Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 25 Halldór Guðmundsson frá Bœ — Minning F. 1. október 1897. D. 13. febrúar 1975. „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Halldór var fæddur á Smáhömr- um í Tungusveit og voru foreldr- ar hans Ragnheiður Halldórsdótt- ir og Guðmundur Guðmundsson. Ungur að árum flyzt hann með foreldrum okkar að Dr^gsnesi við Steingrímsfjörð, þar sem lífsaf- koman var aðallega byggð á sjó- sókn. Halldór var elztur af níu sonum þeirra hjóna. Hann var ekki hár i lofti eða aldinn að árum er hann fór að róa með föður sinum. Það var ekki löng skóla- gangan hjá honum, frekar en öðru almúgafólki á þeim tímum. Þó var hann tvo vetur í unglinga- skólanum á Heydalsá, hjá Sigur- geiri Ásgeirssyni kennara. Námið gekk vel. Skiðaíþróttin var þar mjög í heiðri höfð, þar bar hann af, og alla tið síðan var hann mikill iþróttaunnandi og reyndi að sækja skiða- og önnur íþrótta- mót allt fram til síðustu ára. Árið 1914 flytja foreldrar okkar að Bæ á Selströnd, þá var Halldór orðinn sterkasta reipið í fjölskyld- unni, að því er vinnuna snerti. Strax var hafizt handa um að slétta túnið og einnig var stundað- ur sjór haust og vor, eins og enn er og verða mun. Þar veiddist mikið af hrognkelsum og var stutt á fiskimið fyrstu árin, en það hefur breytzt. Árið 1920 kvæntist Halldór Guðrúnu Petrínu Árnadóttur, hinni mætustu konu, sem nú er látin. Þá urðu þau straumhvörf í lífi þeirra, að þau fengu hálfa jörðina Bæ til ábúðar, þar eð þá flytja þaðan búferlum inn að Kleifum á Selströnd, Guðrún Guó- mundsdóttir móðir Guðrúnar Petrínu og stjúpfaðir hennar Jó- hann Jónsson. Það má segja að ekki yrði nein kyrrstaða hvaó bú- skaparhætti snerti hjá Halldóri, heldur þvert á móti stórstígar framfarir, enda var hann fljótur að tileinka sér allar nýjungar á því sviði. Hann gróf ekki pund sitt í jörðu heldur bar það ríku- legan ávöxt i dáórökku starfi. Þau hjón eignuðust sex börn, fjóra drengi og tvær stúlkur. Aðra stúlkuna misstu þau rúm- lega tvítuga að aldri, og hafði hún verið sjúklingur alla tíð. Börn þeirra eru þessi: Tómas, Guð- mundur, Jóhann Gunnar, Ármann og Anna. Allt er fólk þetta harðgert, dugmikið og vel metið. Lengi bjuggu þau hjón aó vinnu barna sinna, er hjálpuðu þeim til að gera Bæ að þvi stórbýli sem hann er í dag. Börnin fóru að heiman jafnframt því að stofna eigin heimili, og að síðustu voru þau hjón tvö ein að vetrinum, en á sumrin komu börnin og hjálpuðu til við heyskapinn. Auk sinna eigin barna ólu þau hjón upp stúlku, Guðlaugu Ólafsdóttur að nafni, sem kom til þeirra barn að aldri. Hún reyndist þeim sem bezta dóttir. Halldór var búinn að sitja Bæ- inn í rúm fimmtíu ár, starfsdagur- inn var orðinn langur, er hann fyrir réttum tveimur árum hné niður við skyldustörfin, fékk heilablæðingu og varð máttlaus hægra megin. Hann var þá fluttur suður og hefur legið í Landakots,- spítala síðan, þar sém vel var um hann séð. Biðtíminn var langur og engin lifs von, en hann var mikið karlmenni i þeim þrautum sem öðrum. Með honum fellur dug- mikill niðji ættjarðarinnar, einn af þeim sem byggðu upp og bjó í haginn fyrir komandi kynslóðir. Hans mun verða minnzt svo lengi sem Bær er í byggð. Halldór var á yngri árum fríður maður sýnum, hlaðinn lífsorku og óbugandi starfsþreki, sem einkennir ætt okkar svo mjög. Hann var vel gefinn og hagmælt- ur, en því mun hann lítt hafa haldið á loft, þó að einstaka kvæði og vísa spyrðust út og yrði lífs auðið. Hann var glaður maður og góðhjartaður, og munu margir minnast hans með þökk og hlýju í huga. Hinn 20. þessa mánaðar fór fram minningarathöfn um Hall- dór í Fossvogskapellu, að við- stöddum miklu fjölmenni. Hann var jarðsunginn frá Drangsnes- kapellu 22. þ.m. og lagður til hinztu hvíldar í vinalegum graf- reiti á sólríkum og skjólsælum stað, við hlið konu sinnar. Þá er hann aftur kominn heim til æsku- stöðvanna, þar sem hann undi sér svo vel og unni svo mikið, aó þar var aliri ævinni eytt. En nú er hún stirðnuð hin starfsfúsa hönd, Þar munu birtast þérónumin lönd, og almættið veginn mun benda. Við kveðjum hann öll með hjartans þökk fyrir samfylgdina og allt hið glaða og góða, sem alltaf fylgdi honum. Farðu í friði, friður guðs þig blessi. 20.2.1975. Þuríóur Guðmundsdóttir frá Bæ ASTRAD VIÐTÆKI Verö frá kr. 3610.- ÚTSÖLUSTAÐIR: AKRANES ÓLAFSVÍK VerzlUnin Örin Verzlunin Sindri. AKUREYRI PATREKSJÖROUR Gunnar Ásgeirsson, h.f. Verzl Baldvins Kristjánssonar. K.E.A. Hljómdeild. REYÐARFJÖRÐUR Hljómver. Kaupfélag Héraðsbúa. BORGARNES Verslunin Stjarnan. REYKJAVÍK Kaupfélag Borgfirðinga Dómus Laugavegi 91. BLÖNDUÓS F.Björnsson. Bergþórugötu 2. Kaupfélag Húnvetninga. Fönix. Hátúni 6 a BREIÐDALSVÍK Gunnar Ásgeirsson Suðurlands- Kaupfélag Stöðfirðinga. braut 1 6 BÚÐARDAL Gunnar Ásgeirsson Laugarveg 33. Kaupfélag Hvammsfjarðar Hljómur Skipholti 9. EGILSSTAÐIR J.P. Guðjónsson Skúlagötu 26. Kaupfélag Héraðsbúa. Jón Loftsson Hringbraut 121. Versl. Gunnars Gunnarssonar. Radíóbær Njálsgötu 22 ESKIFJÖROUR Rafeindatæki Glæsibæ Verzlunin Rafvirkinn. Rafkaup Snorrabraut 26 FÁSKRÚSFJÖROUR Radióvirkinn Skólavörðustíg. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar Radió og Raftækjav.stofan FLATEYRI Óðinsgötu 2. Verzlunin Dreyfir. Sjónvarpsmiðstöðin Þórsgötu 1 5. GARÐAHREPPUR Sveinn Jónsson. Óðinsgötu 4. Bókaverzlunin Gríma. Tiðni h.f. Einholti 2. GRINDAVfK Kaupfélag Suðurnesja. SAUÐÁRKRÓKUR HAFNARFJÖRÐUR Kupfélag Skagfirðinga. Söluturninn Sóley. Radíó og Sjónvarpsþjónustan Radlóröst. SEYÐISFJÖRÐUR Vaki Bókaverzlun Ara Bogasonar HELLA Kaupfélag Héraðsbúa. Kaupfélagið Þór. SELFOSS Verzlunin Mosfell. Kaupfélag Árnesinga. HVOLSVÖLLUR Kaupfélagið Höfn. Kaupfélag Rangæinga. G.Á Böðvarsson. HÚSAVÍK Haraldur Arngrimsson. BókaverZlun Þórarins Stefánssonar. SIGLU FJÖROUR HÖFN-HORNAFIRÐI Verzl. Gests Fanndal. Verzl. Sigurðar Sigfússonar. SÚGANDAFJÖRÐUR ISAFIRÐI Verzl. Hermanns Guðmundssonar. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar VÍK Verzl. Jóns A Þórólfssonar. Kaupfélag Skaftfellinga. KEFLAVÍK VOPNAFJÖROUR Kaupfélag Suðurnesja. Versl. Ólafs Antonssonar. Radiovinnustbfan Hringbraut 91. STÖOVARFJÖROUR NESKAUPSSTAÐUR Kaupfélag Stöðfirðinga. Kaupfélagið Fram SKAGASTRÖND Bókaverzl Höskuldar Stefánssonar. Verzl Björgvins Björgvinssonar ÓLAFSFJÖRÐUR VESTMANNAEYJAR Múlatindur. Verzl. Stafnes. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR SUÐURLANDSBRAUT 14 - REYKJAVlK SlMI 38600 HEIMDALLUR Klúbbfundur um iðnaöar- og orkumál Heimdajlur S.U.S. í Reykjavík heldur klúbb- fund í Útgarði Glæsibæ (niori) laugardaginn 8. mars n.k. kl. 1 2.00. Gestur fundarins verður Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og orku- málaráðherra. Mun hann ræða um iðnaðar og orkumál og svara fyrirspurnum fundarmanna. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti Stjórnin Góóar ^kur ^drrialt Bókamárkaóurinn ' HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÖLFSSTR/ETI argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.