Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 7 eftir INGVA HRAFN JÓNSSON „Það er svo sannarlega ástæða til bjartsýni” „MAÐUR er alltaf bjartsynn i upp- hafi vertíðar og vonar að vel veið- ist. Þetta á ekki síður við í ár. því að menn mega ekki taka alltof mikið mið af síðasta ári. því að það var fyrst og fremst veðráttan og Iftið vatn i ánum, sem gerði það að verkum að minna veiddist. Það virtist vera mikill lax i ánum. Í sumar litur mjög vel út um vatnið i •ánum, það er enn talsverður snjór i fjöllunum, sem ætti að duga vel fram á sumar," sagði Þór Guð- jónsson veiðimálastjóri er við hitt- um hann að máli i tilefni þess að laxveiðitímabilið hófst i gær með þvi að veiðibændur lögðu net sin i fyrsta skipti. — Nú er það svo Þór, að sl. 5 ár hafa verið ævintýri líkust hjá okkur hvað miklar laxagöngur og veiði snertir á sama tima og laxa- gengdin hefur farið minnkandi i flestum löndum heims. Erum við komnir það vel á veg. að við séum búnir að tryggja okkur þetta mikla og jafnvel vaxandi laxamagn? — Það er aldrei hægt að tryggja sig algerlega. Það koma alltaf sveiflur í náttúruna, sem við ráð- um ekki við. En ef við litum á þá geysijákvæðu þróun, sem orðið hefur i fiskeldis- og fiskræktunar- málum okkar og hinn mikla árangur er vissulega ástæða til bjartsýni. Einkum vegna þess, að þessi mál eru svo tiltölulega ný hjá okkur. Við höfum verið að þreifa okkur áfram hægt og sig- andi og stöðugt bætt við þekkingu okkar og reynslu og reynt að beita henni á sem hagnýtastan hátt. Við þurfum Ifka að gera okkur grein fyrir að þessi þróun er ekkert einkamál fárra, það verða allir að taka saman við okkur, bændur og veiðimenn. Með þvi móti getum við tryggt áframhaldandi veru- legan árangur. Það er með ræktun fisks sem aðra ræktun, að það verður alltaf að nota þá tækni og aðferðir, sem beztareru á hverjum tima. Mjög mikilvægt er að menn fari eftir ákveðnum reglum i sam- bandi við þessi mál, bæði i eldinu og ræktuninni til að árangur náist. Það eru þvi miður alltof mörg dæmi þess að menn hafi lagt út I hundruða þúsunda kostnað við að sleppa seiðum í ár, sem siðan hafa engum arði skilað vegna þess að ekki var farið rétt að er seiðunum var sleppt. ekki gerðar nægilegar rannsóknir á hita og öðrum skil yrðum í ánni né athugað hvort timinn til sleppingar var sá rétti. Seiðin eru ákaflega viðkvæm og ef ekki er farið rétt með þau i flutningum og þeim siðan bara mokað i árnar getur svo farið að menn hafi hreinlega verið að kasta peningunum á glæ. Þetta verður aldrei nægilega vel brýnt fyrir mönnum. — Nú er unnið að mjög miklum rannsóknum hér á landi á vegum Sameinuðu þjóðanna á laxi og sil- ungi. Koma niðurstöður þessara rannsókna ekki til að verða mikil- vægar fyrir okkur og þróun þess- ara mála? — Það er ekki nokkur vafi á því að þessar rannsóknir eru afar þýð- ingarmiklar. Hér er um að ræða, eins og áður hefur verið sagt frá I þættirjum, þriggja ára rannsóknir á laxi og silungi sem ætlað er að afla sem gleggstra upplýsinga um stofnstærðina í hverri á og hverju vatni og fá þannig upplýsingar um hve mikið veiðiálag megi vera á Spjallað við Þór Guðjóns- son veiði- málastjóra um nýbyrjað laxveiðitímabil Þór Guðjónsson veiðimálastjóri hverjum stað til a'ð tryggja bezta nýtingu stofnanna og áframhald- andi vöxt. Þá er einnig verið að gera rannsóknir á ýmsum upp- eldisaðferðum til að reyna að finna þá aðferð, sem mestar endurheimtur gefur. Hafa i því sambandi verið merkt um 50 þús- und seiði í Kollafirði, bæði með hinum nýju örmerkjum sem við köllum svo og hinum hefðbundnu sænsku Carlénmerkjum. Sérfræð- ingar telja hin nýju örmerki bylt- ingu á þessu sviði, þvi að hér er um að ræða örsmáan virbút, sem þrýst er inn i höfuð seiðisins og hindrar það þvi ekki á nokkurn hátt i lifsbaráttunni i sjónum auk þess sem engin hætta er á að það tapist. Þá er nú verið að Ijúka við niðursetningu mjög merks nýs talningartækis i Elliðaánum, sem Björn Kristinsson tæknifræðingur hefur fundið upp, og eru það bandarískir sérfræðingar undir stjórn prófessors Ole Mathiesens sem það annast, en Mathiesen er yfirmaður þessara tilrauna fyrir S.Þ. Ætla sérfræðingarnir að veiða þar gönguseiði á leið til sjávar og merkja þau til að gera samanburð á hvernig þau standa sig i sjónum miðað við seiðin úr Kollafjarðar- stöðinni. Þá er einnig verið að gera tilraunir i Ártúnsá á Kjalar- nesi með seiðasleppingar, þannig að sumum seiðum er sleppt beint i ána, aðrir hópar eru fyrst settir i sérstakar sleppitjarnir. Þá er einnig verið að setja allar veiði- skýrslur i tölvuúrvinnslu, þannig að niðurstöður sumarveiðanna á landinu geti legið sem fyrst fyrir og við fáum samanburð frá ári til árs og einnig á hvaða tímum mest veiði er og ganga. Einnig færðu þeir okkur mörg dýr tæki af nýj- ustu og fullkomnustu gerð. m.a. bergmálstæki til að mæla fisk i vötnum og tæki til að telja laxinn. sem merktur er með örmerkjun- um. Eins og sjá má af allri þessari upptalningu er hér um feikna um- fangsmiklar rannsóknir að ræða. — Hvenær má búast við niður- stöðunum? — S.l. ár fór að mestu i undir- búning og aðaltilraunirnar fara fram i sumar og næsta sumar. Það er gert ráð fyrir því að niðurstöð- urnar muni liggja fyrir árið 1977 og þarf enginn að efast um að þær verði stórmerkilegar og gagnlegar fyrir okkur. — Það er þvi ástæða fyrir veiði- menn að lita björtum augum til framtiðarinnar? — Já, það tel ég svo sannar- lega Á leið til lands með lax á færi. 'N Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. Málarínn á þakínu velur alkydmólningu með gott veðrunarþol. Hann velur ÞOL fró Mdlningu h.f. vegna endingar og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil 10 fermetra. Hann velur Þ O L frd Mdlningu h.f. vegna þess að ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og þegar kemur að mdlningu d gluggunum, girðingunni og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt nýja ÞOL litakortinu. Útkoman er: fallegt útlit, góð ending. Mdlarinn d þakinu veit hvað hann syngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.