Morgunblaðið - 06.03.1975, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975
26
Ólafur Dagfinns
son — Minning
í dag er borinn til grafar frændi
okkar Ölafur Dagfinnsson. Hann
lést 24. febrúar eftir nokkurra
vikna sjúkrahússlegu. Andlát
hans bar þó brátt að, því hann var
kominn heim og síðustu dagana
fyrir andlátið var hann hress og
kátur og virtist hafa fengið góðan
bata.
Ólafur fæddist i Reykjavík 21.
september árið 1900, næst yngst-
ur níu systkina. Foreldrar hans
voru Halldóra Eliasdóttir og Dag-
finnur B. Jónsson sjómaður. Þau
voru ættuó af Snæfellsnesi, en
fluttust til Reykjavikur með sitt
fyrsta barn á unga aldri. Ekki
naut föðursins lengi við því hann
andaðist aðeins 49 ára gamall. A
þeim árum þýddi slíkt áfall fyrir
barnmargar alþýðufjölskyldur
oftast, aó fjölskylduna varð
að leysa upp að meira eða minna
ieyti. Það lá því fyrir Ölafi að vera
sendur i fóstur að Geldingaholti í
Gnúpverjahreppi til hjónanna
Guðríðar Ámundadóttur og Olafs
Jónssonar. Þótt það sé engum
vafa undirorpið, að erfitt hefur
verið fyrir Ólaf að yfirgefa fjöl-
skyldu sína, þá bar hann gæfu til
að lenda hjá einstöku sómafólki,
enda minntist hann fósturfor-
eldra sinna ætíð með mikilli
hlýju. Þá tók Ólafur miklu ást-
fóstri við sveit þá, sem hann ólst
upp i og óhætt er að segja, að
vandfundinn var einlægari
Hreppamaður þó átt hafi ættir
sínar í öðrum landshluta.
Ólafur starfaði við almenn
sveitastörf í Geldingaholti allt
fram til þritugsaldurs. Þá fluttist
hann til Reykjavíkur ásamt konu-
efni sinu, Þórlaugu Valdimars-
dóttur frá Sóleyjarbakka. Þau
eignuðust fjögur börn, Valdimar,
Helgu, Unni og Dagfinn. Eftir
langt og farsælt hjónaband and-
aðist Þórlaug þann 9. mars 1972,
banamein hennar var sá sami
sjúkdómur, sem nú hefur lagt
Olaf að velli.
Fljótlega eftir að Ólafur fluttist
til Reykjavíkur hóf hann að starfa
með mági sínum Kristjáni Jó-
hanni Kristjánssyni. Þegar Krist-
ján Jóhann stofnaði Kassagerð
Reykjavíkur árið 1932, gerðist
Ölafur starfsmaður fyrirtækisins
og hélt tryggð við það alla sína
ævi. Hann starfaði þvi við fyrir-
tækið allt frá stofnun þess. Á 40
ára afmæli Félags ísl. iðnrekenda
var Ólafur ásamt nokkrum öðrum
starfsmönnum íslenskra iðnfyrir-
tækja, heiðraður fyrir störf við
íslenskan iðnað. Það er óhætt að
segja, að hann var vel að þeim
virðingarvotti kominn.
Það munu allir, sem til þekkja
hjá Kassagerð Reykjavíkur, sam-
mála um, að mikill sjónarsviptir
er að Ólafi innan fyrirtækisins.
Dugnaður hans samfara óþrjót-
andi áhuga fyrir vexti og viðgangi
fyrirtækisins gerði hann að þeim
ágæta starfsmanni, sem hann alla
tíð reyndist.
Að öðrum ólöstuðum hefur
fyrirtækið varla notið dyggari
starfsmanns þau ár, sem það
hefur starfað. Öll þau störf, sem
Ölafi voru falin leysti hann af
jafnmiklum dugnaði og áhuga.
Það lýsir honum vel, að aldrei
þreyttist hann á að benda á það,
sem honum þótti betur mega fara
jafnt í smáu sem stóru. Og
skoðanir sínar setti hann fram af
hreinskilni og einurð.
Tvennt var einkum einkenn-
andi fyrir Ólaf, tryggð hans við
fjölskyldu sína og barngæska
hans. Hann var óþreytandi við að
heimsækja sitt gamla venslafólk,
ekki síst þá, er ekki áttu heiman-
gengt af ýmsum ástæðum, og
miðlaði þeim af glaðværð sinni og
góðum hug. Börn hændust mjög
að Ólafi, enda brást aldrei að
hann gæfi sér tíma til að sinna
þeim.
Við minnumst Ólafs með þakk-
læti og hlýjum hug sem frænda,
vinar og samstarfsmanns. Fjöl-
skyldu hans sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Agnar Kristjánsson
Kristján Jóh. Ágnarsson
Leifur Agnarsson.
1 dag er til moldar borinn
Ólafur Dagfinnsson, starfsmaður
í Kassagerð Reykjavíkur. Þegar
fréttist um lát Ólafs, setti marga
vini hans hljóða, því þrátt fyrir,
að vitað var, hversu heilsa hans
var orðin léleg, áttu þó fæstir von
á því, að hann færi svo snögglega.
Nú þegar Ólafur er kvaddur,
sækja á hugann margvíslegar
endurminningar frá liðnum
árum. Kynni mín af Óla Dagg,
t
Maðurinn minn,
GiSSUR ÞORSTEINSSON
sem andaðist 26. febrúar, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
laugardaginn 8. þ.m. kl. 2 e.h.
Fyrir hönd barnanna.
Guðrún Brynjólfsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda sam-
úð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns mins,
GUÐMUNDAR BOGASONAR.
Fyrir mína hönd og annarra
vandamanna,
Jóhanna Þorvaldsdóttir.
eins og hann var gjarnan kallaður
í hópi vina og samstarfsmanna,
hófust fyrir rúmum 30 árum, er
ég kvæntist bróðurdóttur hans.
Hann kom oft á heimili tengda-
foreldra minna og var þá gjarnan
rætt um landsins gagn og
nauðsynjar. Ólafur var ekki
myrkur í máli, er hann tjáði hug
sinn, um menn og málefni líðandi
stundar. Þar var ekki verið að
klipa utan af hlutunum eða töluð
nein tæpitunga, enda maðurinn
víða heima í landsmálum og túlk-
aði skoðanir sinar umbúðalaust.
Ólafur ólst upp á erfiðum tím-
um, ásamt systkinum sínum, er
atvinnuleysi var meira og minna
landlægt og ailir urðu að vinna
langan vinnudag strax frá ungl-
ingsárum, ef eitthvert handtak
var að fá, til þess að létta undir
með heimilinu. Hann kynntist því
snemma mikilli vinnu og vissi
ekki hvað það var að hlífa sér,
enda húsbóndahollur, samvisku-
samur og velvirkur.
Þegar Kristján Jóhann Krist-
jánsson, mágur Ólafs, stofnaði af
miklum dugnaði og bjartsýni, en
litlum efnum, Kassagerð Reykja-
víkur árið 1932, réðst Ólafur í
vinnu til hans.
A þeim árum létu húsakynni
Kassagerðar Reykjavíkur ekki
mikið yfir sér, þó bæði væri hátt
til lofts og vítt til vegja, því unnið
var úti undir berum himni, á svö-
kölluðu „plani“ við verzlun O.
Ellingsen. Þó aðstaðan til fram-
kvæmda væri frumstæð, var
unnið af kappi og engum datt í
hug að hlífa sér við vinnuna. Þar
lærðu margir ungir menn fyrst að
reka nagla, og sagði Kristján Jó-
hann mér einhverju sinni, að
Ólafur hefði verið góður kennari
hinum ungu mönnum og traustur
leiðbeinandi. Þar mun núverandi
forstjóri Kassagerðar Reykja-
víkur, Agnar Kristjánsson, hafa
hafið sin fyrstu störf hjá fyrir-
tækinu ungur að árum, undir til-
sögn og með eftirliti frænda síns
Ólafs.
Svo líða árin hvert af öðru og á
árinu 1961 var ég ráðinn til starfa
hjá Kassagerð Reykjavíkur. Stór-
t
Maðurinn minn,
JÓN ÓSKAR PÉTURSSON,
Skammbeinsstöðum,
sem andaðist 27. febrúar verður,
jarðsunginn frá Marteinstungu-
kirkju laugardaginn 8. marz. kl.
2 e.h. Bílferð verður frá Um-
ferðarmiðstöðinni kl. 12.
Fyrir hönd barna okkar,
Guðný Jónsdóttir.
t
Útför sonar okkar,
GRÍMS ÞORSTEINS,
Skólagerði 47, Kópavogi,
fer fram föstudaginn 7. marz
n.k. kl. 1.30 e h. Þeim, sem
vildu minnast hans er vinsamleg-
ast bent á styrktarsjóð vangef-
inna.
Bryndís og
Grímur Thorarensen.
felldar breytingar höföu orðið á
rekstri fyrirtækisins á þessum
þrem áratugum, sem liðnir voru
frá þvi að starfsemi fyrirtækisins
hófst. Kassagerð Reykjavíkur var
þá orðin eitt at stærstu fyrirtækj-
um landsins i einkaeign og rekið
af mikilli hagsýni af þeim feðgum
Kristjáni Jóhanni og syni hans
Agnari. Og nú lágu leiðir okkar
Ólafs saman í starfi, þar til Ólafur
lést.
Hér kynntist ég nýrri hlið á
Ólafi. Nú hafði ég þennan vinnu-
sama mann við hliðina á mér svo
til daglega og skildi nú betur en
áður, hverskonar kjörgripur hann
i raun og veru var sinum hús-
bændum. Hann var með
afbrigðum trúr í starfi og hélt
mjög á loft þeirri fornu dyggð, að
vinna húsbændunum vel. Mér er
kunnugt um, að þeir feðgar báðir
Kristján Jóhann og Agnar kunnu
vel að meta þennan trúa og
trausta starfsmann, enda sýndi
Agnar Kristjánsson það f verki, er
hann verðlaunaði Ólaf með utan-
landsferð, eftir að hann hafði
starfað hjá fyrirtækinu samfellt í
40 ár.
Ólafur hafði sem unglingur
dvalið langdvölum í sveit, og var
sérlega minnugur á bæja- og
mannanöfn svo og sérstæða át-
burði, er gerðust á þeim árum, og
var gaman að heyra hann segja
sögur frá þeim tima. Þar kenndi
margra grasa og margar sérkenni
legar persónur urðu ljóslifandi og
minnisstæðar i fjörlegum frá-
sögnum Ólafs, enda kunni hann
vel aö segja frá.
Ólafur var kvæntur Þórlaugu
Valdimarsdóttur sem er látin fyr-
ir nokkrum árum. Þau eignuðust
4 börn, sem öll lifa foreldra sína.
Þau hjónin áttu bæði við mikla
vanheilsu að striða árum saman
og er mér kunnugt um, að Ólafur
kom oft til vinnu sinnar meira og
minna veikur.
Það lýsir ef til vill skapgerð
hans allvel, að aldrei heyrðist
hann kvarta undan þeirri þungu
byrði heilsufeysis, sem hann varð
að bera. Oft lá hann andvaka um
nætur, illa haldinn af sínum erf-
iða sjúkdómi, en kom þó til vinnu
að morgni, eins og ekkert hefði í
skorist. Það má því segja um Ólaf,
hann stóð meðan stætt var.
Ólafur var snyrtimenni mikið,
sem og reyndar systkini hans öll.
Hann var höfðinglegur á að líta
og bar sig vel og horfói jafnan
beint í augu þeirra, er hann ræddi
við, enda einarður og ákveðinn að
eðlisfari.
Þegar Ólafur vinur okkar er nú
kvaddur að leiðarlokum, vil ég
fyrir hönd okkar samstarfsmanna
hans í Kassagerð Reykjavíkur
þakka honum fyrir langa og góða
samvinnu og trausta vináttu. Við
sendum ástvinum hans öllum
hugheilar samúðarkveðjur.
Halldór Sigurþórsson.
JHörgtmhTaíiil*
nucivsincnR
^»22480
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð við andlát og útför,
HALLDÓRS
GUÐMUNDSSONAR
frá Bæ i Steingrimsfirði.
Alúðar þakkir til lækna og starfs-
fólks Landakotsspítala er
hjúkruðu honum I veikindum
hans.
Tómas Kr. Halldórsson,
Guðmundur Halldórsson,
Anna G. Halldórsdóttir,
Jóhann G. Halldórsson,
Ármann H. Halldórsson,
Guðlaug Ólafsdóttir.
Úllaraskreytlngar
btömouol
Gróðurhúsið v/Sigtún simi 36770
t
Sonur okkar,
GUNNAR RAGNAR HALLDÓRSSON,
andaðist að Barnadeild Landspítalans aðfaranótt 5 þ.m.
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Halldór Magnússon.
+ Móðir okkar og fósturmóðir
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Hringbraut 50, R
andaðist á Landspítalanum mánudaginn 24 farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. febrúar. Jarðarförin hefur
Jóhanna Hjaltalin, Ingibjörg Danielsdóttir, Brynjólfur Vilhjálmsson, Edda Clausen.
+
Útför móður minnar,
LILJU MAGNÚSDÓTTUR,
Rauðalæk 55,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag fimmtudaginn 6. marz kl. 1 5.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar er
bent á líknarstofnanir.
Gunnar Grettisson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð við
andlát og jarðarför móður okkar,
MEKKINAR J. BECK.
Börn, tengdabörn og barnabörn hinnar látnu.
+
Þakka innilega vinsemd við andlát og jarðarför mannsins mins,
KRISTMANNS JÓNSSONAR.
Pálina Þorleifsdóttir.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför,
JÚLÍUSAR JÚLÍUSSONAR,
vélstjóra,
Eyrarvegi 31, Akureyri.
Sigtryggur Júliusson, Jóhanna Jóhannsdóttir,
Alfreð'Júfiusson, Ingibjörg Þorleifsdóttir,
Aðalsteinn Júlíusson, Áslaug Guðlaugsdóttir.