Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Augíýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40.00 kr. eintakið r Astundum stormasömu en starfsömu þingi er lokið. Hrikalegur vandi efnahagsmála þjóðarbús- ins gekk eins og rauður þráður gegnum þingstörf- in. Ört lækkandi verö út- flutningsafurða okkar á undanförnum misserum, samhliða verulegri verð- hækkun á innfluttum lífs- nauðsynjum þjóðarinnar olli stórtækari skerðingu á kaupmætti þjóðartekna en dæmi eru um á síðari ár- um. Þetta olli því að þjóðin sem heild hafði úr veru- lega minni verðmætum að spila en á gengnum góðær- um. Fyrningar frá hinum góöu árum voru upp urnar, gjaldeyrisvarasjóður og fjárfestingarsjóðir tómir og innflutt og heimatilbúin verðbólga, samhliða nei- kvæðum verðsveiflum í sjávarútvegi, stefndi að rekstrarstöðvun í helztu at- vinnugreinum okkar. Allt þetta setti svip á þingstörf- in og gerði þinghaldið sér- stætt á marga lund. Meginviðfangsefni þingsins urðu því á sviði efnahagsmála. Þau mið- uðust fyrst og fremst við það að tryggja áframhald- andi rekstur atvinnuveg- anna, atvinnu- og afkomu- öryggi almennings, og sníða þjóðinni stakk í fram- kvæmdum og ríkisútgjöld- um, eftir ríkjandi kringum- stæðum og raungetu henn- ar. Samþykkt voru heimildalög um niðurskurð ríkisútgjalda allt að 3500 milljónum króna. Gengis- breytingu og ráðstöfunum í sjávarútvegi, sem m.a. fólu í sér tekjutilfærslu innan hinna ýmsu greina hans, með ráðstöfun gengismunar og fyrir- greiðslu varðandi lánamál sjávarútvegsins, var ætlað að bæta rekstrarstöðu hans. Lögum um launajöfn- unarbætur, tekjuskatts- lækkun, tollalækkun og lækkun söluskatts var ætl- að að vernda kaupgetu hinna lægstlaunu þann veg, að óhjákvæmileg lífs- kjararýrnum þjóðarinnar, vegna rýrnandi kaupmátt- ar útflutningsframleiðslu okkar, kæmi frekar á herð- ar hinna betur settu í þjóð- félaginu. Með þessum laga- setningum er jafnframt stefnt að auðveldun kjara- samninga á almennum vinnumarkaði, en þar gilda nú bráðabirgðasamningar, sem renna út um nk. mánaðamót. Þær ráðstafanir i efna- hagsmálum, sem gerðar hafa verið, eiga enn langt í land að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Bata- vottur hefur þó þegar sagt til sín. Samkvæmt upplýs- ingum Seðlabanka íslands batnaði gjaldeyrisstaðan í aprílmánuði um 260 milljónir og hefur síðan haldið áfram að batna. Sé miðað við kaup- og sölutöl- ur hefur gjaldeyrisstaðan batnað það sem af er maí um 800 milljónir króna. I lok fyrsta reglulegs þings nýrrar ríkisstjórnar eru batamerki sýnileg. Þó smá- tæk séu enn sem komið er lofa þau þó góðu, ef þjóðin kann fótum sínum forráð í kröfum og eyðslu á næstu misserum. Af löggjöf í sjávarútvegi má m.a. nefna: Lög um framleiðslueftirlit í sjávar- útvegi, þ.e. sameiningu fiski- og síldarmats ríkis- ins, en hið nýja eftirlit tek- ur til starfa 1. júlí nk., Lög um samræmda vinnslu og veiðar og Lög um breyt- ingu á verðlagsráði sjávar- útvegsins, sem m.a. fela í sér breyttar útlánareglur, verðjöfnun og verðtrygg- ingu á sjóðum sjávarút- vegs. Á sviði heilbrigðis- og tryggingamála má nefna lög um félagsráðgjöf, sem eru fyrstu sinnar tegundar á Norðurlöndum, lög um lokið Viðlagatryggingu íslands, sem er _ gagnmerk og byggð á dýrkeyptri reynslu þjóðarinnar í tjónum af náttúruhamförum, nýja löggjöf um fóstureyðingar, þar sem farinn var jákvæð- ur millivegur í viðkæmu en aðkallandi máli og lög um greiðslu fæðingarorlofs til kvenna í launþegafélögum. Á sviði framkvæmda hlutu raforku- og jarð- varmavirkjanir algjöran forgang. Orkumál öll voru tekin fastari og ákveðnari tökum en verið hefur um árabil, sérstaklega að því er varðar orkumái lands- byggðarinnar. Fyrir til- stilli núverandi orkuráð- herra tókst Lagarfossvirkj- un mun fyrr í gagnið en verið hefði. Kröfluvirkjun er á næsta leiti. Lagningu byggðalínu norður verður flýtt sem verða má. Næsta stórvirkjun verður á Norðurlandi, væntanlega í Blöndu. Raforkumál Aust- fjarða, Vestfjarða og Vesturlands eru í sérstakri athugun. Og flýtt verður fyrir jarðvarmavirkjunum með ýmsum hætti. — Ný stóriðja, járnblendiverk- smiðja í Hvalfirði, sem fyr- verandi orkuráðherra hafði undirbúið, hlaut stað- festingu þingsins. Byggðastefnan hefur og styrkzt með lagasetningu á þessu þingi. Má þar nefna eflingu Byggðasjóðs en ráðstöfunartekjur hans voru auknar um 700 milljónir á yfirstandandi ári. Ennfremur löggjöf um happdrættislán til Norður- og Austurvegar, en sú vegarlagning mun marka tímamót í samgöngumálum landsbyggðarinnar. Þeir erfiðleikar, sem ein- kenndu liðið þing, munu setja svip sinn á þjóðlífið enn um sinn. Batamerki eru þó í augsýn. Á öllu veltur að þjóðin sýni sam- hug í óhjákvæmilegum að- gerðum og veiti ríkis- stjórninni þann styrk og stuðning sem til þess þarf að skapa forsendur nýs vel- megunartímabils. Erilsömu þingi Umrœður um fóstureyðingar Arndís Björnsdóttir, kennari: Réttindi mannréttindi kvenréttindi Mikiar dcilur hafa undan- farið verið um hið margum- rædda fóstureyðingafrumvarp, sem nú verður brátt endanlega afgreitt frá Alþingi. „Baráttusamtök" kvenna hafa ekki viljað una frumvarp- inu I núverandi mynd og hafa undanfarið verið haldnir mót- mælafundir til stuðnings full- komnu „frelsi konunnar** I þessum efnum. Hér, sem oftar, stjórnar fámennur hópur ferð- inni og greinar um þessi efni eru yfirleitt einhæfar og öfga- kenndar. Því langar mig til að víkja að nokkrum atriðum, sem mér finnast „baráttuhóparnir" hafa afgreitt nokkuð fljótfærnis- lega. Fyrst er þá að nefna þá full- yrðingu, að konan ein geti bezt metið hvort hún geti alið barnið eða ekki. Vissulega hlýtur að vera rétt og eðlilegt að álykta að svo sé, en slikir tímar geta komið, að kona getur ekki frek- ar en margur (þótt þar sé ekki þungun á ferð) metið aðstæður af skynsemi og grípur þá til aðgerða, sem hún síðan sér eftir. Áreiðanlegt er einnig, að með tilkomu slíkra laga yrði þrýst á margar konur að velja þessa leið, jafnvel þótt þær innst inni vilji ala barn sitt. Fulltrúar „baráttusam- takanna“ leggja að vísu mikla áherzlu á, að konan eigi að tala við lækni og féiagsráðgjafa áður en aðgerð sé framkvæmd, en það á engu að breyta. Reynd- ar eru læknar og félagsráðgjaf- ar nefndir „misvitrir embættis- menn“ og „vottorðaskrifarar" og hlýtur því að gefa auga leið, að orð þeirra eru ekki talin mikils virði. Hlýtur þessi mál- flutningur því að kallast furðu- legur tvískinnungur. „Baráttusamtökin" leggja einnig rika áherzlu á, að fóstur- eyðing sé í öllum tilvikum „neyðarúrræði“ og sé konum það fullkomlega ljóst, svo og að þeim sé fyllilega ljós hættan af slikri aðgerð. Vil ég leyfa mér að fullyrða, að hér komi sami tvískinnungsháttur fram. Ef fóstureyðing er að mati þessara kvenna (og karla) neyðarúr- ræði, ber þá ekki skylda tii að koma í veg fyrir framkvæmd hennar nema í neyðartilfell- um? Hverjir eru þá færari til leiðbeiningar og ráðgjafar en einmitt læknar og félagsráð- gjafar? Er ekki einnig eðlilegt, að sá aðili, sem verður að fram- kvæma þetta óskemmtilega verk, hafi þar eitthvað til mál- anna að leggja? Það er einnig staðreynd, að konur almennt líta ekki á fóstureyðingu sem hættulega aðgerð. Það er frek- ar álitinn lævís áróður lækna, að svo sé. — Hversu oft heyrir maður ekki konur segja: „Ef ég yrði ófrisk núna, léti ég eyða því." Ekki er þar yfirleitt minnzt á hættu, hvað þá lífs- hættu af aðgerðinni. Ekki er þar heldur yfirleitt um að ræða neyðarúrræði og viðurkenna konur það líka, nema „baráttu- samtökin", sem vilja varpa á íslenzkar konur dýrðarljóma með tali sínu um „neyðar- úrræðin". En hvers vegna skyldu líka íslenzkar konur verða öðruvísi en kynsystur þeirra í öðrum löndum? Allir hljóta að verða að viðurkenna, að frjálsar fóstureyðingar þýða minni- aðgæzlu í sambandi við getnaðarvarnir og konur munu að vissu marki nota aðgerðina sem getnaðarvörn. Konur i góð- um stöðum vilja oft ekki raska lífi sinu, og kjósa þvi að not- færa sér þessa leið. I um- ræðum, sem ég hef átt við ýms- ar konur um þessi mál, viður- kenna þær þetta opinskátt og segja sem svo: „Hef ég ekki rétt til að ráða mér sjálf? A ég ekki líkama minn og ræð, hvað ég geri og læt gera við hann? Ef ég vil ekki eiga það barn, sem ég er ófrísk að, má ég þá ekki bara láta eyða því?“ Þarna hygg ég að komið sé að kjarna málsins, ef forsvarsmenn „frjálsra fóst- ureyðinga" vilja vera svo heiðarlegir að láta af orðskrúð- inu um „velkomnu börnin" og „neyðarúræðin", en viður- kenna, að deilan snýst að mati þeirra um RÉTTINDI kon- unnar, sem hún telur ótvíræð og fullkomin. Konan vill semsé ráða því algerlega, hvort hún fargar afkvæmi sínu eða ekki, rétt eins og um ómerkilegan hlut væri að ræða. Ég leyfi mér að halda því fram, að enginn einn aðili geti tekið sér slíkt vald, og get ég ekki hugsað mér, að forsvarsmenn slíkra krafna hafi íhugað alvarlega með sjálf- um sér, hvað þeir eru i raun og veru að fara fram á. Eru konur ekki í raun og veru að fara fram á böðulsvald, þegar þær einar vilja ráða, hvort líf það, sem þær hafa hjálpað til að kvikna, fái að þroskast að verða að manneskju eða verði út- rýmt? Það eru þægileg slagorð að tala um „velkomin börn“ og að „konan eigi að ráða, hvenær hún eigi börnin“, sem vissulega er alveg rétt. En er ekki flest- um konum og körlum vorkunn laust að notfæra sér þær getn- aðarvarnir, sem til eru? Málflutningur þessara „baráttuhópa" lítur oft þannig út, að ekki séu til neinar varnir gegn ótimabærri þungun, en ég held að með auknum réttinda- kröfum á flestum sviðum þjóð- lífsins hljóti að fylgja auknar skyldur. I málflutningi þeirra kvenna, sem tjáð hafa sig um þessi atriði á opinberum vett- vangi, er yfirleitt ALDREI minnzt á fóstrið og tilverurétt þess. Þær telja fóstur ekki manneskju upp að 12 vikna aldri, enda þótt 12 vikna fóstur hafi mannsmynd og sé aðeins örsmár líkami, þegar það er sogað úr móðurkviði. Hugleiða þessar konur, að þetta eru lif- andi verur, sem þroskaferillinn er sviptur af? Eins og ég sagði áður: EF konur telja þessa aðgerð neyðarúrræði, er þá ekki mikil hjálp i að fá leiðsögn og sameiginlegan ábyrgðaraðila i að deyða líf? Fóstureyðing er nefnilega ekkert annað en líf- lát, þótt fólk sé að friða sig með að tala um að „þetta sé ekki manneskja", og hlýtur alltaf að vera svo til óverjanleg, nema lifi móður sé hætt og eða ástæða sé til að ætla, að barnið verði vanheilt. Við ættum einnig að lita til þeirra þjóða, sem leyft hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.