Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 3 Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Jafnvœgi í efnahagsmálum VIÐSKIPTAÞING Verzlunar- ráðs íslands hófst eftir há- degi ! gær. Formaður Verzl- unarráðsins, Gísli V. Einars- son, setti þingið með ávarpi. Að því búnu flutti Geir Hall- •grímsson forsætisráðherra ávarp. Þingið fjallar um hlut- verk verzlunar og verðmynd- unar í frjálsu markaðskerfi. í ræðu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra kom m.a. fram, að hann telur ekki unnt að koma á frjálsri verðmynd- un og fullkomlega frjálsu markaðskerfi fyrr en jafn- vægi hefur náðst milli fram- boðs og eftirspurnar! þjóðfé- laginu. Forsætisráðherra sagði, að hér væri um svo róttæka breytingu að ræða, að hún myndi leiða til stétta- stríðs, ef hún yrði fram- kvæmd í einu vetfangi við núverandi aðstæður. Jafn- vægi framboðs og eftirspurn- ar yrði því að ná sem fyrst. I ræðu sinni sagði forsætisráð- herra, að flestum væri Ijóst, að meginhlutverk verzlunar og verð- myndunar væri það að stuðla að sem bestri nýtingu auðlinda, fram- leiðslutækja, vinnu og fjármagns i þvi skyni að ná sem beztum lífs- kjörum. Frjálst hagkerfi tryggði bezt lifskjör fólksins. Þá vék ráð- verömgndunar og bœttra lífskjara herrann að utanrikisviðskiptum og sagði, að menn gætu nú verið sammála um, að út á við væri nauðsynlegt að fylgja friverzlunar- stefnu. Að visu væri það svo, að hér á landi hefði þessari stefnu aðeins verið fylgt siðustu 15 árin. Á siðustu árum hefðu þjóðirnar efnt til samvinnu sin á milli til að greiða fyrir verzlun og alþjóðlegri verkaskiptingu með það markmið ( huga að stuðla að sem lægstu vöruverði. íslendingar hefðu tekið þátt i þessu samstarfi. En hjá þvi færi ekki, að við tækjum eftir ýmsum blikum, sem nú væru á lofti og skapað gætu hættu, enda væri fráhvarf frá frelsi i viðskipt- um hættulegt. Forsætisráðherra vék siðan að þvi, að ýmsar þjóðir eins og t.d. Norðmenn og Kanadamenn hefðu gripið til þess ráðs að styrkja fisk- iðnað sinn þannig að hann gæti boðið framleiðslu sina á lægra verði en við. Ef slik þróun hétdi áfram myndi það leiða til lakari lífskjara hér á landi. Þessi stefna striddi þvi á móti jafnrétti i alþjóð- viðskiptum og lifskjörum i viðari skilningi en innan ákveðinna þjóð- félaga. Þá sagði forsætisráðherra, að þær raddir hefðu heyrzt, að nú væri það helzt til ráðs að koma á gjaldeyrishöftum og skömmtun. Þetta hefði þurft að gera i stuttan tima á sl. vetri. Óraunhæft væri annað en gera sér grein fyrir þvi, að við hefðum verið mjög nálægt þvi að þurfa að taka upp gjaldeyr- ishöft. Meginmarkmiðið væri þó að koma i veg fyrir að gripa þyrfti til gjaldeyrishafta, þvi að þau leiddu aðeins til lakari lifskjara. Við slikar aðstæður blómstruðu óeðlilegir viðskiptahættir, svarta- markaðsbrask, og haftapostularnir ættu þvi að vera átrúnaðargoð braskaranna. Ráðherrann vék siðan að því, að innflytjendur og kaupmenn hefðu verið sakaðir um að eyða gjaldeyr iseign landsmanna. Þessi ásökun ætti ekki við rök að styðjast, þvi að hér væri ekki við neina eina stétt að sakast. Það væru neyt- endur, sem keyptu vörurnar og þjónustuna. Meginástæðan fyrir þvi að gjaldeyriseignin væri á þrotum ætti rætur að rekja til þess, að ekki væri jafnvægi á milli eyðslu og verðmætasköpunar. ef menn vildu vernda hagsmuni al- mennings yrði að tryggja að verð- mætasköpunin væri a.m.k. i sam- ræmi við eyðsluna. Forsætisráðherra ræddi siðan verðlagsmálin og sagði m.a., að verðlagseftirlit væri gagnslitið, ekkert stjórnvald gæti ákveðið verðlag á vöru og þjónustu. Þar væru markaðsöflin að verki og samskipti fólksins i landinu. Ef menn vildu tryggja sem lægst vöruverð. þá legðu menn áherzlu á frjáls samskipti. Ekki væri þó unnt að koma á frjálsri verðmynd- un og fullkomlega frjálsu mark- aðskerfi fyrr en jafnvægi væri komið á milli framboðs og eftir- spurnar i þjóðfélaginu. Hér væri um svo róttæka breytingu að ræða, að hún myndi leiða til stéttastriðs, ef hún yrði fram- kvæmd í einu vetfangi við núver- andi aðstæður. Jafnvægi fram- boðs og eftirspurnar yrði því að nást sem fyrst. i litlu þjóðfélgi yrðum við að leysa vandamál tekjuskiptingarinnar. Við vildum búa ( þessu landi og deila sömu kjörum. Af þeim sökum væri úti- lokað að viðhalda misrétti t tekju- skiptingu. Ákveðnar ráðstafanir yrði þvi að gera til þess að tryggja tekjujöfnun milli þjóðfélagshópa. Þetta markmið væri i fullu sam- ræmi við ævagamla arfleifð þjóð- arinnar. Þá yrðum við að leggja nokkuð á okkur til að fylgja fram byggðastefnu til þess að viðhalda lifi og starfi i hinum dreifðu byggðum landsins. Allt þetta kynni að sjálfsögðu að skerða nokkuð möguleikana á algjörlega frjálsu markaðskerfi. i setningarræðu sinni sagði Gísli V. Einarsson, formaður Verzlunar- ráðsins, að viðskiptaþingið ætti að hvetja til umhugsunar, umræðu Framhald á bls. 39 forsenda frjálsrar Frá setningu viðskiptaþings að Hótel Loftleiðum i gær. Talið f.v.: Gisli V. Einarsson, Þorvarður Elíasson, Hjörtur Hjartarson þingforseti, Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, Gylfi Þ. Gislason fyrrv. viðskiptaráðherra, og Ólafur Björnsson prófessor Á sama tíma og vilji hefur verið fyrir þv( að græða Heimaey upp eftir eldgosið og tilraunir gerðar I þá átt, hefur á aðra milljón rúmmetra af ösku verið ekið út um Heimaey, f flugvöilinn á háeynni og sérkennilegt byggingarsvæði f hrauni var fyllt upp af ösku — sléttað út. Miklar gróður- og náttúruskemmdir hafa orðið vegna þessa, en á meðfylgjandi myndum frá Sigurgeir f Eyjunt sjást tvö dæmi um vinnubrögðin. Efri myndin sýnir vesturenda flugbrautarinnar með um 10 metra háan öskukant óvarinn, en endinn var lengdur inn á miðja Heimaey og m.a. er undir endanum sfðasta heila grjóthleðslan f Eyjum-f kring um bæjarstæði bæjarins Svaðkots. lbúar sunnan flugbrautarinnar bjuggu ennþá við iðjagræn tún eftir eldgosið, en nú er aska þar meira og minna um allt vegna þessara framkvæmda. — Neðri myndin var tekin á fimmtudag er Flugmála- stjórn lét aka um 250 bflhlössum af ösku f slitlag á brautina, enn ein tilraunin með öskuna þótt öllum heimamönnum beri sarnan um að hún eigi eftir að fjúka öll og valda enn meiri landskemmdum á Heimaey. Aska og aftur aska — af mannavöldum ÞAÐ kom fram f frétt í Morgun- hlaðinu s.l. laugardag að í siðustu viku var um 250 bílhlössum af ösku ekið f ofanflag á flugbraut- ina í Eyjum, þótt aska hafi stöð- ugt fokið úr flugbrautinni og fleiri stöðum suður yfir Heimaey svo allur suðurhluti Eyjarinnar er nú undirlagður ösku og stór- skemmdur. Verkfræðingur flug- málastjórnar gaf f skyn að um 5 bflhlössum hefði verið ekið á brautina til reynslu, en þar var hins vegar um 250 bflhlöss að ræða undir hans stjórn. S.I. fimmtudag þegar v.erkið var unn- ið, var samþykkt í bæjarstjórn Vestmannaeyja að krefjast þess að Flugmálastjórn hætti þá þegar öskukeyrslu í flugbrautina. Vest- mannaeyjabær hefur látið aka hundruð þúsundum lesta af ösku vestur á Heimaey og Flugmála- stjórn hefur látið aka um 700 þús rúmmetrum af ösku í flugvöllinn Jafnframt hefur alls kyns drasli verið ekið í flugbrautar uppfyll inguna og þegar vind hvessir að ráði fýkur ekki aðeins aska um allar trissur, heldur einnig spýtnabrak, olíutankar og fleira, sem hulið hafði verið i flugbraut- inni. Mest fýkur úr vesturenda brautarinnar, sem er allt að 10 metra hár staðsettur á hábungu Heimaeyjar. Skeyti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, til Flugmálastjórnar var sent s.l. fimmtudag, en á föstudag þegar Morgunblaðið ræddi við Hrafn Jóhannsson, deildarstjóra hjá Flugmálastjórn, hafði hann ekkert heyrt um skeytið. Flugmálastjóri og aðstoð- arflugmálastjóri voru þá erlend- is. Sagði Hrafn, á ákveðið hefði verið að keyra bruna úr hólunum syðst í nýju gossprungunni og reyna að nota efnið í slitlag. Hins vegar þótti það ekki brúklegt þegar til kom vegna grófleika og var þá tekin venjuleg, fíngerð aska úr vesturhluta Eldfellsins, en ekki var hægt að fá uppgefið hver hefði veitt heimild til þess. Framhald á bls. 39 DR. MED. HANSEN LÁTINN er í Reykjavík dr. med. Halldór Hansen fyrrverandi yfir- læknir, 85 ára að aldri. Halldór Hansen fæddist í Mið- engi á Álftanesi 25. janúar 1889, sonur Björns Kristjánssonar kaupmanns og ráðherra og Sig- rúnar Halldórsdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1910 og cand. med. frá Háskóla Islands 1914. Hann stundaði framhaldsnám í Danmörku 1914—’16 og var viður- kenndur sérfræðingur i maga- sjúkdómum. Hann var starfandi læknir i Reykjavík frá 1916. Kennari og prófdómari við Há- skóla Islands var hann um árabil og dr. med. frá þeim skóla 1933. Þá var hann um árabil yfirlæknir við Landakostsspitalann i Reykja- vík. Halldór Hansen lét félagsmál mjög til sín taka. Hann sat i stjórn Læknafélags Reykjavikur um tíma, var m.a. formaður, var i Visindafélagi Islendinga frá 1932 og einn af stofnendum Iþrótta- sambands Islands 1912 og sat nokkur ár í stjórn sambandsins. HALLDOR LÁTINN Hann var kjörinn heiðursfélagi ISI árió 1929. Halldór Hansen var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Ólafía Vilborg Þórðardóttir frá Ráða- gerði á Seltjarnarnesi en hún lézt árið 1961. Þeim varð fjögurra barna auðið, Seinni kona Hall- dórs, Rut Hermanns fiðluleikari, lifir mann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.