Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975
3
Tillögur um skipulagsbreytingu á Reykjavíkurflugvelli:
Ný 1500 metra flugbraut
Gunnar Sigurðsson, ' Agnar
Kofoed-Hansen, Bertil Hell-
man og Leifur Magnússon út-
skýra fyrirhugaðar breytingar
á Reykjavíkurflugvelli.
GERÐ hefur verið áætlun um
framtfðarskipulag á Reykja-
víkurflugvelli. Tvær tillögur
liggja fyrir. 1 annarri er gert
ráð fyrir lagningu nýrrar flug-
brautar, sem yrði um 1500
metrar að lengd og yrði hún
skáhallt meðfram þeirri flug-
braut, sem nú liggur frá austri
til vesturs á vellinum. I hinni
tillögunni er gert ráð fyrir ýms-
um minni háttar skipulags-
breytingum án þess að ný flug-
braut yrði lögð.
Finnskur verkfræðingur,
Bertil Hellman, hefur unnið að
þessum skipulagsáætlunum s.l.
10 ár, en hann hefur unnið að
samskonar verkefnum í
mörgum löndum.
Á fundi, sem Agnar Kofoed-
Hansen, flugmálastjóri,
Gunnar Sigurðsson, flugvallar-
stjóri, og Bertil Hellman héldu
með fréttamönnum i gær kom
fram, að bruninn á Reykja-
vikurflugvelli í janúar s.l. varð
til þess að tillögum um skipu-
lagsbreytingar á Reykjavíkur-
flugvelli var flýtt. Gert er ráð
fyrir því, að í framtiðinni fari
allt viðhald og viðgerðir á flug-
vélum fram á Keflavikurflug-
velli, og nú hefur næturflug
véla með þrjá hreyfla og fleiri
verið bannað á Reykjavíkur-
Á myndinni sést hvernig skipulag Reykjavfkurflugvallar verður, ef farið verður eftir þeirri tillögu,
sem mælt er með. Nýja brautin er sú, sem byrjar til hægri fneðrahorni og sést greinilega hvernig
miðað er við að hún liggi meðfram Öskjuhlíðinni (lengst til hægri) sem verið hefur veruleg hindrun f
lagningu flugbrauta í upphafi.
flugvelli, nema í undanþágu-
tilfellum.
Flugmálastjóri sagði, að gert
væri ráð fyrir því að Reykja-
víkurflugvöllur yrði notaður
a.m.k. næstu 25 ár og væri
löngu orðið tímabært að gera
endurbætur á honum með nota-
gildi og öryggi í huga.
A fundinum var lega
flugvailarins rædd nokkuð.
Sagði flugmálastjóri, að þegar
hugmynd um fiugvöll á Álfta-
nesi hefði verið útrædd og séð
að aðrir ákjósanlegir staðir
fyrir flugvöll í nágrenni
Reykjavíkur væru ekki fyrir
hendi, væri sá kostur einn að
endurbæta Reykjavikurfiug-
völl eftir föngum. Sagði hann,
að öllum sérfræðingum, sem
hefðu verið kvaddir til, bæri
saman um, að Keflavíkurflug-
völlur væri of langt frá Reykja-
vík til að þaðan væri hægt að
annast flugþjónustu innan-
lands.
Þá benti flugmálastjóri á, að
ýmsar aðstæður varðandi flug-
rekstur hefðu breytzt verulega
til bóta hin siðari ár, bæði hvað
snerti öryggi flugvalla og flug-
véla. Þá væru aðflugsskilyrði í
Reykjavík heppileg að þvi leyti
að komið væri að vellinum af
sjó úr þremur áttum og víða
erlendis hagaði þannig til að 15
mínútna aðflug að flugvöllum
væri yfir borgum og þéttbýli,
enda þótt vellirnir sjálfir væri
á svæðum þar sem byggð væri
dreifð.
Bertil Hellman var spurður
álits á legu Reykjavíkurflug-
vallar. Sagði hann að engan
veginn væri hægt að teija hana
ákjósanlega, og ef ætlunin væri
að gera nýjan flugvöll, dytti
engum i hug að setja hann á
sama stað. Spurningin væri
hins vegar sú hvað hægt væri
að gera til endurbóta og aukins
öryggis við núverandi
aðstæður.
Verði horfið að því ráði að
leggja hina nýju flugbraut mun
flugumferð að verulegu leyti
geta flutzt yfir á hana, en
núverandi braut, sem liggur frá
suðri til norðurs, þolir vart
meira álag en nú er. Hellman
sagði að um mitt síðasta ár
hefði kostnaóaráætlun vegna
nýju brautarinnar verið um 150
millj. króna, en þessi lausn yrði
bæði kostnaðarminni og hag-
kvæmari á allan hátt en sú, sem
gerir ráð fyrir þvi að ekki verói
lögð ný braut.
Tillögurnar hafa enn ekki
verið lagðar fyrir borgaryfír-
völd, en flugmálastjóri sagði að
það yrði gert fljótlega. Hann
sagði að allar framkvæmdir á
Reykjavikurflugvelli væru að
Framhald á bls. 20
Utboð á verðtryggðum
ríkisskuldabréfum
aukið í 700 milljónir
Tvennir fjölskyldutónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Islands
UTBOÐ Seðlabankans á 500
milljón króna rikisskuldabréfum,
sem gefin voru út um mánaðamót-
in janúar-febrúar hefur gengið
Skákkeppni stofnana:
Þrjár sveitir urðu
efstar og jafnar
KEPPNI í A-riðli Skákkeppni
stofnana iauk s.l. mánudagskvöld.
Tefldar voru 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi, en 25 fyrirtæki og
stofnanir tóku þátt í keppninni.
Hún varð ákaflega spennandi og
tvisýn og lauk henni á þann veg
að þrjár stofnanir urðu i efsta
sæti með 18vinning, Utvegs-
bankinn, sameiginleg sveit Orku-
stofnunar og Rarik og kennarar
Menntaskólans við Hamrahlió.
Búnaðarbankinn hlaut 18 vinn-
inga og Kennaraháskólinn 17
vinninga. Þrjár efstu sveitirnar
munu keppa um titilinn. Keppni i
B-riðli lýkur i kvöld, miðvikudag,
en þar er Flensborgarskólinn í
efsta sæti.
mjög vel að sögn Stefáns
Þórarinssonar, aðalféhirðis Seðla-
bankans. Hefur nú verið ákveóið
að auka útboðið um 200 milljónir
króna eða í 700 milljónir.
Stefán sagði að heimildir hefðu
upphaflega verið fyrir hendi fyrir
600 milljónum króna, en að auki
verið heimilt að selja bréf upp í
nafnverð og verðbót eldri bréfa.
Sagði hann talsvert hafa verið um
það aó bréfin frá 1964 hefðu verið
tekin upp í nýju bréfin og kvað
hann um 50% af útboðinu frá
1964 hafa farið i nýja útboðið.
Ekið á bíl
ÞRIÐJUDAGINN 4. febrúar s.l.
var ekið á bifreiðina R 36713, sem
er brúndrappleitur Volkswagen
þar sem bifreiðin stóð i stæði vió
Tjarnargötu, gegnt Háskólahapp-
drættinu. Gerðist þetta á tíma-
bilinu frá kl. 10 til 22. Bifreiðin er
dælduð á vinstra afturbretti.
Þeir, sem eitthvað um þennan at-
burð vita, eru beðnir aó hafa sam-
band við rannsóknarlögregluna
strax.
SINFÖNlUHLJÖMSVF.IT Is-
lands heldur á næstunni tvenna
fjölskyldutónleika í Háskólabíói.
Veróa hinir fyrri laugardaginn 8.
marz en þeir síðari laugardaginn
5. apríl. Tónleikarnir hefjast kl.
14 báða dagana.
A hljómleikunum á laugardag
verða flutt verk eftir Mozart, Jón
Leifs, Atla Heimi Sveinsson og
Benjamin Britten. Hljómsveitar-
stjóri verður Páll P. Pálsson en
Atli Heimir Sveinsson kynnir
tónlistina og hin ýmsu hljóðfæri
hljómsveitarinnar.
Hægt er að fá áskriftarskírteini,
sem gilda að tvennum tónleikum,
bæði i bökabúðum og i barnaskól-
um, en fjölskyldutónleikarnir eru
ekki hvað sizt hugsaðir fyrir
skólabörn á aldrinum 7—13 ára
og foreldra þeirra. Tónleikar
fyrir börn á þessum aldri hafa
verið snar þáttur í starfi hljóm-
sveitarinnar og haldnir í ýmsu
formi, síðustu árin sem fjöl-
skylduhljómleikar sem hafa gef-
izt einkar vel, að þvi er Gunnar
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
hljómsveitarinnar, upplýsir.