn."
En stundum virðist það unnið fyrir
gýg að hafa samband við foreldra
unglinga og skýra þeim frá áfengis-
neyzlu og ölvun barna þeirra. Gisli
Pálsson nefnir dæmi um, að hann
hafi séð sama unglinginn við einn
skemmtistaðinn þrjú kvöld i röð og
jafnan undir áhrifum áfengis, þrátt
fyrir að haft hafi verið samband við
foreldrana strax fyrsta kvöldið og
þeim skýrt frá málavöxtum. Og
Ómar nefnir svipuð dæmi, m.a. um
15—16 ára stúlku. sem hann flutti
ofurölvaða heim úr Tónabæ. Enginn
var heima á heimili hennar, en þar
var allt á rúi og stúi og nóg af áfengi
lá frammi. Stúlkan hafði í þetta
skiptið verið að neyta áfengis í fyrsta
skipti. en næstu þrjár—fjórar
helgarnar var hún jafnan i Tónabæ
og þá augljóslega undir áhrifum.
Við ræðum þá málin við foreldrana
og ræðum um það, hvaða tökum
verði bezt að taka málið."
Gisli Pálsson lögregluþjónn minnir
á, að oft sé um það talað að lögregl-
an sé of fáliðuð og geti ekki sinnt
unglingamálunum og öðrum málum
sem skyldi. „En ég vil benda á,"
segirGisli, „aðafskipti lögreglunnar
eru aðeins bráðabirgðalausn. Næsta
skrefið. hlýtur að verða það, að for-
eldrarnir taki í taumana, en slikt
virðist oft harla laust i reipunum.
Foreldrarnir virðast sumir litið ætla
sér að gera i málinu, jafnvel þótt
ekki sé um að ræða fyrsta skiptið,
sem unglingurinn er tekinn ölvaður.
En vissulega eru lika margir foreldr-
ar, sem taka vandamálið strax alvar-
lega, og stundum kemur það fyrir, að
foreldrar hreinlega treysta sér ekki
af viðkvæmnisástæðum til að sækja
börn sin á lögreglustöðina og senda
VIÐBROGÐ FORELDRA
AFAR MISJÖFN
Hvernig taka foreldrar því,
þegar þeim er sagt, að börn
þeirra séu ölvuð?
Valur St. Þórarinsson, forstöðu-
maður Fellahellis, segir, að starfsfólk
félagsmiðstöðvarinnar reyni að
komast hjá þvi að hafa samband við
foreldra, þegar um minniháttar
áfengisneyzlu er að ræða hjá ungl-
ingunum sem sækja staðinn. Hefur
reynslan sýnt, að viðbrögð foreldr-
anna verða gjarnan annaðhvort mjög
harkaleg eða litil sem engin og hvort
tveggja getur haft slæmar afleiðing-
ar. Ef of harkalega er tekið á málinu.
getur unglingurinn forherzt, en ef
litil eða engin viðbrögð eru af hálfu
foreldranna vegna málsins. getur
það orðið til þess, að unglingurinn
færi sig bara upp á skaftið.
„Við reynum að leysa þessi vanda-
mál á þann hátt," segir Valur, „að sá
unglingur, sem hefur brotið af sér
með þvi að koma undir áhrifum
áfengis til okkar, er kallaður á fund
með fleiri unglingum og reynt er að
ræða þar málin og fá hópinn til að
taka ákvörðun um refsingu. Oftast
er hún þannig, að viðkomandi ungl-
ingi er bannað að koma í „opið hús"
um nokkurt skeið, allt upp i mánuð.
Hins vegar fær hann yfirleitt að taka
þátt i annarri starfsemi hjá okkur á
þessum tima. Þó eru þess dæmi, að
unglingur hafi verið útilokaður frá
allri starfsemi um skeið vegna grófs
brots. Stundum hringja foreldrar i
okkur, eftir að þeir hafa frétt hjá
börnum sínum um slíka afgreiðslu
mála þeirra, og spyrja okkur, hvers
vegna við höfum ekki látið þau vita.
þvi eldri börn sin eða aðra ættingja.
Það eru einkum mæðurnar, sem
verða miður sin við að frétta af
börnum sínum, feðurnir taka hlutun-
um með meiri ró."
Og Gísli bætir við: „Foreldrarnir
eru oft grandalausir gagnvart þeim
félagsskap, sem börn þeirra eru (. Og
raunar finnst mér lika vera stórt gat i
skólakerfinu hvað varðar fræðslu um
þessi mál. Unglingarnir fá alltof litla
fræðslu um áfengi og áhrif þess."
STÚLKURNAR HAFA
AUKIÐ NEYZLUNA
VERULEGA
Er einhver munur á kynjunum
hvað áfengisneyzlu snertir?
í könnun Hildigunnar, sem
áður hefur verið nefnd, kemur fram,
að áfengisneyzla stúlkna hafi aukizt
frá árinu 1970 til ársins 1972 og
sömu söguna segir Helgi Danielsson.
„Frá þvi að ég byrjaði i lögregl-
unni, hefur þetta breytzt verulega.
Stúlkurnar eru mun harðari í drykkj-
unni nú en þá og gefa strákunum
ekkert eftir." Ómar Einarsson er
sömu skoðunar og segir raunar, að
stúlkurnar séu yfirleitt kræfari og
verri með víni en strákarnir. Undir
þetta taka bæði Gisli Pálsson lög-
regluþjónn og þeir unglingar, sem
Slagsiðan ræddi við um þessi mál.
„Stelpurnar verða svo ógeðslegar,
bæði gubbandi og grenjandi," sagði
einn unglingurinn.
Hins vegar sýna tölur um handtök-
ur unglinga i Reykjavík vegna ölvun-
ar nokkuð aðra mynd. Samkvæmt
upplýsingum ÓLAFS HAUKS ÁRNA-
SONAR ÁFENGISVAR N ARÁÐU-
NAUTS voru á árinu 1974 atls 353
piltar á aldrinum 14—20 ára hand-
teknir vegna ölvunar i samtals 716
skipti. en hins vegar voru aðeins 64
stúlkur teknar í samtals 110 skipti.
Hafði orðið talsverð aukning hjá
piltunum frá árinu 1973 (þá voru
handteknir 272 piltar i alls 493
skipti), en hins vegar nokkur minnk-
un hjá stúlkunum frá árinu 1973 (þá
voru handteknar 74 stúlkur í alls
165 skipti). Ólafur bendir á, að það
sé einkennandi, að eftir þvi sem
unglingarnir verða eldri, sé um færri
einstaklinga að ræða en skiptin hins
vegar fleiri. Hjá þeim yngri sé hins
vegar kannski meira um „slys" að
ræða, þvi að sjaldgæft er, að þeir séu
handteknir oftar en einu sinni.
Könnun Hildigunnar Ólafsdóttur
leiddi i ijós nokkurn mismun á
neyzluvenjum pilta og stúlkna. Hjá
báðum kynjum er yfirleitt um það að
ræða, að neyzlan sé þvi meiri sem
aldurinn er hærri, og einnig virðast
kynin neyta áfengis álíka oft, en hins
vegar virðast stúlkurnar að jafnaði
drekka mun minna en piltarnir. Og
mun fleiri piltar reyndust hafa
„dáið" brennivinsdauða en stúlkur.
Einnig reyndust færri stúlkur neyta
áfengis reglulega, þ.e. einu sinni í
viku eða oftar. en piltar. Piltarnir
neyttu áfengisins aðallega á öðrum
stöðum en i heimahúsum eða á
veitingastöðum, einkum i bifreiðum.
á götum eða uppi i sveit, en stúlk-
urnar neyttu áfengisins einkum á
heimilum vina sinna. j heildina
reyndust fleiri stúlkur hafa neytt
áfengis en piltar, en piltarnir drukku
hins veqar meira að jafnaði, þannig
að þær virtust meiri hófdrykkju
manneskjur en piltarnir. En þó
virðast þær þola áfengið miklu verr
en piltarnir, fyrst þær eru yfirleitt
erfiðari með vini en þeir.
SPRITT
OG KÖI^UDROPAR
EINNIG NOTUÐ
En það er ekki bara áfengi, sem
ungiingarnir láta i sig til að finna á
sér, heldur einnig spritt, kökudropar,
kamfórudropar og þess háttar. Var
þetta sérstaklega áberandi sl. haust.
að sögn þeirra Vals og Ómars, og var
þá gjarnan notaður danskur dósa-
pilsner, sem seldur er i matvöru-
búðum og sjoppum, til að blanda
með. En heldur hefur dregið úr
notkun þessa glundurs að undan-
förnu, að þvi er virðist, enda þótt
unglingar eigi mun auðveldara með
að útvega sér þetta áfengi.
ALLTÁ SÖMU
SPÝTUNNI
En er ekkert samband milli
áfengisneyzlunnar og afbrota. Leið-
ast unglingarnir ekki frekar út i af-
brot eftir að þeir hefja neyzlu áfeng-
is?
Helgi Danielsson sannsóknar-
lögreglumaður, sem annast
m.a. unglingamál og afbrot, segir, að
vissulega komi áfengið beint og
óbeint við sögu margra afbrota hjá
unglingunum, en þó sé ekki beint
hægt að segja að áfengið sé hvatinn
að innbrotum og hnupli. „Ég hef átt
við unglinga, sem höfðu framið inn-
brot undir áhrifum áfengis en höfðu
einnig stundað innbrot og hnupl,
áður en þau fóru að neyta áfengis.
Vissulega þekki ég þó mörg dæmi
þess, að unglingar hafa farið út í
hnupl og innbrot til að ná i peninga
til vinkaupa, en einnig til að full-
nægja peningaþörfinni, sem virðist
hreint óseðjandi. Annars hangir
þetta allt saman á sömu spýtunni í
flestum tilvikum. Þeir unglingar,
sem yfirvöld þurfa að hafa afskipti af
og senda til dæmis i Breiðuvík. í
sveit eða i skammvistunarhæli, eiga
oft i öllu þessu: vandræðum á
heimilum, vandræðum í skóla,
áfengisneyzlu. afbrotum og reyking-
um. Þetta er mjög samtvinnað, sem
verið er að fást við."
EFNAHAGSMÁLIN
OG ÁFENGISNEYZLA
UNGLINGA
En einmitt nú að undanförnu. þeg-
ar Slagsiðan hefur verið að kynna
sér þessi mál, hefur ákveðin þróun
verið að koma í Ijós i Tónabæ og
e.t.v. víðar. Ómar Einarsson for-
stöðumaður segir:
„Það hefur verið áberandi minni
áfengisneyzla meðal unglinganna að
undanförnu. Það er minna drukkið
fyrir utan Tónabæ og fólkið kemur
minna drukkið inn i húsið. Þetta er
fyrst og fremst vegna peningaleysis
og kemur heim og saman við minnk-
Framhald á bls. 45