Morgunblaðið - 26.04.1975, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón
Thoroddsen
Ójú, Sigurður minn.
Það er nú Keilirinn, sem þú sér þarna, fjallið að
tarna til suðurs, uppmjótt.einstakt og strýtumyndað;
þú getur reitt þig á það, að á honum er hádegi,
hvaðan sem þú sér hann; þetta er Hafnarfjörður, en
kaupstaðinn sjálfan sérðu ekki; hraunin skyggja á;
og undir hæðinni, sem ég bendi núna á, standa
Garðar; og þetta er Alftanesið, sem Álftnesingurinn
er á. En ég held þú heyrir ekkert af því sem ég er að
segja þér; þú hefur alltaf augun inn á melum.
Jú, ég tek eftir öllu. Siguröur minn, sem þú segir.
Það eru Bessastaðir, sem þarna standa á eiðinu
millum voganna; en Lambhús ber í kirkjuna; og
Það er þá fyrst, sagði Guðrún og fór að lesa
HÖGNI HREKKVÍSI
1975
MrNauKht
Syndicatr. Inc.
4-3o --------
þetta er Grásteinn, mikið merkilegur steinn, á grand
anum; þetta er Skerjafjörður, og nú komum við
hingað á Seltjarnarnesið, hvernig lízt þér á það?
Indriði þagði, en Sigurður horfði framan i hann og
sagði:
Ég held ég geti gizkað á, hvað þú hugsar, lags-
maður! Þér dettur líkt í hug eins og mér, þegar ég
kom hingað í fyrsta sinn; ég sagði við sjálfan mig:
Margt hefur guð minn góður smiðað betur en nesið
að tarna. En mikil eru verkin mannanna, og heldur
en ekki er það staðarlegt að líta yfir Víkina; en ekki
get ég sagt þér mikið til húsanna; ég þekki fæst af
þeim, nema þetta er dómkirkjan, sem stendur þarna
rétt við tjörnina, og garóur jarlsins hérna megin við
lækinn, og sannast er um það, að margt skipast á
mannsævinni; þetta var „tugthús" í mínu ungdæmi,
þá sat Jóhann stríðsmaður og Jóhannes limur þar við
lítinn kost, og hélt enginn, að það mundi verða
aósetur landshöfðingjans. Hérna til hægri handar
sér þú fyrst móhraukana, sem þeir tönglast og
tyggjast um sem gaddhestar um illt fóður; en það
eru laugarnar, sem þarna rýkur upp úr; haganlega
er þeim fyrir komið, þar getur maður þvegið af
íslenzkuna; og nú man ég ekki meira að sýna þér
hérna megin við fjöróinn nema Laugarnes og Viðey,
eyjuna þarna stóru; fjallið að tarna, það er Esjan,
hún er enn þá eins og guð hefur gjört hana; og þetta
er hann Bárður karlinn Snæfellsás, sem blasir þarna
við hafiö, en ekki skaltu hneykslast á því, þó hann
fari aftan aó siðunum og snúi hingað bakinu að
höfðingjunum; en settu þig nú niður, lagsmaður,
hérna á bekkinn, ég á eftir að segja þér nokkuð, sem
Strákurinn sem lék
á tröllkarlinn
„Ja-há!“ sagði strákur.
„Kemurðu oftar hingað,“ spurði risinn.
„Vel getur það verið,“ kvað strákur.
Þegar hann kom aftur til konungshallar með
ábreiðuna með gull og silfurtiglunum, þótti öllum
enn vænna um hann en áður, nema bræðrum hans,
og nú varð hann þjónn hjá sjálfum konunginum.
Yfir því reiddust bræður hans feykilega, og til þess
að hefna sín, sögðu þeir við hestagæslumanninn:
„Nú hefir bróóir okkar sagt, að hann gæti náð í
gullhörpuna, sem risinn á, og sem er þannig, að allir
verða glaðir, þegar á hana er leikið, hvað sorgmædd-
ir sem þeir voru áður.“
Þetta sagói hestagæslumaðurinn konunginum
strax, og konungur sagði við piltinn: „Fyrst þú hefir
sagt þetta, verðurðu að ná í hörpuna. Getirðu það,
skaltu fá dóttur mína og hálft ríkið, en getiröu það
ekki, skaltu láta Iífið.“
„Ég hef hvorki hugsað eða sagt þetta,“ svaraði
piltur, „en það þýðir víst ekki annað en að reyna. En
sex daga vil ég fá til undirbúnings.“ Jú, það var
honum heimilt, en þegar þeir voru liðnir, varð hann
að leggja af stað.
í vasa sinn setti hann nagla, spítukubb og kertis-
bút og reri svo yfir vatnið. Þegar hann var nýkominn
í land, kom tröllkarlinn út og sá hann strax.
„Ert það þú, sem tókst silfurendurnar minar sjö?“
hrópaði tröllið.
„Ja-á,“ svaraði piltur.
„Það er þá þú, sem tókst líka rúmteppió mitt með
gull og silfurtiglunum?" sagði risinn.
„Jú-ú,“ sagði strákur.
Þá greip tröllkarlinn hann og fór með hann með
mcdtnorgunkaffinu
Blaöið Sunnmörs-
posten i Álasundi
birti nýlega frásögn og
mynd af 36 ára gamalli
hryssu sem bóndi einn
þar í grenndinni á og
beitir enn fyrir jarð-
yrkjuverkfærin og lætur
traktorinn standa.
Hryssan, sem blaðið birt-
ir mynd af, er grá. —
Bóndinn segist sjálfur
hafa tekið á móti henni
er hún kom i heiminn
á bænum og var kölluð
Sylvia. Hún mun ekki
koma vel út á myndinni í
blaðinu, sagði bóndinn.
Vegna síns háa aldurs
fer hún lítt úr hárum og
mun sýnast gömul og út-
slitin, sagði hann. Það
virðist gamla hryssan
líka vera á myndinni í
blaðinu. Bóndinn undir-
strikar í samtalinu við
blaóið, að Sylvía sé'við
hestaheilsu!
Beðið er um eina konjak —
Campari — og tvær sjerrý.
Læknir einn í Dan-
mörku hefur komið fram
með þá hugmynd í
læknablaðinu þar, að
rétt sé og nauósynlegt,
að sjúkrakörfurnar i
sjúkrabílunum, sem
sendir eru á vettvang er
slys verða, séu búnar
rafhituðum teppum til
þess aó sveipa hinn slas-
aða í, svo og blóðgjafar-
tæki með 30 stiga heitu
blóði. Það hjálpi mikiö
að geta gefið hinum slas-
aða hitakaloríur. Rafhit-
uðu teppin ganga fyrir
rafhlöðum. Læknir þessi
telur lika nauósynlegt,
að læknar hafi jafnan til
taks kvalastillandi töfl-
ur, hvar sem þeir eru á
ferð. Læknirinn, sem er
frá bænum Nærum, seg-
ir að hugmyndina að
þessum uppástungum
sinum hafi hann fengið,
er hann tók þátt í björg-
unar- og hjúkrunarstarfi
er járnbrautarslysið
mikla varð í Noregi í
febrúarmánuði síðastl.
Þar kom það mjög vel í
ljós hve mikilvægt það
er aó geta sveipað slas-
aða heitum teppum og
geta gefið heita blóðgjöf
auk þess aó geta á
skömmum tíma gripió til
kvalastillandi meðala.