Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2: MARZ 1975
Félagslíf
1.0.0.F. 3 = 1 56338 =
I.O.O.F. 10 =1 56338'/! =
□ Mimir 5974337 — 2ATKV
’
Kristniboðsfélag karla
Fundur verður í kristniboðshúsinu
Betanía, Laufásvegi 13, mánu-
dagskvöldið 3. marz kl. 8:30.
Reidar G. Albertsson flytur hug-
leiðingu eftir Dr. 0. Hallespy, sem
heitir: Andlegt heilsuhæli. Allir
karlmenn velkomnir.
Stjórnin.
Hörgshlíð
Almenn samkoma — boðun fagn-
aðarerindrsins í kvöld sunnudag
kl. 8.
Filadelfia
Almennguðsþjónustakl. 20 ræðu-
menn Georg Viðar og Einar Gisla-
son. Kærleiksfórn tekin fyrir sam-
hjálp.
Kvenfélag Garðahrepps
Fundur að Garðaholti þriðjudaginn
4. marz kl. 8.30. Rauðsokkur hafa
framsögu og svara fyrirspurnum.
Stjórnin.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur skemmtifund í Sjómanna-
skólanum, þriðjudaginn 4. marz
n.k. kl. 8.30 siðdegis. Spiluð
félagsvist.
Gestir — karlar og konur — vel-
komin.
Stjórnin.
Kvenfélag Lágafellssókn-
ar
Fundur verður haldinn mánu- i
daginn 3. marz kl. 8.30 að
Brúarlandi. Rauðsokka verður
gestur fundarins.
Stjórnin. ;
I.O.G.T.
Stúkan Framtíðin.
Góufagnaður (systrakvöld) á morg-
un mánudag 3. marz kl. 8.30 í
Templarahöllinni.
Opinn fundur.
5 alþingismenn gestir fundarins.
Viðtalstími í Templarahöllinni kl.
5—6.
Æðstitemplar.
Kvenfélag
Laugarnesskóknar
Fundur verður haldinn mánudag-
inn 3. marz kf. 8.30 í fundarsal
kirkjunnar. Erindi með skugga-
myndum frá Niger.
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn
sunnudag kl. 1 1 helgunarsam-
koma.
Kl. 14. sunnudagaskóli. Kl. 20.30
hjálpræðissamkoma séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir talar.
Komið og hlustið á söng, vitnis-
burði og ræðu.
Sunnudagaskóli
Fellaskóla kl. 10.30. Séra Lárus
Halldórsson.
Starfshópur S.U.S.
Hugmyndafræði
Sjálfstæðisstefnunnar
Stjórn SUS hefur ákveðið að gangast fyrir starfshóp um Hugmynda-
fræði Sjálfstæðisstefnunnar. Fríðrik Sophusson, formaður SUS mun
hafa umsjón með hópnum.
Hópnum er ætlað að ræða grundvallaratriði Sjálfstæðisstefnunnar.
Álit hópsins gæti orðið sá hugmyndafræðilegi grunnur sem ungir
Sjálfstæðismenn reistu stefnu sína á Landsfundi, Sjálfstæðisflokksins i
maíbyrjun.
Fyrsti fundur hópsins verður fimmtudaginn 6.
marz n.k. kl. 5.30. Reiknað er með að starfshóp-
urinn haldi fáa fundi en skipti með sér verkefn-
um.
Þátttakendur er vinsamlegast beðnir að láta skrá
síg í síma 1 7100.
Stýrimannafélag
r
Islands
heldur félagsfund á Bárugötu 1 1, mánudaginn
3. marz n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Ýmis
félagsmál.
Stjórnin.
Loðnunót til sölu
Til sölu lítið notuð loðnunót. Stærð 160 faðma
lengd, dýpt 44 faðma.
Uppl. í síma 92-8040 Grindavík.
Svavar Árnason.
Sinfóníutónleikar
Stjórnandi: Karsten And-
ersen Q] Einleikari: Itzhak
Perlman Q
Efnisskrá:
Jón Nordal Langnætti [
Jean Sibelius Fiðlukonsert
op. 47 []] Franz Schubert
Sinfónía nr. 9 i C-dúr.
Itzhak Perlman er snill-
ingur og það er fráleitt að
ræða á einn eða annan hátt
um flutning hans og túlkun á
fiðlukonsert Síbelíusar. Það
má vera að eitt og annað sé
með öðrum blæ en áður hef-
ur heyrzt, en það sem skiptir
máli, er að glæsilegt tónmál
Síbelíusar er flutt af snilld og
innlifun. Það sem á vissan
hátt truflaði flutning verks-
ins, var munurinn á tóntaki
Perlmans og hljómsveitar-
leikaranna. Tóntak Perlmans
er ekki aðeins stundvíst,
heldur þrungið ástríðufullum
töfrum og þó hljómsveitin
fylgdi takti vantaði allt „att-
acca'' í tóntak hljómsveitar-
leikaranna, og rúði verkið
allri skerpu. Vera má að
stjórnandinn, Karsten Ander-
sen, vilji leggja áherzlu á
mýkt í tóntaki, eins og í
sinfóníu Schuberts, sem var
Jón Nordal.
Tðnllst
eftirJÓN
ÁSGEIRSSON
mjúklega og á stöku stað
fallega flutt.
Það má líkja sögu Sin-
fóníuhljómsveitar íslands við
sögu kotbóndans, sem !
tuttugu og fimm ár hefur
baslað á rýru koti, í óþökk
sveitunga sinna, trúandi á
hlutverk sitt, mátt sinn og
megin, gefið lítinn gaum að
öfund, hrakspám og háði, en
haldið ótrauður og sigurviss
upp þrítugan hamarinn. Sá
sem sér sýnir, hlýðir kalli
álfkonunnar, klífur þrítugan
hamarinn og berst við flögð
og forynjur, mun finna ger-
semar þær sem seinna verða
skart þeirra er ekki þorðu að
leggja líf sitt að veði. í dag
erum við stoltir, því Sinfóníu-
hljómsveit íslands er 25 ára.
Er ekki kominn tími til að rifja
upp sögu hennar, gefa út
vandaða bók og hljómplötur,
svo nútíð og framtíð fái skilið
þetta undarlega búhokur. í
skammdeginu kváðu menn
áður fyrr rímur ög sögðu
sögur. Grunntónn þessara
sagna og söngva var óttinn
við kvikt og dularfullt myrkr-
ið. Upphafstónar Langnættis
eftir Jón Nordal minntu á
þennan ótta. Geigurinn í
upphafi og söngur óbósins i
niðurlagi verksins, sem er
sefandi eins og vögguvísa
mynduðu þjóðlegan ramma
verksins þ.e. óttann við
myrkrið og friðsæld vöggu-
vísunnar. Það er mikil stemn-
ing í þessu verki og það er
falleg afmælisgjöf.
Sýning á listaverkum eftir konur
opnuð í Norræna húsinu í dag
1 TILEFNI kvennaársins verður
„Listsýning íslenzkra kvenna
1975“ opnuð í kjallara Norræna
hússins í dag. A sýningunni eru
verk 44 listakvenna, sem lang-
flestar eru starfandi, en einnig
eru þar myndir tveggja látinna
brautryðjenda, Kristfnar Jóns-
dóttur og Júlíönu Sveinsdóttur.
A sýningunni eru málverk,
höggmyndir, leirmunir, ofnar
myndir, silfurmunir, graffk-
myndir og sýnishorn af bygging-
arlist.
Félag íslenzkra myndlistar-
manna, Menningar- og friðarsam-
tök íslenzkra kenna og Norræna
húsið standa að sýningunni. Þátt-
í trilluna
Mjög hentugur I trilluna, vatns-
þéttur, 8 skalar niður ð 360 m
dýpi, botnlina, til að greina fisk
frá botni, kasetta fyrir 6” þurr-
pappír, sem má tvínota.
SIMRAD
Bræðraborgarstíg 1.
S. 14135 — 14340.
Tyrolia ör.bind.
Verð frá
kr. 4.056,-
LAUGAVEG 13
sími 1 3508.
Ný sending
Sumarkjó/ar Síð og Stutt pils, Blússur,
Sundbohr, Bikini, Frotteinniskór, Buxnasett,
Skartgripir og Skartgripakassar.
Eitt verkanna á kvennasýning-
unni, — „Lffsmunstur konunnar"
eftir Þorbjörgu Þórðardóttur.
Hún er nýkomin heim frá námi i
listvefnaði við Konstfack-skólann
f Stokkhólmi.
taka var boðin félagskonum í Fé-
lagi íslenzkra myndlistarmanna
og konum, sem vinna að listiðn-
aði, og sáu 42 sér fært að þiggja
boðið. A sýningunni eru mörg
verk listakvenna, sem hafa ekki
sýnt verk sín áður.
1 fréttatilkynningu, sem Menn-
ingar- og friðarsamtök íslenzkra
kvenna hafa sent vegna sýningar-
innar, segir m.a. aó tilgangurinn
með sýningunni sé „að vera lista-
konunum hvatning, bæði þeim,
sem þegar eru ágætar af verkum
sínum, og hinum, sem eru að
hefja listferil sinn.“
8. marz verður flutt dagskrá í
fundarsal Norræna hússins. Dag-
skráin er í tengslum við sýning-
una og verða þar flutt ljóð, tónlsit
o.fl. Bríet Héðinsdóttir leikkona
hefur tekið dagskrána saman og
undirbúið flutninginn.
Sýningin er opin kl. 2—10 dag-
lega til 11. marz.