Morgunblaðið - 02.03.1975, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR2. MARZ 1975 47
Jón M. Baldvinsson, listmálari við eina mynda sinna.
Kjarvalsstaðir:
Jón M. Baldvins-
son opnar sýningu
Fæðispeningar
I FRASÖGN Morgunblaðsins f
gær af fundi þingfararkaups-
nefndar með fréttamönnum féll
niður af tæknilegum ástæðum
einn kafli frásagnarinnar. Morg-
unblaðið biðst velvirðingar á
þessum mistökum, en kaflinn fer
hér á eftir í heild.
Aðspurður um það, hvort þing-
fararkaupsnefnd hefði tekið til
endurskoðunar greiðslu fæðis-
peninga til þingmanna, sem búa í
næsta nágrenni Reykjavikur,
sagði Sverrir Hermannsson, að
ákvörðun um fæðispeningana
hefði upphaflega verið tekin 1953
og hefði því ekki komið til
ákvörðunar i þeirri nefnd, sem nú
situr. Hann sagði siðan, að gerður
hefði verið samanburður á
launum þingmanna hér og í Dan-
mörku. Komið hefði í ljós við þá
könnun, að þingmenn búsettir í
Kaupmannahöfn fengju greiddar
í laun 10 þúsund danskar krónur
HÁTEIGSKIRKJA
í messutilkynningu frá Háteigs-
kirkju í blaðinu í gær var fundið
upp nýyrði innan kirkjumálsins
er talað var um að ungmenni læsu
pistil og „ritningarspjall“, hér átti
auðvitað að standa pistil og
guðspjall. Æskulýðsguðsþjón-
ustan í Háteigskirkju verður kl. 2
síðd. í dag.
Flateyri, 27. feb.
VEGNA frétta I útvarpi og blöð-
um um 6 klukkutíma töf læknis
að vitja slasaðs manns á Flateyri
s.l. sunnudag er rétt að segja
ferðasögu læknisins frá Þingeyri
þar sem hann býr, til Flateyrar.
Vegurinn í Önundarfirði hefur
litið verið ruddur í vetur en troð-
in slóð svo bændur kæmu afuró-
um frá sér. Vegurinn í Önundar-
firði var ófær á sunnudeginum og
einnig vegurinn í botni Dýrafjarð
ar. Hjúkrunarkona, sem býr i
Holti var sótt á bát og kom á
vettvang eftir tæpan klukkutima.
Læknirinn fékk sig fluttan á bát
yfir Dýrafjörð en áleiðis yfir
Gemlufallsheiði flutti hann bill
og síðan traktor. Síðasta áfangann
— Mjólkurbland
Framhald af bls. 48
bændur gætu þá auðveldlega vit-
að hvenær mjólkin frá þeim kæmi
til mælinga og athugunar. Þá
daga gætu þeir gætt þess að
mjólkin væri eðlileg en aðra daga
gætu þeir blandað mjólkina án
þess að nokkur yrði þess var
nema þeir væru þá hreinlega
staðnir að verki. Þess vegna væri
ákaflega mikið undir heiðarleika
bændanna sjálfra komið.
Loks hafði Morgunblaðið sam-
band við Ásgeir Pétursson, sýslu-
mann í Borgarnesi, og spurði
hann hvort nokkur kæra hefði
borizt út af þessu máli. Hann kvað
svo ekki vera en hins vegar hefði
sér borizt bréf frá Mjólkursamlag-
inu þess efnis, að hann lögskipaði
sérstakan eftirlitsmann til að taka
sýnishorn af mjólkinni hjá bænd-
um á svæðinu. Ásgeir bætti því
við, að sér væri heldur ekki kunn-
ugt um að öðrum sýslumönnum
hefðu borizt kærur út af þessu
máli.
þingmanna
og launin færu síðan hækkandi
eftir því, sem þingmenn byggju
fjær Kaupmannahöfn.
Sverrir Hermannsson tók síðan
fram, að þessar greiðslur yróu
teknar til athugunar í nefndinni.
Rétt væri þó að taka fram, að
ýmsir þingmenn eins og t.d. fjár-
veitingarnefndarmenn væru svo
önnum kafnir allt haustið, að þeir
ættu þess engan kost að borða
heima hjá sér. Hvar draga ætti
línuna í þessu efni væri mikið
vafamál. Sverrir sagðist vilja
leggja áherslu á, að þessar auka-
tekjur hrykkju ekki langt til að
mæta kostnaði vegna þeirra
feiknalegu umsvifa, er alþingis-
menn hefðu. Vinnutími þeirra
væri lengri en hjá bænum. (Þing-
maðurinn mun hafa tekió þessa
viðmiðun vegna blaðaskrifa þar
um.)
Vegna samanburðar við kjör
danskra þingmanna spurði Morg-
unblaðið nefndarmenn að þvi,
hvort þeir hefðu gert samanburð
á fæðispeningum þingmanna, er
búsettir væru í nágrenni Reykja-
víkur og styrkjum til elli- og
Örorkulifeyrisþega. Sverrir Her-
mannsson sagði, að svo hefði ekki
verið, og spurði á móti, hvort
blaðamenn hefðu gert slikan
samanburð. Þá sagði Sverrir Her-
mannsson, aó þingmenn yrðu fyr-
ir kjararýrnun eins og aðrir og
þeir myndu ekki njóta launajöfn-
unarbóta.
á Holtsbryggju varð hann að fá
snjósleða. Bátur beið við Holts-
bryggju og flutti lækninn til Flat-
eyrar. Meðan á ferð læknisins
stóð annaðist hjúkrunarkonan
hinn slasaða eftir fyrirsögn lækn-
isins og sérfræðings á Borgarspit-
alanum í Reykjavik. Átta klukku-
stundum eftir slysið var hinn slas-
aði kominn i umsjón lækna á
Borgarspítalanum. Læknirinn
fylgdi hinum slasaða á sjúkrahús.
Komst læknirinn á þriðjudegi
heim aftur, en ekki var flugveður
á mánudag.
Vegna erfiðleika við að komast
á flugvöll hefur verið erfitt að
halda uppi flugsamgöngum hing-
aó í vetur. Hefur oft ekki verið
hægt að fljúga hingað nema tekist
hafi að tengja flugið ferð djúp-
bátsins frá isafirði, en þaðan
kemur hann tvisvar í viku og hef-
ur þá um einnar klukkustundar
viðdvöl við Holtsbryggju en flug-
völlurinn er rétt upp af byrggj-
unni. Er það frekar tilviljun að
veðráttan fyrir flug og koma
djúpbátsins fari saman. Telja
menn hættu á, að flugsamgöngur
í Holt leggist niður ef ekki tekst
að halda uppi betri samgöngum
við flugvöllinn en verið hefur i
vetur. —Gunnhildur.
Mót Votta
Jehóva
VOTTAR Jehóva gangast fyrir
tveggja daga móti hér í Reykjavík
um helgina. Mótið hófst i gær, en
lýkur i dag. Kl. 4 flytur Laurits
Rendboe fyrirlestur er hann
nefnir „Nánustu framtíðarhorf-
ur“.
Mótið er haldið í samkomusal
samtakanna að Sogavegi 71.
JON M. Baldvinsson listmálari
opnaði málverkasýningu (
Kjarvalsstöðum laugardaginn 1.
marz kl. 3 og verður sýningin
opin til 11. marz. Á sýningunni
eru 90 olíumálverk, en flestar
myndirnar eru málaðar á tímabil-
inu frá 1970—1975, fyrst í Dan-
mörku en slðan hér heima eftir
1972.
„Ég sæki fyrirmyndirnar",
sagði Jón „í skógana í Danmörku
og hér heima i grjót og hraun, en
hugmyndirnar sæki ég í mig
sjálfan."
Jön vinnur svo til eingöngu við
oliumálun, en hann er með mjög
góða vinnustofu við Borgartún.
Hann er fæddur i Reykjavík 1927,
en 18 ára gamall flutti hann til
Hafnar til náms og dvalar. Þar
hóf hann nám í söng og ætlaði sér
að gerast óperusöngvari og einnig
nam hann söng hér heima og jafn-
framt söngnáminu nam hann
teikningu. Siðar hætti hann söng-
Dánartalan
hækkar enn
London, 1. mars
AP — Reuter.
TALA þeirra sem fórust i neðan-
jarðarlestarslysinu mikla í Lond-
on í gær kann að vera allt að 50,
að því er björgunarmenn sögðu 1
dag. Enn er unnið við að skera
sundur vagnana og I morgun var
tala þeirra sem vitað er að hafa
látizt orðin 31, og talið var að um
tveir tugir lika væru enn i vögn-
unum. „Hinir látnu kunna að
vera um 40 og jafnvel allt að 50,“
sagði talsmaður björgunarmanna
í morgun.
— Trúi ekki
Framhald af bls. 1
fjárfestingarvarningi. Olíufram-
leiðslurikin gætu aukið innflutn-
ing sinn meira en upphaflega
hefði verið talið og öll ríki Aust-
ur-Evrópu sæktust í verulegum
mæli eftir vestrænum fram-
leiðsluvörum. Þá væru ráðstaf-
anir hinna ýmsu ríkja til að efla
efnahagslífið farnar að segja til
sín.
Dr. Klasen varaði hinsvegar við
kæruleysi, sagói, að fara yrði að
öllu meó gát; ef farið væri of
geyst í þenslu, gæti það haft nei-
kvæð áhrif á verðbólguþróunina.
Dr. Karl Klasen, sem er 63 ára
að aldri, hefur haft mikil afskipti
af viðræðum fjármálasérfræðinga
heims vegna hinna margvíslegu
erfiðleika í fjármálum og efna-
námi, en hélt áfram að mála i
frístundum, aðallega olíumyndir.
Árið 1971 hóf Jón nám við Mynd-
sýn og þar var Einar Hákonarson
aðalkennari hans, en einnig fór
hann í námsferóir tii Hollands og
Frakklands, en árið 1972 hóf
hann nám við Det Jyske Kunst-
akademi í Árósum og lagði sér-
staklega stund á modelteikningu.
Jón hefur sýnt bæði hér heima og
erlendis og nú á hann t.d. nokkur
verk á samsýningu jóskra list-
málara, sem haldin er á vegum
danskra fræðsluyfirvalda.
Myndirnar á sýningu Jóns M. i
Kjarvalsstöðum spanna nokkur
timabil á ferli hans sem list-
málara, en nokkrar myndir eru
t.d. frá 1958, en í suðurhluta sýn-
ingarsalarins eru nýjustu myndir
listamannsins. „Mér finnst ég
véra í stöðugri þenslu,“ sagði
hann, „og ég leita inn á við í
túlkun minni, er dulspekisinni og
ef til vill er það sterkasta hlið
myndanna".
hagsmálum að undanförnu. Hann
var meðal annars að því spurður,
hversu mikil hætta væri á því, að
iðnaóarþjóðir heims töpuðu í bar-
áttunni við verðbólguna vegna
nauðsynlegra ráðstafana til að
draga úr atvinnuleysi. Hann
svaraði því til, að alltaf væru ein-
hverjir þeirrar skoðunar, líka
sumir efnahagssérfræðingar, að
hægt væri að finna varanlega
lausn á atvinnuleysi með aukinni
þenslu. En þetta fengi ekki
staðizt, Meiri háttar verðbólga
mundi á endanum leiða til þess að
hió frjálsa efnahagskerfi liðaðist
sundur.
Dr. Klasen sagói, að ráðamenn
þjóðbanka væru oft til þess
hvattir að sjá efnahagslífinu fyrir
meiri hvatningu en heppilegt
væri vegna verðbólgunnar, — en í
fjölmennum ríkjum gerðu menn
sér svo glögga grein fyrir orsök-
um og afleiðingum, að fyrr eða
síðar komi aó því að þeir lokuðu
eyrunum fyrir slíkum ráðum.
Hann væri þvi bjartsýnn og hefði
ekki trú á, að heimskreppa væri
yfirvofandi.
— Heimatilbúin
Framhald af bls. 1
Samkvæmt upplýsingum PBS hóf
stúdentinn smiðina s.l. haust, og
lauk henni á fimni vikum. Sér-
fræðingur i sænska varnarmála-
ráðuneytinu, sem fékk teikningar
og útreikninga stúdentsins til um-
sagnar, segir að þetta sé i hæsta
máta óhugnanlegt, hvort sem
sprengjan sé virk eða ekki.
Sovézk
gagnrýni
á FIDE
Moskvu 28. febr. AP
STARFSMAÐUR sovézka skák-
sambandsins hefur gagnrýnt
ráðagerðir um sérstaka FIDE-
ráðstefnu 18. marz til að f jalla um
heimsmeistaraeinvígi Bobby
Fischers og Anatoly Karpovs.
Boris Rodunov, sem á sæti í
stjórn alþjóðaskáksambandsins,
segir í grein í blaðinu Sovetsky
Sport: „Við leggjumst eindregið
gegn hvers konar tilraunum til að
knýja fram einhliða ákvarðanir
og virðá að vettugi skoðanir og
hagsmuni áskorandans."
Rodinov segir, að FIDE hafi
þegar sett skilyrði fyrir heims-
meistaraeinvíginu og Fischer
hafnað þeim. Forseti B'IDE, Max
Euwe, vill að haldin verði sérstök
ráðstefna til að endurskoða leik-
reglur.
Tryggingamál
á Búnaðarþingi
BUNAÐARÞING ákvað í gær að
fela stjórn Búnaðarfélags íslands
að gera hið allra fyrsta athugun á
þvi, með hvaða skilmálum yrði
hægt að fá eftirfarandi trygging-
ar, bæði sem eina heild og sund-
urliðaðar á eftirfarandi hátt: a) í
formi hóptrygginga, b) í formi
skyldutrygginga.
1. Brunatryggingar á heyi.
2) Brunatryggingar á búfé.
3) Brunatryggingar á útihúsum.
Niðurstöður þessarar athugunar
verði kynntar hreppabúnaðarfé-
lögunum strax og þær liggja fyrir.
Ekki aðilar að
rækjusamkomulaginu
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá odd-
vitum fjögurra hreppa við
Húnaflóa:
Vegna framkominnar fréttar í
dagblaði fimmtudaginn 27.
febrúar um samkomulag það, sem
væntanlegt var milli sjávarút-
vegsráðuneytisins og útgerðar
Nökkva á Blönduósi vegna veiða í
Húnaflóa, þá viljum við undirrit-
aðir oddvitar lýsa yfir að við erum
ekki aðilar að því samkomulagi
sem gert hefur verið við útgerð
Nökkva, enda hefur ekki verið til
okkar leitað við lausn þessa máls.
Undir þetta rita oddviti
Kaldrananeshrepps, oddviti
Hólmavíkurhrepps, oddviti
Hvammstangahrepps og oddviti
Höfðahrepps.
Grafíksýning
í Grindavík
OPNUÐ VAR í gær sýning á
grafikverkum Önnu Sigriðar
Björnsdóttur i húsi Kvenfélags
Grindavíkur, þar sem Tónlistar-
skólinn er starfræktur. Þetta er
farandsýning, sem fyrst og fremst
var ætluð til kynningar á grafík.
Myndirnar eru allar unnar í
kopar og sink. Eru þær alls 39 að
tölu unnar á sióustu sex árum.
Áhugi á þessari listgrein fer
vaxandi hér á landi, bæði meðal
ungra listamanna og listunnenda.
Erlendis er hún mikils metin.
Sýningin verður einnig opin á
sunnudag kl. 14 til 18.
Að gefnu tilefni:
Ferðasaga læknisins frá
Þingeyri til Flateyrar
Handknattleikslandsleikur í Laugardalshöll þriðjudagskvöld kl. 20.30
ISUND - TEKKÖSLÚVAKM