Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 45

Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 45 Líkið ð grasfletinum Jt&o 7r FYRSTI KAFLI — Jæja, fyrst þið endilega viljið, skal ég koma með ykkur. En ég set eitt skilyrði: ekki fleiri morð! Mér er farið að þykja meira en nóg um þau sem þegar hafa verið framin. Johannes M. Ekstedt, prófessor í fornleifafræðum, með egypskar fornminjar sem sérgrein, hafði hér með gefið yfirlýsingu og bæði ég og Einar vörpuðum öndinni léttar. Það lék ekki á tveimur tungum, að föður minum ljúfum veitti ekki af hvíld og hressingu, hann hafði horast óhugnanlega mikið við vetrarlangan uppgröft í eyðimörkinni og síðan hann kom heim hafði hann verið önnum kafinn við að vinna úr þeim gögn- um sem hann hafði safnað og biðu þess eins að vera birt i Mitteil- ungen der Voderasiatisch- agyptischen Gesellschaft eða í einhverju ámóta óskiljanlegu tímariti. Þar sem Einar — og ég reyndar líka — hafði ákveðið að verja síðustu tveimur vikum sumarleyfisins í Skógum og þar sem Skógar eru meðal friðsælustu sveitaþorpa í allri Svíþjóð, sann- kallaður sælureitur — var undur eðlilegt að við reyndum með öll- um ráðum að telja pabba á að koma með okkur. Það kom okkur á óvart og gladdi okkur mjög, að hann féllst á það — i fyrsta skipti í fimmtán ár — að rífa sig frá sínum heittelskuðu vísindastörf- um, og við samþykktum því í einu hljóói skilmála hans. Athugasemd hans um morðin mörgu var þó ekki aðeins innan- tómt glamur eða spaug. Eftir því sem ég bezt veit er faðir minn i hvívetna ánægður með þann tengdason, sem ég hef fært honum og hann hefur aðeins fyrirvara þar á í einu atriði: óhemjulegur áhugi Einars á saka- málafræði. Við höfum bæði ein- stakt lag á að flækja okkur í hin sérkennilegustu morðævintýri, vinátta okkar og lögregluforingj- ans Christers Wijk, áhugi Einars á leynilögreglusögum, allt þetta fer i taugarnar á föður mínum, sem er á þeirri óvenjulegu skoðun að lík verði að vera að minnsta kosti þrjú þúsund ára gamalt til að hafa áhugagildi. Nú vildi svo til að í blöðunum síðustu daga hafði mikið verið skrifað um viðurstyggilegt morð, sem hafði verið framið: kona hafði fundist látin í kofforti, og þar sem Christer stýrði rannsókn málsins gleypti Einar af ákefð allar nýj- ustu fréttir varðandi málið og bar þær himinlifandi í föður minn og mig, og fengum við krassandi blóði drifnar lýsingar, svo og þokukenndar og óljósar kenn- ingar, bæði við morgunverðar- borðið, siðdegiskaffið eða kvöld- matinn... þar til faðir minn missti þolinmæðina og lýsti því yfir að hann færi ekki með okkur, nema ofangreindu skilyrði yrði fullnægt: — Ekki fleiri morð... ekki undir nokkrum kringumstæðum. Við sannfærðum hann um að Skógar vektu ekki annað en góðar og göfugar hugrenningar og fallegan ásetning — við gætum sem sagt notið sumarleyfisins á allra ljúfasta máta. Einar tók af skarið og kastaði hálflesnum kvöldblöðunum í pappírskörfuna og áður en við var litið vorum við þrjú að reyna að sannfæra okkur um, að við þyrftum nánast engan farangur með, og hversu óþarft væri að fara klyfjaður af bókum og fötum, þegar ekki stæði til að vera í burtu nema í tvær vikur. En svo söfnuðum við auðvitað saman stöflunum af bókum og fötum og yfirhöfnum og settum þetta allt niður i töskur og poka, svona til að vera viss. Síðan geng- um við til náða dauóþreytt og eftirvæntingarfull, eins og maður á einmitt að vera daginn áður en farið er í sumarfrí. Þetta var þriðjudagurinn fjórt- ándi ágúst, klukkan var átta að morgni og veðrið gat ekki fegurra verið. Ég var í sólskinsskapi og horfði í uppnuminni hrinfningu á allt sem fyrir augu bar á leiðinni. Til að halda upp á nýfenginn doktorstitil hafði Einar útvegað sér notaðan Fordbíl á heldum óákveðnum aldri og ekki var heldur alveg öruggt að kveða upp úr með litinn á honum. Nú reyndi hann að koma fyrir öllum teppun- um, bókunum töskunum, rit- vélunum í aftursætinu, þó svo að það myndi ekki hrynja ofan á þau pabba og Thotmes III. — Já, sagði ég glaðlega og reyndi að setja á mig geysilegan stóran stráhatt. — Eiginlega erum við eins og sirkusflokkur sem ferðast stað úr staó. I fimm vikur höfðum við Einar flakkað um Suður-Evrópu i Eord- bilnum — ábyrgðarlaust og himinsæl — og þess vegna vorum við bæði brún og útitekin frá toppi til táar. — Já, elskan, það getur verið, sagði hann og brosti ástfanginn til mín — að vió litum út fyrir að vera flakkarar. Aftur á móti held ég að engum detti i hug að hann pabbi þinn sé annað en það sem hann er — lærður og frægur prófessor frá Uppsölum, sem hefur verið rifinn úr eðlilegu um- hverfi sínu og neyddur til að fara í fri. Greindur prófessor tautaði eitt- hvað og rey-ndi að troða sér niður á því takmarkaða rými i aftursæt- inu sem eftir var, og þegar ég leit á silfurhvitt hár hans og glettnis- legt augnaráð hans bak við horn- spangargleraugun og tvídjakkann sem var alltof víður, en fór honum samt furðuvel, þá gat ég ekki varizt þeirri hugsun að það eina sem fólk kynni að villast á í sambandi við hann væri heimilis- fangið. Það gat fullt eins verið Cambridge eins og Uppsalir. Thotmes III hafði komið sér tignarlega fyrir efst ofan á farangursstaflanum og nú var hún að keppast við að þvo mjalla- hvitan feldinn. Thotmes lét ekki eina bilferð koma sér úr jafnvægi — meira þurfti til að raska ró hennar. Enginn veit, í hvaða ævintýrum hún hafói lent, fyrr en hún rak trýnið upp úr nýopnaðri konungsgröf i Egyptalandi og horfði þar í augun á undrandi visindamanni úr Svíþjóð. En hún hafði sætt sig við örlög sín af upphafinni, nánast háðslegri sálarkyrrð. Hún var enn, á ein- hvern dularfullan hátt umlukt af þessum ógnvekjandi heilagleika sem heimaland hennar hafói eignað henni i fyrndinni. En hvers vegna dýr sem eftir lögum náttúrunnar er skapað eins og lítil og liðug kisa, þurfti að hljóta nafn hins mikla stríðskonungs Thotmesi III var mér raunar hul- VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10.30— 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. % Starfsemi Rauða krossins Aslaug Stefánsdóttir, Haga- mel 30, skrifar: „Velvakandi góður. Öskudagurinn er nú liðinn. Hann hefur í fjöldamörg ár verið aðalfjáröflunardagur Rauða kross Islands. Öefað hafa margir ef ekki flestir Islendingar styrkt R.K.I. með því að kaupa merki þennan dag, eins og mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að gera þegar þetta félag og önnur, sem starfa í þeim tilgangi að veita okkur hjálp á neyðar- og hættustund, eiga í hlut. Með okkar litla framlagi vilj- um við votta öllum þeim hundruð- um sjálfboðaliða, sem að þessum málum vinna, virðingu okkar, — starf þeirra er svo mikilvægt, og miklu mikilvægara en mörg okk- ar gera sér grein fyrir. Þá kem ég að eiginlegu tilefni þessa bréfs, og vil ég mælast til að forráðamenn R.K.I. svari. Gef þeim hér með tækifæri til að leið- rétta, ef rangt er með farið. Nú er mikið talað um, að þegar R.K.I. opnaði gistiheimili sitt við Skipholt hér í Reykjavík í desem- ber s.l., hafi verið haldin heil- mikil veizla. Fyrst kokkteilveizla fyrir fjölda manns (húsnæði tek- ið á leigu í öðru hóteli hér í bæ) og síðan kvöldverðarboð fyrir broddborgara i hinu nýja gisti,- heimili þar sem vin var einnig veitt eins og hver vildi og hafi jafnvel gestum þótt nóg um. Sé þetta rétt, er það þá þannig, sem farið er með fé það sem al- menningur „styrkir" R.K.I. meö í góóri trú? Ef þetta er alrangt, þá væri gott að fá það leiðrétt. Liknarstarf má ekki liggja undir slíku. Að lokum, — er þaó rétt, að framkvæmdastjóri (stjórar) R.K.I. taki laun eins og æðstu embættismenn ríkisins, með risnu og tilheyrandi? Kær kveðja. Aslaug Stefánsdóttir." Við snerum okkur til Björns Tryggvasonar, formanns R.K.Í., með þær spurningar bréfritara, sem snertu veizluhöldin, en um launakjör framkvæmdastjórans verður ekki fjallað hér, þar sem þessir dálkar eru ekki réttur vett- vangur til að fjalla um kjör ein- staklinga. Bréfritari gæti hins vegar snúið sér beint til R.K.I. til að fá þær upplýsingar. Svar Björns Tryggvasonar er á þessa leið: „Mér er skylt að svara spurn- ingum þeim, sem fram koma i bréfi Áslaugar Stefánsdóttur. Regla félagsins er að sýna hóf- semi i veitingum. Eins og blaða- menn og gestir þeir muna, sem viðstaddir voru vígslu sjúkra- hótels Rauða krossins þann 10. desember var stjórnarmönnum félagsins og nokkrum boðsgestum veittar þar kökur og kaffi. Bréfritari á við það tilefni, þeg- ar haldið var upp á 50 ára afmæli félagsins í tengslum við aðalfund þess 7. september s.l. Þá var Rauða kross hótelið sýnt og kynnt aðalfundarfulltrúum af öllu land- inu og hugmyndir þær, sem aó baki stofnunar þess lágu skýrðar, og glasi lyft í allri hófsemi til að minnast merkra tímamóta. Þá var fulltrúum boðið til kvöldverðar ásamt mökum og þeim veitt rauð- vínsglas. Björn Tryggvason." 0 Óþýddir titlar kvikmynda Maður kom að máli við Velvak- anda og sagðist hafa veitt því athygli að undanfarið hefði þess gætt í auknum mæli, að titlar kvikmynda væru látnir óþýddir. Daginn, sem samtalið átti sér stað voru hvorki meira né minna en fjögur dæmi um þetta i auglýsing- um kvikmyndahúsanna í Mbl. Maðufinn sagði aö þetta væri mikil afturför, — að vísu væri svo um sumar titla að erfitt væri að þýða þá á íslenzku, en þá yrði að nefna myndirnar einhverju öðru nafni. Undir þetta tekur Velvakandi mjög eindregið. I framhaldi af þessu er ástæða til að gera að umtalsefni málfar auglýsinga al- mennt. Auglýsingastofur hafa ris- ið hér upp eins og gorkúlur síðustu ár, og er ekki nema gott eitt um það að segja, enda munu flestir viðskiptavinir þeirra á einu máli um að fjármunir, sem varið er til auglýsingar á vörum, nýtist betur þegar fagfólk hefur haft hönd í bagga. Eitt hefur þó alveg orðið útundan og það er vöndun málfars i auglýsingum. Þetta á ekki síður við um þær auglýsingar, sem koma frá auglýs- ingastofum. Að visu hljóta að vera hér heióarlegar undantekn- ingar, en þetta er mál, sem þyrfti að taka til gaumgæfilegrar athug- unar. Þeir fjölmiðlar, sem taka við auglýsingum eiga hér beinan hlut að máli, og verður ekki ann- að séð en að þeir ættu aó geta haft eftirlit með þvi að auglýsingarnar væru á þokkalegu máli. 83? SIG6A V/GGA £ ý/LVERAU LVtbZ. úvmvott l VH/A9 Vltfo A9 BG GMcl9)Ó\(l úíog mvi Atvinnu- málanefnd sett á fót KOSIN hefur verió at- vinnumálanefnd Reykja- vikur. Nefndin er kosin til þess að fylgjast með þróun atvinnumála í borginni. Nefndin var kjörin á fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag. Formaður nefndarinnar er Magnús L. Sveinsson. I nefndina voru kjörnir af D-lista: Magnús L. Sveinsson, Hilmar Guðlaugsson, Barði Friðriksson og Haukur Björns- son. Af B-lista voru kjörin: Magnús Stephensen, Páll Magnússon og Þórunn Valdi- marsdóttir. — Slagsíðan Framhald af bls. 15 andi sælgætissölu inni í húsinu. Krakkarnir hafa haft minni fjárráð nú siðustu 3—4 vikurnar; það hefur gætt verulegs samdráttar í þessum efnum hjá þeim og þar með I drykkj- unni." Og Ólafur Haukur Árnason, áfengisvarnaráðunautur, bendir á. að fjöldi þeirra unglinga, sem lög- reglan I Reykjavík handtaki vegna ölvunar, haldist i nokkuð beinu hlut- falli við almenna áfengisnotkun i landinu, en hún er í beinum tengsl- um við efnahagsmálin. Þannig voru árið 1968 og 1969 mögur ár, áfengisneyzla þjóðarinnar, mæld i lítrum á mann, var minni en áður og á sama tima voru handtökur ungl- inga minni en áður. Ljóst er, að einhver samdráttur verður í efnahagslifinu nú á næst- unni, hversu lengi sem það varir, en ef til vill verður ein afleiðing þessa sú, að áfengisneyzla unglinga minnkar. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gottl --sh. Notaóirbilartilsölu Sýningarskáli okkar er bjartur, rúmgóður og hlýr. OG HANNER VIÐ HLEMMTORG Getum tekið nokkra ný- lega og góða bila til sölu- meðferðar. Komið með bilana til okkar — og við seljum þá. Allt á sama stað EGILL VILHJALMSSON HE Laugavegi 118-Simi 15700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.